Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 Réttindi íslands á Rockall-hásléttunni - eftir Eyjólf Konráð Jónsson, alþm. Fyrstu þrjú mál Alþingis haustið 1978 voru eins og kunnugt er þings- ályktunartillögur sjálfstæðismanna um gæslu réttinda okkar á Jan May- en-svæðinu og samninga við Norð- sókn landgrunns Islands og þriðja lagi um að íslendingar gættu rétt- inda sinna á svæðinu vestur af Rokknum og hefðu í því efni sam- vinnu við Færeyinga. Jan Mayen- málið er farsællega til lykta leitt, nokkuð hefur verið unnið að rann- sókn landgrunnsins og allmargir viðræðufundir hafa verið haldnir með F’æreyingum, Dönum, Bretum og írum um Roekall-svæðið. En nú verður þess ekki öllu lengur beðið að til úrslita dragi. „Allir velviljaðir menn hljóta að vona og treysta að ágreiningurinn um Kockall-hásléttuna leysist með einhverjum hætti á svipaðan veg og gerðist að því er Jan Mayen-svæðið varðar ... Þótt einhvers konar skipting Rockall- hásléttunnar komi auðvit- að til greina væri áreiðan- lega happadrýgst að um sameign og samnýtingu yrði að ræða með svipuð- um hætti og er á Jan May- en-svæðinu.“ kvæma skilgreiningu þess hugtaks er þó hvergi að finna, en almennt viðurkennt að þar geti bæði verið um að ræða lögun hafsbotnsins, „landslagið" og eiginlega jarð- fræði, þ.e.a.s. að uppruni og efni botnsins séu sömu gerðar og landsins. Er þá talað um tvær megingerðir, þ.e.a.s. úthafsbotn eða basalt og meginlandsgerð gamals bergs eða setlaga. Vísindamenn eru sammála um, að Rockall-hásléttan sé megin- landsgerðar, þ.e.a.s. að um sé að ræða sokkið land, sem klofnað hafi frá Bretlandseyjum fyrir 100—170 milljónum ára, og sumir telja jafnvel enn lengra um liðið. Þarna er um að ræða hina upp- runalegu klofnun, þegar Atlants- haf tók að myndast. Þá myndaðist Rockall-trog. Land þetta var þá áfast við Grænland, en klofnaði frá því er nýr rekás myndaðist, núverandi Reykjaneshryggur, fyrir um það bil 60 milljónum ára. A hinn bóginn er ljóst, að Island er miklu yngra og af basaltgerð og hið sama er talið eiga við um hinn mikla Islands-Færeyjahrygg og Grænlands-íslandshrygg. Þess er þó að gæta, að rannsóknir eru hvergi nærri fullnægjandi og eins hins, að allt umhverfi íslands er talið einstætt á jarðarkringlunni. Vegalengdin frá Bretlandseyj- um að Rockall-hásléttunni er um 200 mílur, en um 250 mílur eru milli hennar og íslands annars vegar og Færeyja hins vegar. Fljótt á litið kynni maður því að ætla, að Bretar og írar ættu meira tilkall til þessa hafsbotnssvæðis en Islendingar og Færeyingar. Þessum sjónarmiðum mótmælum við algjörlega og færum m.a. þau Eyjólfur Konráð Jónsson rök að í þeirri gjá, sem nefnd er Rockall-trog, sé úthafsbotn á allt að 3000 metra dýpi og út yfir þá gjá geti ekki verið um að ræða neitt eðlilegt framhald eða fram- lengingu bresks og írsks lands. Færeyingar gera sér auk þess von- ir um að geta fært sönnur á, að þetta sokkna land teygi sig djúpt í jörðu inn undir Færeyjar, og við bendum m.a. á þær staðreyndir, að sömu jarðfræðilegu umbrotin hafi sett einkenni sitt á jarðsögu I grein þessari verður fjallað um réttindi Islands til hafsbotnsins suður af landinu, þ.e.a.s. fyrst og fremst á Hatton-banka, Rockall- Hatton-djúpi og Rockall-banka. Enda þótt ótrúlega seint gengi að vekja menn til skilnings á þeim gífurlega þýðingarmiklu réttind- um, sem íslendingar áttu að gæta á Jan Mayen-svæðinu, tókst um síðir að vinna fullan sigur í góðri sátt við Norðmenn. Nú skilja allir, hve mikið var í húfi og hvert glapræði það hefði verið að fórna þessum réttindum vegna sinnu- leysis. Alveg á sama hátt er nú nauðsynlegt að knýja á um lausn Rockall-málsins og þar kemur Jan Mayen-samkomulagið að miklum notum, því að til nýrra úrræða var gripið við gerð þess, sem ættu að geta orðið fordæmi, þar sem ágreiningsefni rísa. Islendingar og Norðmenn urðu fyrstir þjóða til að leysa hagsmunaárekstra á grundvelli uppkastsins að hafrétt- arsáttmála með þeim hætti, að um sameign og sameiginlega nýtingu náttúruauðlinda skyldi vera að ræða um aldur og ævi. Slík lausn er raunar hvergi nefnd berum orð- um í uppkastinu, en hins vegar megináhersla lögð á sanngirni og samninga. En að því verður síðar vikið í þessari grein. Á sl. þremur árum hafa verið haldnir allmargir viðræðufundir með Færeyingum, Dönum, írum og Bretum. Fundir þessir hafa flestir verið haldnir á hafréttar- ráðstefnunni og fulltrúar þjóð- anna þar tekið þátt í þeim. Hafa menn þar kynnt sjónarmið sín og skipst á skoðunum. Segja má, að fundirnir með Færeyingum og Dönum hafi frá upphafi verið formlegri, enda byggðir á alþing- isályktunum, en síðar var með bréfum utanríkisráðuneytisins til íra og Breta óskað formlegra við- ræðna. Irar höfnuðu slíkum við- ræðum, en Bretar féllust á þær og fyrsti formlegi fundurinn með fulltrúum þeirra var haldinn í Genf í ágústmánuði sl. í tengslum við hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Verður að þeim fundi vikið síðar, en fyrst verður leitast við í eins stuttu máli og frekast er kostur að rekja helstu drætti þess, sem málið snýst um og lesendum bent á að reyna að átta sig á með- fyl^yandi kortum. í 76. grein uppkastsins að haf- réttarsáttmála eru mjög flóknar reglur um rétt strandríkis til hafsbotnsins utan 200 mílnanna, þar sem meðal annars er miðað við þykkt setlaga, 2500 metra dýptarlínu, 350 mílna víðáttu frá grunnlínum o.s.frv. En megin- áhersla er lögð á það, sem kallað er eðlileg framlenging landsins eða „natural prolongation", en ná-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.