Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 Afstaða kommúnista og sósíalista til NATO Gjorbreyting er að verða á viðhorfum komm- únista og sóstalisto F V- Evrópu til Atlantshafs bandalagsins. Þar hafa ítalskir kommúnistar riðið á vaðið eins og kunnugt er. Eins og Ragnar Arn- alds, formaður Alþýðu- bandalagsins, sagði í at- hyglisverðri blaðagrein sl. sunnudag: „Þeir hafa jaínvel gengið svo langt að falla frá andstöðu sinni við aðild ítalíu að Atlants- hafsbandalaginu og sætt sig fyrst um sinn við bandarískar herstöðvar á Italíu" Berlinguer, for- maður ítlalska kommún- istaflokksins, sagði í við- tali við heimskunnan blaðamann fyrr í sumar, að ein ástæðan fyrir þess- ari stefnubreytingu væri sú, að ítalskir kommúnist- ar óttuðust skyndiinnrás Sovétríkjanna í Júgóslavíu, þegar Tító væri horfinn af sjónarsvið- inu og að þá væri öryggi ítalíu ógnað. M.ö.o., for- maður ítalskra kommún- ista telur, að Atlantshafs- bandalagið sé bezta vörn ítala gegn útþenslustefnu Sovétríkjanna í Evrópu. Ragnar Arnalds segir einnig í blaðagrein sinni, að innrás Sovétríkjánna og annarra Varsjárbanda - lagsríkja i Tékkóslóvakíu 1968 hafi haft mikil áhrif á viðhorf kommúnista á ítalíu. Þá upplýsir formað- ur Alþýðubandalagsins ennfremur, að spænskir kommúnistar hafi svipaða afstöðu og hinir ítölsku skoðanabræður þeirra og að ef vinstri fylkingin í Frakklandi, þar sem kommúnistar eru að sjálf- sögðu sterkasta aflið, fengi kosinn forseta eða næði meirihluta á franska þinginu yrði Frakkland áfram f Atlantshafsbanda- laginu. Ekki þarf heldur að rifja upp afstöðu kín- verskra kommúnista til Atlantshafsbandalagsins. Þeir hafa eindregið hvatt til eflingar þess til varnar gegn heimsvaldastefnu Sovétríkjanna. Þessi þróun hlýtur að verða kommúnistum og sósíalistum f Alþýðu bandalaginu mikið um- hugsunarefni. Þeir hafa f raun dæmt sig til einangr- unar f íslenzkum stjórn- málum f þrjá áratugi vegna þjónkunar við hagsmuni Moskvu. Og viðbrögð málsvara komm- únista að undanförnu, þegar vakin hefur verið athygli á þessum breyttu viðhorfum hjá kommún- istum á ítalíu og víðar, hafa ekki bent til þess. að til væru f Alþýðubanda- laginu öfl, sem væru reiðubúin til þess að taka upp breytta stefnu í sam- bandi við aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamninginn við Bandaríkin. Þvert á móti hafa viðbrögðin verið á þann veg, að ætla mætti, að Moskvuþjónkunin hefði fremur aukizt en minnkað að undanförnu. Nýr tónn En nu bregður svo viS, aS þaS kveður við nýjan tón úr röSum Alþýðu bandalagsins Og engum, sem til þekkir, kemur á óvart, þótt sú tóntegund komi frá Ragnari Arnalds. Hvorki hann né ýmsir samstarfsmenn hans ( hópi landsbyggSarþing- manna Alþýðubandalags ins hafa nokkru sinni til- heyrt hinum harða Moskvukjarna, sem hefur i fjóra áratugi ráðið ferS- inni i Kommúnistaflokki islands. siSan Sósialista- flokknum og loks AlþýSu- bandalaginu. i blaðagrein þeirri sem hér hefur veriS gerð aS umtalsefni, undir- strikar formaSur AlþýSu- bandalagsins þá stað reynd. að flokkurinn hafi tvisvar sinnum í raun fall- izt á aðild íslands að At- lantshafsbandalaginu með þvi að taka þátt ( tveimur rikisstjórnum án þess að gera kröfuna um úrsögn úr Atlantshafs bandalaginu að úrslitaat- riði. Og Ragnar Arnalds segir ennfremur: „Að sjálfsögðu munu sósialist- ar taka fullan þátt i ríkis- stjómum viðkomandi landa þrátt fyrir áfram- haldandi Natoaðild. þeg- ar svo ber undir." Þessi ummæli verða ekki skilin á annan veg en þann, að hvort sem Alþýðubanda lagsmönnum tekst að koma sér saman um breytta afstöSu til At- lantshafsbandalagsins eða ekki þurfi sérsjónar- mið þeirra i þessum efn- um ekki lengur að valda einangrun þeirra á vett- vangi stjómmálanna eða koma i veg fyrir samstarf þeirra við aðra flokka, sem styðja aðild fslands að Atlantshafsbandalag- inu og varnarsamninginn við Bandarikin. Og for- maður Alþýðubandalags- ins hnykkir á þessum um- mælum er hann segir ( grein sinni: „Þátttaka kommúnista og vinstri sósialista með hægri flokkum i fjölmörgum rik- isstjómum i Vestur- Evrópu fyrst eftir heims- styrjöldina siðari var ekki siður söguleg málamiðlun en sú, sem nú er boðuð á ítaliu. Ein fyrsta stjómin af þessu tagi var nýsköp- unarstjórnin hér á Íslandi með þátttöku Sósialista- flokks, Alþýðu- og Sjálf- stæðisflokks. Þetta var áður en kalda striðið hélt innreið sina. En nú þegar þvi hefur að mestu slotað má búast við. að þess háttar samvinna geti komizt á dagskrá. þar sem sérstakar óvenjulegar að- stæður eru fyrir hendi." það er leikur að læra... VÉLRITUN Á abc 2002 SKÓLARITVÉLINA abc 7 ORÐSENDING frá Iðnlánasjóði í framhaldi af þeirri endurskoðum á útlánakjör- um fjárfestingarlánasjóða sem átt hefur sér stað að undanförnu, hefur verið ákveðið að lánakjör á útlánum Iðnlánasjóðs séu þessi: Byggingalán: Vextir 1 1,5% p.a., auk 50% af hækkun bygg- ingarvísitölu á lánstímanum. Vélalán: Vextir 14% p.a., auk 15% af hækkun bygg- ingarvísitölu á lánstímanum. Ofangreind útlánakjör ná til allra þeirra lána sem afgreidd eru eftir 15. september 1976, annarra en þeirra, þar sem lánsskjöl hafa þegar verið útbúin og afhent. Rétt er að benda á það að breyting þessi nær ekki til eldri lána. Reykjavík, 16. september 1976. IÐNLÁNASJÓÐUR í baksturinn FYRSTA FLOKKS HEILHVEITI FÆST í NÆSTU BÚÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.