Morgunblaðið - 20.08.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVISBT. AÐ1Ð Laugardagur 20. ágúst 1960 ísleifur Gislason t. 20. júní 1873. D. 29. júlí 1960 í>ESSI nafnkunni maður er nú allur. Hann hefur gengið sinn veg — og allrar veraldar og lok- ið göngunni í hárri elli, hátt á níræðisaldri. Isleifur var borinn og bam- fæddur á Suðumesjum. En báð- ar foreldraættir hans eiga ræt- ur sínar langt inni í landi. Faðir hans Gísli Halldórsson (f. 1839) er ættaður og mun upp^inn vera á Skeiðum austur. En móðir Is- leifs, Elsa Dórothea (f. 1840) ættuð undan Eyjafjöllum, og þó reyndar lengra miklu austanað. Að því leyti sem hún ekki var af norskri ætt bjuggu forfeður hennar austur á Síðu. Frá Skál á Siðu fóru langafi og langamma hennar upp ur hörmungum Skaft áreidanna vestur að Sólheimum undir Eyjaíjöllum. Þau Gísii og Elsa Dóróthea kynntust ung-fullorðin í Njarð- vikunum, þar sem hann gerðist formaður á báti fyrir þekktan útgerðarmi-.nn, en hún var þang- að komin til að vinna fyrir sér. Fluttust bau úr Njarðvíkum, ný- lega gift, um 1870 að Ráðagerði í Leiru. Þar var svo Isleifur fæddur og uppalinn hjá foreldr- um sínum. Faðir hans reyndist dugmikill sjómaður, en mun einnig hafa stundað landbúnað. Uppeldi Isieifs mun hafa reynzt honum hollur vinnuskóli hjá tápmiklum, velættuðum foreldr- um á öld hinna hörðu lífskjara og hinna skæðu barnasjúkdóma. Systkini fæddust mörg. En all- mörg þeirra dóu í fyrstu bernsku. Og nú eru aðeins tvær systur á lífi: Elísabet, nú ekkja vestur í Winnipeg í Kanada og yngsta systirin, Dóróthea, er giftist vest- ur á Snæfellsnes dugandi manni, Þorleifi Þorsteinssyni. Bjuggu þau lengi að Hólkoti í Staðar- sveit. En mann sinn missti hún 1938. Bjó þar siðan enn um nokk- ur ár með syni þeirra Leifi, sem er heilsuveill. Nú býr þar dótt- ir hennar Björg og maður henn- ar, Kristján Guðbjartsson hrepp- stjóri, og þau mæðgin dvelja þar og starfa enn. ísleifur gekk í Flensborgar- skóla. Lauk þaðan námi 1896. Var kennari í Leiru 1897—98. Síðan eimiig austur í Stöðvar- firði frá 1898—1903. Stundaði þá einnig að sumrinu til sjómennsku á Austfjörðum. Hann giftist 1900 Engilráðu VValgerði Jónasdótt- ur Halldórssonar smiðs og bónda að Keldudal í Hegranesi og Helgu Steinsdóttur frá Stóru- Gröf. Hún var því Skagfirðing- ur í báðar ættir. Enda fluttust ungu hjónin frá Austfjörðum til Skagafjarðar árið 1903. Hefur því ísleifur dvalið hér meir en hálfa öld og alltaf á Sauðárkróki. Stundað hefur hann ýms störf. Kennslu lengi vel, bæði smó- barnakennslu, og um nokkur ár stundakennari hér víð ungmenna skóla. Starfaði lengi sem bóka- vörður sýslubókasafnsins. Hefur verið hreppsnefndarmaður, skóla nefndarmaður og mjög lengi sóknamefndarmaður. Einnig hef- ur hann stimdað bólfiski á eig- in kæmu (oft einn eða með dreng), ennfremur garðrækt, grasrækt og kaupmennsku. Allt hefur þetta látið ísleifi vel og honum farizt vel úr hendi. En þó hyggur sá, er þetta ritar, að kaupmennska hafi aldrei verið honum eiginleg, þótt lengst hafi hann að henni unnið. Að minnsta kosti var hanri aldrei neinn fjár- plógsmaður. Heldur ekki við það starf. En þótt eigi gæfi hann um að sækja auð í vasa almennings, þá sóttu menn ósjaldan verðmæti í búðina hans litlu. í kaupbæti á litla verzlun fengu kunningj- ar hans mjög gjarna smellna vísu, þar sem snert var við dæg- urmálum eða öðru með léttri kímni, næmri fyndni eða jatnve'i beittri eða napurri ádeilu (s. s. um heimsku tízkutildursins og eftiröpunarinnar). Enda eru nú margar tækifærisvísur Isleifs og aðrar lausavísur hans landfleyg- ar orðnar og hann landskunnur. Ýmislegt af vísum og brögum hefur birzt i blöðum fyrr og síð- ar. Einnig í smáritlingum ,og nú síðast í „Ljóðum Skagfirðinga". Þó mun margt, jafnvel meira, vera óbirt almenningi, og er það að visu skaði. Því vissulega var hér um allsterka gáfu að ræða í þessu efni. Hann hefur stund- um hér heima fyrir verið kallað- ur Mark Twain Sauðárkróks, og það með nokkrum rétti. Og eftir- tektarverð tilviljun er sú líking sem sést með andlitsmyndum þessara tveggja manna (t. d. andlitsfall, ennislag og hárafar o. fl.) ísleifur Gíslason var vel gerð- ur maður líkamlega sem andlega. Hann var frábær á yngri árum að léttleika og fimi. Hélzt það langt fram á efri ár. Hann var fjölhæfur verkmaður til sjávar- og sveitarstarfa og naut þar sins holla vinnuuppeldis. Og hann var sálarlega og and- lega vel gefinn um marga hluti. Skapgerðin var eigi svo létt og björt, sem ætla mætti eftir þeirri hlið, er út á við sneri, og sem þegar er vikið að. Hann var í reynd mikill alvörumaður, með fasta nokkuð þunga og trausta skapgerð. Og lífsskoðunin mun hafa verið í samræmi við það. Hann var heilsteyptur heiðurs- maður, er eigi vildi vamm sitt vita. Guðstrúarmaður, trúræk- inn og kirkiurækinn. — Hann vann hér fyrir kirkjuna sína mikið og óeigingjamt starf í full- an aldarfjórðung. Helgar tíðir og siðir stóðu hjarta hans nærri. Störf hans fyrir kirkjuna voru gjöf, sem eigi sá til gjalda. Störf er flestir nú hefðu heimtað hátt gjald fyrir, eða verið neitað um ella að vinna. Mikill er munur sá. Eftir að hann lét af kirkju- störfum var hann jafnstöðugur kirkjugestur til hins síðasta. Ef við vilium hylla lífsskoðun og frcimkomu hins mæta safn- aðarbróður réttilega, þá metum vér fordæmi hans til eftir- breytni. Og þá heiðrum vér minn ingu hans á réttan hátt. Sá sem þetta ritar á sérstak- lega mikið að þakka eftir langa vegferð okkar saman og sam- vinnu í sveitarmálum, skólamál- um og safnaðarmálum. Enginn ætti betur að geta metið störf hans. Jarðarför ísleifs Gíslasonar fór fram frá Sauðárkrókskirkju 6. ág. sl. Hún var virðuleg og látlaus, svo sem vera bar. Viðstatt var margt fóik miðað við sumarann- ríkið margvíslegt. Langleiðis var komin einkadóttirin, Elísabet Engilráð og maður hennar, Kristjón Kristjónsson, böm þeirra og tengdabörn, öll úr Reykjavík. Ennfremur systir hans, Dóróthea, sem áður er get- ið, og dóttir hennar Björg, vest- an af Snæfellsnesi. Frú Engilráð, er var kona ís- leifs, er dáin fyrir nokkrum ár- um. Og nú gieðjumst við vinir hans og vandamenn allir yfir því og þökkum það, að hann var burt- kallaður án nokkurs langvarandi sjúkleika, án elliþrauta, án ör- orkuástannds. Við þökkum Guði að hiutskipti hans varð, sem næst orðum sáimaskáldsins mikla, sem hann dáði mjög: Svo að lifa ,ég sofni hægt svo að deyja, að kvöl sé bægt svo að greftrast, sem Guðsbam hér gefðu sætasti Jesú mér. Drottinn blessi þig góði vinur, og leiði þig á nýrri vegferð þinni, er þú nú gengur inn í hið ókunna og óræða í Guðs al-lífs heimi. Jón Þ. Bjömsson. Styrkur lil kven- stúílenta K VEN STÚDENTAFÉL AG ís- lands hefur undanfarin ár veitt kvenstúdentum námsstyrki. í þetta sinn hefur verið ákveðið að veita á nsesta ári tvo styrki, hvom að upphæð 7 þús. kr. Er styrkurinn ætlaður íslenzkum kvenstúdentum, sem leggja stund á nám við Háskóla íslands. Umsóknareyðublöð fást á skrif stofu Háskóla íslands og skal senda umsóknir formanni félags- ins, Ragnheiði Guðmundsdóttur, Garðástræti 37 eða í pósthólf 80. Þurfa umsóknir að berast fyrir 1. október n.k. Eschwege, V.-Þýzkalandi, 18. ág. Yfirvöldin hér upplýstu í dag, að sl. nótt hefðu tveir ungir, aust- ur-þýzkir lögreglumenn komizt yfir landamærin og beðið um hæli j Eschwege. TÓBAK - SÆLGÆTI OG ÝM SAR SMÁVÖRUR FYRIR BIFREIÐAEIGENDUR OG FERÐAMENN. SHELL-BENZÍN OG SMURNINGSOLIUR . GÓD ÞJÓNUSTA -- ÁGÆT AÐKEYRSLA OPIÐ TIL KL. 11.oo e.h. VERZLUIMIIM SELÁS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.