Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 4

Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 4
4 LÆKNANEMINN Tanntökur í dáleiðslu. Bógsig hjá beljum. Allt gat komið fyrir. Þegar ég var 1 þetta skipti hefir ritstjórnin falið þennan þátt tveim þeim mönnum í deildinni, er hún hefir mestar mætur á, sakir sannsögli og heiðarleika. Er rétt að brýna einkum fyrir yngri colleg- um, að þeir leggi sér fast á minni þann fróðleik, er Grettir og Glámur hafa veitt upp úr reyndustu og frægustu collegum vorum, og látinn mun hér í té. Vér gerðum. oss frá upphafi Ijósa hina miklu ábyrgð, sem hvílir á þeim, er uppfræða unga menn, ó- reynda og trúgjarna. Það var því með hálfum hug, að vér réðumst í blaðaviðtal þetta við collega fyrir collega, en er oss var tryggð leið- beining og forsjá collega vors, Gogga, hófum vér starf vort ó- trauðir. Goggi þessi stendur nefni- lega, hvað sannsögli, áreiðanleik og samvizkusemi snertir, postulum og kirkjufeðrum ekkert að baki. (Sbr. Bl. & Þ. e. N. D.). Athugasemda Gogga er hvarvetna getið. Vér hefjum vísitazíu vora með því að ráðast á Garðinn þar sem hann er hæstur — þ. e. efstu hæð Nýja Garðs, en þar búa margir hinna elztu og fjölvitrustu collega. Vér leitum fyrst inngöngu í innsta herbergi á hægri hönd og biðjum íbúann að skýra oss frá því helzta, sem fyrir hann hafi borið í héraðs- iæknisstarfi hans á undanförnum árum. Hann kveðst lítið vilia segja frá sjálfum sér (hæverskur og fram úr hófi kurteis maður), en hins vegar hafi hann margt skemmtilegt að segja frá öðrum h éra ðs lœkn ir. collegum. ,,Eg var nefnilega ritari í félagi voru árum saman og varð margs vísari í því starfi,“ bætir hann við. „Kom ekkert markvert fyrir þig, þegar þú varst 50% hér- aðslæknir við H-flóann hérna um árið?“ „Ótal margt,“ segir hann, „til dæmis uppgötvaði eg alveg nýja og sársaukalausa aðferð við tanntöku. Til mín kom sjúklingur með eina ferlega tönn, og sagði hann farir sínar ekki slétttar. I því héraði, sem hann kom úr, voru tveir ungir kvenlæknar, sem báð- ar höfðu gert æðisgengnar tilraun- ir til að ná þessari einu tönn. Sárs- aukinn hafði verið svo geysilegur, að sjúklingurinn hljópst á brott frá þeim og hljóp hálfa þingmannaleið á minn fund, enda að niðurfalli kominn að þreytu og mæði. Kvaðst hann hafa heyrt mikið orð fara af leikni minni við tanntöku og því treysta mér lækna bezt tii að taka tannfjandann sársaukalaust. Eg gekkst lítið upp við hólið, þar eð eg er því manna vanastur. Nú sá ég mér til skelfingar að deyfi- lyfið var á þrotum; yrði eg bví að nota hypnosis það, sem á vant- aði. Byrjaði eg nú að lýsa fyrir bónda á dramatiskan hátt, hve kröftugt lyfið væri, og gæti jafn- vel svo farið, að hann gleymdi sér um stund. Sprautaði eg svo í hann, og það skipti engum togum, að steinleið yfir manninn. Tók eg nú tönnina hið bráðasta, og hefir enginn sjúklingur kveinkað sér minna við tanntöku í mínum prax-

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.