Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 35 Minning: Magnús Símonar- son Stóru-Fellsöxl Fæddur 12. október 1894 Dáinn 12. október 1981 Magnús Símonarson lést á Sjúkrahúsi Akraness á 87. afmæl- isdegi sínum. Hann var fæddur á Iðunnarstöðum í Lundarreykja- dal, sonur hjónanna Símonar Jónssonar frá Efstabæ í Skorradal og Sigríðar Davíðsdóttur frá Mið- sandi á Hvalfjarðarströnd. Ættir Birting afmœlis- og minningar- greina ATIIYGLI skal vakin á því. að afma'lis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Hannig verður grein, sem hirtast á í miðvikudagshlaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Grcinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið. aí marggefnu tilefni. að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki hirt á minningarorðasíð- um Morgunhiaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línuhili. þeirra eru þekktar og átti Magnús margt merkra skyldmenna um allt Borgarfjarðarhérað. Hann var yngstur systkina sinna, sem nú eru öll látin, en þau voru: séra Bjarni prófastur á Brjánslæk, Ingigerður, ógift, saumakona í Reykjavík, Jón bóndi á Stóru- Fellsöxl, Steinunn, gift Tómasi Zoéga sparisjóðsstjóra á Norð- firði, Herdís, gift Jónasi Snæ- björnssyni brúarsmið og mennta- skólakennara á Akureyri, og hálf- bróðir þeirra, Jóhann Símonarson bóndi á Litlu-Fellsöxl. Þegar Magnús var á öðru ári, dó faðir hans og flutti móðir hans ári síðar 1897 með yngstu börnin til Bjarna sonar síns, sem þá var ný- tekinn við prestsembætti á Brjánslæk á Barðaströnd. Þar ólst Magnús upp til 19 ára aldurs, er hann settist í Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaöan tveimur árum síðar, 1915. Næstu árin var hann vinnumaður og starfaði við ræktun á ýmsum bæj- um í Borgarfirði og á Mýrum, en fór síðan til Noregs, þar sem hann vann í eitt sumar. Þaðan fór hann til Danmerkur 1923 og hóf nám í íþróttaskólanum í Ollerup. Eftir að hann útskrifað- ist þaðan var hann íþróttakennari við Hvítárbakkaskóla í tvo vetur, 1924—26, en réðst þá sem ráðs- maður að Korpúlfsstöðum til árs- ins 1930, en starfaði síðan áfram hjá Thor Jensen í Reykjavík í nokkur ár. A Hvítárvöllum kynntist Magn- ús Þórhildi Sigurðardóttur frá Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá og gengu þau í hjónaband árið 1929. Þórhildur er góð kona og greind, myndar húsmóðir og mesta merkiskona, sem hefur verið Magnúsi traustur lífsförunautur. Vorið 1934 keypti hann í félagi við Jón bróður sinn og Jón mág sinn jörðina Stóru-Fellsöxl í Skil- mannahreppi og hófu þeir búskap þar sama ár. Jón bróðir hans dó árið 1952 og Jón mágur hans árið 1972. Magnús og Þórhildur bjuggu á Stóru-Fellsöxl til ársins 1978, er þau brugðu búi og fluttust á elli- heimilið á Akranesi. Börn þeirra eru fjögur: Sigurður bóndi á Fellsenda, kvæntur Ólöfu Sigursteinsdóttur frá Búrfelli í Hálsasveit og eiga þau 3 börn. Þau eru: Ingi Garðar rafvirki á Húsa- vík, kvæntur Grétu Sigfúsdóttur frá Sandhólum á Tjörnesi, þau eiga tvö börn, Símon trésmiður á Akureyri, kvæntur Kristínu Krist- jánsdóttur, þau eiga tvö börn, og Sigríður framkvæmdastjóri, sem gift er Jóni Axel Egilssyni kvik- myndagerðarmanni og eiga þau tvo syni. Magnús var glaðvær bjartsýnis- maður og ætlaði fáum illt. Hann var því vinsæll og naut trausts annarra. Hann var oft valinn full- trúi sveitunga sinna og félaga, enda var hann félagslyndur mað- ur. Hann var um langt skeið í sýslunefnd Borgarfjarðarsýslu og í stjórn Sjúkrasamlags Skil- mannahrepps. Einnig var hann framarlega við stofnun og rekstur Samvinnufélags Hvalfjarðar og lét sér annt um það félag alla tíð. Fleira mætti telja af því tagi. Þeir félagar gerðu góða bújörð úr Stóru-Fellsöxl, sem var lítt ræktuð og mögur þegar þeir hófu þar búskap. Samvinna og sam- komulag var ávallt mjög gott á búinu og gestrisni var frábær hjá þeim Þórhildi og Magnúsi. Ég kynntist Magnúsi frænda mínum ekki fyrr en á unglingsár- um mínum, þegar hanr. var að byrja búskap á Stóru-Fellsöxl, vegna þess að við höfðum átt heima hvor á sínu landshorni til þess tíma. En okkur varð strax vel til vina og hef ég ævinlega metið hann mest minna frænda. Elsti sonur minn var í sveit á Stóru- Fellsöxl í mörg sumur og alltaf var sætt færi að koma þangað í heimsókn, ef tækifæri gafst. Nú er Magnús allur. Blessuð sé minning hans. Jóhannes Zoéga \ af öndvegisverkum “ íslenskrar leikritunar — eru nú aftur fáaiileg á hljómplötum Gullna hliðið eftlr Davíö Stefánsson Leikstjóri: Lárus Pálsson Tónlist: Páll ísólfsson íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness Leikstjóri: Lárus Pálsson Á þessum upptökum af verkum tveggja af höfuöskáldum íslenskrar tungu koma fram margir af vinsælustu leikurum þjóöarinnar fyrr og síöar. Meö þessum hljómplötum fylgja vandaöir bæklingar meö upplýsingum um verkin, leikstjóra, leikara og höfundana. Einnig eru upplýsinga á ensku. Heildsöiubirgdir fyrirliggjandi Verk þessi eru fáanleg í hljómplötuverslunum um land allt FALKINN Súöurlandsbraut 8 — •fml 84870. L.«ugav«»c|i 24 — iafmi 18870. Auaturvori — sfmi 33360. NIKE Model 302 HD 1,5 tonn Model 310 HC 10 tonn \l C.nslM. \>I\11N\ 22480 Jllorjjmtblnbiíi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.