Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 16
16 Kvikmyndir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 allskonar textatengsl. Þá eru Lu- cas og Spielberg mennirnir á bak við Star Wars og Indiana Jones og þeir vinna mjög náið saman. Þetta er eitthvað sem við skoðum tölu- vert. Það sem ég var að einbeita mér sérstaklega að í ritgerðinni minni, var hinsvegar að skoða hugmyndafræði kvikmynda og ég tók fyrir Hayes-kóðann og hvernig hann hafði áhrif á hugmyndafræði Hollywood-mynda. Hayes-kóðinn var settur á 1930 og í raun hertur 1934 og hann stuðlaði að ákveðinni kapitalískri sýn sem átti að koma fram í Holly- wood-myndum. Þetta voru reglur og viðmið sem voru sett fram og giltu um allar kvikmyndir sem voru gefnar út. Þessi kóði virkaði sem miðstýr- ing á kvikmyndagerð og hafði mik- il áhrif á hugmyndafræðina að baki þeim. Mér finnst eitt skemmtilegasta dæmið hvernig snúið var út úr leikritinu Idiot’s Delight frá 1936 sem var ádeila á Ítalíu fasismans. Leikritið segir frá því hvernig vopnasölumenn geta haft áhrif á stríðsrekstur. Leikritið var gríðarlega vinsælt og var keypt af MGM í Hollywood sem skrifaði nýtt handrit sem svo var sent til Hayes-stofunnar en þar var því hafnað. MGM hringdi því í ítalska ræðismanninn í Hollywood til að fá hann sem ráð- gjafa. Því var einnig hafnað á þeirri forsendu að Ítalir gætu móðgast. Þremur árum síðar kemur kvikmyndin út og þá kom í ljós að Mussolini var látinn sam- þykkja handritið sem þá var bara orðið ástarsaga pars, sem leikið var af Clark Gable og Normu Shearer. Kvikmyndin gerðist ekki einu sinni lengur í Ítalíu og leikararnir töluðu esper- anto.“ Áhugavert nám Gunnar segir að þeir sem hafi veg og vanda af kvikmyndafræð- inni í háskólanum séu Björn Ægir Norðfjörð sem út- skrifaðist sem doktor frá Illinois- háskóla og Guðni Elísson. Námið er fjöl- breytt að sögn Gunn- ars. „Það er meðal annars farið vítt og breitt um sögu kvik- myndanna, allskonar stefnur og straumar út- skýrðir, eitthvað farið í sígildar Hollywood- kvikmyndir, japanskar kvikmyndir, film noir, hryllingsmyndir og allskonar þjóðarkvikmyndir. Það sem ég hef hinsvegar rosalega gaman af eru þýskar kvikmyndir á milli 1919 og 1933. Það er svona mitt uppáhald. Expressjónisminn sérstaklega, myndir á borð við Metropolis og M eftir Fritz Lang. Það er reynd- ar mjög áhugavert að skoða myndir Tims Burtons og þessa áratugar því þeim svipar mjög til þessara þýsku í stíl.“ Gunnar segir að víða sé hægt að sjá vensl í kvikmyndum. T.d. noti George Lucas samskonar myndskeið í Star Wars-myndum og Leni Riefenstahl notaði þar sem hópsenur nasista eru í raun endurnýttar í hópsenur sem sýna heri keisarans í stjörnustríði. Einnig er atriði í Sigri viljans mjög keimlíkt lokaatriðinu í Nýrri von, fyrstu Star Wars-myndinni. Fyrir áhugasama er því mun meira að baki því sem sést á tjald- inu en bara myndskeið og texti og því fær kvikmyndin alveg nýja merkingu þegar þessi þekking er fengin. Gunnar segist hafa haft áhuga á kvikmyndum áður en hann fór í áfangann í MR. „Ég var sér í lagi hrifinn af Kevin Smith, svona ungur og tiltölulega óháður kvik- myndagerðarmaður sem gerði Clerks og Mallrats. Ég horfði líka voðalega mikið á vídeósafn bróður míns og eyddi mörgum kvöldum í að horfa á myndir með vinum mínum.“ Gunnar heldur áfram í meist- aranám í vetur og mun taka áfanga í Þýskalandi í Johannes Gutenberg-háskólanum í Mainz á vegum Erasmus-skiptinámsins. Hann gerir ráð fyrir að halda áfram að skoða hugmyndafræði og ritskoðun í kvikmyndum. „Það væri gaman að koma á markvissri kennslu í kvikmyndafræði fyrir yngri nemendur. Kvikmynd er ótrúlega þægileg og hrein skemmtun sem segir manni samt svo margt. Ég myndi líka kjósa að vinna við einhvers konar kvik- myndaumfjöllun í fjölmiðlum og hef meðal annars verið að vinna fyrir Kviku hjá RÚV, en annars læt ég það bara ráðast og ímynda mér að ég fái nóg að gera enda er þetta frábært fag.“ Morgunblaðið/Heiddi Fróður Gunnar Tómas er nýútskrifaður úr kvikmyndafræði í Háskóla Íslands og hyggur á frekara nám í fræðunum enda um sérlega heillandi heim að ræða. Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is K vikmyndaáhugi þjóð- arinnar hefur lengi vel verið mikill enda blóm- leg kvikmyndagerð í landinu og löng hefð fyrir því að sækja kvikmyndahús. Reykjavíkur Biograftheater sýndi reglulega kvikmyndir upp úr 1906 og var nafninu breytt í Gamla bíó sem starfaði í því húsi þar sem nú er Íslenska óperan frá 1927. Nýja bíó var svo stofnað 1912 og starf- aði það einnig lengi. Á Íslandi hefur fjöldi kvik- myndahúsa verið starf- ræktur í gegnum tíðina og voru sum þeirra þekkt fyrir að leggja áherslu á mismunandi geira kvikmynda- heimsins. Víðtæk vensl Gunnar Tómas Krist- ófersson er eins og svo margir landar hans heillaður af hvíta tjaldinu en hann mun hafa verið fyrstur til að ljúka BA-prófi í kvik- myndafræði frá Háskóla Íslands í vor. Lokaritgerð hans fjallaði um iðnvædda hugmyndafræði í klass- ískum Hollywood-kvikmyndum. Hægt er að taka námið sem aðalfag til 120 eininga en einnig er hægt að taka bókmenntafræði með sem er nokkuð vinsæl blanda, eða hafa kvikmyndafræðina sem auka- fag. Áhugi Gunnars kviknaði hins- vegar á lokaári í MR en þar var áfangi um kvikmyndagerð sem Einar Árnason kvikmyndatöku- maður sá um. „Ég slysaðist inn í þennan áfanga og hann opnaði þennan heim kvikmynda fyrir mér og því að það lægi eitthvað á bak við allt sem væri sagt og gert í þessum miðli sem væri mikilvægt að skilja,“ segir Gunnar og nefnir sem dæmi eina sögu: „Í kvikmynd- inni Chinatown segir Einar t.d. frá annarri mögulegri merkingu myndarinnar þar sem illmennið í kvikmyndinni er í rauninni að reyna að klóna sig. Hann vilji því sænga hjá barni sínu og barna- barni til að klóna sjálfan sig í ein- hverju mikilmennskubrjálæði. Þegar hann benti á þetta fannst mér mjög merkilegt hvernig hægt væri að túlka myndina á annan hátt og sjá allskonar hluti á bak við það sem var í raun verið að segja.“ Gunnar segir einnig að bók- menntafræðin geti verið hagnýt hvað kvikmyndafræði varðar enda talsverð vensl á milli fræðanna. Mikið er um tilvísanir á milli mis- munandi miðla og eins innan miðla í tímarúmi. Ritskoðun og miðstýring Þekkt er dæmi úr Star Wars- kvikmyndinni frá 1977 þar sem Han Solo hleypur á eftir fáeinum stormsveitarmönnum keisarans aðeins til þess að hlaupa fyrir horn og sjá að þeir eru fleiri en hann. Han Solo hleypur því til baka með stormsveitarmennina á hælunum og hefur ítrekað verið vísað í at- riðið í kvikmyndum síðan, meðal annars í Indiana Jones and the Temple of Doom. „Það er farið að einhverju leyti í Gunnar Tómas Krist- ófersson segir kvikmynd- ir geyma ýmsan dulin boðskap sem opnar manni nýjan heim þegar skilaboðin eru ráðin. Margræðni myndanna Í fyrstu Star Wars kvikmyndinni frá 1977 eru atriði sem eiga ættir sínar að rekja til áróðursmynda Leni Riefenstahl. George Lucas leikstjóri not- aði myndskeið sem minntu mikið á samkomur nasista í seinni heimstyrj- öldinni í atriði þar sem herafli hins illa keisara kemur fyrir. Þá er loka- atriðið þar sem hetjurnar fá heiðursmerki frá Leiu prinsessu undir miklum þýskum áhrifum. Keimlíkt Lokaatriði úr Star Wars, A New Hope. Uppruni Atriði úr Sigri viljans eftir Leni Riefenstahl. ÁHRIF FRÁ RIEFENSTAHL ‘‘HAYES KÓÐINN FRÁ1930 VIRKAÐI SEM MIÐ-STÝRING Á KVIKMYNDA-GERÐ OG HAFÐI MIKIL ÁHRIF Á HUGMYNDA- FRÆÐINA AÐ BAKI ÞEIM. TIL DÆMIS SNÉRIST LEIKRITIÐ IDIOT’S DE- LIGHT ÚR ÁDEILU Í ÁST- ARSÖGU EFTIR BEIT- INGU HAYES KÓÐANS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.