Fréttablaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 1
● spjallar við erp eyvi MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR HEIMSPEKI Á AFMÆLI Tveggja daga ráðstefna í tilefni sextugsafmælis Páls Skúlasonar rektors Háskóla Íslands hefst klukkan eitt í hátíðarsal Háskólans. Heim- spekingar flytja fyrirlestra um heimspeki Páls og hugðarefni. Fyrirlestrarnir munu koma út á bók á afmælisdegi hans 4. júní. DAGURINN Í DAG 8. apríl 2005 – 93. tölublað – 5. árgangur SKILYRTUR FRÉTTAFLUTN- INGUR Á RÚV Samkvæmt nýju frumvarpi mennta- málaráðherra um Ríkisútvarpið hefur stjórn RÚV heimild til að setja reglur um fréttaflutning. Ögmundur Jónasson s egir það færa pólitísk skipaðri stjórn auknar lagalegar heimildir til afskipta. Mennta- málaráðherra segir að ekki sé ætlunin að stjórn RÚV skipti sér af dagskrá. Sjá síðu 2 SEXÞÚSUND UMSÓKNIR BÁRUST Í gær var síðasti dagurinn til að sækja um lóð í Lambaseli. Alls bárust sexþúsund umsóknir um lóð. Bara í gær bárust tæp- lega 1.800 umsóknir. Starfsfólk var fengið að láni til að sinna þeim sem komu með umsóknir. Sjá síðu 2 ÍHUGAÐI AFSÖGN UM ALDA- MÓTIN Minnst fjórar milljónir manna hafa lagt leið sína til Rómar í tilefni af útför Jóhannesar Páls II páfa. Í erfðaskrá sinni segist páfi hafa íhugað afsögn aldamóta- árið 2000. Sjá síðu 4 Kvikmyndir 30 Tónlist 33 Leikhús 33 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Býr til gómsætan eftirrétt ● matur ● tilboð Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 67% landsmanna lesa Frétta- blaðið daglega að meðaltali.* Enginn annar fjölmiðill fyrir utan Ríkissjónvarpið nær til svo margra. *Gallup febrúar 2005            VEÐRIÐ Í DAG hitar upp fyrir sumarið fólk tíðarandi heilsa persónuleikapróf samskipti tónlist SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 8. ap ríl – 1 4. ap ríl Skuldafíklar » Brjótast úr skuldafeni Tíska » Í miðju blaðsins Gáskafullt tískufrík » Svava JohansenGáskafullt tískufrík Svava Johansen: ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag ● 24 leikurinn ● skuldafíklar VÍÐAST ÚRKOMA Rigning sunnan til, slydda eða snjókoma nyrðra. Úrkomulítið allra austast. Hlýnandi veður og hiti 0-5 stig, mildast syðst á landinu. Sjá síðu 4 Framhaldsskólanemar: 450 mótmæla SKÓLAMÁL Allt að 450 framhalds- skólanemar úr sex skólum höfuð- borgarsvæðisins mótmæltu fyrir- huguðu framvarpi menntamála- ráðherra um styttingu framhalds- skólanáms á Austurvelli í gær. Einn nemendanna henti eggjum á Alþingishúsið og fékk tiltal lög- reglu. Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, fulltrúi hagsmunaráðs íslenskra framhalsskólanema, segir mót- mælin ætluð til að stöðva fram- göngu frumvarpsins. „Við mót- mælum þeim aðferðum mennta- málaráðherra að vilja stytta stúd- entspróf með því að færa fjóra áfanga framhaldsskólanna niður í grunnskólanna en ætla ekki að gera neitt frekar í grunnskól- anum,“ segir Fanný. - gag FJÖLMIÐLASKÝRSLA Tillögur fjöl- miðlanefndarinnar munu hafa það í för með sér að breyta verður eignaraðild allra stærstu einka- reknu fjölmiðla landsins. Sam- kvæmt tillögum nefndarinnar má enginn einstaklingur eða fyrir- tæki eiga meira en fjórðung í ljós- vakamiðli eða dagblaði með meiri útbreiðslu en til þriðjungs lands- manna eða sem hefur þriðjungs markaðshlutdeild. Að sögn Karls Axelssonar, for- manns nefndarinnar, á það við um Morgunblaðið, 365 miðla og Skjá einn. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra segir að söguleg sátt hafi náðst um málið. Hún stefnir að því að leggja fram frumvarp um lög um fjölmiðla í haust en segir að það muni verða í fullkomnu samræmi við tillögur nefndarinnar. Gunnar Smári Egilsson, fram- kvæmdastjóri 365 miðla, segist ekki sjá tilganginn með því að ríkisvaldið sé að setja sérstakar kvaðir um einkarekna fjölmiðla og gera fjármögnun þeirra, rekst- ur og starfsemi erfiðari en þegar er á 300 þúsund manna markaði. Magnús Ragnarsson, sjón- varpsstjóri Skjás eins, segir að til- lögurnar muni ekki hafa áhrif á Skjá einn. Hann sé hvorki með nægilega markaðshlutdeild né áhorf. „Mér skilst þó að sömu lög eigi að gilda um afþreyingarveit- ur og fréttastofur. Rökstuðningur- inn fyrir hugsanlegri lagasetn- ingu er að fjölmiðlar séu skoðana- mótandi. Ég skil ekki hvaða hætt- ur eigi að stafa af Skjá einum eða Popp Tíví,“ segir Magnús. Hallgrímur B. Geirsson, fram- kvæmdastjóri Árvakurs, útgáfu- félags Morgunblaðsins, segir að skoða þurfi vel hvað átt sé við þegar talað er um tengsl milli skyldra aðila í lagalegum skiln- ingi. „Ekki fyrr en sú skilgreining liggur fyrir get ég áttað mig á því hvaða áhrif þetta muni hafa,“ segir hann. - sda / Sjá síðu 18 Eignarhaldi þarf að breyta Verði tillögur fjölmiðlanefndar að lögum verður að breyta eignarhaldi stærstu einkareknu fjölmiðlanna á Íslandi, Morgunblaðinu, 365 miðlum og Skjá einum. Forsvarsmenn miðlanna undrast tillögurnar. SAMEINING Sameiningarnefnd fé- lagsmálaráðuneytisins hefur lagt til að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga á Eyjafjarðar- svæðinu, nema Grímseyjar- hrepps. Gert er ráð fyrir að sam- einingarkosningar á landinu öllu fari fram eigi síðar en 8. október. Runólfur Birgisson, bæjar- stjóri á Siglufirði, segir Siglfirð- inga fagna tillögum sameining- arnefndarinnar. „Með þessari ákvörðun er fyrsti áfangi að stór- sameiningu við Eyjafjörð í höfn og ég tel að sameiningin verði samþykkt á Siglufirði. Með til- komu Héðinsfjarðarganga verða Siglfirðingar hluti af samfélaginu við Eyjafjörð og því er sameining eðlileg,“ segir Runólfur. Sveitarfélögin níu við Eyja- fjörð munu á næstunni tilnefna tvo fulltrúa hvert í 18 manna und- irbúningsnefnd og hefur hún með- al annars það hlutverk að kynna fyrirhugaða sameiningarkosningu fyrir íbúum svæðisins. Sjá síðu 6 - kk Kosningar um sameiningu sveitarfélaga: Stórsameining við Eyjafjörð FJÖLMENN MÓTMÆLI FRAMHALDSSKÓLANEMA Fulltrúi hagsmunaráðs íslenskra framhaldsskólanema segir að nú þegar skylda eigi fimm ára börn í leikskóla og fækka árum í framhaldsskóla þurfi að endurskoða allt grunnskólanám. Ekki eigi að byrja á að stytta framhalds- skólanámið. Hann segir að við undirbúning styttingu námsins hafi verið horft til Svíþjóðar. Þar sé stúdentspróf hins vegar ekki fullnægjandi og framhaldsskólanemendum gert að taka aukaáfanga áður en þeir fari í ákveðnar deildir háskólanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI ndarson Lukas Moodysson: ▲ SÍÐA 30 Hatrið breyttist í ást ● keflavík vann snæfell 86-83 Intersportdeildin í körfubolta: ▲ SÍÐA 27 Keflavík einum sigri frá titlinum Þórunn Erna Clausen: Íslensk fjármálafyrirtæki: Jöfn sjávarútvegi VIÐSKIPTI Fjármálaþjónusta er farin að hafa álíka mikið vægi í landsfram- leiðslunni og s j á v a r ú t - vegur. Þ e t t a kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var af Háskólanum í Reykjavík fyrir Sam- tök banka og verðbréfa- fyrirtækja. Fjallað er um skýrsl- una í nýju viðskiptablaði, Mark- aðnum, sem dreift er með Frétta- blaðinu í fyrsta sinn í dag. Blaðið má finna í miðju Fréttablaðsins. Í ræðu sinni á aðalfundi SBV tók Geir Haarde, fjármálaráð- herra undir með fjármálafyrir- tækjum um að gaumgæfa þyrfti að Íbúðalánsjóður myndi í fram- tíðinni beina sjónum sínum að félagslegum þáttum og þeim landsvæðum sem markaðurinn sýndi minni áhuga. - hh RUNÓLFUR BIRGISSON Héðinsfjarðargöng eru að mati sveitar- stjórnarmanna á Eyjafjarðarsvæðinu ein frumforsenda sameiningar og nú er ljóst að þau verða tekin í gagnið árið 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.