Feykir


Feykir - 22.10.2015, Page 8

Feykir - 22.10.2015, Page 8
8 40/2015 Kempurnar fóru á kostum Lúðar og létt tónlist í Miðgarði Fjöldi Skagfirðinga og nærsveitamanna gerði sér glaðan dag síðastliðinn föstudagskvöld og mætti á skemmtikvöldið Lúðar og létt tónlist í Miðgarði. Þar fóru á kostum valinkunnar kempur í tónlist og uppistandi, Hvanndalsbræður, Gísli Einarsson og Sólmundur Hólm. Reittu þeir af sér brandara hver um annan þveran, áhorfend- um til ómældrar ánægju. Fór Sóli meðal annars á kostum þegar hann hermdi eftir Pálma Gunnarssyni og Gylfa Ægissyni. Þá sýndi Gísli á sér nýja hlið með lúðrablæstri og söng. Óhætt er að segja að úr þessu hafi orðið hin besta skemmtun. /KSE Sólmundur Hólm er kostuleg eftirherma. MYNDIR: KSE Áhorfendur skemmtu sér konunglega. Gísli skaut fast að vanda. Hvanndalsbræður stilltu sér upp til myndatöku. Litið í vinnustofuna hjá Skrautmen Fyrirmyndarfrumkvöðlar á Feykir TV Annar þáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla fer í loftið á Feyki.is í kvöld. Þættirnir verða sjö talsins og er rætt við forsvarsmenn frumkvöðlafyrirtækja á Norðurlandi vestra. Í þetta sinn er Lilja Gunnlaugsdóttir heimsótt en hún rekur handverksfyrirtækið Skrautmen. Við fáum að kynnast Lilju og líta inn í vinnustofu hennar að Áshildarholti í Skagafirði. Þar gefur hún áhorfendum innsýn í vinnsluferlið og hvernig hún lætur hugmyndir sínar verða að veruleika. Jafnframt hvernig henni gekk að koma fyrirtækinu á koppinn, hvaða úrræði hún hefur nýtt sér og hvernig henni hefur gengið að markaðssetja vörur sínar. Þáttagerðin er í höndum Árna Gunnarsson kvikmynda- gerðarmanns, Berglindar Þor- steinsdóttur, ritstjóra Feykis og Kristínar Einarsdóttur, blaða- manns hjá Feyki. Þáttastjórn- endur eru Berglind og Kristín en um upptökur og eftirvinnslu sér Árni Gunnarsson. Í fyrstu sex þáttunum er fyrirtæki heimsótt og farið er yfir starfsemina, allt frá hugmynd til framleiðslu, og viðmælendur inntir eftir því hvernig ferlið gengur fyrir sig og hvernig staðið er að hinum ýmsu þáttum starfseminnar. Í lokaþættinum koma við- mælendur allra sex fyrirtækj- anna saman, ásamt þriggja manna ráðgjafanefnd, og ræða um frumkvöðlastarf. /BÞ Rætt verður við Lilju í Skrautmen í þættinum í dag. MYND: ÁG KS Sauðárkróki Toyota Akureyri Bílaleiga Húsavíkur Toyota Selfossi Toyota Reykjanesbæ Arctic Trucks Nethamar Engin vandamál - bara lausnir. *Olíur, olíusíur, loftsíur, frjókornasíur, bensín- og hráolíusíur, þurrkublöð, þurrkugúmmí, bílaperur, rúðuvökvi og frostlögur (afsláttur gildir eingöngu með vinnusölu). Bifreiðaverkstæði KS Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími: 455-4570 ÍS LE N SK A SI A. IS T O Y 76 66 3 10 /1 5 Bó ka ðu tím a í da g. Þa ð e r e inf alt og flj ót leg t. Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Bílaverkstæði Austurlands Bílatangi Ísafirði 20% afsláttur Sértilboð á olíum, síum, þurrkublöðum, bílaperum, rúðuvökva, frostlegi og fleiru.* 15% afsláttur af vinnu við smurningu hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota út októbermánuð. Toyota Kauptúni Bílageirinn FEITT Á KÖNNUNNI OG SMURT MEÐ KAFFINU Sértilboð á smurþjónustu hjá Bifreiðaverkstæði KS í október.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.