Fréttablaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 50
tónlist Verk eftir sibelius og Mendelssohn Kammermúsíkklúbburinn Norðurljósasalur Hörpu, sunnudaginn 27. september. Flytjendur: Sigrún Eðvaldsdóttir, Pascal La Rosa, Þórunn Ósk Marinós- dóttir og Sigurgeir Agnarsson Í lokaatriðinu í Die Hard 2, þegar karakterinn sem Bruce Willis leikur, er búinn að sigrast á hryðjuverkamönnum og bjarga farþegaþotu, er spiluð sigri hrósandi tónlist. Það er Finlandia, mikilfenglegt hljómsveitarverk eftir Sibelius. Verkið var svo flott í kvikmyndinni að maður fékk gæsahúð. Sibelius er þekktastur fyrir Finlandiu og svo fyrir allar sinfóníurnar sínar, sem einnig eru afar tilkomu- miklar. Í samanburðinum má kannski segja að strengjakvartett í d-moll opus 56 eftir tónskáldið, sem fluttur var á opnunartónleikum vetrarins í Kammermúsíkklúbbnum, hafi verið þunnur þrettándi. Tónlistin skartaði ekki þessum djúsí laglínum og brjál- æðislegu hápunktum. Í staðinn var fremur innhverf stemning ráðandi. Hún var íhugul og leitandi. En ég fékk samt líka gæsahúð, rétt eins og í Die Hard 2. Ástæðan var fyrst og fremst flutningurinn. Hann verður að teljast með því besta sem nokkru sinni hefur heyrst á tónleikum Kammer- músíkklúbbsins. Þarna lék Sigurgeir Agnarsson á selló, Þórunn Ósk Mar- inósdóttir á v í ó l u , Pascal La Rosa á aðra fiðlu og Sig- rún Eðvaldsdóttir á þá fyrstu. Sigrún var leiðari hljóðfæraleikaranna og hún var í banastuði. Krafturinn og öryggið var ótrúlegt. Hinir voru líka frábærir, og samspilið var eins og best verður á kosið. Hraður kafli þar sem tveir hljóðfæraleikarar spiluðu alveg sama hlaupið í drykklanga stund var svo nákvæmur og flottur að það var aðdá- unarvert. Í það heila var túlkunin þrungin ástríðu og spennu, sem var sérlega grípandi. Þetta var dásamlegt! Eftir hlé var á dagskránni strengja- kvartett í f-moll opus 80 eftir Mend- elssohn. Hann var því miður nokkru síðri. Ef til vill fór allt púðrið í að koma Sibeliusi svona yndislega vel til skila. Í Mendelssohn voru hnökr- ar sem voru stundum áberandi, og almennt talað var spilamennskan dálítið hrá. Það var þó ekki allt slæmt. Túlk- unin var vissulega lífleg, rétta til- finningin, einhvers konar rómantísk áfergja, var alls ráðandi. Það var auð- vitað aðalmálið. Andi tónsmíðar- innar var svo sannarlega til staðar, skáldskapurinn var á sínum stað. Því ber að fagna. Jónas Sen niðurstaða: Flutningurinn á fyrra verkinu var algerlega frábær, hitt var ekki eins gott. Nánast eins og Die Hard 2 ★★★★★ LOKAHELGI! Ef keypt er fyrir 6.000 kr. eða meira fylgir gjöf OPIÐ ALLA HELGINA kl. 10–19 RISALAGERSALA á Fiskislóð 39 Allt að 90% afsláttur Yfir 4000 titlar frá öllum helstu útgefendum landsins! Gjafir fyrir öll tækifæri! LOKAHELGI! RÝMUM FYRIR NÝJU M VÖRUM LAGER HREINSUN Pottar úr glerjungshúðuðu pottjárni með loki. 20 cm kr. 14.990.- Nú kr. 7.490.- 24 cm kr. 16.990.- Nú kr. 9.990.- 28 cm kr. 18.990.- Nú kr. 10.990,- POTTJÁRNS- POTTAR 7.49050% AFSLÁTTUR LAGERHREINSUN KR. 20 CM Linda Vilhjálmsdóttir sendi nýverið frá sér ljóðabókina Frelsi, en það er hennar sjötta ljóðabók. Linda á einnig að baki sjálfsævisögulegu skáldsöguna Lygasaga en auk þess liggja eftir hana leikrit og ljóðverk. Fyrsta bók Lindu, Bláþráður, kom út árið 1990 en síðasta bók hennar var Frostfiðrildi sem kom út árið 2005 en Linda segir að fyrsti kafli bókarinnar, sem nú sé inngangur, hafi orðið til sumarið 2008. „Ég las hann upp á ljóðahátíð Nýhils það ár og strax þá vissi ég að þetta yrði eitthvað meira og að mig langaði til þess að taka þetta lengra. Þetta var rétt fyrir hrun, og ég hafði verið að velta mikið fyrir mér þessu orði frelsi og hvernig hugtakið var orðið afbakað í allri græðginni. Þetta snerist orðið um frelsi til að traðka á öðrum. Mér finnst áhuga- vert að skoða hvernig við notum tungumálið í þessu samhengi. Hvernig við erum alltaf að búa til nýjar merkingar sem henta okkur. Það var látið alveg óáreitt hvernig farið var með orðið frelsi í góðærinu og svo gekk líka allt út á lausnir. Þessi yrkisefni sem síðan urðu til eftir hrun stóðu meira í mér þar sem ég lenti í alvarlegu þunglyndi á þeim tíma. Það voru yrkisefni og hugsanir sem höfðu mikið verið að leita á mig í góðærinu um hvernig við værum orðin. Ég var sjálf mikið til búin að draga mig út úr öllu og hugsa að ef fólk vill hafa hlutina svona þá er það bara þannig. Mér fannst þessi þróun samfélagsins vera þrúgandi. Ég er komin yfir miðjan aldur og leit þannig á fyrir hrun að það væri ekki mitt mál ef unga fólkið vildi hafa samfélagið svona. En þegar þau fóru að mót- mæla og sporna við fótum þá stóð ekki á mér.“ Trúarbrögð eru sterkur þráður í Frelsi Lindu og hún segir að það verði nú ekki komist hjá því þegar til Palestínu er komið þar sem trúin er allt um lykjandi. Linda lítur svo á að það sé mikill skyldleiki á milli þeirrar baráttu um landið og eignarréttinn sem gengur á í Ísrael og efnishyggjunnar. „Það er algjör- lega náskylt. Trúarbrögðunum er svo beitt í þeim átökum. Þetta er í grunninn sama efnishyggja og er svo fyrirferðarmikil í íslensku samfélagi. Það kom ákveðið bak- slag í hana við efnahagshrunið en hún reis hratt upp aftur og eigin- lega á tvöföldum hraða. Þannig að ég vissi alltaf þegar ég var búin með góðæriskaflann í Frelsi að það kæmi annar. Það var óhjákvæmi- legt,“ segir Linda og hlær við til- hugsunina. „En svo var eðlilegt að þessi mál sem tekið er á í bókinni mundu fléttast því þau eru afleiðing af þessu. Afleiðing af hugsunarhætti. En það sem enginn virðist ætla að tala um er að þessi bók er alveg rosalega feminísk. Stór ádeila á feðraveldið og þær brautir sem það hefur leitt okkur út á.“ Linda hefur skrifað fyrir leikhús en í dag er hugur hennar meira í kvikmyndaforminu. „Ég hef verið að skrifa tveggja þátta sjónvarpsser- íu ásamt Veru Sölvadóttur, frænku minni og kvikmyndaleikstjóra. Var lengi búin að sitja á hugmynd en kunni ekki á miðilinn en það gerir Vera. Það hefur verið frábært að vera í samstarfi við hana og ég býst fastlega við að gera eitthvað meira í sambandi við kvikmyndir og jafn- vel leikhús líka. Það er stutt á milli ljóðsins og leikhússins. Í ljóðunum er maður að tálga og mín stóra epíska saga er í þessari litlu ljóða- bók. Í leikhúsinu er maður ekki endilega að tálga en það er samt svona ákveðinn óþarfi sem maður sleppur við eins og lýsingar á pers- ónum, umhverfi og veðri. Í þessu er fólgið ákveðið frelsi þó svo ég sé reyndar núna að fást við samfelldan texta. En við Vera erum núna komn- ar með okkar verk á framleiðslustig og vonandi fer þetta í framleiðslu á næsta ári.“ magnus@frettabladid.is Frelsi til að traðka á öðrum Linda Vilhjálmsdóttir sendi nýverið frá sér ljóðabókina Frelsi þar sem hún fer gagnrýnum orðum um samfélag efnishyggju og feðraveldis á kröftugan hátt. Linda Vilhjálmsdóttir ljóðskáld. FréttabLaðið/anton brink Þetta er í grunninn sama eFnishyggja og er sVo FyrirFerðarmikiL í ísLensku samFéLagi. Það kom ákVeðið baksLag í hana Við eFnahagshrunið en hún reis hratt upp aFtur og eigin- Lega á tVöFöLdum hraða. Þannig að ég Vissi aLLtaF Þegar ég Var búin með góð- æriskaFLann í FreLsi að Það kæmi annar. 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F Ö s t u D a G u r34 M e n n i n G ∙ F r É t t a b l a ð i ð menning 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 2 -2 C 4 0 1 6 C 2 -2 B 0 4 1 6 C 2 -2 9 C 8 1 6 C 2 -2 8 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.