Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1995 39 Fréttir Samband sveitarfélaga: Tilfærsla grunnskólans kostar sjö milljarða Keflavlk: Átökvið hermenn Til átaka kom milli tveggja varn- arliösmanna og íslendings á götum Keflavíkur um síðustu helgi. Lög- reglumenn náöu að stilla til friðar áður en slagsmálamennirnir hlutu verra af. Þeir fengu þó nokkra pústra. Að sögn lögreglunnar í Kefla- vík hefur engin kæra verið lögð fram og upptök slagsmálanna eru óljós. -bjb Öm Þórarinsson, DV, Fljótum; Ætla má að kostnaður ríkisins vegna þeirrar starfsemi grunnskól- ans og tengdra stofnana sem flyst frá ríkínu til sveitarfélaganna á næsta ári sé um 7 milljarðar króna. Ef mæta á öllum kostnaðaraukanum sem flyst á sveitarfélögin þarf út- svarsprósentan að hækka um 2,94%. Þetta kom fram á ársþingi Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem haldið var í síðustu viku. Búið er að reikna út nvað tilfærsla grunnskólans kostar einstök sveitar- félög mikla peninga og er þar veru- lega mikill munur á þar sem skólar með fáa nemendur reynast í flestum tilfellum mun dýrari rekstrareining á nemanda en þeir fjölmennari. Ljóst er að reksturskostnaður grunnskóla í Reykjavík er hvað lægstur á nem- anda og samkvæmt útreikningi ætti borginni að duga 2,3 prósentustiga hækkun útsvars til að mæta kostnaði við yfirtöku grunnskólans. Það kom fram þegar málið var kynnt fyrir sveitarstjórnarmönnum á Norðuriandi vestra að uppi eru áform um að veita verulega íjárhæö (1,6 milljarða) tii jöfnunaraðgerða og gera þannig sveitarfélögunum kieift að takast á við rekstur grunnskólans án þess að sjálf yflrtakan skapi þeim verulegan útgjaldaauka. Afskipti af veiðimönnum: Stórlegaámælis- verðuryfirgangur „Ég er undrandi á þessu öllu og sérstaklega að skálavörður skuli vera að skipta sér af veiðimönnum með þessum hætti. Þetta er stórlega ámæhsverður yfirgangur og óþol- andi að veiðimenn skuli þurfa að búa við slíkt. Lögreglan hefur rétt til að skipta sér af mönnum en að einhver skálavörður skuli vera að eyöileggja heilan dag fyrir veiðimönnum er ein- um of,“ sagði Ólafur Karvel Pálsson, formaður Skotveiðifélags íslands, en í frétt í blaðinu í gær var sagt frá veiðimönnum úr Húnavatnssýslu sem urðu fyrir ónæði skálavarðar á Eyvindarstaðaheiði. „Veiðimönnunum var sagt að þarna væri bannað að veiða en mér vitanlega hafa bændur ekki getað sannað eignarrétt sinn á þessu landi. Þeim væri nær að taka niður skilti þar sem meðferð skotvopna er bönn- uð, og ef ekki þeir þá lögreglan," sagöi Ólafur. Hann sagði að svona mál kæmu alltaf upp við og við en nú væri óvanalega mikið um að ver- ið væri að hrella veiðimenn, oft að ástæðulausu. -sv Helstu markmið jöfnunaraðgerð- anna eru: að jöfnunaraðgerðir hvetji tíl hag- kvæmni í rekstri. að sveitarfélög fái fjármagn er nemur sem næst þeim kostnaði sem þau yfirtaka. að jöfnunarframlögin renni til sveitarfélaganna til að sveitarstjórn- ir geti sjálfar ákveðið hvernig fjár- magn sveitarfélagsins er nýtt. A TA A íl c_S~? _A _3 RX 590 RÉTT VERD KR. 65.4« 6> O O ® TÆKNILEGAR UPPLYSINGAR RX 590: ♦ Digital FM/MW/LW útvarp með 30 miiinum ♦ 152 watta magnari ♦ Surround-hljóðkerfi ♦ Tímastilling og vekjari ♦ 3ja diska geislaspilari með 30 minnum ♦ Superbassa-, bassa- og diskantstilling ♦ TVöfalt Dolby segulband með síspilun ♦ Innstunga fyrir heyrnartól ♦ Fullkomin fjarstýriíng ... og margt fleira. SIÐUMULA 2 • SIMI 568 9090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.