Smárit Hvítabandsins - 01.01.1903, Side 2

Smárit Hvítabandsins - 01.01.1903, Side 2
undrun Vilhelms minni, er hann sá að kona Jóhanns kraup niður fyrir framan hann og dróg af honum rcnnblaut og forug stígvélin hans, hún mælti ekki æðru orð, heldur var hun stilt og* blíð í svörum. Vilhelm gat nú ekki lengur stillt sig. „Nú er eg þó hissa, það segi eg satt,“ sagði hann. „Af hverju eruð þér hissa?“ sagðikonan. Hún vissi eðliiega ekkert um samræðu þeirra. „Auðvitað af því að þú skulir ekki skamma haun þegar hann er fullur," sagði Vilhelm. „Nei, það gjöri eg ekki,“ svaraði hún, „hann er maðurinn minn, og eg ætla að reyna að breyta við hann samkvæmt skyldu minni á meðan hann lifir, en eg get ekki armað en hugsað um orð heil- agrar ritningar, er segir; „Drykkjumenn erfa ekki guðs ríki,“ (1 Koi. 6. 10). En á meðan við eig- um að lifa samari, þá ætla eg að láta fara eins vel um hann og eg get.“ Vilheim skildi hvorki upp né niður í þessu, hann hélt nú heim á leið; vitaskuld hafði hann tapað veðmálinu. Þegar Jóhann vaknaði nrorguninn eptir, sagði hann við konu sina: „Nú ætla eg að hætta að drekka, eg lofa þér þvi, eg skal aidrei bragða vin framar. “ „Hvers vegna dettur þér þetta í hug?“ sagði kona hans. „Mér det'tur það i hug af því eg var að hugsa um, hvað þú varst góð við rnig í gærkvöldi, þegar

x

Smárit Hvítabandsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Smárit Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/1284

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.