Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 13

Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 13
LÆKNANEMINN 13 'g að lœra hlutina af bókum, verður að gera þá! 'ðtal við Jóhann Sæmundsson. misjafnir, en það eru hinir erlendu engu síður. Ég fæ ekki betur séð, en að ísl. læknakandidatar standi erlendum kollegum nokkurn veg- inn jafnfætis, upp og ofan, að bók- legri bekkingu til. En okkar kandi- datar hafa séð minna fyrir sér, vegna fólksfæðar og smæðar sjúkrahúsanna. Einnig skortir nokkuð á þjálfun í ýmsum rann- sóknaraðf erðum. ‘ ‘ — Mun ekki bezt fyrir íslenzka kandidata að starfa erlendis, a.m.k. kandidatsárið ? ,,Ég er mjög hlynntur því, að íslenzkir kandidatar sigli og tel það bráðnauðsynlegt. En ég efast um, að bezt sé að sigla strax að loknu prófi. Tel ég mjög þroskandi, að gegna héraði eða vinna önnur sjálfstæð læknisstörf hér heima. Það skapar örvggi og festu, en kennir manni þó betur en nokkuð annað, hvar skórinn kreppir, hvað maður kann ekki.“ — Virtist yður áhugi á því að stytta og breyta fyrirkomulagi við læknisfræðinám í þeim löndum, sem bér dvölduzt s.l. ár? „Mikið er um það rætt á Norð- urlöndum, að breyta þurfi náms- tilhögun og talið æskilegt að stytta námið. Helzt hallast menn að því, að stytta beri og þjappa saman náminu til fvrrahluta prófs. Hygg ég, að helzt kæmi þetta til greina.“ — Hverja álítið þér beztu lausn þeirra mála hér heima? Ég held, að ég megi fullyrða, að flestir læknanemar hér séu óánægðir með verklega námið eins og það er. Okkur finnst það ekki koma að tilætluðum notum, aðallega vegna skipulagsleysis og ónógrar tilsagn- ar. Teljið þér von um, að úr þessu rætist eitthvað á næstunni? „Ég get ekki sagt á þessu stigi málsins, hver muni bezta lausnin hér hjá okkur. Ég hefi enn kennt allt of stuttan tíma, til þess að geta komið með ákveðnar tillögur. Þó býst ég við, að smám saman komi í ljós, hvar breytinga sé mest þörf- in. f fljótu bragði virðist mér þó, að ýmsir agnúar liggi í augum uppi: 1. Nemendur eiga að geta mætt í tímum í handlæknisfræði og lyflæknisfræði, strax og lokið er fyrsta hluta prófs, og þeir eiga að gera það. Skipuleggja verður verklega námið þannig, að þetta sé kleift. Eitt má ekki rek- ast á annað. 2. Það er of snemma byrjað á göngu á lyflæknisdeild, sé það gert strax að loknu prófi í fyrsta hluta. Nemendur kunna þá ekkert í lyf- læknisfræði og það, sem gerist á spítaladeild, fer fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. 3. Nauðsynlegt er að kenna sem mest af rannsóknaraðferðum á rannsóknarstofu og auka þá kennslu, en reyna þó að velja að- ferðirnar þannig, að hægt sé að

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.