Feykir


Feykir - 22.10.2015, Blaðsíða 5

Feykir - 22.10.2015, Blaðsíða 5
40/2015 5 „Eins og að stíga inn í gamla tímann“ Innlit í Suðurgötu 14 Sauðárkróki Það er líkt og tíminn hafi staðið í stað í Ártúni, ótal gamlir hús- munir hafa staðið þar óhreyfðir svo áratugum skiptir. Til að mynda hanga inní skáp föt kvenna sem hurfu á braut fyrir rúmri hálfri öld, gömul fótstigin saumavél með tvinnakeflin þrædd og tilbúin til notkunar bíður þess að aftur verði hafist handa við saumaskapinn og koppar standa enn til reiðu undir rúmum á efri hæð hússins, þar sem enginn hefur sofið í áraraðir. Þegar blaðamann bar að garði voru Gísli og Sigrún að ræða við Braga Skúlason húsa- smíðameistara, sem hefur sér- hæft sig í viðgerð gamalla húsa. Húsið þarfnast mikils viðhalds og var Bragi fenginn til ráðgjafar um hvort og þá hvernig hægt væri að hefja það aftur til vegs og virðingar. „Við erum að velta þessu fyrir okkur og ef það er gerlegt þá myndum við gjarnan vilja koma þessu gamla húsi í stand,“ segir Sigrún. Gísli tekur undir og segir að fyrst það endaði með því að hann erfði frænda sinn þá þætti þeim gaman að gera húsið þannig að sómi væri af því í götunni. Húsið var byggt á Aðalgötu árið 1890 af kaupmanni á Sauðárkróki. Í Sögu Sauðárkróks segir um húsið. „Lítið timburhús austan Aðalgötu gegnt Einars- húsi, vestan við sjóbúð Steins frá Við Suðurgötu á Sauðárkróki stendur Ártún, 125 ára gamalt hús. Það hefur þó ekki alla tíð staðið á sama stað heldur var það flutt á stokkum utan af Aðalgötu árið 1919, þangað sem það stendur nú. Húsið hefur lengst af verið í eigu sömu fjölskyldunnar, nú síðast Björns Ásgrímssonar. Þegar hann lést, 94 ára að aldri þann 29. júlí sl., eignaðist bróðursonur hans Gísli Einarsson húsið. Blaðamaður Feykis bankaði upp á einn fagran haustdag og spjallaði við Gísla og Sigrúnu Benediktsdóttur, eiginkonu hans. Gísli rifjaði upp góða sumardaga þegar hann dvaldi sem barn hjá afa sínum og frændfólki að Suðurgötu 14. Sauðá, en sunnan Egilsenshúss. Reist af Magnúsi Guðmundssyni verzlunarmanni og Margréti Pétursdóttur konu hans. Þar bjuggu þau hjón til ársins 1908. Húsið keypti Sláturfélag Skag- firðinga árið 1906 og eignaðist þá lóðarréttindin. Húsið var selt til brottflutnings árið 1919, en stendur enn óbreytt við Suður- götu 14. Lengi kallað Ártún.“ Siglfirðingurinn Kristján Ingi Sveinsson keypti húsið til flutn- ings árið 1919 og því var rúllað á trjábolum, þangað sem það stendur nú. „Mér finnst svo stórkostlegt að svona hús hafi verið svona vel byggt að það skuli hafi verið hægt að rúlla því hingað á stokkum,“ segir Sigrún. Gísli bendir þá á stoðir hússins, sem hafa verið klæddar með timbri á neðri hæð en sjást greinilega á efri hæð hússins. „Grind hússins sést á efri hæðinni. Mér er sagt að hún sé firnasterk, og þess vegna hafi verið hægt að rúlla því en það á að hafa þolað það mjög vel. Grindin er úr harðviði, fengin úr skipsstrandi sem varð hér í firðinum einhvern tímann á miðri 19. öld, kallaður rauð- viður, sennilega austurlenskur harðviður. Sá sem byggði þetta hús hefur náð í við úr þessi skipi. Hann er svo harður að það er ekki hægt að negla í hann. Það var reynt árið 1931, en var ekki hægt svo það varð að bora,“ segir hann. Afi Gísla, Ásgrímur Einars- son, bóndi og skipstjóri, var fæddur á Illugastöðum í Flókadal árið 1877. Eiginkona hans var Stefanía Guðmundsdóttir, fædd í Ási á Hegranesi árið 1885. Þau eignuðust fimm börn; elst var Jóhanna Guðmundína (f. 1909 d. 1962), Þórhallur (f. 1911 d. 1925), Einar (f. 1913 d. 1976), Herdís (f. 1914 d. 1915) og yngstur var Björn (f. 1920 d. 2015). „Kristján Ingi bjó hér framan af og seldi Ásgrími afa mínum húsið árið 1931. Hjónin fluttu frá Reykjum á Reykja- strönd þar sem þau bjuggu áður og bjuggu hér alla tíð síðan,“ útskýrir Gísli. Einar flutti suður til Reykjavíkur, giftist og eign- aðist fjölskyldu, sá eini barnanna til að gera það. „Eftir urðu Björn og Jóhanna, hún elst og hann yngstur og bjuggu hér með foreldrum sínum. Stefanía lést 1944, Ásgrímur lést 1961 og Jóhanna árið eftir, um fimmtug að aldri. Eftir það bjó Björn einn í hálfa öld og breytti engu á því tímabili. Í rauninni var engu breytt frá því þegar Stefanía lést árið 1944, í rúm 70 ár.“ „Það er alltaf eins og að stíga inn í gamla tímann að koma hingað inn. Við erum búin að taka mikið til og þrífa og þurftum að fara í gegnum ótal hluti,“ segir Sigrún og tekur sem dæmi að á einu borði þar inni hafi meðal annars staðið prúðbúið jólatré, sem plastpoka hafði verið smeygt yfir, tilbúið fyrir jóla- hátíðina. „Síðustu 40 árin a.m.k. var það þannig. Hann tók það aldrei niður, enda ástæðulaust, það eru alltaf jól hvort sem er,“ segir Gísli í gamansömum tón. „Það er ekki langt síðan prjóna- vélin hennar Stefaníu sem stóð hérna í stofunni var flutt upp á loft, hún var hér í 50 til 60 ár eftir að hún dó,“ bætir Sigrún við. Spenvolg mjólk með kvöldmatnum Gísli segist eiga margar góðar minningar í þessu húsi og af Króknum en þar varði hann sumrum sínum til tólf ára aldurs. „Ég var alltaf hér á sumrin sem strákur og vaknaði alltaf snemma á morgnanna við hana- gal. Við sváfum hérna uppi, öll í sama rýminu, við afi, Björn, Jóhanna og ég. Ég svaf í rúminu hennar ömmu. Fyrir vestan VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Myndir af Ásgrími Einarssyni og Stefaníu Guðmundsdóttur héngu fyrir ofan rúm Bjössa í stofunni. MYND: BÞ Sú tilfinning að fara upp á efri hæð Suðurgötu 14, þar sem heimilisfólkið svaf á árum áður, má líkja við að koma inn á safn en þar hafa húsmunir hafa staðið óhreyfðir svo áratugum skiptir. MYND: BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.