Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Side 10
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997
Blaðamannafálags íslands 100 ára:
„Ég festist í þessum sérstæða
heimi og losnaði ekki aftur fyrr en
að hálfri öld liðinni," segir Þorbjöm
Guðmundsson blaðamaður nr. 1, eða
fyrstur á félagaskrá í Blaðamannafé-
lagi íslands. Félagið heldur upp á 100
ára afmæli sitt á þessu ári. Af því til-
efni hafði Helgarblaðið samband við
fjóra elstu félaga Bl. Þorbjörn er
hættur störfum en hann starfaði
áður lengst af hjá Morgunblaðinu.
„Tildrög þess að ég hóf blaða-
mennsku voru þau að nokkru eftir
að ég lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1942 fékk ég
bréf frá mági mínum, sem þá var
blaðamaður á Morgunblaðinu. Tjáði
hann mér að bráðlega vantaði þar
blaðamann og spurðist fyrir um
hvort ég hefði áhuga.“ Blaða-
mennska hafði aldrei hvarflað að
Þorbirni áður en hann kom til
Reykjavíkur um haustið og innritað-
ist í háskólann. Þá varð úr að hann
hæfi störf hjá Morgunblaðinu og ten-
ingunum var kastað.
„Ég fékk pokann minn í skoplegri senu niörí Stjórnarráöi meö þáverandi
forsætisráöherra á aöra hönd og utanríkisráðherra á hina,“ segir Gísli Ást-
þórsson. DV-mynd ÞÖK
Sverrir Þórðarson stóö yfir rústum þriöja ríkisins í Berlín, í kanslarahöllinni.
DV-mynd GVA
„Eitt af því sem mér er sérstaklega
minnisstætt frá árdögum mínum í
blaðamennskunni er fyrsta samtalið
sem mér var falið að taka. Það var
við Júlíus Havsteen, sýslumann
Þingeyinga. Ég var mjög kvíðinn
stráklingm- þegar sá virðulegi maður
settist á móti mér við borðið. Ég ætl-
aði að fara að stynja upp fyrstu
spumingunni en Júlíus varð fyrri til
og tók völdin: „Fyrst spyrjið þér - og
þá svara ég,“ sagði hann. Þannig
gekk það samtalið á enda. Hann
bæði spurði og svaraði. Eftir þetta
hugsaði ég alltaf hlýtt til Júlíusar.
Brynjaðir blaðamenn
Þorbimi eru einnig minnisstæð
hin hörmulegu sjóslys sem voru
alltof tíð og kostuðu líf margra.
Hann var gjarna sendur heim til
syrgjandi ættingja til þess að fá
myndir af hinum látnu.
„Blaðamenn þóttust yfirleitt all-
vel brynjaðir en mjög reyndi á að
standa þannig frammi fýrir sorg-
inni í allri sinni mynd. Þar fann
maður svo átakanlega til smæðar
sinnar og vanmáttar. Einstök atvik
frá þeim tíma gleymast seint. Stund-
um hvarflaði þá að mér hvað ég
væri eiginlega að gera í þessu starfi.
En þetta er einn af þeim skólum
sem blaðamaðurinn verður að
ganga í gegnum og eykur þroska
hans,“ segir Þorbjörn.
Æskudraumurinn rættist
Sverrir Þórðarson er félagi númer 2
í Blaðamannafélaginu en hann hætti
störfum fyrir nokkrum árum. Æsku-
draumur hans var að verða blaðamað-
ur og rættist fyrir velvilja Valtýs Stef-
ánssonar á Morgunblaðinu.
„Valtýr er sá velgerðarmanna
minna sem efstur er á blaði. Undir
hans stjóm hóf ég störf á blaðinu
haustið 1943. Góður vinur minn,
Guðmundur heitinn Ásmundsson
lögmaður, hafði lagt inn orð með
mér við Valtý.
Að sögn Sverris er nánast út í
hött að ætla sér að taka einhverja
einstaka atburði út úr á 50 ára
starfsferli. Það er svo margt sem
stendur upp úr af einstökum atburð-
um og mönnum sem hann kynntist
í sambandi við fréttamennskuna.
„Þessir áratugir liðu svo fljótt að
eiginlega gekk það ekki upp fyrir
mér hvað vinnudagurinn var orð-
inn langur fyrr en komið var að
þeim degi að starfslokin voru á
næsta leiti. Svona var nú starfið við
blaðið og fréttamennskan skemmti-
leg,“ segir Sverrir.
Tveggja dálka á útsíðu
Sverrir skrifaði fyrstu tveggja
dálka fréttina á útsiðu skömmu eft-
ir að hann byrjaði en um það leyti
var daglegt upplag Morgunblaðsins
12.000 eintök.
„Fréttin var samtal við síldar-
kónginn síldveiðisumarið 1943 und-
ir fyrirsögninni Erfiðasta síld-
veiðisumarið í 25 ár,“ segir Ólafur
Magnússon á Eldborg.
Fyrsta blaðaviðtalið átti hann við
sr. Bjarna Jónsson dómkirkjuprest
fyrir jólablaðið 1943. Viðtalið fjall-
aði um jólaminningar hans. Hann
sagðist muna vel eftir jólum hér í
Reykjavík fyrir 50 árum enda fædd-
ur hér í bænum. Þá bjuggu í Reykja-
vík 4000 manns, segir sr. Bjami í
viðtalinu.
Þórarinn heitinn
„Mér er minnisstætt atvik frá op-
inberri heimsókn Ásgeirs Ásgeirs7
sonar forseta til Kaupmannahafnar.
Komst ég þá svo að orði í frétta-
skeyti að meðal gesta við móttöku
forsetahjónanna fyrir íslendinga
þar hefði systir Þórarins heitins
Guðmundssonar, hins kunna fíðlu-
leikara, verið meðal gesta. Næsta
dag birtist athugasemd undirrituð
af honum sjálfum! þar sem hann
sagði fregnir af láti sínu stórlega
ýktar," segir Sverrir.
Við rústir þriðja ríkisins
Eftirminnilegasta ferðalagið fór
hann í vorið 1946 til hins stríðs-
hrjáða Þýskalands. Hann stóð þar
Hallur viö tölvuna á DV.
DV-mynd