Feykir


Feykir - 22.10.2015, Qupperneq 9

Feykir - 22.10.2015, Qupperneq 9
40/2015 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Magnús Jónsson frá Barði sem er höfundur að fyrstu vísunum að þessu sinni. Gerir hann báðum kynjum af Íslandsmanni jafn hátt undir höfði. Konur reistar stika um storð stoltar kenna máttarins. Slyðru-reka af sér orð undirlægjuháttarins. Sterka kynið klórar sér, krökkt er af lús í fötunum. Í hvaða flík sem farið er fjölgar á henni götunum. Ein vísa kemur hér í viðbót, sem mig minnir endilega að sé eftir Magnús. Héðan síst er frétta fátt, fæstir hafa á nokkru vit. Klækjarefir himinhátt hausinn derra og svíkja lit. Allt hefur nú verið kyrrt um sinn af fréttaflutningi vegna flutnings á Fiskistofu norður. Man ekki fyrir víst hvort ég hef áður birt þessa ágætu vísu Hjálmars Freysteins- sonar um það mál. Fellur allt í fastar skorður fljótræði er engin bót. Fiskistofa flytur norður fyrir næstu aldamót. Aðeins hefur nú á haustsins dögum verið í fjölmiðlum rætt um þá nauðsyn að gera myndarlegar endurbætur á Kjalvegi. Fyrir fáum dögum rifjaðist upp fyrir mér vísa sem ég veit fyrir víst að er eftir kunnan eldri hagyrðing, sem ég man því miður ekki fyrir víst hver er. Bið lesendur um upplýsingar. Hríðar krepja er úti enn ugglaust nepja um Kjalveg. Fjöldi þrepa fyrr en menn fá að drepast alveg. Sá afkastamikli hagyrðingur Hallmundur Kristinsson mun hafa ort svo þegar rætt var um þessa leið. Flest má nú furðu gegna nei, fjandinn hættu nú alveg. Ríms og vísunnar vegna verð ég að fara Kjalveg. Fleiri hafa ort um blessaðan Kjalveg. Minnir að þessi limra sé eftir Skúla Pálsson. Skröltandi bílnum í skalf ég skrjóðurinn hristist og alveg á síðasta séns sentist minn Bens klungróttan torfæran Kjalveg. Björn Ingólfsson mun einnig hafa tekið þátt í þessum rímnaleik og ort þessa. Þegar við komum á Kjalveg af kulda og langsvelti skalf ég sagði Þórhalla og hló ég hafði það þó en Eyvindur króknaði alveg. Þá koma hér næst vel gerðar haustvísur, Vísnaþáttur 651 höfundur er Ólína Jónasdóttir frá Fremri- Kotum í Blönduhlíð. Næðir sárt um kinnar kul klaki sest í sporið. Haustnóttin er dimm og dul dreymir hana um vorið. Mörgu haustið hefur rænt hljómar ljúfir þegja Allt sem fyrr var iðjagrænt er að fölna og deyja. Fátt er nú sem eykur yl, austan glymur raustin. Ætli það finni enginn til eins og ég á haustin. Pétur Stefánsson mun vera höfundur að þessari. Horfin er sumarsins ylur og yndi. Allt hefur fölnað blómanna skraut. Haustið er komið með vætu og vindi og vorfuglar allir flognir á braut. Það er Guðmundur Geirdal sem yrkir svo til vísunnar. Hvar sem útsýn opnast ný anda heiðríkjunnar, fegurst leiftrar listin í lundum ferskeytlunnar. Þá koma næst haustvísur sem orðnar eru ansi aldraðar, munu ortar 1905. Höfundur er Sveinbjörn Björnsson frá Narfakoti á Vatnsleysuströnd. Hafs að fangi sumarsól síga vangann lætur, yfir dranga, dal og hól dragast langar nætur. Strýkur haust með héluklóm hlífðarlaust um dalinn. Hels í nausti nístir blóm napur austan svalinn. Stormar vaka vogi á vængjum blaka þöndum. Ymja nakin ýlustrá orpin klakaböndum. Yfir hlíð og björgin ber blæs af hríðarsetri, sumarblíða enduð er allir kvíða vetri. Það er skáldið Gísli Ólafsson sem yrkir svo til stökunnar. Þegar bjátar eitthvað á ört og viðkvæmt sinni, alltaf finn ég friðinn frá ferskeytlunni minni. Gott verður þá að leita til Gísla með loka- vísuna, haustvísu sem trúlega er ort hér í dalnum. Dalsins þrönga dimmir skaut draumalöngun stækkar. Fuglasöngur svífur braut. Sólin göngu lækkar. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Ég er fædd árið 1977 á Sauðárkróki þar sem ég svo bjó til 18 ára aldurs. Á síðastliðnum árum hef ég verið að uppgötva hversu dýrmætt samfélagið var mér og um leið þakkað fyrir þau forréttindi sem það voru að alast upp á Króknum. Það er ekki alltaf auðvelt eins og við vitum að alast upp í litlu samfélagi. Við getum verið nokkuð viss um að þau mistök sem við gerum eru á flestra vitorði innan fárra daga, jafnvel klukkustunda og það getur reynst erfitt að fela sínar veiku hliðar. En við kunnum því betur að sýna samstöðu og vinarhug þegar þrautirnar þyngjast. Við getum yfirleitt látið okkur linda hvert við annað og sýnt fólkinu í kringum okkur virðingu. Það eru einhver órjúfanleg bönd sem myndast og slitna aldrei alveg, þó svo þau trosni mörg hver. Ég hef ekki alltaf verið þakklát fyrir tímann minn á Króknum, en er það sannarlega í dag. Mig langar því að nota þetta tækifæri og þakka ykkur fyrir. Fólkinu sem komuð að uppeldi mínu á einn eða annan hátt. Sem og öllum Valgerður Erlingsdóttir frá Sauðárkróki skrifar Takk ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is þeim vinum og félögum sem ég átti og vonandi á enn í dag á Króknum. Kosturinn við Krókinn minn var þá einna helst sá að fullorðna fólkið stóð saman að uppeldi okkar barnanna. Við upplifðum mikið frelsi og gerðum nánast allt sem okkur datt í hug, en gerðum okkur kannski ekki grein fyrir því að þetta frelsi okkar var sennilega oftast undir eftirliti einhverra fullorðinna. Það fór nefnilega yfirleitt svo að ef við gengum of langt var einhver mamman eða pabbinn mætt til að stoppa okkur af. Ekki þótti tiltökumál að horfa á eftir okkur börnunum valhoppa illa klædd út í daginn með vasahnífa, veiðistangir, skrúfjárn, hamar og nagla sem við notuðum við ýmsa iðju yfir daginn. Saman renndum við okkur á slöngum, hoppuðum fram af hengjum, byggðum okkur fleka, tálguðum og óðum á brókunum í lauginni í Litlaskógi, en þar eyddum við líka miklum tíma á leynistöðunum okkar vítt og breitt um skóginn. Við fengum tækifæri til að vera til á okkar eigin forsendum og er það algjörlega ómetanlegt. Við vorum yfirleitt látin leysa okkar mál sjálf, hvort sem það endaði í nokkrum vel völdum orðum eða einstaka hnefahöggi, man ég ekki eftir því að þeir fullorðnu hafi gripið inní nema allt hafi farið úr böndunum. Stundum líður mér eins og ég hafi verið stödd í sögu eftir Astrid Lindgren og þá sem Ronja eða Lína og brá sennilega fyrir einstaka Emil, þar sem fór mikið fyrir mér sem barni og gerir stundum enn þann dag í dag. Í minni æsku fékk ég mikinn styrk af samfélaginu. Það kom fyrir að hinn alvaldi Bakkus bankaði uppá hjá þeim gamla og settist að í nokkrar vikur. Meðan á dvöl hans stóð fannst mér gott að ganga um bæinn og sjá að lífið var þrátt fyrir komu hans við það sama. Allir á sínum stað. Stebbi Ped á ljósmyndastofunni, Bjarni Har í versluninni, Matvörubúðarbræður, Óttar og Gunna í Bakaríinu, Binni, Vibekka og Lilla í bókabúðinni, Guðmundur og Elsa á hótelinu, Minna Bang á hjólinu, þjálfarar, kennarar, vinir, foreldrar og síðast en ekki síst stóðu allir sína vakt í Tindastól. Þetta gerði meira fyrir mig en orð fá lýst. Takk fyrir að þvo búningana af mér, takk fyrir að skutla mér upp brekkuna í hádeginu, takk fyrir að passa að ég færi mér ekki að voða, takk fyrir hlýjuna, brosið og viðurkenninguna. Takk fyrir þolinmæðina, kæru kennarar og kannski þið hin líka. Takk fyrir vinsemdina. Takk fyrir skemmtunina. Takk fyrir tækifærin og samvinnuna. Takk fyrir mig og njótið lífsins sem allra best heima á Krók. - - - - - Valgerður skorar á Berglindi Óladóttur, brottfluttan Króksara, að taka við pennanum.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.