Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 11

Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 11
LÆKNANEMINN 11 Tilmælum hans var vel tekið og voru kosnir 3 menn til að ganga frá stofnun sveitarinnar og verða. síðan milliliðir milli sjúkrahús- anna og meðlima sveitarinnar. Á fundinum og næstu daga á eftir voru um 70 manns innritaðir í sveitina. Áætlað er, að bætt verði í hana nýjum mönnum árlega. Nú hafa flestallir í sveitinni verið röntgenmyndaðir, Sahli hef- ir verið mælt og blóð tekið til lues- og blóðflokka-ákvörðunar. Blóðflokkarannsóknin verður gerð í Englandi, og eru svörin ekki komin, en von á þeim mjög bráð- lega. Þess má geta, að síðan blóð- gjafasveitin tók til starfa, hefir hún daglega gefið blóð til einhvers spítalans. I framkvæmdanefnd- inni eru: Árni Björnsson, Halldór Hansen (jr.) og Haukur Jónason. Dansleikir. Félagið hefir efnt til nokkurra dansleikja til ágóða fyrir starfsemi sína og er f járhagur þess þar af leiðandi í miklum blóma. „Vísindaleiðangur“. Félag læknanema efndi laugard. þ. 12. febr. síðastl. til ferðalags upp að Tilraunastöð ríkisins að Keldum og Heilsuhæli S.I.B.S. að Reykjalundi. Lagt var af stað frá Háskólanum laust eftir hádegi og ekið upp að Keldum. Var f jölmenni mikið, og mun láta nærri, að um 80 manns hafi tekið þátt í leiðangr- inum. Að Keldum var hópnum vel tekið. Bauð dr. Björn Sigurðsson, læknir, stúdentana velkomna, lýsti staðnum og tilgangi stofnunarinn- ar og bað þá að lokum að skoða og spyrja. Starfsfólk að Keldum var allt samhuga um að svala for- vitni okkar og sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn. Þarna var líka margt fróðlegt og skemmtilegt að sjá. Vorum við komnir þarna á víg- stöðvarnar, þar sem barist er við búfjársjúkdóma, mæðiveiki og aðra slíka vágesti í fénaði. Ýms tæki vöktu þarna furðu okkar, enda þótt við hefðum áður haft af þeim einhver bókleg kynni. Eftir að hafa skoðað allt það eftirsóknarverð- asta á Keldum, kvöddum við starfs- fólkið og hinar björtu rannsóknar- stofur og héldum ferðinni áfram upp að Reykjalundi. Móttökurnar þar voru mjög á sama veg og að Keldum. Oddur Ólafsson, yfirlækn- ir, bauð hópinn velkominn, rakti sögu hælisins og lýsti fyrirkomu- lagi þess. Síðan skoðuðu lækna- nemar byggingarnar, og voru heimamenn í fylgd með hverjum hóp, og lýstu því, er fyrir augu bar. Var mjög fróðlegt að skoða þessi mannvirki S.I.B.S., sem bera svo glöggt vitni um dugnað og framkvæmdavilja forvígismann- anna. Er þarna í senn heilsuhæli, vinnustofur og skóli. I vinnustof- unum er unnið að trésmíði, járn- smíði, saumum o. fl. Framleiðslan kemur svo í verzlanir landsins: stólar, leikföng, borð o. s. frv. Iðn- nám geta vistmenn stundað að Reykjalundi og hlotið sín iðnrétt- indi. Miðar öll dagleg starfsemi Framhald á bls. 20.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.