Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 56. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins 36. þing Norðurlandaráðs sett: Morgunbladið/Morten Uglum Frá setningu 36. þings Norðurlandaráðs í Stórþinginu í Ósló í gser. Búist er við að samskipti Norður- landanna við Evrópubandalagið verði eitt helzta mál þingsins. Samskipti við EB aðal umræðuefnið Osló. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, bladamanni Morgunblaðsins: 36. ÞING Norðurlandaráðs var sett í Stórþinginu í Osló í gær. Búist er við því að framtíðarsamskipti Norðurlanda við Evrópu- bandalagið verði aðalumræðuefnið á þinginu, en einnig standa vonir tíl að samkomulag náist um hvernig haga beri sameiginlegum sjónvarpssendingum Norðurlandanna í gegnum Tele-X gervihnött- inn, sem áætlað er að skjóta upp á næsta ári. Þingið hófst á því að kosinn var nýr forseti Norðurlandaráðs. Else Hetemeki-Olander hefur gegnt því embætti undanfarið fyrir hönd Finnlands en í gær var Jan Per Syse, formaður norska Hægriflokksins, kosinn forseti í hennar stað. Að loknum hefðbundnum fund- arstörfum hófust almennar um- ræður. Flestir þeirra ráðherra og þingmanna sem þátt tóku í umræð- unum minntust á Evrópubandalag- ið og samskipti Norðurlandanna við það en búist er við því að aðal- umræðuefnið á þessu Norðurland- aráðsþingi verði áform bandalags- ins um innri markað aðildarríkj- anna árið 1992 og hvemig Norð- Björguðu tug gísla úr klóm skæruliða PLO Arabaríkin taka undir friðar- tillögur Bandaríkjastjórnar Aroer, ísrael. Jerúsalem. Washington. Reuter. ÍSRAELSK vfkingasveit bjargaði tug gisla úr klóm þriggja skæru- liða frelsissamtaka Palestinu- manna (PLO) i gær. Skæruliðarnir hertóku rútubifreið með starfs- mönnum leynilegrar kjarnorku- stofnunar i Negev-eyðimörkinni í ísrael. Flestir farþeganna 60 kom- ust undan er rútan var stöðvuð. Eftir árangurslausar samninga- viðræður gerði israelsk vikinga- sveit áhlaup á rútuna, bjargaði gíslunum og felldi skæruliðana í snörpum en stuttum skotbardaga. Einn Palestínumaður beið bana eftir óeirðir á Gaza-svæðinu í gær og hafa þá að minnsta kosti 86 Palestinumenn beðið bana frá þvi óeirðir brutust út á herteknu svæðunum 9. desember sl. Skæruliðamir sögðust vera félag- ar í al-Fatah-samtökunum, sem heyra beint undir Yasser Arafat, leið- toga PLO. Vörpuðu þeir hand- sprengjum og skutu af Kalashnikov- Tryggir Bush sér útnefningu? Washington. Reutor. GEORGE Bush, varaforseta, er spáð sigri í forkosningum repú- blikana, sem fram fara í 17 ríkjum í dag. Sigri Bush í ríkjunum 17 hefur hann svo gott sem tryggt sér útnefn- ingu flokksins vegna forsetakosning- anna í haust. Demókrataflokkurinn efnir einnig til forkosninga í dag, í 20 ríkjum. Sjá „Skoðanakannanir..." á bls. 32. rifflum er þeir hertóku rútuna, sem var á leið frá borginni Beersheba að Dimona-kjamorkumiðstöðinni í Negev-eyðimörkinni. Fyrrum starfs- maður stöðvarinnar hefur haldið því fram að kjamorkusprengjur hafi ver- ið framleiddar þar. Skæruliðamir hótuðu að aflífa gíslana ef Palestínumenn í ísraelsk- um fangelsum yrðu ekki látnir laus- ir. Tvær konur biðu bana í árásinni er rútan var tekin og átta særðust. Eftir um klukkustundar samninga- viðræður skutu skæruliðarnir einn gíslanna. Víkingasveitin réðst sam- stundis inn í rútuna, bjargaði gíslun- um út og felldi skæruliðana þrjá í stuttum skotbardaga. Skæruliðamir laumuðust yfir ísra- elsku landamærin frá Egyptalandi og sagði Yitzhak Rabin, vamarmála- ráðherra, árásina vera ögmn við frið- artilraunir Bandaríkjamanna í Mið- austurlöndum. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, gagnrýndi nýjar friðartillög- ur Bandaríkjastjómar harðlega í gær og sagði þær aröbum ótvírætt í hag. Shamir sagði að Bandaríkjastjóm hefði hagað seglum eftir vindi og breytt afstöðu sinni til deilumála í Miðausturlöndum. Sagðist hann myndu reyna að fá tillögunum.breytt í heimsókn sinni til Washington í næstu viku. Deilur eru innan ríkis- stjómar Shamirs um ágæti tillagn- anna og hefur Shimon Peres, ut- anríkisráðherra, lýst sig fylgjandi þeim. ísraelsk blöð fögnuðu langflest tillögunum og vöruðu stjómina við afleiðingunum af því að hafna þeim. Arabaríkin hafa öll tekið undir tillög- umar. <r.*- ísraelskir bjarga tug Reuter hermenn gera áhlaup á rútu í Negev-eyðimörkinni og gísla úr klóm PLO-skæruliða. urlöndin eigi að bregðast við þeim. Gro Harlem Brandtland, forsæt- isráðherra Noregs, sagði það vera forgangsverkefni að koma á nor- rænum heimamarkaði sem að sem mestu leyti í samræmi við innri markað Evrópubandalagsins. Nauðsynlegt væri að fella niður viðskiptahindranir milli landanna og samræma löggjöf þeirra. Við mættum engan tíma missa. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, lagði áherslu á að Norð- uriöndin reyndu að hafa áhrif á þróunina innan EB auk þess að aðlaga sig að henni. Jón Sigurðs- son, viðskiptaráðherra, sagði aðild Danmerkur að EB ekki hafa veikt norræna samvinnu heldur hefði hún fremur auðveldað samvinnu annarra Norðurlanda við banda- lagið. Það hefði verið haft á orði að Danmörk hefði því hlutverki að gegna að vera brú milli • Norður- landanna og EB. Það væri svo allt annað mál hvort að yfir þá brú yrði nokkra sinni „gengið í banda- lagið“. Viðskiptaráðherra sagðist telja það mjög mikilvægt að við leituðumst við að treysta sambönd milli EB og Norðurlandanna í því skyni að koma í veg fyrir að ráð- stafanir til markaðssamrana sem Evrópubandalagslöndin gerðu hefðu í för með sér nýjar viðskipta- hömlur í Evrópu. í dag verða Thor Vilhjálmssyni afhent bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs í Tónlistarhöllinni í Ósló. Sjá fréttir af þinginu á bls. 36 og 37, og ræðu Jóns Sig- urðssonar, viðskiptaráðherra, á bls. 69. Krím-tatarar krefj- ast sjálfsstjómar Moskvu, Reuter. KRÍM-tatarar efndu til mótmæla í borginni Krasnodar við rætur Kákasus-fjalla á sunnudag og kröfðust, að sögn talsmanns þeirra í Moskvu, að fá að snúa aftur til fyrri heimkynna á Krím-skaga. Elvira Ablajeva, talsmaður sam- taka Krím-tatara í Moskvu, sagði í viðtali við fréttamann Reuters- fréttastofunnar á sunnudag að hundruð manna hefðu safnast saman í Krasnodar og hefðu sveit- ir lögreglumanna brotið mótmælin á bak aftur. íbúar í Krasnodar staðfestu að fundahöldin hefðu farið fram en ekki náðist í tals- menn lögreglu borgarinnar. Andófsmenn í röðum Krím- tatara beijast fyrir stofnun sjálfs- stjómar lýðveldis á Krímskaga. Þar bjó þjóð þeirra öldum saman þar til Jósef Stalín, þáverandi leið- togi sovéska kommúnistaflokksins, lét flytja allt fólkið á brott árið 1944 á þeim forsendum að þjóðin starfaði með sveitum nasista gegn sovéska hernum. Að sögn Elviru Ablajeva voru 15 Krím-tatarar handteknir við Kremlarmúra á laugardag er fólk- ið hugðist leggja áherslu á kröfur sínar. Síðastliðið sumar lögðu stjómvöld í Sovétríkjunum bann við fundahöldum í nágrenni Kreml og annarra opinberra bygginga í Moskvu eftir að Krím-tatarar höfðu efnt þar til mótmæla. Ablajeva sagði að leitað hefði ver- ið eftir leyfi stjómvalda fyrir fund- unum bæði í Moskvu og Krasnodar en því hefði verið synjað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.