Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 296. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 24. des. 1958
Fornnorræn jói voru frjós
VIÐ ÞEKKJUM jólin sem
kristna hátíð. Frá blautu barns-
beini höfum við hlakkað til jól-
anna, þessarar miklu fagnaðar-
hátíðar frelsarans. Það skiptir
ekki máli í þessu sambandi þó
ýmislegt af því, sem fram fer í
kringum jólin, sé allt annað en
kristílegt í eðli sínu. Jólin munu
ætíð fyrst og fremst minna okk-
ur á komu frelsarans og fagnað-
arerindi kristindómsins.
Þá er ekki óeðlilegt, að sú
spurning vakni, hvort jólin séu
jafngömul kristninni hér á norð-
urhveli jarðar. Svo gætu menn
freistast til að álykta að órann-
sökuðu máli og eian fræðimað-
ur í norrænni sögu, Þjóðverjinn
Gustav Bilfinger, hefur jafnvel
gengið svo langt, að neita því,
að norræn jól hafi verið haldin
áður en kristni var lögleidd. —
Þessari kenningu hans hefur þó
verið hnekkt af færari mönnum,
enda mjög margt, sem mælir
henni gegn, þótt hins vegar sé
erfitt að lýsa heiðnu jólahaldi í
smáatriðum.
í þessari grein mun ég leitast
við að tína fram þær helztu
heimildir, sem segja frá forn-
norrænum jólum. Er þar fyrst
að nefna rit Snorra Sturlusonar
og skáldakvæði ýmis. Þá eru
heiðin jól einnig nefnd í nokkr-
um öðrum íslendingasögum og
Fornaldarsögum Norðurlanda.
Auk fornbókmenntanna er
margvíslegan fróðleik um heið-
in jól að finna í ýmsum erfða-
venjum og siðum, sem varðveitzt
hafa frá heiðni og allt fram á
19. öld, einkum í afskekktum
byggðarlögum á Norðurlöndum.
Má af sumum þessara erfðavenja
nokkuð marka með hverjum svip
jólahátíðin hefur verið til forna.
Áður en ég vík að þessum heim-
ildum mun ég greina frá merk-
ingu orðsins jól.
Orðið jól.
Orðið jól er talið eitt af örugg-
um sönnunargögnum, sem taka
af öll tvímæli um að jól hafa
tíðkazt á Norðurlöndum í heiðni.
Orð þetta, sem upprunalega kem-
ur ekki fyrir nema í norrænum
málum, er fleirtöluorð og hafði
upphaflega fleirtöluendinguna u.
Jól hefur þá uhl táknað hátíð-
arnar og gefur til kynna, að há-
tíðar hafi verið haldnar dag eftir
dag. í frumnorrænum tíma var
orðið tekið upp í finnsku og kem-
ur þar fyrir í tveimur myndum,
annars vegar joulu (=jól) og
hins vegar juhla (=hátíð). Orð-
ið kemur einnig fyrir í eist-
nesku.
Mánaðarnafnið ýlir, sem er úr
heiðni, er dregið af nafni jól-
anna. Samkvæmt Bókarbót hef-
ur ýlir staðið frá 14. nóvember til
13. desember og er þá miðað við
júlíanska tímatalið. Að lokum
má geta þess, að í norrænum
skáldakvæðum kemur fyrir Óð-
insnafnið Jólnir, sem er leitt af
nafni jólanna. Hefur Óðinn sýni-
lega átt einhverju hlutverki að
gegna við hátíðahöldin, þó ekki
sé ljóst í hverju það hefur verið
fólgið.
Freys leikur
Fleiri glefsur má nefna úr
gömlum heimildum. í Haralds-
kvæði, sem Þorbjörn hornklofi
orti um 900, er Haraldi konungi
talið það til gildis og karl-
mennsku, að hann hafi viljað
„drekka jól og heyja Freys leik"
á hafi úti. Gefur það auga leið,
að það hefur ekki verið heiglum
hent, að vera á hafi úti í svart-
asta skammdeginu, eins og sigl-
ingatækni þeirra tíma var. —
Talshátturinn, að „drekka jól",
er talinn merkja sama og að
halda jól, en hefur þó sérstakt
trúarlegt innihald, sem bezt sést
af því, að það er hér sett í sam-
band við guðinn Frey. — Verð-
ur nánar vikið að drykkjusiðum
jólanna síðar. — Ekki eru fræði-
haldin til næringar lífsneista gróandans
menn reiðubúnir að skýra hvað
átt er við með „Freys leik", sem
nefndur er. — Orðið leikur er
oft notað um ýmsar trúarlegar
athafnir tíl forna, og norski
fræðimaðurinn, Magnus Olsen,
segir að hér sé vitnað til sér-
staks jólaleiks, sem hafi farið
fram á heimilunum. — Hér verð-
ur ekki gerð tilraun til að útlista
það nánar, en óneitanlega hvarfl-
ar hugurinn til einhvers konar
f r j ósemdardýrkunar.
Óðinn frjósemdarguð
I Austurfararvísum segir Sig-
hvatur skáld Þórðarson frá því,
er hann var á leið frá Noregi til
Svíþjóðar á öndverðum vetri
1018 og var rekinn frá dyrum á
segir að halda skyldi heilagt með
an öl ynnist, þ. e. meðan nokkur
dreitill væri eftir á ölkönnunni.
Sést glögglega af þessu hve öl-
drykkjan hefur verið snar þáttur
í heiðnu jólahaldi, samanber það
sem áður er sagt um „að drekka
jólin". Mjöðurinn var miklu þýð-
ingarmeiri, en hin fasta fæða og
hófst hátíðin með því að minni
voru drukkin. Fyrst var drukkið
minni Óðins, þá Þórs og síðast
minni Njarðar eða Freys til árs
og friðar.
Heiðnar venjur kristnaðar
Á fyrstu árum kristninnar ber
kristið jólahald mikinn svip af
þessum heiðnu venjum. Hefur
þar gerzt, það sem mjög er al-
af guðlegum eiginleikum Óðins
var að hann nærðist eingóngu á
víni. ölið, sem drukkið var á jól-
unum til að komast í guðmóð,
var talið sérstaklega heilagt og
þótti heillavænlegt að stökkva
því á búpening til að örva frjó-
semi hans. Sú skoðun, að menn
komist í snertingu við guðdóm-
inn með því að neyta örvandi eða
slævandi lyfja, er ekki óalgeng
meðal frumstæðinga og þjóðir
(og menn) á lágu þroskastigi gera
ekki greinarmun á guðmóði og
ölvímu, en í báðum tilfellum
svífa menn ofar dægurþrasi
hversdagsleikans.
Til árs og friðar
Talshátturinn „til árs og frið-
„Ég- stíg á stokk og strengi þess heit . .
Hofi, sem er á mörkum Noregs
og Vermalands. Sagði húsfreyja,
að þar inni væri haldið álfablót,
og hún óttaðist reiði Óðins, ef
ókunnum manni væri hleypt inn
í helgidóminn. Þetta álfablót hafa
fræðimenn sett í samband við
jólahald og þykir það koma ekki
illa heim við tímatakmarkið að
því er varðar mánuðinn ýli. Hins
vegar er þáttur Óðins hér óljós
sem endranær, en það er ekki
ólíklegt að hann komi við sögu
þegar jól eru drukkin, því í forn-
um skáldskap er hans oft getið
í sambandi við örvandi drykki.
Kæmi það og vel heim við nafn
hans, Jólnir.
Einn af allra fremstu fræði-
mönnum í norrænni trúarbragða-
sögu, Svíinn Folke Ström, telur
að Óðinn hafi upphaflega verið
önnur mynd guðsins Freys, þ. e.
a. s. að hann hafi í öndverðu
verið frjósemdarguð. Skýrir þáð
enn betur samband hans við jól-
in, en síðar munu ítarlegri rök
færð fyrir þeirri skoðun, að heið-
in jól hafi verið frjósemdarhátíð.
Má finna því nokkurn stað í
heimildum.
Meðan öl ynnist
t Hákonar sögu góða segir
Snorri: „Hann (þ. e. Hákon) setti
þat í lögum at hefja jólahald
þann tíma sem kristnir menn, ok
skyldi þá hverr maður eiga mæl-
isöl, en gjalda fé ella, ok halda
heilagt, meðan öl ynnist. En áður
var jólahald hafit hökunótt, þat
var miðsvetrarnótt, ok haldin
þriggja nátta jól. Hann ætlaði
svá, er hann festist í landinu ok
hann hefði frjálslega undir sik
lagt allt land, at hafa þá fram
kristniboð".
í lagasetningu Hákonar  góða
gengt við öll trúarbragðaskipti,
að fastar venjur hins gamla sið-
ar, sem illmögulegt þykir að
uppræta, eru teknar upp í hinn
nýja sið. Sést þetta bezt af
ákvæðum í kristnarétti Gula-
þingslaga. Þar segir, að menn
hafi lofað að bera saman öl, sem
kallast samanburðaröl, bóndi og
húsfreyja jafnmikið, og skal
signa ölið á hinni helgu nótt
(jólanóttinni) og drekka minni
Krists, Maríu meyjar og til árs
og friðar. Þessi ákvæði í kristna
rétti Gulaþingslaga eru góð heim
ild um að samsvarandi minni
hafi verið drukkin í heiðni, enda
fer því fjarri að slíkt jólahald sé
kristið. Leyfar þessa heiðna sið-
ar hafa einnig haldizt í Svíþjóð
allt fram á síðustu öld. í Wárend
hófst jólahátíðin með því, að
drukkin var minningarskál Guðs
og var ölkannan þá látin ganga
kringum borðið. Eftir það
drukku menn skál hvers annars.
í Smálóndum var lengi ríkjandi
sá siður, að menn heimsæktu
granna sína á aðfangadagskvöld
og hefðu með sér á könnu bezta
drykk, sem til var á bænum.
Gesturinn lyíti glasi og drakk
granna sínum til, skál Guðs á
himninum og óskaði heima-
manni, konu hans og börnum,
Guðs náðar og blessunar. Þann-
ig gengu menn bæinn á enda.
Guðmóður og ölvíma
Sýnir það hve djúpum rótum
jóladrykkja fornmanna hefur
staðið. hve lífseigar þessar venj-
ur hafa verið fram á síðustu ald-
ir, og enn er bruggað sérstakt
öl hér á landi, sem nefnist jóla-
öl. Þegar jólaölið steig norræn-
um víkingum til höfuðs þóttust
þeir  vera  Óðni jafnir,  en  einn
ar", sem notaður var bæði er
drukkin voru minni heiðinna
guða og sem eins er getið í
kristnarétti Gulaþingslaga, mun
vera mjög forn. Að drekka til
árs þýðir að drekka minni guð-
anna og blíðka þá, svo þeir gefi
gott ár, mikinn jarðargróður og
frjósemi búpenings o. s. frv. Var
það fyrst og fremst Freyr og
aðrir Vanir, sem fórnir voru
færðar í þessu skyni.
Fræðimönnum hefur ekki
veitzt jafnauðvelt að skýra hvað
orðið „friður" merkir í þessu
sambandi. 1 fornu máli hefur það
að vísu sömu merkingu og það
hefur nú og táknar frið manna á
meðal. Hins vegar hafði orðið
friður einnig aðra merkingu í
fornu máli og eru kunn í íslenzku
afleiddu orðin friðill og frilla.
Eru helztu fræðimenn norrænnar
trúarbragðasögu á einu máli um
merkingu þessa orðs, sem þeir
telja að standi upphaflega í nánu
sambandi við frjósemdarhugtök
ýmis.
Gölturinn leiddur í höll
Jólin voru haldin til árs. Með
þeim hófst nýtt ár. Enda þótt
fræðimenn séu engan veginn á
eitt sáttir um hvenær þau hafa
verið haldin, má sú skoðun senni-
lega teljast líklegust, að þau hafi
verið haldin með fyrsta nýju
tungli eftir vetrarsólstöður. I
upphafi hins nýja árs vildu menn
gjarnan komast eftir hvað það
bæri í skauti sínu og var fregna
af því leitað með ýmsu móti.
M. a. var það gert með því að
fella blótspán eins og getið er
t. d. í Fagurskinnu, Ynglinga-
sögu og víðar. Þá var einnig mjög
tíðkað að stíga á stokk og
strengja heit á jólum.   Gerðu
menn það að bragarfulli. 1 Sæm-
undar-Eddu og öðru handriti Her
vararsögu er sagt frá sérkenni-
legri athöfn á jólum. — Segir
þar frá því, að Heiðrekur kon-
ungur á Reiðgotalandi hafi heit-
ið að gefa Frey þann gölt, er
hann fengi mestan. — Var hann
svá helgur, að yfir burst hans
skyldi sverja um öll stór mál.
Jólaaftan var gölturinn leiddur í
höll fyrir konunginn og lögðu
menn þá hendur yfir burst hans
og strengdu heit. Síðar var hann
blótaður Frey að sónarblóti sem
frjósemisfórn. — Svo sem kunn-
ugt er annars staðar frá, reið frjó
semdarguðinn Freyr um á gelti
sínum, Gullinbursta, en þessi
frásögn af Heiðreki konungi styð
ur það, sem sagt hefur verið hér
að framan, að fornnorræn jól hafi
verið frjósemdarhátíð.
Kunnur sænskur fræðimaður,
Martin P. Nilsson, telur sögu
þessa hafa mjög sterkt heimild-
argildi. Sú hugsun, að leiða gölt-
inn inn í veizlusalinn, sé svo
fjarstæðukennd, að þar geti tæp-
ast verið um hreina uppfinningu
að ræða. Þá bendir sami fræði-
maður einnig á hve mjög jóla-
gölturinn kemur við sögu í síð-
ari tíma jólasiðum. Fram eftir
öldum hélzt sá siður sums stað-
ar í Svíþjóð, að bera grís í heilu
lagi inn á jólaborðið. Annars
staðar var svínshöfuð borið á
borð og mátti þá ekki eta eyrun
eða nasirnar. Einnig kom fyrir,
að lagað var brauð til jólanna,
sem var nákvæm eftirlíking af
svíni og má af þessu sjá, hve
hinn forni norræni blótsiður hef-
ur staðið föstum rótum í með-
vitund almúgans.
Hvernig hátíðin fór fram
Af framanskráðum heimilda-
brotum má nokkuð geta sér til
hvernið heiðið jólahald hefur
farið fram. Það hefur farið fram
einhverntíma nálægt miðjum
vetri og er ekki með neinni vissu
hægt að grafast fyrir tíma jóla-
haldsins. Á vetrum sátu viking-
arnir fjölmennir að búum sínum,
höfðu viðað að sér firnum vista
og ratað í margar mannraunir,
sem gaman var að segja frá í
fjölmenni. Viðskipti voru ekki
um hönd höfð, þing ekki hald-
in, engar kvaðir hvíldu á mönn-
um og gafst því góður tími til
áhyggjulausra veizluhalda. Þá
var réttur tími til að undirbúa
fórnarhátíð og bjóða guðunum til
gleði, halda sameiginlega hátíð
guða og manna og tryggja sér
velvilja guðanna í næstu framtíð.
Þegar mikið þótti við liggja var
fórnað mönnum, eins og Án kon-
ungur gerði, en oftar hefur verið
fórnað hesti eða kvígu, svíni eða
sauð. Fórnardýrinu hefur verið
slátrað fyrir framan guðamynd-
irnar, blóðinu safnað í ker og
stökkt bæði á menn og guða-
myndir, altar og hofveggi. Guð-
inn var sjálfur nærstaddur í lík-
neski sínu og blóðið styrkti þau
bönd, sem knýtt voru milli guða
og manna.
Þegar guðirnir höfðu fengið
sitt var gengið til stofu eða gilda-
skála. Með veggjum voru lang-
bekkir, en hásæti fyrir miðju
með öndvegissúlum á hvora
hönd, sem tóku til lofts. Þær voru
prýddar guðamyndum og litið
á þær sem nokkurs konar hús-
guði. Borð munu hafa verið lít-
il og mjó. Engir diskar voru not-
aðir, en maturinn lagður á borð-
in og tók hver til sín með hönd-
unum. Eldar loguðu á miðju gólfi
og við ytri enda stofunnar stóð
mikið mjaðarker á gólfi. — Var
þaðan borinn mjöður og skenkt
í drykkjarhornin. Hátíðin hófst
svo, eins og áður segir, með því,
að borinn var fram mjöður og
drukkin minni.
Kjarni hátíðahaldanna
Það sem hlýtur að vekja for-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24