Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.01.1994, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 14.01.1994, Síða 1
 FRETTABLAÐIÐ Eigum á lager: Flestar gerðir og stærðir af smíðaefni úr stáli, áli ryðfríu efni og járni. Vélvirkinn sf. Bolungarvík Sími7348 Fax 7347 Föstudagur 14. janúar 1994 • 2. tbl. 20. árg. ® 94-4011 • FAX 94-4423 VERÐ KR. 170 m/vsk. Óveður veldur usla í Dýrafirði: Snjóflóð olli miklu tjóni í Fremstu-Húsum I Hjarðardal - Tuttugu kindur drápust og slátra þurfti nokkrum kindum til viðbótar eftir að snjóflóð fór í gegnum hlöðu, hluta fjárhúsa og eyðilagði í leiðinni dráttarvél og heyvinnslutæki þessi mynd er tekin í Hjaröardal skammt utan viö bæinn Fremri-Hjarðardal og sér yfir til Þingeyrar í Dýrafirði. Nokkru utar í dalnum handan við hæðina á hægri hönd er bærinn Fremstu-Hús þar sem snjóflóðið fór yfir útihúsin. Ljósm. H.K. Á miðvikudag féll snjóflóð á útihús á bænum Fremstu- Húsurn í Hjarðardal í Dýra- firði, en þar býr Hermann Drengsson. Mikill kraftur var í flóðinu og að sögn Jónasar Olafssonar sveitarstjóra á Þingeyri, þá tor flóðið í gegn- um hlöðuna sem er fyrir ofan fjárhúsin. Dráttarvél sem stóð ofan við hlöðuna fór í þremur pörtum inn í fjárhús. Allar heyvinnsiuvélar sem þarna voru eyðilögðust og um tuttugu kindur drápust strax. Við upp- gröft kom í ljós að fleiri kindur voru lemstraðar og svo illa til reika að þær þurfti að aflífa. Líklegt er talið bóndinn hafi misst þarna allt í allt um 25 kindur . Telur Jónas að þarna sé um tilfinnanlegt tjón að ræða. Hlaðan ónýt, hluti af fjár- húsum, dráttarvél og allar hey- vinnsluvélar eru líka ónýtar. Auk þess voru heyrúllur og annað sem þarna var eins og hráviði út um allt tún. Bjóst Jónas við að nágrannar hlypu undir bagga með að hýsa eitthvað af fénu sem lifði af þessar hörmungar og hafi það á gjöf fyrst um sinn að minnsta kosti. Þessu til viðbótar, þá brotnuðu einir 7 eða 8 raf- magnsstaurar á leiðinni frá Gentlufalli og inn að Hjarðar- dal. Þessi lína flytur rafmagn frá Mjólkárvirkjun til norðan- verðra Vestfjarða. Hún mun ekki hafa slitnað, en hangið í brotnum staurunum. -hk. Veðurofsi á Patreksfirði og Barðaströnd: Járnplötur fuku af húsum og rúður brotnuðu Jónas Sigurðsson yfirlög- regluþjónn á Patreksfirði sagði að alls hefði verið urn tjón að ræða á 24 stöðum í bænum í óveðrinu. Mest var það vegna þess að járn fauk af húsþökum og rúður brotnuðu. Þrír bílar urðu fyrir skemmdum í veðrinu og eins mun eitthvað hafa fokið á lögreglubílinn. en ekki vildi Jónas gera mikið úr því og sagði þar aðeins um smávægi- lega rispu að ræða. Að öðru leyti var ekki um stórvægileg tjón að ræða þar í bæ vegna veðursins. Mikið rok var á Patreksfirði á þriðjudag og miðvikudag og hvatti lögreglan fólk til að halda sig innandyra á mið- vikudaginn. Þá var skólahaldi lfka aflýst á Patreksfirði. Á Krossholti á Barðastönd brotnuðu rúður í einum fjórum húsum og eins varð eitthvert foktjón á tveim bæjum til við- bótar á Barðaströndinni. Ekki kvaðst Jónas vita af neinu tjóni sem orð væri á ger- andi áTálknafirði eða Bíldudal og taldi allt hafa að mestu verið með kyrrum kjörum þar í þessu áhlaupi. Síðastliðinn mánudag fauk póstbíllinn frá Patreksfirði út af veginum á Rauðasandi. Að sögn lögreglu er bíllinn talinn ónýtur. Þarna var um glænýjan bíl að ræða af gerðinni Mitsu- bishi L200 Doble Cab sem búið var að hækka upp og breyta til aksturs við erfiðar aðstæður. Engin slys urðu við þetta óhapp, en tjónið er mikið. -hk. Nýja neyðarlínan 0112 í notkun Nýtt neyðarnúmer 0112 hef- ur verið tekið í notkun í um- dæmi lögreglunnar á Isafirði. Er það númer samkvæmt Evrópu- stöðlum. Hægt er að hringa í þetta númer í neyðartilfellum, t.d. í slökkvilið, sjúkrabíl og lögreglu. Einnig ef þörf er á björgunarsveitum og aðstoð í hvers kyns neyðartilfellum, ber að hringja í þetta númer. Þessi neyðarlína dettur aldrei út vegna rafmagnstruflana og langvarandi rafmagnsleysis. -GHj. PÓLLINN HF. ® 3092 Sa/a & þjónusta Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki PÓLLINN HF Tölvunotendur Varaaflgjafar í öllum stærðum fyrir stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga - leitið upplýsinga Skóla lokað í tvo daga í Reykhólasveit í samtali við Bergljótu Bjarnadóttur á skrifstofu Reykhóla- hrepps, þá olli veðrið sem yfir gekk í vikunni ekki neinu tjóni í Reykhólasveit. Þó þurfti að loka skóla bæði á þriðjudag og miðvikudag, vegna hvassviðris og þess að skólabíll varð að snúa við þegar reynt var að sækja börnin í sveitina. Nokkuð snjóaði á miðvikudag og aðfararnótt fimmtudags og varð ófært fyrir Gilsfjörð af þeim sökum. í Gufudalssveit varð rafmagns- laust þegar Vesturiína gaf sig undan ísingu. Þá fór rafmagn af á Múla í Kollafirði og fóru menn frá Búðardal með vararaflsstöð þangað á miðvikudag. Annars taldi Bergljót þetta hafa verið fremur meinlaust, ef undan er skilin ein hestakerra sem mun hafa fokið um koll. -hk. Ekkert heyrist í útvarpi á mörgum bæjum í Árneshreppi Guðmundur á Munaðarnesi vildi að blaðið kæmi því á fram- færi að þeir á Munaðarnesi og nokkrum bæjum í Trékyllisvík heyrðu ekkert í útvarpi, ekkert á FM bylgunum og illa á lang- bylgjunni. Sagðist Guðmundur sjálfur ekki heyra neitt í útvarp- inu. Viidi hann vekja athygli á því að uppi á fjallinu milli Mun- aðarness og Fells var sett endurvarp fyrir farsíma í fyrra. „Ég hef verið að gæla við það hvort ekki væri hægt að fá þar end- urvarp fyrir útvarpið. Maður þarf sennilega að tala við þing- mennina um það. Það er ekki hægt að búa við þetta helvíti að hafa ekki útvarp“, sagði Guðmundur. -GHj. Þak fauk af bílskúr, veöurofsi og truflanir á rafmagni á Þingeyri: „Miklir dugnaðarmenn viðgerðarstrákarnir hjá Orkubúinu" - sagði Jónas Ólafsson sveitarstjóri á Þingeyri Ekkert stórtjón varð á Þingeyri í veðurofsnum síðustu daga að sögn Jónasar Ólafssonar sveitarstjóra. Þó fór þak af bílskúr sem stendur rétt utan við þingeyri. Mikill sjógangur var í höfn- inni og gekk nær látlaust yfir höfnina meðan verst var. Af þeim sökum urðu bátaeigendur að hafast við um borð og urðu nokkrir þeirra að sigla út úr höfninni og út á fjörð á meðan bætt var spottum á aðra. Taldi Jónas svona slæm veður sem stæðu beint upp á höfnina mjög sjaldgæf í Dýrafirði. Vildi hann meina að slíkt gerðist ekki nema á 40 til 50 ára fresti. Þrátt fyrir að raflínan frá Mjólkárvirkjun yrði óvirk, þá voru Þingeyringar nokkuð vel settir með sitt varaafl. Sagði Jónas að aðeins hafi verið um truflanir að ræða annað slagið vegna þess að keyra þurfti rafmagn á línur út frá Þingeyri. Um hádegisbil í gær fimmtudag var komið ágætt veður á þingeyri og menn að búa sig undir að taka á móti flugvélum að sunnan. Þá voru Orkubúsmenn farnir af stað yfir fjall til við- gerða á línunni frá Mjólká, en þar var einn fasinn úti ein- hversstaðar á leiðinni frá Hrafnseyri til Dýrafjarðar. Sagði Jónas alveg ótrúlegt hvað þeir létu sig hafa að vaða út í vond veður viðgerðarstrákarnir hjá Orkubúinu. Þetta væru miklir dugnaðarmenn. -hk. Daglegt áætlunar- flug um Vestfirði. Leiguflug innan- lands og utan, flugfélagio fimm til nítján far- ERNIR H þega vélar. ÍSAFIRÐI Sjúkra- og Sími 94-4200 "•vðarflugsvakt allan solarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.