Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 7

Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 7
LÆKNANEMINN 7 ,,Ja, hvað viðvíkur seinni spurning- unni, þá kemur mér eitt sérstakt atvik í hug. Eg hafði haft óvenju- mikið að gera, dregið tennur í djöf- ulmóð o. s. frv., og biðstofan ennþá full. Kom þá til mín karl einn vein- andi og berandi sig aumlega sök- um tannpínu, og baðst ásjár. Eg þreif þegar deyfingarsprautuna, keyrði hana í skoltinn á karli og dældi í hann vænum skammti. Lét eg hann svo fara og koma aftur eftir stundarkorn. Þá spurði eg hann, hvort hann væri ekki orð- inn vel dofinn. Hann kvað svo vera, en bætti við, nokkuð hikandi, að svo virtist, sem deyfingin væri öllu sterkari þeim megin, sem tannpín- an væri minni. Sá eg nú mér til skelfingar, að mér mundu hafa orð- ið á nokkur mistök, og nú væru góð ráð dýr, til að bjarga við læknis- heiðrinum. Skýrði ég svo karlinum frá, að á sama stæði, hvar spraut- að væri, því ávallt dofnaði báðum megin. Lét karl sér það vel líka, og reif ég svo úr honum veiku tönnina. Síðan bað hann mig bless- aðan að nota þessa ágætu deyf- ingu, sem væri sennilega ennþá betri hinum megin, og taka nokk- ur stykki þeim megin líka. Lét ég það eftir honum, og skildum við með kærleikum. Eitt sinn var eg kvaddur á slys- stað, þar sem menn voru að reyna að lífga drukknaðan mann. Kraup sveitungi hans yfir honum og gerði öndunaræfingar. Eg var handflót- ur að vanda, tók af mér hina ó- missandi læknishanzka, þreif sprautu með coramini úr tösku minni og keyrði nálina í þann fót- inn, sem næstur var. Kvað þá við æðisgengið óp, og hélt eg í fyrstu, að sprautan hefði verkað svona fljótt og vel. En brátt komst eg að raun um, að fóturinn tilheyrði hinum bjargandi manni.“ (Goggi: „Þetta er haugalygi, því að hann stakk í löppina á sjálfum sér!“). „Þetta eru aðeins tvö dæmi um þau fjölmörgu broslegu atvik, sem hafa hent mig á starfsferli mínum. Vil eg ógjarnan segja ykkur meira, því að eg hefi áformað að gefa síðar út afrekasögu mína.“ Eftir þessa fróðlegu frásögn ber- um vér upp lokaspurninguna: „Hvaða heilræði vilt þú helzt leggja yngri collegum, sem hafa í hyggju að leggja út á sömu braut?“ „Fyrst af öllu virðulegt útlit. Til dæmis er mikils virði að hafa fallegt skegg. Það sá eg bezt á s.l. sumri. Stúdentahúfu er afleitt að nota. Ef hatt vantar, er betra að vera berhöfðaður. Ennfremur er nauðsynlegt að hafa hanzka; ef þá vantar, skal varast að taka hend- ur úr vösum. — Gott er að láta stethoscop standa lítið eitt upp úr vasa.“ — Vér þökkum viðtalið og hverfum á braut, þvert yfir Skóla- vörðuholtið, og nemum ekki stað- ar fyrr en inni á gólfi hjá enn ein- um úttauguðum héraðslækni. Með raunamæddum timburmannasvip og roða í vanga fer hann að rifja Framhald á bls. 16.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.