Vísir - 15.03.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 15.03.1967, Blaðsíða 16
Miðvikudagar Vínlandskortið sýnt hér . ^ Vínlandskort Vale-háskóians er nú flutt landa á milli og sýnt og er það nú komið hingað. Hvar- vetna, sem kortið er sýnt þykir það tíðindum sæta. Hvílir Ieynd- ardómsfull þögn um kortið meðan á flutningi þess stendur og eínnig er tryggingarupphæðar ekki getið. í fyrradag kom Ámi Gunnarsson, fulltrúi Stjórnarráðsins, með Vín- landskortið í skjalatösku sinni frá Osló þar sem það hefur verið sýnt að undanförnu í háskólabókasafn- inu þar. E3ns yfirlætislaus var ferð Vfnlandskortsins, þegar Chester Kerr forstöðumaður bókaútgáfu Yale flutti kortið til Bretlands, en þar var kortið sýnt áður en farið var með þaö tíl Noregs. Fyrir skömmu var Kerr staddur á fundi með blaðamönnum hér og lýsti því fyrir þeim á gamansaman hátt hvemig hann flutti kortið I skjaiatösku sinni, en Kerr hafði einnig skíðaútbúnað sinn meðferð is og hafði að sögn meiri og stærrS áhyggjur af honum þegar á flug- völlinn í London var komið og hann kom ekki auga á hann að bragði, en kortinu, sem hann henti í fang konu sinnar. Hér skiptast sex lögreglumenn á þrem vöktum um aö gæta korts- ins meöan þaö er hér á landi. Verð ur sýning þess opnuð í dag í Þjóö minjasafninu þar sem þvf er komið fyrir í kassa ásamt öðrum bókum sem það hefur verið tengt við á liön um öldum. Við opnun sýningarinnar flytja ávörp þeir James K. Penfield, am- bassador Bandaríkjanna og dr. Konstantine Reichardt, prófessor viö Yale-háskóla, en dr. Gylfi Þ. Frarah. á bls 10 Rögnvcaldur til Rússlands i hljómleikaferð • Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari fer > hljómleikaferð til Rússlands 10.—24. apríl n. k. Fer hann í boði rússneska mennta- málaráðuneytisins og er það í annað skipti, sem hann fer i slíka hljómleikaferð — sú fyrri var i desember 1958. í hljómleikaferðinni mun Rögn- valdur bæði koma fram á ein- leikstónleikum og sem einleikari með hljómsveitum. Mun hann aðal- lega spila í Kákasus og nágrenni, m. a. í borgunum Groznyj og Astrakhan. Sólskinsbros vest- ur á Melum Þessa ungu Reykvíkinga hitti ljósmyndart Vfsis vestnr við ' Melatorg í morgun. Snjóflygs- Jj umar, sem tylltn sér á greinar Þ grenitrjánna í gær drjúpa til jaröar í vorhitanum, sem gekk yfir byggöir sunnanlands í morg un og það fer að glotta i jörð und C an bessum hvita faldi, sem þek ) ur allt. <j> Snjórinn verður gljúpur og í góður til meðhöndlunar. Snjó- > kerlingar skjóta upp kollinum } hér og hvar í bænum. Fullorðn- C ir fara í snjókast eins c og skóladrengir. Ungmeyjan ^ gengur með bros eftSr strætinu j í loðfeldi, sem nær jafnstutt niður á lærin og siðferði okkar i tíma leyfir pilsunum að ná, í sokkum hvítum sem^snjó. > Borgin hlær líkt og skáldið sagði. — í það minnsta er sól- skinsbros á vörum þessa unga ) ) fólks við grenitrén vestur á Mel \ t um. S Susanne Reith lengd í Glasgow heitir nú Gijétey Á aö grafa byggingarefni upp af Hvalfjarðar- botni og flytja til hafna Það sögufræga skip, Susanne Reith, er strand aði á sínum tíma norður á Raufarhöfn, kom til Reykjavíkur í fyrradag, eftir viðgerð í skipa- smíðastöð í Glasgow. — Skipið ber nú íslenzkt Frestur til að sækja um Húsnæðismálastjórnarlán rennur út í dag í dag rennur út frestur til að skila umsóknum um Húsnæöis- málastjórnarlán, og verða umsækj- endur að vera búnir að skila um- sóknum á skrifstofu Húsnæðis- málastjórnar að Laugavegi 79 fyrir kl. 5 í dag. Þetta er í fyrsta skipti, sem slíkur umsóknarfrestur er settur, en hingað til hefur verið hægt að sækja um lán allt árið. — Er þetta gert í því skyni að hægt sé að meta allar umsóknir í einu lagi °g gefa umsækjendum ákveðin loforö wm það, hve»aar þek geta fengið lániö og hversu mikla upp- hæð. — Geta því húsabyggjendur hagað framkvæmdum eftir því. Þeir sem sækja um lániö eru þeir, sem hyggjast hefja bygginga- framkvæmdir á þessu ári og óska eftir lánsloforðum frá Húsnæöis- málastjórn. — Þeir sem hlutu byrj- unarlán um síðustu áramót og æskja viðbótarláns, þar með talin viðbótarlán meðlima verkalýösfé- laga. — 1 þriðja lagi umsóknir sveitarfélaga, sem byggja leigu- íbúðir meö aðstoð lána frá Hús- næöismálastjóm. nafn, Grjótey. — Eigend ur skipsins, Björgun h.f. hyggjast nota skipið til malar- og sandflutninga og verður stórum og miklum krana komið fyr ir í skipinu í því skyni. ■/'/■■'/'r'//.yr/r/^yrr/....''r..r/.y/ryy,.rrry////r/////'y///'////.y..-/.''/'r/y...'..'.'/.‘- Vísir átti í gær tal við Krist- in Guðbrandsson, forstjóra Björgunar h.f. Sagöi hann, að skipið hefði nú verið lengt um jafnstóran hluta og skorinn var úr miðju þess, þegar því var bjargag af skerinu hjá Raufar- höfn. Kristinn sagðist búast við að skipið yrði tilbúiö til sand- og malarflutninga eftir mánaðar- tíma, en nokkrar lagfæringar á að gera á skipinu hér heima og auk þess á eftir aö koma fyrir í því krananum, sem á að moka byggingarefni af hafsbotni uppi í Hvalfirði, framan við bæinn Eyri í Kjósarsýslu. Skipið mun svo moka byggingarefninu á bíla í höfnum. Er þetta nýmæli hér og verður áreiðanlega til hag- ræðingar, þar sem efni skortir til bygginga. Björgun h.f. eignaðist Su- sönnu, eða Grjótey, sem nú er, með allsögulegum hætti, en starfsmenn félagsins náöu henni af skerinu viö Raufarhöfn með því að skera skipsskrokkinn sundur og stytta um nokkra metra, þar sem skemmdir voru mestar. Síðan var skipið soðið saman aftur og þvi siglt til Reykjavíkur, þar sem þaö lá inni í Vatnagörðum all- langan tíma, eöa meöan ekki var útkljáö um eignarréttinn á því, en Björgun h.f. fékk engin lajörgunarlaun fyrir verk sitt og taldist því eiga skipið. Skipstjóri á Grjótey verður kornungur farmaður, Jón Ævar Þorgeirsson. Z'/sjVtfí'/''///&i'i*iy'r Grjótey í Reykjavílturhöfn . ' j 'rrl'í/tÍMfí'jiíiArt/.r t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.