Feykir


Feykir - 22.10.2015, Síða 10

Feykir - 22.10.2015, Síða 10
10 40/2015 Hvað ertu með á prjónunum? María Eymundsdóttir á Sauðárkróki Smíðanámið besta ákvörðunin sem ég hef tekið Ýmiskonar handavinna hefur alltaf verið stór partur af lífi mínu. Mamma hjálpaði mér að stíga fyrstu skrefin og var ég ekki há í loftinu þegar ég var byrjuð að hekla og sauma krosssaum. Prjónarnir hafa höfðað minna til mín í gegnum tíðina þó ég geti logið mig í gegnum ýmislegt þar. Sökum aukinnar umhverfis- hyggju hef ég leikið mér að breyta fötum, enda er það oft hægt með lágmarksvinnu. Ég saumaði til dæmis kjól á, þá eins árs, stelpuna mína úr skyrtu sem átti að vera á tíu ára og í staðinn fyrir að sauma nýjar ermar klippti ég ofan af skyrtuermun- um og færði tölurnar til á erminni til að þrengja þær. Í handavinnunni er minn helsti akkilesarhæll hvað ég er mikið fiðrildi, svo oft hef ég mikið öfundað það fólk sem getur haft bara eitt verkefni í gangi í einu og ekki byrjað á neinu nýju fyrr en það er búið. Ég þarf hins vegar alltaf að hafa nokkur verkefni í gangi í einu og er á fullu að hugsa um eitthvað sniðugt að gera á meðan. Í dag er ég til dæmis að hekla teppi, þurfti alveg endilega að herma eftir Guðbjörgu vinkonu, prjóna peysu og sauma útí dúk og púða. Þrátt fyrir að hafa alla mína ævi fundist gaman að hand- mennt er tiltölulega stutt síðan ég uppgötvaði hvað smíðar eru skemmtilegar og ég tala nú ekki um hagnýtar. Í tilefni þessarar uppgötvunar minnar ákvað ég að venda kvæði mínu aðeins í kross í haust og skrá mig í smíðanám í FNV. Það er ein af betri ákvörðunum sem ég hef tekið. Það er alltaf jafn gaman að mæta í skólann og læra eitthvað nýtt. Fá að vinna í höndunum og í vélum við að smíða nytsamlega María Eymundsdóttir. MYNDIR: BÞ smíðisgripi eins og tröppur og lítinn skáp . Þrátt fyrir að þeir séu langt frá því að vera fullkomlega smíðaðir hef ég sjaldan verið stoltari af einhverju sem ég hef búið til. Ég ætla að skora á Auðbjörgu Ósk Guðjónsdóttir enda ýmis- legt skemmtilegt sem hún getur sýnt og sagt frá. UMSJÓN Berglind Þorsteinsddóttir Kjóll sem María saumaði handa dóttur sinni, úr skyrtu. María er með mörg verk í gangi. Sighvatur, sonur Maríu, prílar tröppurnar sem móðir hans smíðaði. Bryndís Rut Haraldsdóttir situr fyrir svörum í þessum þætti af liðið mitt. Hún er uppalinn stuðningsmaður Liverpool og dreymir um að komast á leik með liðinu. Bryndís segir erfitt að spá fyrir um gengi liðsins á þessu tímabili en vill þó sjá þá ofar en þeir eru í dag. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Liverpool! Er uppalinn stuðnings- maður, bróðir minn á mikinn þátt í því. En það var annað hvort Man U eða Liverpool hjá bræðrum mínum og ég heillaðist meira af Liverpool. Hvernig spáir þú gengi liðsins á tímabilinu? Það er erfitt að segja hvernig þeim muni ganga þetta tímabilið. Það var verið að ráða nýjan þjálfara, Jürgen Klopp fyrrum þjálfara Borussia Dortmund. Mun fylgjast spennt með breytingum liðsins! En annars held ég að þeir verði í kringum 5. sætið. Ertu sáttur við stöðu liðsins í dag? Neei, ekki alveg, þeir eru í 10. sæti og væri til í að sjá þá ofar en sum lið. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Já alveg mjög oft! Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Giuanluigi Buffon. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Nei, því miður þá er það enn draumur sem á eftir að rætast. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já, treyjur. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Ekki vel verð ég að segja. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei, það hef ég aldrei gert og mun ekki gera. Uppáhalds málsháttur? Það sem drepur þig ekki styrkir þig. Einhver góð saga úr boltanum? Já, þær eru alveg nokkrar! T.d. þegar Sunna hljóp upp allan völlinn og er tækluð, kemur þá dómarinn og spyr: „Ætli þetta hafi ekki bara verið of langur sprettur fyrir hana?“ þegar hún lá enn niðri. Sunna var fljót að svara fyrir sig og spyr: „ERTU AÐ SEGJA AÐ ÉG SÉ FEIT!?“ Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? Haha já, man eftir einum sem við mfl. kvk framkvæmdum á mfl. kk eitt sumarið. Við s.s. prentuðum út mjög óviðeigandi myndir og hengdum upp í klefanum hjá strákunum. Þessar myndir voru mjööög ógeðslegar svo að þeim datt aldrei í hug að við hefðum hengt þær upp. Allt sumarið vissu þeir ekki að mfl. kvk hefði staðið að þessu en því var uppljóstrað á lokahófinu í lok sumarsins. Þetta heppnaðist frekar vel! Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? Frænku mína, Bríet Guðmundsdóttir. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Hvaða atviki áttu aldrei eftir að gleyma í fótboltanum? Bryndís Rut Haraldsdóttir / LIVERPOOL Heillaðist meira af Liverpool ( LIÐIÐ MITT ) kristin@feykir.is Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra Ný bók komin út Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra, eftir Friðþór Eydal, greinir frá liðsveitum, dvalarstöðum, varnarviðbúnaði og öðrum umsvifum breska og síðar bandaríska herliðsins ásamt samskiptum þeirra við heimamenn, loftárásum og öðrum athyglisverðum atburðum. Reykjaskóli var hersetinn í þrjú ár og allstór liðsafli tók sér bólfestu á Blönduósi. Ítarleg frá- sögn er af mannskæðu sjóslysi á Hrútafirði þar sem 18 hermenn fórust og fundust ekki og ljósi er varpað á missögn um heimsókn söng- og leikkonunnar Marlene Dietrich til Sauðárkróks. Einnig er fjallað um íbúabragga, búnað og farartæki herliðsins og hvern- ig þau komust í hendur Íslend- inga að styrjöldinni lokinni. Fjöldi ljósmynda og korta eru í bókinni og hefur margt af því ekki birst áður. Höfundur bókarinnar, Frið- þór Eydal, hefur rannsakað umsvif og starfsemi erlendra herja á Íslandi og ritað um það bækur og ritgerðir, ásamt grein- um í dagblöð og tímarit. /Fréttatilkynning

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.