Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUlÍBtjÍÐÍÖ; 'LAUGAMJAGUR 6. SÉPTÉMBÉR 19ÖÍ6 ' Morgunblaðið/Júlíus Morgunblaðið/Júlíus Leikhópurinn sem sýnir Flensað í Malakoff á Kjarvalsstöðum. Talið frá vinstri: Eyþór Arnalds, Karl Ágúst Ulfsson, Benedikt Erlingsson, Edda Þórarinsdóttir, Grétar Skúlason, Saga Jónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir og Guðrún Þórðardóttir. í Malakoff á Kjarvalsstöðum Reykjavík 200 ára: Flensað UNDANFARNAR vikur hefur verið sýnt á Kjarvalsstöðum, í tengslum við sýninguna Reykjavík 200 ára: Svip- myndir mannlífs og byggðar, leikþátt- urinn Flensað í Malakoff eftir þau Erling Gíslason og Brynju Benedikts- dóttur, sem jafnframt er leikstjóri. Leikþátturinn sem er 30 mínútur í flutningi, er sýndur á útipalli og víða um Kjarvalsstaði. „Þetta er uppákoma sem miðar við þjóðlífsmynd frá því um .1880-90, án þess þó að vísindalegrar smámunasemi sé gætt í alla staði. Leikþátturinn er reyndar beinlínis saminn fyrir sýninguna á Kjar- valsstöðum," sagði Erlingur Gíslason, leikari, í samtali við Morgunblaðið. „Nafn- ið er dregið af Þórði Ámasyni Malakoff, verkamanni í Reykjavík, sem reyndar var fyrst kallaður Malakaffí síðan Alakaffí og loks Malakoff. Af hveiju maðurinn fékk þessi viðumefni veit ég ekki. Malakoff þessi, eins og reyndar fleiri á þessum tíma, seldi læknastúdentum líkið af sér, en þeir vom ávallt í stanslausum vandræðum með að finna lík til krufningar." Söguþráður leikþáttarins, sem er sam- anbland gaman- og harmleiks, er á þá leið að ekkja í Gijótaþorpi fær þá hug- mjmd að tveir læknastúdentar hafi stolið nýdauðum manni sínum, er hún sér þá dröslast með lík eitt. Ekkjan telur sig kannast við löpp er stingur undan brekáni sem vafið er um líkið og verða úr þessu hin mestu átök, sem byggjast auðvitað á misskilningi og fá farsæla lausn að lokum eftir að fenginn hefur verið háyfirdómari til að skera úr um málið. Leikendur í Flensað í Malakoff koma víða að. „Við emm leikendur í sumarfríi en emm að þessu af því að okkur finnst svo gaman að leika en einnig nýútskrifað- ur leikari og áhugaleikarar úr framhalds- skólum," eins og Edda Þórarinsdóttir, sem fer með hlutverk ekkjunnar, orðaði það. Auk hennar koma fram í leikþættinum þau Erlingur Gíslason, háyfírdómarinn, Saga Jónsdóttir, ráðskona, Grétar Skúla- son, pólítí, Benedikt Erlingsson og Eyþór Amalds, læknastúdentamir tveir, Kristín Guðmundsdóttir, stúlka og Karl Ágúst Úlfsson í hlutverki dóna, en það vora menn kallaðir á þessum tíma sem ekki áttu hús. Leikið er á nokkur hljóðfæri á sýning- unni og em þau helstu píanó (Erlingur og Edda), violincello (Eyþór), flauta (Kristín), trompet (Karl Agúst) og gítar (Grétar). Meðal söngva sem fluttir em í leikþættinum em Malakoff eftir Bjöm M. Olsen, Á skytningi eftir Jón Olafsson og lokavísa eftir Karl Á. Úlfsson. Einnig er sungið úr Álfhól og Skuggasveini. Flensað í Malakoff er sýnt klukkan 21:00 fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Síðasta sýninginn verður föstudaginn 19. september. Kristín, Eyþór, Benedikt, Grétar, Guð- rún Högnadóttir og Guðrún Þórðardóttir em auk þess gæslufólk á sýningunni allan þann tíma sem hún er opin. Þau veita gestum upplýsingar um sýninguna og skemmta þeim með hljóðfæraslætti, söng og leik. Bifreiða- eftirlitið skráir fjór- hjólin ekki TORFÆRUTÆKIN, sem nefnd hafa verið fjórhjól og mikið eru seld, hafa ekki fengist skráð hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, vegna þess að þar vita menn ekki hvort þeir eigi að skrá þessi tæki sem bil, bifhjól eða jafnvel dráttar- vél. Þessu fylgir að tækin og ökumaður eru ekki tryggð nema eigendur hafi keypt fijálsar tryggingar á þau. Rúnar Guðmannsson umdæmis- fulltrúi hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins sagði að bifreiðaeftirlitsmenn hefðu skoðað þessi svokölluðu Qórhjól og gefið um það skýrslu til dómsmála- ráðuneytisins. Hann sagði að ekki hefði verið talið hægt að skrá þessi tæki, þar sem þau flokkuðust ekki undir neina af þeim tegundum öku- tækja sem getið væri um í um- ferðarlögunum. Þetta væm ekki bflar, bifhjól, létt bifhjól, vélsleðar eða dráttarvélar. Hann taldi að þetta væm skráningarskyld tæki, sem þó væri ekki hægt að skrá. Ólafur Walter Stefánsson skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu sagði að lýsing bifreiðaeftirlitsins á fjórhjólinu svokallaða benti til þess að þau væm bifreiðar samkvæmt skilgreiningu umferðarlaganna, en þau væm ekki skráningarhæf nema með breytingum. í þeim þyrftu til dæmis að vera bflbelti og stefnu- ljós. Ólafur sagði að ekki mætti aka þessum tækjum á vegum og öðmm svæðum sem umferðarlögin giltu á, nema þau yrðu skráð. Frá vígslu spítalans 5. september 1926. St. Jósefsspítalinn i Hafnarfirði. MorgunblaÆð/Ámi Sœberg St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði 60 ára: Mjög heimilislegur andi á spítalanum - segir Arni Sverrisson framkvæmdastjóri SEXTÍU ár voru í gær liðin frá þvi að starfsemi hófst i St. Jós- efsspítalanum við Suðurgötu í Hafnarfirði. Spítalinn var reistur af St. Jósefssystrareglunni árið 1926 og vígður 5. september það ár. Præfekt Meulenberg framkvæmdi vigsluna að viðstöddu fjöl- menni. St. Jósefssystrareglan var stofiisett í Frakklandi árið 1650. Fyrstu systumar komu til íslands 25. júlí 1896, en reglan hóf líknar- starf í Danmörku 1856, og unnu fjórar systur á Fáskfúðsfirði að hjúkmn, mest meðal erlendra sjó- manna. Árið 1902 hófst starfsemi St. Jósefssystra í Reykjavík og stofnsettu þær þar sjúkrahúsið í Landakoti. Fyrsti sjúklingurinn í St. Jós- efsspítalanum í Hafnarfirði, Lucia A. Kristjánsdóttir, var lagður inn á vigsludaginn af Þórði Edilon- syni, vígslulækni. Reistar vom viðbyggingar við spítalann árið 1955 og 1974 og em nú í honum 53 sjúkrarúm, sem skiptast í tvær deildir. 28 rúm em á lyflæknisdeild og 25 á hand- læknisdeild. Starfefólk spítalans er um 110 manns, en auk þess em þar starfandi 11 sérfræðingar á ýmsum sviðum læknisfræðinn- ar. Framkvæmdastjóri spítalans er Ami Sverrisson, hjúkmnarfor- stjóri er Gunnhildur Sigurðardótt- ir og yfirlæknir Jónas Bjamason. Á síðasta starfsári vom alls 1.979 sjúklingar lagðir inn á spítalann og er það mesti fjöldi í sögu hans. „Það er mjög heimilislegur andi hér á spítalanum, ekki þessi færi- bandastemmning sem oft vill verða á spítölum," sagði Ámi Sverrisson, framkvæmdastjóri, í samtali við Morgunblaðið. „Við reynum að þjóna HafnarQarðar- svæðinu eftir bestu getu. Hér em gerðar allar algengustu aðgerðir og í október tökum við í notkun ný, mjög fullkomin, röntgentæki hér á spítalanum. Eftir að þau era komin í gagnið em það einungis sneiðmyndatökur sem þarf að sækja til Reykjavíkur. Frekari stækkanir við spftalann hafa legið á teikniborðinu lengi en óvíst er hvenær þær koma til framkvæmda. St. Jósefssystumar vilja selja spítalann þar sem ekki er lengur þörf á að hjálpa íslend- ingum við að koma upp sjúkrahús- um. Þær em því eðlilega hikandi við að leggja út í. margmilljóna- framkvæmdir rétt áður en spítal- inn verður seldur. Ekki er þó víst ennþá hvemig þessum sölumálum lyktar. Ríkið hefur fallið frá kaup- um í bili vegna peningaleysis og það væri reyndar kannski ekki. æskilegasti kosturinn að ríkiðl tæki yfir starfssemi St. Jósefsspít- alans, þar sem við viljum helst að spítalinn þjóni Hafnarfirði áfram fyrst og fremst. Bæjar- stjórinn hér hefur ritað okkur bréf varðandi þetta og við emm farin að þreifa fyrir okkur í sambandi við þessi sölumál," sagði Ámi Sverrisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.