Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 Ástríöur Thoraren- sen — Minningarorð Ástríður Kjartansdóttir Thor- arensen hefði orðið níræð 10. ág- úst sl. Hún lést 4 dögum fyrr, en sátt við þá mörgu daga, sem Guð hafði gefið henni. Hún var full- komlega andlega hress til síðustu stundar. Líkamlegir sjúkdómar háðu henni heldur aldrei, svo orð væri á gerandi, fyrr en hún kenndi þess meins, sem að lokum náði yf- irhöndinni nú snemma á þessu ári. Hún mætti þeim veruleika eins og sá einn getur gert, sem alla ævi hefur búið við fölskvalausa og ör- ugga trúarvissu. Kynslóð Ástríðar upplifði skarpari þjóðlífsskil en aðrar hafa gert. Á örfáum áratugum hurfu landsmenn frá flestum þeim hátt- um, sem sjálfsagðir höfðu verið öldum saman, og gengu á vit nýs tíma. Hæggeng tilvera landbúnað- arlífsins vék fyrir hinu tækni- vædda borgarsamfélagi, heimilin minnkuðu og fjölskyldurnar ein- angruðust. Sjálfsagt hafa allar þessar breytingar orðið ýmsum erfiðar eins og mörg dæmi eru um. Mér fannst Ástríður ætíð vera fal- legt dæmi um hið gagnstæða. Heimili hennar í Barmahlíð 49 bar merki þess, að húsráðandi stæði traustum fótum á gömlum gildum. Hraði og ofboð komust þar aldrei inn fyrir þröskuld. En þar var þó enginn útkjálki, sem dagað hafði uppi. Ástríður fylgdist ætíð vel með og hafði fasta og óbilandi skoðun á mönnum og málefnum. Fyrir henni lágu viss sannindi svo í augum uppi, að naumast var hægt að bera því við að ímynda sér, að um þau þyrftu að vera önd- verðar meiningar. Gilti þetta jafnt um þjóðmál og trúmál. Ástríður missti báða foreldra sína í bernsku og var þar skammt stórra högga á milli. Henni og systkinum hennar var komið í fóstur eða vist, hverju á sínum bænum. Ekki þarf að hafa mörg orð um þann sársauka, sem þessi missir hefur haft fyrir litla stúlku og aldrei yrði að fullu bættur. Hennar lán var þó að fóstrast hjá frændkonu sinni á myndarheimili að Breiðabólstað í Fljótshlíð. Bæði var þar búið af meiri reisn en víða annars staðar um þær mundir og þar hlaut hún gott atlæti og eilífa vináttu. Um „Staðinn“ talaði Ástríður ætíð af einstakri hlýju og virðingu. Þaðan giftist Ástríður að Móeiðarhvoli, Skúla Thoraren- sen, og bjuggu þau þar myndarbúi. Þau eignuðust einn son, Þorstein, borgarfógeta í Reykjavík. Þau Skúli urðu að bregða búi fyrr en ella vegna heilsuleysis húsbóndans og fluttu til Reykja- víkur. Ástríður bjó í Reykjavík í tæp 40 ár. Fyrst á Þórsgötu 17A, en síðan í Barmahlíð 49. Lengst bjuggu þær saman hún og Ingunn, eldri systir hennar. Þær voru ólík- ar um margt, en þó samrýndar. Ekki gat skemmtilegri stund en að sækja þær systur heim, hvort sem börn eða fullorðnir áttu í hlut. Allir, sem kynntust Ástríði, fundu fljótt, að þar fór afar óvenjuleg kona. Hún var bráð- greind og mjög minnug. Naut hún þess alla tíð að hafa fengið betri undirstöðumenntun en títt var um stúlkur á hennar æskuárum, bæði hjá fóstra sínum og einnig í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún var í gerðinni listfeng vel, bæði málaði hún ágætlega og var músíkölsk. Þannig lék hún á oregl við kirkjuathafnir um langt skeið, ekki síst í tengslum við Hall- grímssókn og prest hennar, sr. Sigurjón Þ. Árnason. Astríður Thorarensen var vin- mörg kona, en þó einkum vinaföst og trygg. Til hennar var ætið gott að koma, góðvild og gestrisni var þar í fyrirrúmi. Því er hún nú kvödd með miklum söknuði um leið og færðar eru fram þakkir fyrir að hafa fengið að njóta vel- vildar hennar og vináttu. Nafna hennar kveður í dag sina bestu vinkonu. Davíð Oddsson Ástríður Thorarensen, Ásta frænka eins og við kölluðum hana, lést 6. ágúst og verður jarðsungin í dag. Hana vantaði fáa daga upp á níræðisafmælið sitt. Níutíu ár eru ef nánar er íhugað næstum ótrú- lega löng mannsævi. Hver sem nær þeim aldri hefur ekki aðeins lifað tímana tvenna, heldur þrenna eða ferna. Það fylgir svo háum aldri að beygja sig fyrir lögmálum ellinn- ar. Starfstíminn er svo löngu lið- inn, að hann verður eins og æva- gömul minning. En bjart er yfir þeim, árunum þegar Ásta var hús- freyja á Móeiðarhvoli fyrir hart- nær hálfri öld og standa okkur, sem nutum fósturs hennar, fyrir hugskotssjónum sem ógeymanlegt ævintýri. Það fylgir og svo háum aldri, að standa síðastur uppi af hópi sinn- ar kynslóðar, sjá laufskrúð vina- hópsins þynnast, þar sem laufin falla eitt og eitt til jarðar, uns að- eins eitt er eftir, síðan ekkert. Það varð hlutskipti Ástu að missa maka sinn á miðjum aldri og lifa síðan nær fjörutíu ár í einlífi og ekkjudómi. En hún stóð sig vel. Nokkur síðustu árin urðu kyrr- setulíf, þar sem fæturnir tóku að bila. En andlegum styrk, rök- hyggju og umræðuhæfni hélt hún næstum til hins síðasta. Hún þurfti aldrei að dveljast á elli- heimili, heldur hélt sitt eigið heimili við Barmahlíð hér í bæ. Þar gátum við heimsótt hana í einveruíbúð hennar og víst komu nokkuð margir til hennar, svo aldrei þurfti hún að vera einmana. Þar stundaði hún líka fram á síð- ustu ár áhugamál sín, sem voru mörg, kona hátt á níræðisaldri. Það var ekki fyrr en í febrúar fyrr á þessu ári, að hún flutti að heiman og lagðist á sjúkrahús og varð það hennar banalega. í einni minningargrein get ég varla meir en leitað að blæyrðum um það, hvernig Ásta kom mér fyrir sjónir. Hún var svo nátengd mér í báðar ættir, að úr því varð að heita má samfléttuð ævi einnar fjölskyldu. Hún var fædd að Þúfu í Vestur- Landeyjum 10. ágúst 1895, af ætt- um bænda og hagleikssmiða í lág- sveitum Suðurlands. Foreldrar hennar voru Kjartan Ólafsson hreppstjóri og snillings skipa- smiður sinnar sveitar, en þá stunduðu Landeyingar sjóróðra bæði úr sandinum og með búðsetu í Vestmannaeyjum, en móðir hennar var Kristín Halldórsdóttir frá Álfhólahjáleigu. Systir henn- ar, Ingunn Halldórsdóttir giftist hinsvegar sýslumanni Rangæinga, Hermanni á Velli og þar tengjast ættir okkar saman, því að þau voru langafaforeldrar mínir. Hjónin á Þúfu áttu sex börn og var Ásta yngst þeirra. En á skömmum tíma féllu báðir for- eldrarnir frá, móðir hennar þegar hún var eins árs og faðir hennar dó úti í Vestmannaeyjum alda- mótaárið, þegar hún var fimm ára. Heimilið leystist upp og börn- unum var komið fyrir hjá vanda- fólki, svo að segja sitt á hverju landshorni. Afi minn og amma, séra Eggert Pálsson og Guðrún Hermannsdóttir á Breiðabólsstað í Fljótshlíð tóku þá Ástu að sér. Sjálf áttu þau eina dóttur, Ingunni móður mína, sem var jafnaldra Ástu og höfum við löngum orðað það svo, að þar með eignaðist móð- ir okkar systur. Að vísu finnst okkur, að þær hafi verið ólikar i sér, en þær urðu það sem kallast á nútímavísu „algerar samlokur". Samtengsl þeirra urðu undursam- lega frjó í manneskjulegri þátt- töku og áhuga á öllu lífinu í kring- um þær. Kannski litu einhverjir á þær sem einskonar heldrimanna- dætur, því að heimilisfaðirinn var um áratuga skeið leiðtogi héraðs- ins bæði sem þingmaður og pró- fastur. Ekki könnumst við þó við heldrimannasnið á þeim. Á upp- eldisárunum uxu þær upp ur ís- lenskri alþýðumenningu, sivak- andi fyrir öllum þeim mannlegu áhrifum og örlögum sem hrærðust í kringum þær. Þær drukku í sig þjóðsögur og ævintýri og gaman- sögur, sem aftur urðu eins og móð- urmjólkin fyrir okkur í næstu kynslóðinni, sem þær fóstruðu upp. Þær lifðu yndisleg æskuár sam- an, án þess að hlaðið væri undir þær eða lifað í óhófi. Hverja frí- stund notuðu þær til að auka við þekkingu sína og lifa sig inn í un- aðsheima ljóðs og ævintýris. Sjálfar ortu þær margt, sem varð- veitist, rituðu dagbækur og síðar á ævinni sömdu þær hvor fyrir sig, en þó i samráði, endurminningar um sitt ógleymanlega samlíf, sem munu halda áfram að verða að- gengilegar afkomendum þeirra. Hluti af þessri innlifun var þýðing móður minnar á hinu heimsfræga ævintýri Alís i Undralandi, sem út kom fyrir tveimur árum, en sjálf- um finnst mér vart hægt að hugsa sér hugljúfari bók með yndislegu tungutaki. Tök Ástu á móðurmál- inu, hvort sem var i töluðu eða rituðu máli, gáfu þvf heldur ekki eftir. Stallsysturnar Ásta og Inga uxu upp og urðu fulltiða manneskjur. Hermt hefur mér verið, að þær hafi báðar verið ljómandi fallegar ungar stúlkur, þær voru kallaðar ljósa og dökka tvíburasystirin. Ásta var sú ljósa, með fagurgullna siða lokka og hef ég oft ímyndað mér, að hún sem var blondínan, hljóti að hafa verið sú fegurri. Ég hef líka ímyndað mér, að Ásta hafi verið ennþá skarpgreindari og næmari og minni hennar verið óskeikulla á orð og setningar og atvik. En báðar lærðu þær og kunnu utan að og mundu fram á efstu ár, ótrúlegan fjölda ljóð. Þær höfðu hvenær sem var til- tæka langa Ijóðabálka þjóðskáld- Peningamarkaöurinn r GENGIS- SKRANING Nr. 150 — 13. ágúst 1985 Kr. Kr. Toll- Ein. KL 09.15 Kaup Sala Xenp 1 Dollari 40,900 41,020 40,940 1 SLpund 56,994 57,161 56,760 Kan. dolUri 30,170 30,259 30354 1 Donskkr. 4,0778 4,0897 4,0361 lNoiskkr. 4,9912 5,0058 4,9748 ISenskkr. 4,9513 4,9658 4,9400 IKLmark 6,9293 6,9496 6,9027 1 Fr. franki 4,8268 43410 4,7702 1 Bek>. franki 0,7289 0,7311 0,7174 1 Sv. franki 17,9052 17,9578 173232 1 HolL ollini 13,1245 13,1630 123894 1 V-þsark 14,7600 143033 143010 1ÍL líra 0,02197 0,02203 0,02163 1 Austurr. arh. 2,0997 2,1059 2,0636 1 1‘ort. esmdo 0J479 03486 03459 1 Sp. pesrti 03504 0,2511 03490 1 Jap. jen 0,17288 0,17339 0,17256 1 írskt pund 46,037 46,172 45378 SDR. (SérsL dráttarr.) 42,4746 423984 423508 Kr ij. franki 0,7200 0,7221 V INNLÁNSVEXTIR: Spantjóðsbækur----------------- 22,00% Span>|óösreiknmgar meó 3ja mánaóa upptðgn Alþýðubankínn.............. 25,00% Búnaóarbankinn............. 25,00% Iðnaðarbankinn............. 23,00% Landsbankinn............... 23,00% Samvinnubankinn............ 25,00% Sparisjóðir................ 25,00% Otvegsbankinn............ 23,00% Verzlunarbankinn........... 25,00% með 6 manaða upptögn Alþýðubankinn.............. 28,00% Búnaöarbankinn............. 28,00% lónaöarbankinn............. 32,00% Samvinnubankinn............ 30,00% Sparisjóðir................ 28,00% Útvegsbankinn.............. 29,00% Verzlunarbankinn............31,00% með 12 mánaða upptðgn Alþýöubankinn.............. 30,00% Landsbankinn............... 31,00% Útvegsbankinn.............. 32,00% með 18 mánaða upptögn Búnaðarbankinn....... ....... 38,00% Innlántikírteini Alþýöubankinn................ 28,00% Búnaðarbankinn............... 29,00% Samvinnubankinn.............. 29,50% Sparisjóöir.................. 28,00% Verðtryggðir reikningar miðað við lántkjaravisitölu með 3ja mánaða upptðgn Alþýðubankinn................. 1,50% Búnaöarbankinn................ 1,00% lönaðarbankinn................ 1,00% Landsbankinn................. 1,00% Samvinnubankinn............... 1,00% Sparisjóöir................... 1,00% Utvegsbankinn................. 1,00% Verzlunarbankir.n............. 2,00% með 6 mánaða upptögn Alþýöubankinn................. 3,50% Búnaöarbankinn................ 3,50% lönaðarbankinn................ 3,50% Landsbankinn.................. 3,00% Samvinnubankinn............... 3,00% Sparisjóöir................... 3,50% Útvegsbankinn................. 3,00% Verzlunarbankinn.............. 3,50% Ávítana- og hlaupareikningar: Alþýðubankinn — ávísanareikningar......... 17,00% — hlaupareikningar.......... 10,00% Búnaöarbankinn................ 8,00% Iðnaöarbankinn................ 8,00% Landsbankinn..................10,00% Samvinnubankinn — ávísanareikningur.......... 8,00% — hlaupareikningur........... 8,00% Sparisjóöir...................10,00% Útvegsbankinn................. 8,00% Verzlunarbankinn............. 10,00% Stjðmureikningar Alþýöubankinn................. 8,00% Alþýöubankinn..................9,00% Safnlán — heimilitlán — IB-lán — plútlán með 3ja til 5 mánaða bindingu lönaöarbankinn............... 23,00% Landsbankinn................. 23,00% Sparisjóöir.................. 25,00% Samvinnubankinn.............. 23,00% Útvegsbankinn................ 23,00% Verzlunarbankinn............. 25,00% 6 mánaða bindingu eða lengur iónaöarbankinn............... 28,00% Landsbankinn................. 23,00% Sparisjóöir.................. 28,00% Útvegsbankinn................ 29,00% Innlendir gjildtyritreikningtr Bandaríkjadollar Alþýöubankinn...................8,50% Búnaöarbankinn.................7,50% lönaöarbankinn.................8,00% Landsbankinn...................7,50% Samvinnubankinn................7,50% Sparisjóðir....................8,00% Útvegsbankinn..................7,50% Verzlunarbankinn.............. 7,50% Sterlingtpund Alþýöubankinn................. 9,50% Búnaöarbankinn................ 11,50% lónaöarbankinn................ 11,00% Landsbankinn..................11,50% Samvinnubankinn............... 11,50% Sparisjóöir................... 11,50% Útvegsbankinn................. 11,00% Verzlunarbankinn.............. 11,50% Vettur-þýtk mðrk Alþýöubankinn..................4,00% Búnaöarbankinn.................4,50% lönaöarbankinn.................5,00% Landsbankinn...................4,50% Samvinnubankinn................4,50% Sparisjóöir................... 5,00% Útvegsbankinn..................4,50% Verzlunarbankinn...............5,00% Dantkar krónur Alþýöubankinn................. 9,50% Búnaóarbankinn ............... 8,75% lönaðarbankinn................ 8,00% Landsbankinn.................. 9,00% Samvinnubankinn............... 9,00% Sparisjóðir................... 9,00% Útvegsbankinn................. 9,00% Verzlunarbankinn.............. 104)0% ÚTLÁNSVEXTIR: Almennir víxlar, torvextir Landsbankinn................ 30,00% Utvegsbankinn............... 30,00% Búnaöarbankinn.............. 30,00% lönaöarbankinn.............. 30,00% Verzlunarbankinn............ 30,00% Samvinnubankinn............. 30,00% Alþýöubankinn............... 29,00% Sparisjóöirnir.............. 30,00% Viðtkiptavixlar Alþýðubankinn................31,00% Landsbankinn................ 31,00% Búnaöarbankinn...............31,00% Sparisjóóir................. 31,50% Útvegsbankinn.............. 30,50% Yfirdráttarlán at hlaupareikningum: Landsbankinn............... 31,50% Útvegsbankinn.................31,50% Búnaöarbankinn............... 31,50% lönaöarbankinn................31,50% Verzlunarbankinn..............31,50% Samvinnubankinn...............31,50% Alþýöubankinn................ 30,00% Sparisjóöimir................ 30,00% Endurteijanleg lán fyrir innlendan markað_______________2635% lán í SDR vegna útflutningtframl___ 9,7% Skuldabráf, atmenn: Landsbankinn................. 32,00% Útvegsbankinn................ 32,00% Búnaöarbankinn............... 32,00% lönaöarbankinn............... 32,00% Verzlunarbankinn............. 32,00% Samvinnubankinn.............. 32,00% Alþýöubankinn................ 31,50% Sparisjóðirnir............... 32,00% Viðtkiptatkuldabráh Landsbankinn................. 33,50% Útvegsbankinn................ 33,50% Búnaöarbankinn............... 33,50% Sparisjóöimir.................33,50% Verðtryggð lán mtöað við lántkjaravnitðlu í allt aö 2% ár........................ 4% lengur en 2% ár........................ 5% Vanakilavextir........................ 42% Óverðtryggð tkukfabréf úlgefin fyrir 11.08.’84............ 31,40% Lífeyrissjódslán: Lífeyristjóður tlarftmanna rfkiaina: Lánsupphæö er nú 300 þúsund krónur og er lániö vísitölubundiö meö láns- kjaravisitölu, en ársvextir eru 5%. Lánstími er allt aö 25 ór, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er litilfjörleg, þá getur sjóöurlnn stytt lánstímann. Lrfeyrieajóbur verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lifeyrissjóönum 168.000 krónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 14.000 krónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. A tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfilegrar láns- upphæöar 7.000 krónur á hverjum árs- fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 420.000 krónur. Eftir 10 ára aöild bætast viö 3.500 krón- ur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Þvi er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum. Hðfuöstóll lánsins er tryggöur meö lánskjaravísitölu, en lánsupphæöin ber nú 5% ársvexti. Lánstiminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Þá lánar sjóðurinn meö skilyröum sérstök lán til þeirra, sem eru eignast sina fyrstu fastelgn og hafa greitt til sjóösins samfellt í 5 ár, kr. 460.000 til 37 ára. Lánskjaravísriala fyrir ágúst 1985 er 1204 stlg en var fyrir júlí 1178 stig. Hækkun milli mánaöanna er 2,21*/«. Miöaö er viö visitöluna 100 í júni 1979. ByggingavísKala fyrir júní til ágúst 1985 er 216,25 stig og er þá miöaö viö 100 í janúar 1983. Handhafaskuldabréf i fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextlr eru nú 18-20%. Sérboð M. aa- overoir. verdtr. Verötrygfl. Höfuóstóls- fasrslur vsxts kjðf kjör tfmabil vaxta é éri Óbundiðté Landsbanki, Kjörbðk: 1) 7-34,0 1,0 3 mán. Utvegsbanki, Abót: 22-34,6 1,0 1 mán. 1 Búnaöarb., Sparib: 1) 7-34,0 1.0 3 mán. 1 Verzlunarb., Kaskóreikn: 22-31,0 3,5 3 mán. 4 Samvinnub., Hávaxtareikn: 22-31,6 1-3,0 3 mán. 2 Alþýöub., Sérvaxtabók. 27-33,0 4 Sparisjóöir, Trompreikn: 32,0 3,0 1 mán 2 Bundiöfé: Iðnaöarb., Bónusrelkn: 32,0 3,5 1 mán. 2 Búnaöarb , 18 mán. relkn: 35,0 3,5 6 mán. 2 1) Vaxlaleiðrétting (úttektarg)ald) er 1,7% hfá Landsbanka og Búnaðarbanka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.