Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 18. tölublaš og Lesbók barnanna 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2S. JANÚAR 1««7.
Loftur Bjarnason útgerðarmaður:
Bv. Jón forseti, fyrsti togarinn, sem
smíðaður var fyrir íslendinga
Magnús Magnusson
Jón Sigurðsson
Halldór  Þorsteinsson
Xhor Jensen
Kom til Reykjavíkur fyrir 60 árum - Þá hófst tækniöld á Islandi
Á MORGUN, hinn 28. janúar,
eru liðin 60 ár síðan fyrsti tog-
arinn, sem íslendingar létu
smíða fyrir sig erlendis, Jón for
seti, kom til landsins.
í blaðinu Ingólfi, en ritstjóri
þess var Benedikt Sveinsson, síð
Reyndist koma skipsins upphaf
mikilla framfara í sjávarútveg-
inum. Sá bætti hagur þjóðarinn
ar, sem fylgdi í kjölfar hins nýja
togaraflota, var' öllu öðru frem-
ur undirstaða bætts efnahags ís-
lenzku  þjóðarinnar,  gem  svo
*^**^*fc»»««*»».
'ijf!i^iJilífFi;!'->

Einstaka framsýnir menn sáu.
að íslendingar voru á rangri
braut, er þeir stunduðu fisk-
veiðar ýmist á opnum skipum
eða úreltum þilskipum, sem
aðrir voru að leggja niður.
Árin 1896 og 1897 ritaði Einar
Benediktsson margar blaða-
greinar, sem hann birti í Þjóð-
ólfi og blaði sínu Dagskrá, þess
efnis, að íslendingar eigi sjálfir
að hefja botnvörpuveiðar með
gufuskipum.
„Vér verðum vel að gæta
þess", sagði Einar, „að botn-
vörpuaðferðin er hin arðmesta
og hyggilegasta veiðiaðferð en
bátafiski hin hættulegasta og
arðminnsta.
Því veiðum vér ekki sjálfir
með botnvörpu?"
Mælti Einar Benediktsson þar
fyrir daufum eyrum landsmanna,
þótt orð hans sönnuðust síðar.
Frá 1899 og fram til
1906 voru gerðar nokkrar til-
raunir af útlendingum og lands-
mönnum til togveiða á gömlum
skipum, en tilraunir þessar mis-
tókust, enda voru þær við erfið
skilyrði gerðar og af vanefnum.
fslenzkir sjómenn og þá fyrst
og fremst skipstjórarnir á ís-
lenzku þilskipunum sáu, að veiði
aðferð sú, sem viðhöfð var á
þeirra skipum, færafiskiríið á
seglskipum, var gjörsamlega úr-
elt  samanborið  við  togveiðar  á
gufuskipum.
Árið 1905 tóku nokkrir skip-
stjórar sig saman um að fara á
fund Thors Jensens og biðja
hann um að veita forstöðu félagi
sem þeir hefðu í hyggju aS
stofna til þess að kaupa gamlan
togara. Thor Jensen varð við
þessari beiðni skjpstjóranna, en
stórhugur hans kom fram í því,
að hann vildi að togarinn, sem
keyptur yrði, væri nýr og það
samþykktu skipstjórarnir. Stofn
aði hann með þeim Alliancefélag
ið 1905, en stofnendur voru auk
hans þessir skipstjórar: Magnús
Magnússon, Jón Sigurðsson,
Jafet Ólafsson, Jón Ólafsson og
bræðurnir Halldór og Kolbeinn
Þorsteinssynir.
Ákveðið hafði verið í stofn-
samningi Alliance-félagsins, a3
framkvæmdastjórinn, Thor Jen-
sen, skyldi ráða skipstjórann.
Um þetta farast Thor Jensen svo
orð í endurminingum sínum:
„Hafði ég með sjálfum mér
fastráðið að velja Halldór Þor-
steinsson til þessa þýðingar-
mikla starfs. Halldór þekkti þeg
ar nokkuð til togaraveiða. Hann
hafði verið í nokkuf ár í sigling
um og dvalið um tíma í Ame-
ríku, kunni ensku til fullnustu.
Það myndi gera honum auðveld-
ara að kynnast því, sem hann
vildi læra af brezkum fiskimönn
um. Auk þess var Halldór viður-
kenndur dugnaðarmaður, snyrti
menni, athugull, gætinn og
reglusamur. Að öðrum félögum
í Alliance ólöstuðum, er allir
voru viðurkenndir dugnaðar- og
áhugamenn, trúði ég honum þvi
bezt fyrir því að leysa það verk
af hendi, sem mikilvægast var
fyrir félagið og fyrir framtíð
íslenzkrar togaraútgerðar yfir-
leitt, að taka við stjórn á fyrsta
togaranum, sem smíðaður var
fyrir íslendinga. Halldór hafði
verið skipstjóri á einni af skút-
um Geirs Zoéga. Hann sagði nú
þvi starfi lausu, sigldi til Hull
og réð sig þar sem háseta á ensk
an  togara.  Bróðir  hans,  Kol-
Bv. Jón forseti á siglingu út af Arnarfirði.
ar alþingísforseti, er sagt frá
komu skipsins miðvikudaginn
23. janúar 1907 með þessum orð-
um:
„íslenzkt botnvörpuskip kom
hingað frá Englqndi í dag. Það
er eign nokkurra Reykvíkinga
og hafa þeir látið smíða þao í
Englandi. Skipstjóri er Halldór
Kr. Þorsteinsson. Skipið heitir
„Jón forseti". Það hafði vals-
merkið við sigluhún, er það
kom inn í höfnina."
Og af sama tilefni segir fsa-
fold 26. janúar 1907: „Jón for-
seti, Svo heitir botnvörpungur
sá, er þeir Thor Jensen og hans
félagar hafa smíða látið á Eng-
landi svo sem getið var hér í
b^laðinu í haust og er nú hingað
kominn í vikunni — fyrir hon-
um Halldór Þorsteinsson skip-
stjóri. Það er mikið eigulegur
gripur og nú verið að búa hann
út til fiskveiða hér í flóanum
eða lengra burtu."
Jón forseti mun hafa verið
með allra beztu og stærstu tog-
'urum, sem þá höfðu verið smíð-
aðir, 233 brúttótonn. Jafnframt
var útbúnaður skipsins langt
fram yfir það, sem áður hafði
tíðkazt og vanalega var tilskilið.
Með komu Jóns forseta til
landsins má segja með sanni, að
mörkuð séu tímamót í sjávarút
vegi landsmanría. Þá heldur nú-
tímatækni í atvinnumálum inn-
reið sína í landið í fyrsta sinn.
gerði henni fært ellefu árum
síðar að fá viðurkenningu á
kröfu sinni um stjórnarfarslegt
sjálfstæði.
Á níunda tug nítjándu aldar
hófu Englendingar og aðrar er-
lendar þjóðir togveiðar á litlum
gufuskipum, en höfðu áður
stundað togveiðar á seglskipum.
Togveiðarnar á litlu gufuskipun-
um gengu vel í Norðúrsjónum.
— Um 1®95 fóru Englendingar að
sækja í stórum stíl á íslands-
mið á þessum nýju skipum. Jafn
framt seldu þeir gömlu seglskip-
in til íslands og fleiri landa.
Jafet  ólafsson
Jón  Ólafsson
Kolbeinn Þorsteinsson
:W*::::
¦:::::::¦:¦::¦::*:::::¦::¦::::¦::¦:•:
Höfnin i Reykjavík upp úr aldamótum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32