Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 103 fclk í fréttum • George C. Scott og kona hans, Trlah van Davara. Hann ar 55 én gamail an hún ar aðeina 39 ára. Vill ekki vera gift „Patton hershöfdingja" Diana og Karl í Alice Springs • Dtana prinsessa, mað Vil- hjálm litla prins á höndum og Chartes prins sár við hlið, var mjög ánægð og skammti sér konunglega við komuna til Ástralíu á dögunum. Fyrsti viðkomustaöur þeirra hjóna var Alice Springs, en við munum mörg eftir þeirri borg úr sjónvarpsþáttunum áströlsku „Víða liggja vegamót" sem hér voru sýndir fyrir nokkru. Alice Springs er aðeins fyrsti viðkomustaöur þeirra hjóna af mörgum í Ástralíu, en sérstak- lega er tekiö til þess, aö í þessari ferð hafa þau hjónin brotiö þá hefö aö erfingjar bresku krún- unnar feröist ekki saman í flug- vél. • Kvikmyndaleikarinn George C. Scott er nú aö skilja viö konu sína, Trish van Devere, en þau hafa verið gift í tíu ár. Ástæöan er sú, aö sögn Trish, aö allt frá því Scott lék Patton hershöfð- ingja hafi hann hagaö sér eins og hershöföingi á heimilinu. Þau hjónin hafa líka háö sín einkastríö og eru helstu bar- dagaaöferöirnar aö kasta glös- um og hella viskíi hvort yfir ann- aö. Trish og raunar kunningjar þeirra líka segja, aö á því leiki enginn vafi, að Scott hafi tekið Patton-hlutverki of nærri sór. „Hann heldur aö hann só hershöföingi og vill aö ég hlaupi upp til handa og fóta við hverja fyrirskipun, eins og ég væri einn af dátunum hans. Ég lét þetta gott heita í byrjun en svo gat ég þetta ekki lengur,“ segir Trish, kona Scotts. • Afstýrt hefur verið verkfalli aöstoöarmanna nautabana á Spáni, en þeir höföu hötaö vinnustöövun ef ekkert yröi gert í launamálum þeirra, 16% kauphækkun fengu hjálparkokkarnir, og mun ekki af veita því eins og þessi skemmtilega mynd ber meö sér fylgja ýmsar hættur starfinu. Læriö vélritun | Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Dagtímar, síödegistímar. Innritun og upplýsingar í síma 76728 og 36112. Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 7. apríl. Vélritunarskólinn, Suóurlandsbraut 20, tími 85580. V________________________________/ Humarbátar Heimir hf. óskar eftir humarbátum í viöskipti á komandi humarver- tíö, hvort heldur í viöskipti eöa leigu. Höfum yfir aö ráöa úrvals skipstjórum ef bátar eru í góöu ásigkomulagi. Upplýsingar veita: Þorsteinn Árnason í síma 92-2107 eða 92-2330 (heima) og Höröur Falsson í síma 92-2107 eða 92-2600 (heima). J4cintir hf. Keflavík Byggjum hús frá grunni Tökum að okkur alla smíðavinnu, og mótauppslátt, stórt sem smátt. Getum tekið að okkur alla fram- kvæmd og umsjón á byggingunni, ef óskað er, alveg frá grunni og upp úr. Höfum sérstaka reynslu í byggingu timburhusa og auðvitað móta- uppslætti. Leitið upplýsinga. Sturla Jónsson byggingarmeistari Grétar Sigurðsson trésmiður VERKVALSF Simar 41520-79132 SPUNNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN 5 Zinoviev Kamenev og Búkharin sverjast í „and- fIokkslegt“ fóstbræðralag. Stalín veit, að annað- hvort lætur hann til skarar skríða eða þeir. Hann á mikið af eðlishvöt dýrsins og viðbrögð hans eru sneggri en þeirra hinna. Hann þarf ekki annað en horfa á þá. Þá veit hann allt um þær fyrirætlanir þeirra að ryðja honum úr vegi af ótta við það, að hann troði þeim að öðrum koSti um tær eins og Lenin hafði spáð. Hann er ekki einungis orðinn leiðtogi flokksins, heldur er hann á góðri leið með að verða faðir þjóðarinnar. Guðið á stalli. Eins konar sögulegt framhald af rómversku keisurunum. Og þó lík- lega líkastur Tíberíusi og Calígúla, ef þeir hefðu búið í einum og sama manninum. Macbeth sagði: „Prins verður að hafa náttúru beggja, dýrs og manns.“ Þessir eiginleikar dýrs og manns stjórna víðlendu og voldugu ríki Stalíns og félaga hans. Allir líta svo á, að Kíroff standi honum næst; að þeir séu vinir. Og raunar leikur enginn vafi á því, að þeir eru vinir. En Kíroff hafði mælt honum í mót. Hann hafði ástæðu til að vera þegjandlegur á fundum. Hann fór einatt undan í flæmingi. Grunsemdir Stalíns vakna. En samt dettur fáum í hug, að hann hafi sjálfur bruggað Kíroff launráð. Kannski dettur engum það í hug. Hann leikur hlutverk sitt af þvílíkri kænsku, að sagan kann vart að greina frá öðru eins. En það er bót í máli að sigur hljóta einungis hinir dauðu, eins og segir í Minningum Hadríans keisara. Áhugi Stalíns er svo mikill að hann stjórnar sjálfur réttarhöldunum. En engum dettur annað í hug en hann geri það til þess að hafa alla spotta í hendi sér og öruggt sé, að engin mistök verði. Upphafið er betur skipulagt en í nokkru leikriti eftir Shakespeare. íslenzkt skáld, sem situr Búkharín - réttarhöldin, kallar þau og það þjóðfé- lag, sem er forsenda þeirra, gerzka ævintýrið. Minnir á, að Stalín sé svo brjálaður draumóramaður að hann trúi því jafnvel, að hægt sé að framkvæma draumórana. En veit ekki, að nú þarf að skipa sérstaka liðsveit öryggislögreglumanna til að þvo blóðsletturnar í göngum Lubjanka-fangelsisins. Þvo þær burtu nótt sem nýtan dag. Eins og fórnarblóðið af fíngerðum höndum lafði Mac- beths. 6 Þau ár báru engir garðar gullin aldin. (Ilja Ehrenburg, þýft. M.Á.) Morðingi Kíroffs er auðvitað kallaður óvinur ríkisins. Hann er fyrrum félagi í flokksdeildinni í Leningrað. Hann heitir Leonid Nikolayev. Kíroff var orðinn hundóánægður með kommúnistaflokk- inn. Samt var hann í Æðstaráðinu. Sá, sem er fenginn til að skjóta hann, hatar hvort tveggja, ríkið og flokkinn. FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.