Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Page 27

Bókasafnið - 01.01.2003, Page 27
stjórnunarsvið Mannauður - þekking Skipulagsauður - upplýsingar Samskiptaauður - tengsl árangursþœttir Gott starfsumhverfi og aukin menntun til framdráttar fyrir ráðuneytið og starfsmenn. Markviss skráning, geymsla og miðlun upplýsingaeignar ráðuneytisins. Gott samband og aukin tengsl við þá aðila sem ráðuneytið á samskipti við hverju sinni - Að innleiða árangursstjórnun innan fjármálaráðuneytisins og milli ráðuneytisins og stofnana þess markmið - Að bæta formleg samskipti á vinnustað - Að byggja upp markvissa endurmenntun og nýliðaþjálfun - Að skrá kerfisbundið þekkingu starfsmanna - Að auka þekkingarmiðlun - Að skrá og bæta vinnuferla - Að tryggja varðveislu upplýsinga - Að auka miðlun upplýsinga innan ráðuneytisins - Að nýta kosti rafrænnar stjórnsýslu - Auðvelda aðgengi að upplýsingum ráðuneytisins - Að tryggja jafnræði í afgreiðslu mála. Einnig er fjallað um hvernig ráðuneytið getur nýtt sér upplýsingar og þekkingu frá öðrum til að nota í starfi sínu.4 Þessi þáttur er hér kallaður samskiptaauður. Innleiðing þekkingarstjórnunar í Qármálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti Á árinu 2002 var unnið að undirbúningi á innleiðingu þekkingarstjórnunar í fjármálaráðuneyti og mennta- málaráðuneyti. Ráðuneytin tvö fóru ólíkar leiðir við vinnu sína en meginmarkmiðin voru þau sömu, að bæta upplýsingamiðlun og gæta þess að þekking fari ekki forgörðum. Fj ármálaráðuneyti í fjármálaráðuneytinu var settur á fót vinnuhópur um þekkingarstjórnun í október 2001 og skilaði hann skýrslu í desember 2002. í hópnum voru fulltrúar frá öllum skrifstofum og sett var verkefnaáætlun þar sem hverjum meðlimi hópsins var gert að skoða ákveðin atriði á sinni skrifstofu fyrir hvern fund, safna gögn- um og skrifa stutta skýrslu. Gögnin voru síðan notuð í greiningarvinnu ogtil að kortleggja upplýsingaeign og þekkingarverðmæti ráðuneytisins og setja fram til- lögur um hvernig megi nýta þau betur. Þá var gerð til- laga að þekkingarstefnu fyrir ráðuneytið og unnin drög að skrám um forrit, tölvukerfi og gagnagrunna, um skráða verkferla sem til eru o.fl. Hópurinn lét einnig gera tölvupóstkönnun um ýmis atriði varðandi þekkingarstjómun meðal starfsmanna ráðuneytisins. Vefkönnunarfyrirtækið Outcome hafði umsjón með framkvæmd hennar. Svarhlutfall var rúmlega 80% og niðurstöðurnar vom notaðar í skýrslu hópsins. Meðal þess sem lesa má úr könnuninni er að meirihluti starfsmanna virðist telja að þekking þeirra og hæfileikar nýtist vel í starfi og að yfirmenn séu með- vitaðir um reynslu þeirra, menntun og bakgmnn. Hins vegar vilja flestir auka miðlun þekkingar og fá tækifæri til að sérhæfa sig enn frekar en nú er.5 í skýrslunni er fjallað um þekkingarverðmæti fjár- málaráðuneytisins. Þeim er skipt í þrjá þætti eins og áður er lýst og farið var ofan í saumana á ýmsum þáttum í starfsemi ráðuneytisins. í lokaskýrslu voru lagðar fram 22 tillögur sem sjá má í 1. töflu og hafa sex þeirra verið settar í forgang og á vinnu við þær að ljúka í byrjun sumars m.a. gerð innri vefs. Aðrar til- lögur eru í undirbúningi. Tillaga að þekkingarstefnu fýrir ráðuneytið var samþykkt og er hún birt á vef ráðuneytisins.7 Þar segir: Fjármálaráðuneytið stefnir að því að viðhalda og tryggja þekkingu til framtíðar á þeim sviðum sem undir ráðuneytið heyra. Jafnframt stefnir ráðuneytið að markvissri miðlun, nýtingu og aðgengi að þekk- ingu og upplýsingum innan ráðuneytisins. Þannig verði stuðlað að góðu starfsumhverfi þar sem hæfi- leikar starfsfólks eru nýttir ráðuneytinu til hagsbóta og það viðurkennt fyrir góða og virka stjórnsýslu. Menntamálaráðuneyti í menntamálaráðuneytinu voru í janúar 2002 skipaðir þrír hópar til að koma með tillögur að breyttu starfs- umhverfi. Hóparnir fjölluðu um rafrænt umhverfi, upplýsinga- og þekkingarmiðlun og gæðastjórnun. í hópunum voru 1-2 fulltrúar frá hverri skrifstofu eða sviði ráðuneytisins og því tók um þriðjungur starfs- fólksins þátt í þessari vinnu. Einnig var stofnaður stýrihópur með formönnum vinnuhópanna og skrif- stofustjóra almenns sviðs. Stýrihópurinn samræmdi vinnu hópanna og lagði fram tillögur. Hver vinnuhópur hafði afmarkað verksvið og fór fram mikil gagnasöfnun og greiningarvinna. Skoðuð voru tengsl ráðuneytisins við utanaðkomandi aðila með því að kanna fjölda erinda og hvaða helstu málaflokkum þau tilheyrðu. Greint var á milli bréf- legra erinda, heimsókna á vef, heimsókna í ráðuneyt- BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 25

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.