Morgunblaðið - 28.09.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.1962, Blaðsíða 10
10 MOPCTHVPrsntn Föstudagur 28. sept. 1962 Fréttaritari blaSsins, Ás- laug Ottesen fór fyrir nokkru til Sauðárkróks og aflaði upplýs- inga um það sem þar er að gerast. Hér fer á eftir grein hennar um heimsóknina. EITT það fyrsta, sem blasir við áugum ferðalangs, sem ber að garði að Sauðárkróki, er ný- byggt og nýtízkulegt sjúkrahús og heil gata með tugum nýrra íbúðarhúsa, sem ungt og atorku- Yfirlitsmynd frá Sauðárkróki. Á myndinni sézt fjöidi nýrra húsa í smíðuni. Malbikun gatna hafin. Rögnvaldur sagði, að ein helzta framkvæmd, sem unnið hefði verið að í sumar, væri malbikun SkagfirðingabraUtar, og hefði % kílómetri hennar þegar verið malbikaður. Nú væri unnið að undirbúningi malbikunar Kirkju torgs, og einnig væri ætlunin í haust að maibika hluta Aðalgötu. — Hvenær hófst malbikunin? — Hún hófst 13. ágúst síðastlið inn, og voru notaðar við hana vélar, sem keyptar voru frá Þýzkalandi og Samband íslenzkra sveitarfélaga á. Verkið skipu- lögðu þeir Leifur Hannesson verk fræðingur og Jón Nikódemusson yerkstjóri fiá Reykjavík, og Unnið að malbikun Skagfirðingabrautar. SAUDARKROKUB — vaxandi athafnabœr ófullkomin og aðalorkan hefur hingað til farið í það eitt að halda henni opinni og moka upp úr henni sandj, sem sífellt hleðzt hér að. Hefur og þurft að nota til þess fé, sem ella hefði verið varið til áframhaldandi hafnar- framkvæmda. Nú er fyrirhugað að grafa hófnina enn allverulega upp með tækjum frá Vitamála- skrifstofunni, og eru þau vænt- anleg hingað fyrir næstu mánaða mót. Nýlega höfum við fengið við- bótarskipulag fyrir höfnina, hélt Rögnvaldur áfram og er ætlunin að vinna að því í áföngum á næstu árum. Skipulag þetta bygg ist að nokkru leyti á athugunum danskra sérfræðinga, sem hér voru fyrir nokkru, og er von- andi, að það bæti mjög núver- andi aðstæður. — Hvað ei að segja um al- menna afkomu manna hér? — Hún verður að teljast mjög góð og hefur farið batnandi hin síðari ár, og fólki fer hér stöðugt fjölgandi í samræmi við það, sagði bæjarstjóri að lokum. Rögnvaldur Finnbogason bæjarstjóri. Útgerð og fiskverkun Eitt af umsvifamestu fyrir- tækjum á Sauðárkróki er Fiski- ver h.f. Er það sameign Sauðár- króksbæjar og Verzlunarfélags Skagfirðinga og var reist á árun- um 1956 — 1960. Gengum við á fund Halldórs Jónssonar fram- kvæmdastjóra Verzlunarfélags- ins og Fiskivers og leituðum hjá honum frétta af útgerðarmálum staðarins og ýmsu fleiru. Hall- dór sagði, að handfæraafli hefði ekki verið mikill í sumar, en nú væru hafnar línuveiðar, og bótarskipulag á íbúðarhverfi nú fyrir skömmu og er nú langt komið að byggja eftir því. Á ein- um byggingarnefndarfundi síðast liðið vor úthlutuðum við t. d. 18 lóðum við nýja götu, sem heitir Hólmagrund. og nú mumi vera hér nærri 30 hús í smíðum. — Eru það ekki aðallega íbúð- arhús? — Jú, og flest eru þau einbýlis hús. — Er þá ekki skortur á iðnað- armönnum? — Nei, ástandið í þeim efnum má teljast mjög gott. Hér munu vera milli 70 og 80 faglærðir iðnaðarmenn, sem er afar mikið miðað við íbúatölu. Þeir starf- rækja hér nokkur trésmíðaverk- stæði, járnsmíðaverkstæði, renni smiðju, bifvéiaverkstæði, og þá mætti telja til tíðinda, að hér er verið að smiða nærri 20 tonna stálbát. — Þið hafið auk rafmagns einnig hitaveitu? — Já, hér hefur verið hita- veita síðan ' febrúar 1952. Hefur hún bæði verið okkur ódýr og reynzt sérlega vel. Rafmagnið fá um við úr Gönguskarðsárvirkj- uninni, sem er ein hinna svo- kölluðu ríkishéraðsrafveitna. Á síðastliðnu ár; var sett upp Diesel rafstöð, sem hjálpar- eða viðbót- arstöð fyrir hana. Dreifingu raf- magnsins hér í bænum annast síðan Rafveita Sauðárkróks. Erfið hafnarskilyrði — Hvernig eru hafnarskilyrði hér á staðnum? — Hér er fyrst og fremst smá- bátalægi, en einnig geta stærri bátar og skip lagzt að bryggju. Engu að sióur er höfnin mjög samt fólk hefur að undanförnu reist. Má telja þetta dæmigert fyrir uppbyggingu á þessum at- hafnasama stað, sem hefur á síð- ari árum orðið sífellt þýðingar- meiri þjónustu- og viðskiptamið- stöð fyrir hið sögufræga og fagra byggðarlag, Skagafjörð. SauðárkróKur varð löggiltur verzlunarstaður árið 1857, tveim- ur árum eftir að verzlun var gefin frjáls á íslandi. Upp frá því tók að myndast þar byggð, einnig kom Stefán Guðnason verkstjóri þaðan, og hafði hann umsjón með malbikuninni. — Er ekki góð aðstaða hér til gatnagerðar? — Jú, hún er verulega góð, þar sem bærinn stendur hér á malarkambi. Þó mun kostnaður við þessa malbikun nokkru hærri en í fyrstu var gert ráð fyrir, vegna þess að skipta þurfti um jarðveg á yfir 200 metra vegar- kafla, en okkur var ekki alveg Togarinn Skagfirðingur liggur við bryggju í heimahöfn sinni, Sauðárkróki. sem hefur stækkað með árunum, og búa nú á staðnum um 1250 manns. Á síðari tímum hefur fjölbreytni 1 atvinnulífi farið vaxandi og er þar nú veruleg út- gerð og iðnaður auk ýmissa þjón- ustu- og verzlunarfyrirtækja. Verzlunin er sérþáttur í at- vinnulífinu, og bjóða þau fyrir- tæki, sem hana annast, upp á mikla fjölbreytni og má þar fá flest þaö, sem til þarf eða hug- ann girnist. Á staðnum eru ekki færri en 15 sö. .úðir. Auk nokk- imra fyrirtækja, sem verzla með nýlendu- heimilis- og vefnaðar- vörur, er þar einnig að finna brauðgerð, lyfjabúð, hannyrða- verzlun, bókaverzlanir og fornbókaverziun, svo eitthvað sé nefnt. Til þess að afla okkur frekari upplýsinga um uppbyggingu og gang mála á staðnum gengum við á fund bæjarstjórans, Rögnvalds Finnbogasonar. ljóst áður, hvað það svæði yrði stórt. Þá er eimng ætlunin að gera í sumar tilraunir með olíubundið slitlag, og skilzt okkur, að slíkar tilraunir hafi gefið mjög góða raun, þar sem þær hafa verið reyndar eriendis. Ætlunin er að olíubinda um 200 metra vegar- kafla á Freyjugötu, og mun Sauð- árkrókur vera fyrsta bæjarfélagið utan Reykjavíkur, er þetta reyn- ir. Mörg hús í smíðum — Hér er greinilega mikið byggt. — Já, hér hafa verið ákaflega miklar byggingarframkvæmdir að undanförnu. Við gerðum við- Landið okkar væru allgóðar horfur á þeim fram undir næstu áramót. Þá væri á Sauðárkróki gerður út einn togari, Skagfirðingur. Væri hanu 250 tonna og einn hinna austur-þýzku togara, er hingað komu árið 1959. Hefði tog arinn verið gerður út á togveiðar frá júníbyrjun til ágústloka I sumar og atlað um 1100 lestir, sem vseri óvenjugott á þessum tíma árs hér. Aflaverðmæti hefði verið röska: 3 milljónir króna og hásetahlutur nærri 80 þúsund króna. Skipstjóri á Skagfirðingi, sagði Halldór, að væri Þorsteinn Auðunsson. — Siðan vinnið þið úr aflan- um? — Já, afli togarans og bátanna er unninn í Fiskiverinu og Fiskiðju Sauðárkróks, sem er eign Kaupfélagsins. í báðum þessum fiskvinnslustöðvum vinna nú um 150 manns og hefur verið stöðug vinn'-i síðan í júníbyrjun. Aukin velta Verzlunarfélagsins — Verzluriarfélagið rekur einn ig sláturhús? — Já, þegar Verzlunarfélagið var stofnsett í árslok 1958, hóf það strax byggingu sláturhúss. Tók það fyrst fé til slátrunar árið 1959 og var þar þá slátrað rúmlega 4 þúsund fjár, og á síð- astliðnu hausti var slátrað þar um 10 þúsur;d fjár, en geta má þess að Sláturhús Kaupfélagsins slátraði það haust yfir 30 þús- und fjár. í haust er svo gert ráð fyrir að slátrað verði að minnsta kosti 12 þúsund fjár hjá okkur. Þá hefur félagið allmikla naut- gripaslátrun á hendi og fer hún stöðugt vaxandi. Auk þess rekur Verzlunarfélagið 2 sölubúðir hér á staðnum og vinna þar og á skrifstofunni milli 15 og 20 manns. Að lokum sagði Halldór, að formaður félagsstjórnar Verzlun- arfélagsins væri séra Bjartmar Kristjánsson á Mælifelli. Á síð- asta aðalfundi félagsins, sem haldinn var í júlímánuði síðast- liðnum, var skýrt frá því, að vélta félagsins hefði aukizt um 6 millj ónir króna á árinu, sem væri mjög hagstæður árangur. Fyrirliuguð bygging gagnfræðaskóla. Á Sauðárkróki fer kennsla barna- og miðskóla fram í barna- skólahúsinu, sem reist var árið 1948. Björn Daníelsson skóla- stjóri fræddi okkur á því, að i barnaskólanum hefðu á síðast- liðnum vetri stundað nám 165 börn og í miðskólanum hefðu verið rúmlega 90 nemendur. Væri nú unnið að því að bæta við gagnfræðaprófi 4. bekkjar, en aukin kennsla á staðnum strandaði f.yrst og fremst á því, hve barnaskólahúsið væri orðið þröngt, en auk áðurgreindrar kennslu væri Iðnskólinn þar einnig til húsa. Væri nú fyrir- huguð bygging gagnfræðaskóla á staðnum og mætti í því sam- bandi geta þess, að skólinn á Sauðárkróki væri einnig fyrir héraðið í kring og kæmi allt að þriðjungur nemendanna þaðan. Á Sauðárkróki sagði Björn, að væri eitt bezta héraðsbókasafn landsins. Væru í því kringum 9000 bækur og væri safnið í eigin húsnæði, sem yrði fljótlega alltof þröngt. Sagði Björn, að héraðsskjalasafnið væri þar einn- ig til húsa. Ætti það mikið hand- Framihald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.