Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 87. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 20. APRlL 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. S-Vietnam: Flugstöð í hættu - strandvirki fallið Saigon, 19. apríl. Reuter. AP. HAFNARBÆRINN Phan Thiet féll f nótt eftir snarpa árás skrið- dreka og fótgönguliðs komm- únista og þar með hefur Saigon- stjórnin misst alla miðströnd Suð- ur-Vfetnam. Herlið stjórnarinnar flúði sjóieiðis frá Phan Thiet eft- ir nokkra götubardaga. Eftir fall borgarinnar var undirbúið undanhald herflugvéla frá flugstöðinni Bien Hoa 30 km frá Saigon. Flugstöðin verður áfram notuð að degi til en vegna harðra næturárása stórskotaliðs kommúnista verða flugvélarnar staðsettar í Tan Son Nhut, rétt hjá höfuðborginni, á nóttunni. Aðeins tvær hafnir eru nú á valdi stjórnarinnar — Vung Tau suður af Saigon og Rach Gia i Keong-óshólmunum. Tvö af fjór- um herstjórnarsvæðum Suður- Víetnams eru nú algerlega á valdi kommúnista. Þeir ráða nú 19 af 44 héruðum landsins og rúmlega tveimur þriðju hlutum þess. Nú er aðallega barizt við Þjóð- veg I nálægt Saigon og suðvestur Blaðamaður NOVOSTI óskar hælis í USA Tokío, 19. apríl UNGUR sovézkur blaðamaður, starfsmaður NOVOSTI- fréttastofunnar, er nú á leið til Bandarfkjanna, þar sem hann hefur óskað hælis sem pólitlskur flóttamaður. Framhald á bls. 26 af borginni við Þjóðveg 4 sem liggur frá henni til hrfsgrjóna- svæðanna í Mekongóshólmunum. Tvö norður-vietnömsk herfylki hafa verið flutt til Saigon- svæðisins síðustu daga, þrjú eru nú umhverfis Yuan Loc, og fleiri herfylki eru á leið suður á bóginn svo að sérfræðingar telja að loka- sókn kommúnista til Saigon geti hafizt þá og þegar. Xuan Loc við Þjóðveg I verst enn en bærinn er einangraður og kommúnistar hafa sótt fram hjá honum. Þjóðvegur 4 er enn opinn Framhald á bls. 26 FLOTAÆFINGAR — Sovézk herflugvél af May gerð varpar niður neðansjávar- hlustunarduflum í sambandi við flotaæfingarnar. Myndin er tekin úr brezkri herflugvél. Mestu flotaæfingar Sovét- ríkianna á N-Atlantshafi Ósló, 19. aprfl. AP SOVÉZKU flotaæfingarnar, sem tilkynntar voru fyrir viku sfðan, hafa þróast f umfangsmestu flota- aðgerðir, sem nokkru sinni hafa farið fram f Norska hafinu og á N- og S-Atlantshafi að sögn norska varnarmálaráðuneytisins. Milli 50—60 sovézk herskip taka þátt f feiknamiklum aðgerðum frá Finnmörk, nyrzta hluta Noregs til svæðis vestur af Islandi. Þá hefur þáttur sovézka flughersins f æfingunum stóraukist undan- farna daga. Yfirmenn norska flotans telja þetta mestu flotaæfingar Sovét- manna frá því í aprfl 1970, er allur sovézki flotinn var við her- æfingar á öllum heimshöfum. Vantraust á stjórn Sorsa Helsingfors, 19. apríl. NTB. ÖRLÖG finnsku stjórnarinnar verða lfklega ráðin á þriðju- daginn þegar Urho Kekkonen kallar fyrir sig foringja stjórnar- flokkanna fjögurra og ræðir við þá um stjórnmálaástandið. AI- mennt er talið að þing verði rofið, aðeins spurt hvenær nýjar kosn- ingar fari fram. Viðræður stjórnarflokkanna um ástandið hafa verið árangurs- lausar. Frjálslyndi flokkurinn og Miðflokkurinn hafa borið fram kröfur gegn stjórninni og að sögn Kalevi Sorsa forsætisráðherra hefur ástandið versnað við það að Sænski þjóðarflokkurinn hefur farið að dæmi þeirra. Þó er ástæðan til erfiðieika stjórnarinnar nú sú að flokkur kommúnista, Fólkdemókratar, hefur lýst því yfir að hann ætli að bera fram tillögu um vantraust á stjórnina vegna stefnu hennar í efnahagsmálum. Ekki er búizt við að tillagan verði samþykkt en hún kemur sér illa fyrir stjórnina vegna ágreinings Miðflokksins og sósíaidemókrata um stefnuna i byggðamálum. Kekkonen forseti sagði að lokn- um viðræðum stjórnarflokkanna að kosningar yrðu ekki ákveðnar fyrr en að afstaðinni atkvæða- greiðslu þingsins um vantraustið á þriðjudaginn. Nú er ljóst að ef kosningar verða haldnar getaþær ekki farið fram fyrr en i fyrsta lagi þriðja sunnudaginn i ágúst. Meðal skipa, sem taka þátt í þess- um æfingum eru beitiskip úr flokkunum Kara, Kresta og Sverdlov og tundurspillar af Kashin, Krivak og Kanin geró búnir eldflaugum auk mikils fjölda kafbáta, bæói kjarnorku- knúinna og venjulegra. Þá er til- tölulega mikill fjöldi skipa sér- staklega útbúinn til njósna og rannsóknarstarfa. Af hálfu flughersins taka þátt i æfingunum flugvélar af gerðinni May, Bear og Badger. Hin fyrst- nefnda er eftirlits- og kafbátaleit- arflugvél, Bear, er eftirlits og sprengjuflugvél og einnig Badger. Skip sökk á Rínarfljóti — óttast um 27 manns Köln, 19. apríl REUTER — AP. ÖTTAZT er, að 27 manns hafi farizt með skemmtiferðaskipi, sem fórst á Rínarfljóti i morgun eftir að eldur hafði komið upp í því. Um borð voru 117 manns og farþegarnir flestir bæklaðir Hol- lendingar, sem voru á skemmti- ferð. Skipið var hollenzkt, hét „Irene prinsessa“. Tuttugu og fjórir höfðu verió fluttir í sjúkra- hús um hádegisbilið á laugardag, þar af voru þrir i lífshættu. Morgunblaðið hafði í gær samband við talsmann varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli og spurði hann hvaða áhrif þessar miklu æfingar hefðu haft á starf- semi varnarliðsins. Hann svaraði því til, að starfsemin hefði verið aukin í beinu hlutfalli við hinar stórauknu ferðir sovézkra her- flugvéla inn á varnarsvæðið við Island, en umferðin undanfarna daga hefur verið hin mesta frá því 1970. Talsmaðurinn sagði einnig að flugvélar varnarliðsins sveimuðu yfir æfingasvæðinu allan sólarhringinn til að fylgjast með þróuninni. Aðspurður um hvort æfingarnar hefðu færst nær Islandi sagði hann að erfitt væri að gera sér grein fyrir til- gangi æfinganna og hugsanlegum þætti varðandi Island, en hér væri um geysiumfangsmiklar aðgerðir að ræða. Talsmaðurinn gat ekki svarað til um hve mörgum sovézkum flugvélum varnarliðið hefði haft afskipti af, en Morgunblaðið hefur eftir áreiðanlegum heimildum, að þær séu nú orðnar yfir 50, en voru í gær 40. Aksel Schiöth látinn Kaupmannahöfn, 19. apríl NTB. HINN heimskunni danski söngv- ari prófessor Aksel Schiöth er lát- inn, 68 ára að aldri. Hann kom fyrst fram sem óperusöngvari árið 1938 og vakti fljótlega mikla athygli, bæði heima og erlendis, með óvenju bjartri tenórrödd sinni. Frá 1955 var hann um ára- bil söngkennari i Bandaríkjunum og Kanada en sneri heirn á ný árið 1968 og varð prófessor i söng við kennaraháskólann í Danmörku. Dóttir hans er hin kunna vísna- söngkona Birgitte Grimstad. Leiðtogar Amnesty International í Moskvu handteknii Moskvu 19. apríl. NTB. SOVÉZK yfirvöld skýrðu frá því í dag, að þau hefðu Iátið handtaka leiðtoga Amncsty International I Moskvu, Andrei Tverdokhlebov, Höfuðin fjúka í Phnom Penh Bangkok, 19. apríl. NTB—REUTER AP. UTVARPSSTÖÐ hinna Rauðu Khmera f Kambodfu tilkynnti f morgun, að flestir forystu- menn stjórnarinnar f Phnom þ.e. þeir, sem ekki höfðu flúið land. Sendi útvarpsstöðin út áskorun til allra lands- manna um að leggja niður vopn og skipa sér í lið Khmer- anna — sem er talin vís- bending um, að þeir mæti cnn nokkurri andspyrnu á ýmsum stöðum. Sömuleiðis var þeim orð- um beint sérstaklega til allra full- trúa og hermanna fráfarandi stjórnar að snúast til fylgis við Khmerana, „ella munu höfuð ykkar f júka“, sagði f áskoruninni. Ekkert hefur frétzt í nokkra daga af ástandinu i ýmsum héraðsborgum landsins, sem vitað Var að voru i höndum stuðnings- manna stjórnarinnar í Phom Penh, þegar hún gafst upp. Talið er, að Battambang, önnur stærsta borg landsins, hafi fallið á fimmtudagskvöldið en hafnar. borgin Kompong Son, sé enn í höndum stjórnarsinna. Herstjór- inn þar, Moul Khleng, hafði lýst því yfir, að hann mundi ekki gef- ast upp. I útvarpssendingu Khmeranna, hinni fyrstu, sem frá þeim heyrð- ist í Bangkok í sólarhring sagði m.a: „Hin nýja svikaranefnd, sem Framhald á bls. 26 vegna þess að hann hefði dreift níði um Sovétríkin. 1 tilkynningu Novosti-fréttastofunnar um þetta mál segir að við húsrannsókn hjá Tverdokhlcbov hafi fundizt mikið af áróðursritum gegn Sovétrfkj- unum. Visindamaðurinn Andrei Sakarov, helzti foryslumaður þeirra, sem berjast fyrir mann- réttindum i Sovétríkjunum, sagði við vestræna fréttamenn í dag, að stjórnin hefði einnig látið hand- taka formann Amnesty Inter- national í Kíev. Sagði Sakarov, að aðgerðir stjórnvalda vektu fyrir- litningu á alþjóðlegum vettvangi, þar sem aðgerðir Amnesty Inter- national nytu virðingar og stuðn- ings um allan heim. Það vakti alhygli í sambandi við þetta ntál, að Novosti-fréttastofan tilkynnti erlendunt fréttamönnum unt handtökuna i Moskvu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.