Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 Aðdragandinn að stofnun Israelsríkis í HUGA meirihluta g>rðinga hvarvetna í heiminum var sjálfstæð- isyfirlýsing landsins, sem lesin var upp í húsi við Rotschild- götu í Tel Aviv í maí 1948, uppfylling bibl- íulegs spádóms: Gyðingar myndu að lokum endurheimta landið sem guð hafði gefið þeim eftir nær því tvö þúsund ára hrakninga víðs vegar um heiminn. í framhaldi af þáttum sjónvarpsins fyrir nokkru um útrým- ingu Gyðinga í heims- . styrjöldinni síðari, er ekki úr vegi að rekja í stórum dráttum hver var tilurð ís- raelsríkis fyrir 1948. í þáttunum var iðulega vikið að því að gyðingar í Þýzkalandi skyldu reyna að komast til Palestínu, enda var þá hafinn þang- að flutningur Gyöinga, þótt í smáum mæli væri. Ástæðan fyrir því að þýzkir og pólskir Gyðingar flykktust ekki í hópum til Palestínu hefur án efa í bland verið sú, að þó svo að Gyðingar hafi jafnan haldið sér- einkennum sínum sem þjóð, litu margir þýzkir Gyðingar svo á að þeir væru jafn boðlegir borgarar þýzka ríkis- ins og hverjir aðrir og einnig, að líf frum- byggjanna í Palest- ínu á þessum árum var ekkert sældarbrauð. Þar ríkti nánast upp- reisnar- og upp- lausnarástand undir stjórn Breta, og þrátt fyrir hina frægu Bal- four-samþykkt, var sem síðar verður vikið að, — svo sem engan veginn öruggt, að Palestína yrði það frambúðarheimili, sem gyðinga dreymdi um. Gyðingar rekja ættir sínar til Abrahams, um það þarf ekki að fjölyrða. Arabar rekja ættir sínar tii launsonar Abrahams, svo að sé farið út í skyldleikamái eru þessir aðilar ekki eins fjarlægir hver öðrum og ætla mætti. Guð skipaði Abraham að halda frá Kaldea með sínu fólki, fara til Kananslands eða Palestínu, þar sem hann myndi verða ættfaðir þjóðar, sem myndi allar tíðir skipa mikinn sess á vettvangi þjóðanna. Höf- undar Gamla testamentisins ein- beittu sér að því að tryggja að Gyðiniíar gætu rakið ættir sínar til Abrahams ok með því að gera svo, varðveittu þeir uppruna Kyðinna, sem hefur í mörgum tilvikum KenKÍð á skjön við tímaröðun. Höfundur zionismans í Basel 1897: Höfundur hinnar fræjíu Balfour- samþykktar. Eftir fímmtíu ár hafa Gyðingar búið sér heimili í Palestínu og honum skeikaði aðeins um ár Síðustu tæp tvö þúsund ár hafa Gyðingar verið dreifðir um allar jarðir, það er kallað diaspora — og kannski ekki úr vegi að minna á, að Palestínumenn eru nú farnir að orða það svo að þar séu nú í diaspora. Gyðingar hafa víða sætt ofsóknum og verið litið á þá sem annars flokks borgara. Hins vegar hefur vafizt fyrir mönnum, bæði fyrr og síðar, að skýra á rökvísan og sannfærandi máta, af hverju gyðingaofsóknir stafa og yfirleitt verið gripið til heldur yfirborðs- legra söguskýringa. Gyðingar hafa hvarvetna haslað sér völl á sviði peningastjórnunar og haft þar ómæld áhrif, í hvers konar listum og vísindum hafa þeir skarað fram úr. Theodor Herzl ásamt moður sinni. í lok síðustu aldar voru Gyð- ingar allvoldugir í ýmsum Evr- ópulöndum, en sættu sem fyrr ýmiss konar áreitni ekki sízt ortodoks gyðingar, sem bjuggu í Austur-Evrópu. Árið 1881 hófust í Rússlandi skipulagðar ofsóknir á hendur Gyðingum og ýtti það undir að þeir reyndu að bindast einhverjum raunverulegum sam- tökum. Þetta varð til þegs að í Rússlandi var komið á fót félags- skap sem kallaði sig Unnendur Zions og síðar öðrum, Bilu. Árið 1882 sendi Bilu-hópurinn frá sér kröfugerð þar sem farið var fram á að Gyðingar fengju hæli í Palestínu. Var stungið upp á að leitað yrði til Tyrkjasoldáns, enda var Palestína á hans yfirráða- svæði. Gæfi soldáninn ekki leyfi sitt, yrði þess krafizt að hann leyfði þeim að koma á laggirnar sjálfstæðu ríki innan stærra ríkis. Hinn margumræddi zion- ismi er rakinn til Rússa, sem hét Theodore Herzl. Hann varð leið- togi hreyfingar, sem skilgreindi og kynnti markmið sín á fundi í Basel í Sviss 1897. Inntak zíonism- ans er ekki flókið: „að Gyðingar fái að setjast að í Palestínu, og öryggi þeirra þar tryggt með alþjóðalög- um“. Herzl spáði því að innan fimmtíu ára væri þetta orðið að veruileika og honum skeikaði ekki nema um ár. Herzl hafði sérstakar áhyggjur af Austur-Evrópu-Gyðingunum, og uppruna hreyfingarinnar má rekja til þeirrar áreitni sem þeir sættu og áðúr er minnzt á. En skylt er að taka fram, að þegar um aldamótin bjuggu dreifðir hópar Gyðinga í Palestínu, en það var að miklum meirihluta byggt Pale- stínumönnum, sem töldu sig rétt- borna til landsins. Herzl tókst ekki að fá vilyrði Tyrkjasoldáns og hann íhugaði fleiri möguleika. Komu þá bæði til tals Argentína og Úganda sem framtíðarheimili Gyðinga. í aug- um rétttrúaðra fékk sú hugmynd engan hljómgrunn: Palestína var fyrirheitna landið. Landið sem guð hafði gefið þeim og lofað að leiða þá til aftur. Á næstu árum komust allmargir Gyðingar frá Rússlandi og Póllandi úr landi og ruddu sér braut til Palestínu. Þegar tyrkneska heimsveldið var lagt í rúst í fyrri heimsstyrj- öldinni, töldu gyðingar sig eygja nýja von. Á árunum 1915—1916 voru gerð drög að tillögum, varð- andi framtíðarskipan mála og í reynd brutu Bretar og Frakkar með tillögum sínum Miðaustur- landasvæðið sem hér um ræðir upp í tvö áhrifasvæði. Áhrifamikl- ir og aðsópsmiklir zíonistar með dr. Chaim Weizmann í farar- broddi fylgdu málinu eftir af harðfylgi og þrýstu mjög á Breta, að þeir skuldbindu sig varðandi gyðinga. Útkoman varð á endan- um hin fræga Balfour-samþykkt, en þar sem stendur að brezka ríkisstjórnin líti á það með vel- vilja að komið verði á stofn ríki í Palestínu fyrir Gyðinga, en hins vegar skuli á engan hátt skert staða þeirra íbúa sem fyrir séu í landinu og ekki gyðingar. Á ráðstefnu sem var haldin í San Remo árið 1920 ákvað Þjóða- bandalagið að fela Bretum að fara með lögsögu í Palestínu. Þar var ítrekaður stuðningurinn við að gyðingar fengju að setjast þar að. Taldi zíonistahreyfingin þetta mikinn sigur. Bretar tóku síðan formlega við völdum í Palestínu 1923. íbúar landsins voru þá að 92% Palestínu-Arabar, og þeir áttu 98% alls lands. Það var ljóst að Palestína yrði ekki heimili gyð- inga nema þessu yrði breytt þeim í hag. Forsvarsmenn zíonista settu fram hugmyndir sínar um hvað skyldi teljast Gyðingaland: öll Palestína sem þá var, suður Lí- banon, þar með taldar borgirnar Tyrus og Sidon, vesturbakki Jór-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.