Feykir


Feykir - 22.10.2015, Blaðsíða 1

Feykir - 22.10.2015, Blaðsíða 1
 á BLS. 5–6 BLS. 11 Ársþing SSNV 2015 Atvinnuþróun og byggðamál í forgrunni BLS. 7 Innlit í Suðurgötu 14 á Sauðárkróki „Eins og að stíga inn í gamla tímann“ Mæðginin Sigurlaug og Georg eru matgæðingar vikunnar Bananakaka Georgs og Laugardagspítsan okkar 40 TBL 22. október 2015 35. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Miklar umræður hafa spunnist um fyrirhugaða stækkun á fiskþurrkunar- verksmiðju Laugafisks á Akranesi. Á fundi vegna málsins sem haldinn var í sumar fullyrti m.a. talsmaður íbúa- samtaka þar í bæ að hús í nágrenni fyrirtækisins væru illseljanleg vegna lyktarmengunar. Feyki lék því forvitni á að vita hvernig reynslan væri af þessum málum í hinu nýja þurrkhúsi sem Fisk Seafood tók í notkun í upphafi þessa árs, og sló á þráðinn til Gunnlaugs Sighvatssonar, yfirmanns landvinnslu og eldis hjá fyrirtækinu. „Við höfum ekki átt í neinum vand- ræðum varðandi lyktarmengun. Við erum með ósonkerfi svokallað, sem er lyktareyðandi og allt loft frá okkur fer í gegnum ósonblöndun. Það hefur ekki orðið vart við neinar kvartanir og við höfum ekki orðið vör við nein vandamál inni í húsinu eða neins staðar í kring,“ sagði Gunnlaugur. „Við veltum þessu mikið fyrir okkur þegar við vorum að byrja, en það hafa ekki verið nein lyktarvandamál, ekkert meira en maður fann oft af hjöllunum,“ sagði Gunnlaugur ennfremur. Hann segir að vinnsla í þurrkhúsinu gangi almennt vel. Hún sé nú komin í fullan gang og anni því hráefni sem fellur til hjá fyrirtækinu. Þar eru þurrkuð um 90-100 tonn af hausum og hryggjum á viku og er afurðin flutt á Nígeríumarkað. /KSE „Lyktarmengun ekki vandamál“ S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur lýst furðu sinni á því að sveitarstjórn Húnaþing vestra ætli enn eitt árið að krefjast gjalds af þeim sem halda til veiða á afréttarlöndum í sveitarfélag- inu á komandi rjúpnaveiðitímabili. Í fréttatilkynningu frá SKOTVÍS segir að Húnaþing vestra sé ekki viðurkenndur landeigandi nema að hluta þess landssvæðis sem sveitar- stjórnin vill selja veiðileyfi á. Vísað er í úrskurð Óbyggðanefndar sem féll 19. desember 2014, þar sem kemur meðal annars fram að stór hluti Víðidals- tunguheiðar, þ.e. austurhlutinn, sé þjóðlenda. Þar af leiðandi sé Húnaþing vestra að fara langt út fyrir heimildir landeigenda með því að banna rjúpna- veiðar á Arnarvatnsheiði, Tvídrægu og Víðidalstunguheiði. /KSE Húnaþing vestra Skotvís ósátt við gjaldtöku fyrir skotveiði á afréttarlöndum TAX FREE AF ÖLLUM VÖRUM 22.– 25. október glæsilegt úrval á pier.is Erum á Facebook • www.pier.is Í þurrkhúsinu eru þurrkuð 90-100 tonn af hausum og hryggjum á viku. MYND: BÞ Þurrkhús Fisk Seafood á Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.