Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarssön.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 15 kr. eintakið.
Vegamál
í skammarkróki
Samgöngur gegna lykil-
hlutverki í stóru og
strjálbýlu landi. Þetta lykil-
hlutverk varðar ekki einvörð-
ungu sjálfa undirstöðu þjóðar-
búskaparins, atvinnulífið, veg-
ferð hráefna og fullunninnar
vöru, heldur ekkert síður fé-
lagsleg tengsl landsmanna og
fræðslumál, en víða í strjál-
býli hafa dreifðar byggðir
sameinazt um skólahald.
Arðsemiskönnun hefur
jafnframt leitt í Ijós, að fjár-
festing í uppbyggingu nálægt
700 km af þjóðvegakerfi lands-
ins skilar yfir 20% arði og þar
af 400 km yfir 30%. Sú „förum
fetið“-stefna í vegamálum,
sem fylgt hefur verið líðandi
kjörtímabil, er því beinlínis
andstæð þjóðarhagsmunum.
Alþýðubandalag og Fram-
sóknarflokkur hafa leitt og
bera ábyrgð á stefnumörkun í
fjármála- og samgönguráðu-
neytum. Bein framlög ríkis-
sjóðs til vegagerðar hafa
lækkað — á sambærilegu
verðlagi — úr 118,5 m.kr. 1978,
síðasta ár ríkisstjórnar Geirs
Hallgrímssonar, í rúmlega 20
m.kr. 1983; eru nú sjötti hluti
þess sem þau vóru. Á sama
tíma hefur skattheimta í land-
inu hækkað meir en nokkru
sinni. Skattar af benzíni hafa
t.d. hækkað um 438 m.kr., eða
54% á föstu verðlagi síðan
1978, en sú hækkun hefur í
engu gengið til vegagerðar,
með öllu horfið í ríkishítina.
Lántökur til vegagerðar
hafa hinsvegar stóraukizt,
námu samtals á árabilinu
1978—1983 tæpum 600 m.kr.
að raungildi umfram lántökur
á árinu 1978. Þessi lán verður
að greiða síðar af ráðstöfun-
arfé vegamála.
Þróun vegamála á valda-
tíma Alþýðubandalags og
Framsóknarflokks kemur m.a.
fram í eftirfarandi:
• 1. Verulegri hækkun skatta
þ.á m. umferðarskatta, sem þó
rennur ekki til vegagerðar,
heldur til almennrar eyðslu
ríkisins.
• 2. Lántökur hafa verið tvö-
faldaðar til vegamála mörg
árin frá 1978, en þeir víxlar
falla síðar á ráðstöfunarfé til
vegagerðar.
• 3. Framlög ríkissjóðs til
vegagerðar hafa sízt aukizt
þrátt fyrir skattahækkanir og
auknar lántökur.
• 4. Á fyrsta framkvæmda-
ári langtímaáætlunar í vega-
málum, sem Alþingi sam-
þykkti samhljóða, er um stór-
lega vanefnd að ræða. Ný-
framkvæmdir eru að auki
skornar niður um 10—20% frá
vegaáætlun á líðandi ári.
I stað þess að draga saman
segl í almennri eyðslu ríkis-
sjóðs, þegar þjóðarframleiðsla
og þjóðartekjur dragast sam-
an, og beina sköttum af um-
ferð í ríkari mæli til vegagerð-
ar, hafa Alþýðubandalag og
Framsóknarflokkur lagt fram
frumvarp um nýjan umferð-
arskatt, þungaskatt af bifreið-
um, sem að vísu náði ekki
fram að ganga á Alþingi. Sam-
gönguráðherra boðar hinsveg-
ar tilurð skattsins með bráða-
birgðalögum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
mótað stefnu um 12 ára sér-
stakt átak í vegamálum, sem
sett var fram í formi tillögu til
þingsályktunar. Hún spannaði
framkvæmdaáætlun, verk-
efnaröðun og hugmynd að
fjármögnun. Það var mikil
ógæfa að sú tillaga fékk ekki
fullnaðarafgreiðslu.
í rótleysi og stjórnleysi
þjóðmála á liðnum misserum
hefur fjármagn til vegamála
verið skorið niður, þrátt fyrir
arðsemi þeirra, sem talin er
ganga næst arðsemi af fram-
kvæmdum í orkumálum.
Vegamálin hafa, sem fyrr seg-
ir, hlutverki að gegna í þróun
íslenzkra atvinnuvega, hafa
þýðingu í félagslegum og
menningarlegum samskiptum
þjóðarinnar — og eru eitt
stærsta byggðastefnumálið.
Það er því mjög miður að póli-
tísk stjórnsýsla þeirra hefur
‘arið í handaskolum.
ólafur snupr-
ar Steingrím
Svavar Gestsson formaður
Alþýðubandalagsins, seg-
ir í viðtali við Tímann í fyrra-
dag, að Steingrímur Her-
mannsson hafi lagt sig fram
um að treysta innviði stjórn-
arsamstarfsins, en Ólafur Jó-
hannesson hafi hins vegar
leitað að ágreiningsefnum.
Ólafur Jóhannesson segir í
viðtali við Tímann í gær, að
þessi orð Svavars veki sér
ánægju og séu sönnun þess „að
ég er á réttri leið“, eins og
hann kemst að orði.
Ef það er rétt að gagnrýni
Svavars á ólaf sé sönnun þess,
að hann „sé á réttri leið“, er þá
ekki hól Svavars um Stein-
grím vitnisburður um hið
gagnstæða, að hann fari villur
vegar?
Spurning er, hvort snupur-
yrði utanríkisráðherrans hitti
ekki fremur fyrir formann
Framsóknarflokksins en for-
mann Alþýðubandalagsins, þó
stundum sé erfitt að greina á
milli þessara tveggja flokks-
formanna.
HALLDÓR LAXNESS:
Þjóðsaungur í mútum
Á dögunum voru, trúi ég, af
Alþíngi gefin út lagafyrirmæli
til verndar tilteknu ljóðmæli,
Þjóðhátíðarkvæði séra Matthí-
asar Jochumssonar, Ó Guð vors
lands. Þess ber að minnast að
upprunatíð þessa ljóðs er vetur-
inn áðuren Kristján af
Glúkksborg kemur híngað
vegna gildistöku Stjórnarskrár-
innar 1874 „með frelsisskrá í
föðurhendi". Þessu kvæði er
ekki með öllu auðvelt að finna
stað. Þjóðlegt er kvæðið aung-
anveginn í þeim skilníngi sem
ættjarðarljóð gerast; og ber lít-
inn svip af þjóðsaung eftir því
sem slíkur skáldskapur er
skilgreindur. Kvæðið hefur
híngatil þótt eiga best heima í
Sálmabókinni. Nú hefur það
semsé verið dubbað til ríkis-
þjóðsaungs af Alþíngi, skilst
mér. Vernd sú sem löggjafinn
hefur léð kvæðinu virðist benda
til þess að hið háa Alþíngi hafi
gleymt, eða jafnvel aldrei heyrt
minst á, að ísland sé aðili að
Bernarsáttmálanum og alþjóð-
leg lögvernd ritverka þarafleið-
andi í gildi hér í öllum greinum
ogpúnktum síðan 1945.
Eg leyfi mér að setja enn á
tölur um þetta mál, einkum og
sérílagi af því kvæðið ber ekki
nafn með rentu sem þjóðsaung-
ur í þess orðs réttu merkíngu,
heldur er nokkurskonar geim-
fræðilegt lofdýrðarkvæði eða
anþem um skapara heimsins: „ó
Guð, ó Guð, vér föllum fram“.
Því miður er kvæðið ekki ort í
kristilegu játníngarformi, og þó
nafn landsins sé þar nefnt, er
ekki heldur lögð í kvæðinu
áhersla á neitt þjóðlegt né
sagnfræðilegt íslenskt minni.
Óhjákvæmilegt að manni finn-
ist hrollvakin ábendíng kvæðis-
ins á næturhimininn helsti
náskyld formúlu skáldsins í
öðru kvæði, ortu á sínum tíma f
grafhýsi danakonúnga:
„Guð minn guð ég hrópa
gegnum myrkrið svarta,
líkt og útúr ofni
æpi stiknað hjarta".
Það vekur athygli útafyri sig
að kristin hugsun finst ekki í
þessu trúkvæði um lands vors
Guð, og ekki er heldur ýað að
neinu sem kynni að höfða til
landslýðsins á góðri stund.
Bretar sýngja á slíkri stund:
God save the Queen; danir: Det
er et yndigt land; norðmenn: Ja
vi elsker; Svíþjóð: Du gamla, du
fria; og þeir þýsku: Deutschland
Deutschland uber alles. Frakk-
ar sýngja: Allons enfants de la
patrie. Það breytir aungvu hér
þótt Matthías Jochumsson sé
andríkt skáld, og ó Guð vors
lands stórbrotinn texti; þessi
texti verður aunganveginn þjóð-
saungur af því einu að vera
súnginn samkvæmt lögum frá
Alþíngi — þaraðauki ósaung-
hæfur undir lagi Sveinbjarnar,
nema fyrir úrvalskóra. Kvæðið
má heita einhverskonar hátíð-
leg kristlaus upptimbrun í lof-
gerðarformi og lagið hefur auk
þess tónsvið sem einginn venju-
legur söfnuður fær spannað.
Innri manngerð stórskálda
okkar, Matthíasar Jochumsson-
ar og Einars Benediktssonar,
ber í sér að báðir hafi orðið að
leita „frelsunar" frá lúterstrú
með því að snúa sér að hálf-
kristilegum andkirkjuhreyf-
íngum amrískum. Ég hef í huga
útvarpslestra Björns Th.
Björnssonar á sl. vetri um
trúmálaumsvif Einars Bene-
diktssonar í London.
Kjarvalsstaðir:
Kirkjulistasýn-
ingin opnuð í dag
BISKUP íslands, herra Pétur Sig-
urgeirsson, mun í dag opna hina
miklu Kirkjulistasýningu á Kjar-
valsstöðum, sem lengi hefur verið
í undirbúningi, og áður hefur verið
skýrt frá hér í Morgunblaðinu. Á
sýningunni eru fjölmargir merkir
íslenskir kirkjumunir og listaverk,
hið elsta frá 12. öld að því að talið
er, önnur frá þessari öld. Þá eru á
sýningunni fjölmörg verk, sem ís-
lenskir listamenn hafa sérstak-
lega gert í tilefni hennar, eða um
150 talsins, en í heild verða á sýn-
ingunni um 200 verk, ný og gömul.
Mikið annríki hefur verið á
Kjarvalsstöðum undanfarna
daga, þar sem listaverk hafa
streymt að, og fjöldi fólks hefur
lagt nótt við dag við að koma
þeim öllum fyrir og undirbúa
sýningarsalina. í undirbúningi
sýningarinnar hefur mest mætt
á kirkjulistanefnd, en hana
skipa þeir sr. Gunnar Krist-
jánsson, Björn Th Björnsson
listfræðingur og Jóhannes S.
Kjarval arkitekt. Skipulagningu
sýningarinnar inni á Kjar-
valsstöðum hafa á hinn bóginn
annast þau Dagný Helgadóttir
og Guðni Pálsson arkitektar.
Blaðamaður hitti þau að máli,
þar sem þau voru að raða verk-
um inn í sýningarsalina.
„Þetta hefur verið mikil vinna
óneitanlega," sagði Helga, „erf-
itt verk en skemmtilegt, það er
alltaf gaman að komast um
stund frá þeim störfum sem
maður vinnur að dags daglega.
Þetta er að vísu hluti af okkar
starfi, og í skóla lærðum við
uppsetningar á sýningum, en
eðlilega er það ekki það sem við
vinnum mest við. Við höfum
gert talsverðar tilfæringar á
sölunum hér. í Austursal höfum
við sett upp tvær súlnaraðir, þar
sem ætlunin er að ná fram eins
konar „musterisáhrifum", en í
Vestursalnum höfum við sett
upp stóra veggi, eins konar
borgarmúra, sem mynda um-
gjörð um sýninguna þar.“
„I salina höfum við svo valið
mismunandi verk,“ sagði Guðni,
í „musterissalinn" setjum við
aðallega nýrri verk, helst þau
sem eru litrík og sláandi, og
þannig á að myndast andstæða
við hvítar „marmarasúlurnar"
sem reyndar eru úr pappa! — í
hinn salinn setjum við svo eldri
gripi og önnur listaverk, en á
göngunum erum við einkum með
frístandandi hluti og þá gripi
sem best njóta sín við dagsbirtu.
Þetta hefur verið talsverður
höfuðverkur allt saman, mikil
hlaup fram og til baka um húsið
til að bera verkin við, sjá hvar
þau fara best og svo framvegis.
Enn er ekki alveg ljóst hvernig
sýningin verður upp sett, það
sést ekki fyrr en hún verður
opnuð!"
— AH
Sprengt í Loðmundarfirði. Sprengjurnar voru sprengdar á sjö metra dýpi. Tundrið í sprengjunum var óskemmt, en engin forsprengja var og voru sprengjurnar því sprengdar
með dínamíti.
Kafbátanet og djúpsprengjur
fjarlægð úr Seyðisfirði
Kafbátanet slætt upp út af Hánefsstaðaeyri.
Djúpsprengjurnar þrjár komnar um borð í varðskipið. Það eru sprengjusér-
fræðingar Landhelgisgæzlunnar, Hálfdán Henrysson og Gylfi Geirsson, sem
athuga sprengjurnar. Þetta eru 185 kílóa sprengjur.
VARÐSKIPIÐ Þór var á Seyðisfirði
í vikunni og voru slædd upp kafbáta-
net og þrjár djúpsprengjur teknar úr
flaki olíuskipsins El Grillo. Auk
skipverja á Þór unnu að þessu
sprengjusérfræðingar Landhelgis-
gæzlunnar og varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli og froskkafarar frá
varnarliðinu, en kafarar Landhelg-
isgæzlunnar sinna ekki köfun, þar
sem ekki hafa tekizt samningar milli
þeirra og Landhelgisgæzlunnar.
Kafbátagirðingin var sett í land á
Seyðisfirði, en með djúpsprengjurn-
ar var farið í Loðmundarfjörð og þær
sprengdar. Talið er að enn séu eftir
á þriðja tug sprengna í flaki El Grill-
os og ekki séu öll kafbátanet komin
upp á yfirborðið, en hlé hefur verið
gert á því starfi að ná þeim upp.
Meðfylgjandi myndir tók Kristján
Þ. Jónsson fyrir Morgunblaðið.
Ein af djúpsprengjunum úr flaki El Grillos hífð um borð í varðskipið, en talið er að hátt í þrír tugir
sprengna séu enn eftir í flakinu.
Kafbátanetið sett í land á Seyðisfirði.