Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 32
__________________________M0HGU.NB1-ADID FÖSTUDAOUR 19. JÚLÍ 1991 Sr. Emil Björnsson - Kveðjuorð Sr. Emil Björnsson var boðberi heimsbyltingar á íslandi, upplýs- ingabyltingarinnar, sem öld okkar verður ævinlega kennd við. Hiuti þessarar byltingar er nútíma fjöl- miðlun, sem ekkert lætur ósnortið, ekkert er óviðkomandi og á aðeins heiðarleika og mannúð að leiðar- ljósi. Þessi bylting tengist einnig fjármálakerfi veraldarinnar, vísind- unum, almennri menntun og per- sónuþroska. Hún leitast við að steypa mannkynið í eina alveldis- sál, sem vill gera steina að brauði. Við Emil töldum okkur eiga margt sameiginlegt. Níu ára gamiir þurftum við að horfa á eftir feðrum okkar ofaní hina köldu gröf og þótt leitað væri svara hjá Guði, þá er andinn oft hljóður. Við töldum okk- ur hafa unnið fyrir okkur, barist til mennta og jafnvel náð árangri, þótt það hafí kannski merkt okkur smámunasemi og stífni, - „kjörin settu á mannin mark“. Samt gátum við keyrt um landið og sungið tím- unum saman og verið bara ásáttir um það, að við værum nokkuð músikalskir. Við elskuðum hesta, tónlist, góðan félagsskap og landið okkar. Þessi ást var föiskvalaus og stundum leit Emil á hendurnar á sér og sagði með brosi, sem gat breytt myrkri í sólskin: „Mikils fór íslenskur landbúnaður á mis, þegar hann missti af þessum höndum." Þrátt fyrir allt var Guð góður, og við þökkuðum gjafir hans sól og vor. Fyrstu kynni mín af sr. Emil voru í kreppunni 1968, þegar allt var hér í kalda koli og ég vildi gera þátt um efnahagsmál fyrir sjón- varpið, nýkominn frá námi. Emil tók þessum unga heimsbjörgunar- fullhuga með stakri ljúfmennsku og kallaði til Magnús Bjarnfreðs- son. Hófst nú undirbúningur og gekk vel, þangað til Magnús var þess fullviss að ég kynni ekki að vélrita. Varð þá brátt um þáttinn, enda kreppunni að verða lokið. Stundum seinna dró Emil fram eldgamla ritvél, sem hann kallaði „gömlu seig“ og horfði á mig kank- vís og sagði, að það væri ágætt að kunna að vélrita. Nokkru seinna fréttum við, að annar brautryðjandi Sjónvarpsins, Rúnar Gunnarsson, vildi selja kvik- myndatökuvél, Bell og Howell, mik- ið þarfaþing úr stríðinu. Fannst okkur Emil einsýnt, að ég þyrfti að eignast þessa vél. Naut ég vin- áttu við föður Rúnars úr félagi áhugamanna um sjávarútvegsmál og kom höndum yfir vélina. Fylgdi það kaupunum, að gæti ég ekki notað vélina sem slíka, gæti ég þó alltaf notað hana til þess að reka niður girðingarstaura. Hófst nú mikið dýrðartímabil. Þeyst var um landið og hestamót mynduð, afrétt- arferðir og allt sem fyrir augu bar og forvitnilegt gat talist. Þá fann ég ríkt hversu heitt Emil elskaði land sitt og fólkið í því. Árið 1974 var haldið mikið lands- mót hestamanna í Skagafirði. Ákváðum við Emil að ríða norður Sprengisand með Sigurði á Kirkjubæ og fleiri höfðingjum. Þá kynntist ég stórkostlegri skáldgáfu Emils vel. Þessa vísu fékk Sigurður: Kirkjubæjarkóngur reið, með kempum sáttum, norður Sand og náði háttum Norðanlands og lét sér fátt um. Vegna slæms ástands reiðskjóta minna, þegar norður kom, fékk ég eftirfarandi: Hann fór af stað með fimm til reiðar, fyrst í stað þeir báru hann. En seinni hluta sinnar leiðar, sást hann bera reiðskjótann. Emil var sívakandi yfir kvik- myndagerð minni og hvatti mig óspart til dáða, þótt ýmsir aðrir teldu girðingarstaurana meira við mitt hæfi. Eitt sinn keyrðum við austur á Hornafjörð á hestamót, einungis til þess að upplifa eitt það mesta slagveður sem um getur á þeim vettvangi. Fjöllin heilluðu okk- ar líka sífellt og smaladrengsins léttu spor. Emil sagðist oft, sem fréttastjóri Sjónvarpsins, gegna stöðu sem köll- uð var hjá rómversku herdeildun- um: urie poste. Enginn var ég sér- stakur latínuhestur, en mér skildist að þessi vist væri bæði hættuleg og þýðingarmikil. í upphafi var sjónvarpið á íslandi helg stofnun. Á þeim árum skóp Emil þjóðinni ör- lög. Hann kallaði til menn í sjón- varpið, sem seinna urðu forsetar lýðveldisins, ráðherrar, borgarstjór- ar, fréttamenn og menningarstólp- ar. Heilu ríkisstjórnimar nötruðu fyrir sjónvarpinu, prestum þótti ekki annað meir um vert en að fara með Guðs orð í sjónvarpinu og eng- inn var maður með mönnum, nema að hann kæmist í „maður er nefnd- ur“. í einni andrá reif sjónvarpið upp þjóðarskjáinn, færði atburði líð- andi stundar beint inní stofu. Stríð og frið, heimsmenningu og íþrótta- viðburði. Enginn var betur til þess fallinn að byggja upp þessa mikilvægu stofnun en Emil. Þrautreyndur úr fréttamennsku frá ríkisútvarpinu í tuttugu ár, ræðuskrifari Alþingis í mörg ár, guðfræðingur og nánast viðskiptafræðingur og svo allur lífs- ins skóli hins harða mótbyr föð- urmissisins, þrældómurinn að kom- ast til mennta og síðan mörg störf tiljþess að halda velli. Stundum fann ég hversu lífið gat orðið honum erfitt. Þá hafði hann sem prestur fengið heimsókn og þurfti að halda ræðu. Huggarinn, vonarneistinn, græðarinn. Hann tók oft mikið á innra með sér, enda talinn einn mesti ræðumaður í prestastétt. En Drottinn gefur og því eru við Drottins. Langömmufaðir Emils í beinan kvenlegg van sr. Jón Einarsson á Stöð, bróðir sr. Stefáns á Sauða- nesi, föður Einars á Reynisstað, afa Einars Benediktssonar skálds og sýslumanns. Sr. Jón var einnig systkinabarn við Hólmfríði, móður Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð, ættföður hinnar frægur Reykjahlíð- arættar. Mér til mikillar gleði var sr. Jón einnig systkinabam við Guðrúnu á Undirfelli, ömmu föður- afa míns. Þennan ættboga má svo reyndar rekja um sr. Jóhann Krist- jánsson á Mælifell og Jóhann Vil- hjálmsson á Egilsstöðum í Vopna- firði beint í eina valdamestu aðals- ætt Evrópu á 16. öld, Rantzau í Holsten, sem þá var hluti Danaveld- is. Er ekki ómerkilegt fyrir íslend- inga á dögum Evrópueiningar að vera afkomendur helstu einingar- sinna álfunnar fyrr og síðar, þótt aðferðimar við hugsjónina helgist af tíðarandanum hverju sinni. En hvort sem það voru úlfarnir og ref- irnir á vígvöllum Evrópu, Einar Benediktsson eða föðurmissirinn, þá hefur mér sjaldan upplokist eins skilningur á hugtakinu platónskri ást, eins og samvistum við Emil Bjömsson. Emil átti „fallegustu konu í heimi“ og ljögur yndisleg börn, sem hann fylgdist með hvert fótmál. Ég votta þeim mína dýpstu samúð. Drottinn gaf og því emm vér Drott- ins. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Fæðingardeild Landspítalans, nóvemberdag 1967. Presturinn, sem stendur hér og er að hefja litla skírnarathöfn, fyll- ir herbergið með nærveru sinni. Hann hefur verið kallaður hingað með hraði til þess að skíra nýfætt barn á fyrsta degi lífs þess, vegna þess, hve litlar líkur eru til þess að það lifi. Nánast engar líkur. Barnið á eftir að ganga undir stórfelldar aðgerðir, og aðstandend- ur þess vilja láta skíra það fyrst. Foreldramir eru óviðbúnir þessu og velja nafnið með því að fletta upp í símaskrá. Það dylst engum, hvað þessi prestur tekur djúpan þátt í því, sem er að gerast og stendur þannig að þessari litlu athöfn, að stundin verð- ur stór. Það geislar frá honum hlýju, samúð og trú, og bænir hans eru þrungnar andagift og hita. Hann leggur sig allan fram við þetta litla prestsverk, sem hann var óviðbúinn fenginn til að fram- kvæma í flýti og taka til þess tíma frá ærnum embættisverkum á öðru sviði. En það er eins og hann hafi gleymt öllu öðm. Fyrir óviðkomandi kann þetta að sýnast óþarfa fyrirhöfn óg álag, sem þessi prestur leggur á sig við að sinna litlu, nýfæddu barni, sem er hvort eð er ekki hugað líf. En þetta er maður, sem hefur köllun. Það fer ekki framhjá neinum viðstöddum. Hann gefur sig allan í þetta prestsverk og hver setning, sem hann mælir og hver hreyfing hans eru þrungin eldmóði og geislandi trúarhita. Hann umvefur þetta ofursmáa, umkomulausa og flöktandi líf, eins og maður, sem ætlar sér að fela í höndum sér loga á litlum kveik og bera hann í gegn um stórviðri og storm, án þess að láta hann slokkna. Honum tekst að sameina hugi allra í herberginu og lyfta til hæða í brennheitri bæn til þess, sem öllu ræður. Þegar athöfninni er lokið, stend- ur hann stundarkorn hjá barninu og snertir enni þess blíðlega með sterklegri og þykkri hönd sinni, án þess að mæla orð frá vörum. i þessari áhrifamiklu þögn er eins og stafi óútskýranlegum krafti frá andliti þessa þrekvaxna kenni- manns, krafti, sem eins og streym- ir yfir litla barnið. Svo segir hann ákveðinn og af sannfæringarhita: „Það er mikið líf í þessu barni.“ Viðstöddum þykir þetta djarflega mælt á stundu, sem hófst í viðleitni til þess að sætta sig við óumflýjan- leg örlög en hefur snúist upp í heita bænarstund, þar sem einum dauð- legum manni tekst að kveikja eld- móð vonar og trúar, sem þetta fólk hafði vart kynnst fyrr. Það er trú þess, sem ritar þessi fátæklegu orð til að minnast séra Emils Bjömssonar, að á stundum eins og þeirri, sem að framan var lýst, hafi hann risið hæst sem per- sóna og sannur maður. Víst var hann dauðlegur maður eins og við hin og varð eins og all- ir aðrir að sætta sig við ófullkom- leikann í mannheimi. Hann ritaði bók, sem hét „Litríkt fólk“, en var ef til vill litríkari sjálf- ur en margir, sem hann skrifaði um. En litla skírnarathöfnin fyrir 24 árum gleymist engum, sem tók þátt í henni. Það fæddust ellefu böm þetta ár með sjúkdóminn, sem þá var talinn nær ólæknandi. Litla barnið, sem séra Emil bless- aði og bað fyrir á sinn einstaka hátt virtist eiga minni lífsmöguleika en hin tíu. Engu að síður varð það hið eina, sem komst til vits og ára. Víst átti frábær færni Guðmund- ar Bjamasonar, bamaskurðlæknis og félaga hans stóran þátt í því. En úrslitaorðið átti sá, sem öllu ræður og var svo heitt ákallaður af sendiboða sínum, Emil Bjöms- syni, sendiboða, sem hafði hlýtt heilagri köllum af þeim ákafa og krafti, sem hann átti í svo ríkum mæli. Þegar ég lít yfir meira en fjög- urra áratuga kynni af þessum lit- ríka kennimanni eru minningamar af margvíslegum toga. Hann var sendiboði í tvennum skilningi. Ungur gerðist hann fjölmiðla- maður og sótti fram á því sviði, uns hann tók að sér að vera í farar- broddi við að vinna brautryðjanda- starf í miðlun frétta í sjónvarpi. Um það allt mætti skrifa margt og mikið eftir viðburðaríkt samstarf í sjónvarpi í sextán ár. Þetta var mikið starf og flestir hefðu látið sér það nægja. En honum nægði ekki að vera sendiboði frétta og fræðslu, , þótt ekki dyldist, hve honum var það mikil fylling að lifa og hrærast í miðri kviku þjóðmála og stærstu viðburða. Hann átti stærri köllun: að ger- ast sendiboði hins æðsta. Og þegar ég lít til baka, er ég ekki í vafa um, að þar vann hann sín bestu verk og átti sínar stærstu stundir. Ógleymanlegastar eru minningar um prestsverk, sem sumir myndu kalla lítil, en hann sinnti af þvílíkri alúð, að þeim gleymist ekki, sem urðu vitni að því. Á sjötta áratug aldarinnar storm- aði hann áfram af eldmóði og orð- kynngi, þegar hann stofnaði með sterki samheijasveit Óháða söfnuð- inn og fyllti Stjömubíó út úr dymm, þar sem fólk naut þess að heyra hann útbreiða fagnaðarboðskapinn um mildi og mannúð með sínum sterka rómi, afburða ræðuflutningi og snilldartökum á íslenskri tungu. Þá var unnið fágætt afrek með stofnun safnaðar og byggingu kirkju og félagsheimilis mitt á öld efnishyggju í tískustraumum trú- leysis. Séra Emil hafði úrslitaáhrif á lífshlaup fjölda manna, þeirra á meðal mitt. Þegar verið var að undirbúa stofnun sjónvarps árið 1965, stakk hann upp á að sækti um starf for- stöðumanns Lista- og skemmti- deildar. Ég tók því fjarri og fannst það fráleitt. Ég hafði hugsað mér að halda áfram námi í lagadeild Háskólans og stefpa síðan út í pólitík, jafn- framt því, sem um sinn yrði sýslað við leiklist og fleira af þeim toga. Fjórum árum síðar taldi hann mig á að sinna störfum í sjónvarp- inu í afleysingum um nokkurra vikna skeið. Ég sló til, og þar með varð ekki aftur snúið. Óbifanleg tryggð var stór þáttur í fari séra Emils. Hann tók nærri sér, ef honum fannst skjólstæðingar sínir og vinir bregðast vonum sínum, því að hann þráði jafnan hið fullkomna, og það var kannski þess vegna, sem hann gerðist kennimaður. Það var ekki hægt að hugsa sér að eiga betri mann að vini en hann, þegar á reyndi. Hann talaði jafnan tæpitungu- laust, kvað skýrt að og lá ekki á skoðunum sínum. Á vinnustað eins og fréttastofu eru mörg álitamálin og menn ekki alltaf sammála. En hvernig, sem allt veltist, máttu menn jafnan treysta því, að fréttastjórinn stæði fast við bakið á sínum mönnum út í frá og legði þeim hvergi neitt misjafnt til. Hann gerði miklar kröfur um heiðarleika og óhlutdrægni frétta- manns og vönduð og nákvæm vinnubrögð. Sjálfur las hann yfir allan texta og færði oft til betri vegar með eftirminnilegum hætti. Aldrei lærði maður meira um meðferð móðurmálsins eða það að koma hugsunum sínum fyrir á skilj- anlegu máli en þegar hann rétti manni handrit, þar sem hann hafði slegið hring í kringum kafla úr því og sagði: „hver heldur þú að skilji þessi ósköp?“ Og þó gat maður aldrei lært nóg, því skynbragð hans var óbrigðult og þekking á íslensku máli bar af. Fyrir allt þetta, tryggð, velvild og leiðsögn, stend ég og margir fleiri í mikilli þakkaskuld við þennan rammíslenska málsnilling, sem stóð jafn föstum fótum í bændamenn- ingu liðinna alda og menningar- straumum tæknialdar. Nú er þessi litríki vinur minn og velgjörðarmaður allur. Hann var heitur í bæn sinni og von um sigur lífsins og trú á mis- kunnsaman skapara alls, sem er, og þannig gaf hann mér og mörgum fleirum mest af sjálfum sér. Ástvini sína og samferðamenn kvaddi hann með eftirminnilegum hætti í stílhreinni og sterkri en lát- lausri athöfn í kirkjunni sinni. Eftirminnilegust verður þó kveðja hans til sinnar ástkæru og mikilhæfu eiginkonu. Þar bætti skáldið Emil Björnsson enn einni perlunni í þann minninga- sjóð, sem iengst mun lifa meðal okkar, sem þekktum hann. Ómar Þ. Ragnarsson t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN JÓNSSON bóndi, Smjördölum, Sandvíkurhreppi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 17. júlí. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar, / HELGIM.S. BERGMANN, Grundarstíg 21, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala miðvikudaginn 17. júlí. Guðrún Bergmann, Þórður Helgi Bergmann, Páll Helgason. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG EIÐSDÓTTIR, frá Hánefsstöðum íSvarfaðardal, verður jarðsungin fra Dalvíkurkirju laugardaginn 20. júli kl. 14.00. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.