Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						112 SIÐUR B/C
ttr$uu(Iiiblfe
STOFNAÐ 1913
198.tbl.78.árg.
SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Geir Hallgrímsson látínn
Geir Hallgrímsson, fyrrum forsætisráð-
herra, lézt um hálfþrjúleytið aðfaranótt
laugardags, sextíu og fjögurra ára að
aldri. Hann hafði síðustu misseri kennt
þess meins, sem varð honum að bana. Geir
lézt í Landakotsspítala.
Geir Hallgrímsson var um langt skeið borg-
arstjóri í Reykjavík og naut óvenjulegra vin-
sælda í því starfi, síðar varð hann formaður
Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, en
gegndi einnig utanríkisráðherrastörfum, en
var Seðlabankastjóri þegar hann lézt. Auk
þess gegndi hann margvíslegum störfum öðr-
um í þágu lands og þjóðar og flokks síns og
var m.a. um skeið formaður stjórnar Árvak-
urs, útgáfufélags Morgunblaðsins, en við því
starfi tók hann 1969.
Á engan er hallað, þótt fullyrt sé, að Geir
Hallgrímsson hafi notið meira trausts sem
forystumaður í stjórnmálum en aðrir sem hon-
um voru samtíma éftir að hann tók við stjórn
og stefnumörkuh stærsta flokks þjóðarinnar,
en fékk þó að sjálfsögðu ágjafir eins og aðrir
á þeim vettvangi. Enginn efaðist þó um heil-
indi hans, heiðarleika og festu, sem voru með
þeim hætti að sérstakt orð fór af. Áhrif Geirs
Hallgrímssonar voru því mikil og störf hans
farsæl.
Geir Hallgrímsson lætur eftir sig konu,
Ernu Finnsdóttur, og börn þeirra fjögur lifa
öll föður sinn. Morgunblaðið sendir þeim og
fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur
og þakkar langt og einstakt samstarf á und-
anförnum árum.
Geir hafðj á hendi leiðsögn og stefnumörk-
un í stjórn Árvakurs og slík tengsl við stjórn-
endur blaðsins, ekki sízt framkvæmdastjóra
og ritstjóra, að sérstök ástæða er til að þakka
það samstarf. Geirs er sárt saknað í hópi
Morgunblaðsmanna, ekki síður en annarra
landsmanna og harma þeir mjög fráfall hans
á bezta aldri.
Þegar Geir lét af stjórnarstörfum í Ár-
vakri, tók Hallgrímur sonur hans við stjórnar-
forystu þar og heldur uppi merki föður síns
og annarra stjórnenda blaðsins um fljálslynt
og rúmgott blað, sem á erindi við alla lands-
menn. Þó að Geir Hallgrímsson væri mikill
og einarður sjálfstæðismaður lagði hann mikla
áherzlu á pólitíska víðsýni blaðsins og var rit-
stjórum þess ávallt sterkur bakhjarl í þeim
efnum.
Geir Hallgrímsson fæddist í Reykjavík 16.
desember 1925, sonur hjónanna Hallgríms
Benediktssonar, stórkaupmanns og alþingis-
manns, og konu hans, Aslaugar Geirsdóttur
Zoéga. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1944
og varð lögfræðingur frá HI 1948. Nam síðan
lögfræði og hagfræði við Harvard-háskóla
vestur í Bandaríkjunum til 1949, en stundaði
lögfræðistörf hér heima næstu ár, auk þess
sem hann var forstjóri H. Benediktssonar hf.
1955-59. Þá varð hann borgarstjóri í
Reykjavík og gegndi því starfi til 1972, en
1974 varð hann forsætisráðherra og gegndi
því næstu fjögur árin í samsteypustjórn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks. Geir hafði
þá tekið mikinn þátt í stjórnmálum, var t.a.m.
formaður Stúdentaráðs fyrir Vöku á háskóla-
árum sínum, síðan formaður Heimdallar og
loks Sambands ungra sjálfstæðismanna á ár-
unum fyrir Viðreisn. Hann tók sæti á Al-
þingi, þegar Bjarni Benediktsson lézt 1970.
Geir Hallgrímsson
Hann var kjörinn varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins á landsfundi 1971 en tók við for-
mennsku flokksins 1973 af Jóhanni Hafstein
og gegndi því starfi til 1983, en hætti stjórn-
málaafskiptum í ársbyrjun 1986. Þá tók hann
við starfi Seðlabankastjóra og gegndi því,
þegar hann veiktist í fyrra.
Akaft reynt að miðla málum í Persaflóadeilunni:
Bandaríkjamenn huga að lög-
sókn á hendur Saddam forseta
Bagdad, Harbin, Nikósíu. Reuter.
TALSMAÐUR bandaríska utanríkisráðuneytisins skýrði frá því í gær
að verið væri að undirbúa hugsanlega lögsókn gegn Saddam Huss-
ein fraksforseta vegna brota hans á alþjóðalögum. Stjórnvöld í Kína
og Sovétríkjunum hvöttu til þess í gær að leitað yrði leiða til að
leysa Persaflóadeiluna með friðsamlegum hætti.
Skýrt var frá þessu eftir að ut-
anríkisráðherrar      ríkjanna
tveggja, þeir Edúard Shevardnadze
og Qian Qichen, höfðu komið saman
til fundar í Kína. . Shevardnadze
sagði að fundinum loknum að ríkin
væru sammála um að koma yrði í
veg fyrir að átök blossuðu upp við
Persaflóa. Freista bæri þess í
hvívetna að leysa deiluna eftir dipló-
matískum leiðum og hefðu utanrík-
isráðherrarnir orðið sammála um
að Arabaríki gegndu þar lykilhlut-
verki. Qian Qichen sagði að ekki
væri á döfinni að ríkin tækju upp
hernaðarsamvinnu við Persaflóa en
fylgst yrði náið með þróun deilunn-
ar og samráð haft við stjórnvöld í
Bandaríkjunum.
Talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins skýrði frá því að af-
ráðið hefði verið að safna saman
gögnum er vörðuðu brot íraka gegn
alþjóðalögum. Lét talsmaðurinn að
því liggja að Saddam Hussein, for-
seti Iraks, yrði í fyllingu tfmans
sóttur til saka fyrir stríðsglæpi og
nefndi. sérstaklega að óbreyttum
borgurum væri haldið í gíslingu í
Kúvæt og írak. Innrás Bandaríkja-
manna i Panama í desember var.
gerð á svipuðum forsendum þar sem
Manuel Antonio Noriega herstjóri
hafði verið ákværður fyrir eitur-
lyfjasmygl til Bandaríkjanna.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, Javier Perez de Cuellar
og utanríkisráðherra íraks, Tariq
Aziz, ræddust við á ný í Amman í
Jórdaníu í gær eftir að hafa fundað
í tæpar fimm klukkustundir á föstu-
dag. Töldu margir fréttaskýrendur
ástæðu til að ætla að fundur þeirra
hefði skilað meiri árangri en búist
hafði verið við.
Á fundi Arababandalagsins, sem
lauk í Kairó á föstudagskvöld, ítrek-
uðu 13 aðildarríkjanna þá kröfu að
herafli íraka yrði kallaður heim frá
Kúvæt. Jaframt,var sú krafa sett
fram að írakar greiddu Kúvætum
skaðabætur þegar brottflutningn-
um væri lokið. Sögðu heimildar-
menn Tíeuíers-fréttastofunnar að
þessi niðurstaða þýddi að litlar sem
engar líkur væru á því að Araba-
bandalagið gæti miðlað málum í
deilunni.
Stjórnvöld í írak skýrðu frá því
í gærmorgun að nokkur hundruð
vestrænar konur og börn þeirra
myndu halda frá Irak síðar um
daginn.
Fréttinni fylgdi að sex banda-
rískum karlmönnum hefði einnig
verið veitt leyfi til að halda frá
Kúvæt sökum heilsubrests. Þá
komu 24 ítalskar konur og börn til
Rómar í gær en þeim hafði verið
veitt leyfi á föstudag til að halda
frá írak og Kúvæt yfir landamærin
til Jórdaníu/
Vöruflutningar
um Sviss:
Þungatak-
markanir
valda deilum
Zttrích. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
SVISSNESK stjórnvöld neituðu í
vikunni að verða við bón Fried-
richs Zimmermanns, samgöngu-
ráðherra Vestur-Þýskalands, um
að veita 40 tonna vöruflutningabíl-
um undanþágu frá þungatak-
mörkunum á svissneskum vegum
og hleypa þeim um landið á meðan
verið er að gera við brú á aust-
urrísku hraðbrautinni í Tiról. Brú-
in við Kufstein í Inn-dal brotnaði
í sumar og síðan ríkir neyðar-
ástand á leiðum milli Norður-Evr-
ópu og ítalíu, að sögn yfirvalda í
V-Þýskalandi og á Italíu.
Svisslendingar hafa sett strangari
reglur um vöruflutninga en ná-
grannaþjóðir þeirra. Flutningabílar
sem eru þyngri en 3,5 tonn mega
ekki aka um svissneska vegi á næt-
urnar, um helgar eða á frídögum og
bifreiðum yfir 28 tonn er alveg bann-
að að fara úm þá. Þessar reglur gilda
af umhverfisverndarástæðum og til
að auðvelda ferðir fólksbifreiða um
Alpana. Stjórnvöld stefna að því að
auka vöruflutninga eftir járnbraut-
um en 90% vara sem eru fluttar í
gegnum Sviss fara nú þegar með
járnbrautalestum en 40% þeirra sem
fara í gegnum Frakkland og aðeins
25% af varningi sem er fluttur í gegn-
um Austurríki.
Svisslendingar telja sig sýna gott
fordæmi með ströngum reglum. Allir
flokkar og verkalýðssamtök nema
lítill frjálslyndur flokkur og samtök
vöruflutningabílstjóra      studdu
ákvörðun ríkisstjórnarinnar. En
þungatakmarkanir á vegum og
nokkrar aðrar umferðarreglur eru
meðal undantekninga sem þeir fara
fram á í samningaviðræðunum um
evrópskt efnahagssvæði (EES) á
milli aðildarríkja Fríverslunarbanda-
lags Evrópu (EFTA) og Evrópu-
bandalagsins (EB).
íbúar í Bæjaralandi og í Tíról
beggja vegna landamæra Austurríkis
og ítalíu hafa mótmælt umferðinni
á þessu svæði. Tafir og ferðir um
þrönga vegi hafa aukist verulega
síðan brúin brotnaði og ástandið var
ekki gott fyrir.
Bretland:
Greindarvísitala hækkar ekki
við aukna neyslu vítamína
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
BRESKUR sálfræðingur taldi sig hafa sannreynt á síðasta ári, að
aukin neysla vítamína hækkaði marktækt greindarvísitölu barna.
Næringarfræðingar við King's College, sem er hluti af Háskólanum
í London, segjast hafa afsannað þessa skoðun.
Dr. David Benton, við University
College í Swansea, taldi sig
hafa sýnt fram á, að greindarvísit-
ala barna hækkaði um 9% að jafn-
aði við aukna neyslu vítamína. Mik-
ið var gert úr þessari niðurstöðu í
sumum fjölmiðlúm og vítamín seld-
ust víða upp í apótekum.
Næringarfræðingarnir athuguðu
225 börn í Norður-London. Helm-
ingi þeirra gáfu þeir vítamín en
hinum helmingnum gáfu þeir
vítamínlausa og efnafræðilega
óvirka blöndu. Þeir mældu greind-
arvísitölu barnanna fyrir og eftir
vítamíngjöfina. Enginn marktækur
munur kom fram á þeim, sem fengu
vítamín, og hinum.
Don Naismith prófessor, sem
stjórnaði tilrauninni, sagði ekki úti-
lokað, að aukin vítamínneysla hjálp-
aði börnum, sem fengju lélegt fæði,
gerði þeim kleift að einbeita sér til
dæmis. En hún hækkaði ekki
greindarvísitölu þeirra.
Fyrr á þessu ári komst læknir
við Háskólann í Dundee að sömu
niðurstöðu eftir tilraunir á 85 börn-
Um'   '< ¦'¦>¦   'ÚlililUUllSl  "
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52