Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 11 Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga: Sextán milljóna króna hagnaður AÐALFUNDUR Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga var haldinn í Félagsheimilinu Skrúð laugar- daginn 23. apríl kl. 14. I frétt frá kaupfélaginu segir að hagnaður af rekstri kaupfélags Fáskrúðsfírðinga árið 1987 hafí verið 3,4 milljónir króna en hagn- aður Hraðfrystihúss Fáskrúðs- fjarðar hf., sem er í eigu kaup- félagsins, var 12,5 milljónir króna. Samtals varð því hagnaður fyrir- tækja Kaupfélags Fáskrúðsfírð- inga 15,9 milljónir króna og sam- anlögð Qármunamyndun fyrir- tækjanna var 31,7 milljónir króna. Ifyrirtækin greiddu í vinnulaun 160,6 milljónir til 452ja starfs- manna sem komu á launaskrá, en íbúar á félagssvæðinu eru um 880. Afskriftir félaganna námu 38,2 milljónum og heildarvelta varð lið- lega 600 milljónir. Stærsta fjárfestingarverkefnið var endurbygging bv. Hoffells, en kostnaður við verkið varð um 110 milljónir. Það er mat manna að skipið sé nánast sem nýtt fyrir verð sem nemur um Vs af verði nýs togara. Aðalfundurinn samþykkti að leggja 1.250 þúsund krónur í stofnsjóð félagsmanna. Þá samþykkti fundurinn traustsyfírlýsingu við Gísla Jónat- ansson kaupfélagsstjóra fyrir vinnubrögð hans og afstöðu í stjóm Iceland Seafood Corporati- on. Úr stjóm átti að ganga Gunnar Jónasson, en hann var endurkjör- inn. Varamaður í stjóm var kosinn Lars Gunnarsson. Formaður stjómar Kaupfélags Fáskrúðsfírðinga er Bjöm Þor- steinsson, Þemunesi. Til umhugsun- ar og ögrunar Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Fay Weldon: The Heart of the Country Útg. Penguin 1987 Fay Weldon er ugglaust meðal mest lesnu höfunda nú um stundir. Bækur hennar voru 5 fyrstu „flokk- aðar“ með kvennabókmenntum, en sjálf harðneitar hún þvi og enda tónninn í skrifum hennar að flar- lægjast æ meir áðumefndar bækur hafí þær verið skyldar kvennabók- menntum í upphafí. Fay Weldon skrifar að sönnu um hið klassiska og ótæmandi fyrir- brigði sem við köllum kúgun kvenna. En hún hefur augsýnilega ekki í hávegum þá kenningu, að kúgun kvenna verði rakin til karla. Sannleikurinn er kannski sá, að hún virðist haldin hálfgildings fyrirlitn- ingu á konum og séu þær hart leikn- ar, hvort sem er fyrir atbeina karl- mannanna eða umhverfísins al- mennt, sé engu um að kenna nema þeirra eigin aumingjaskap. Fay Weldon hefur náð ótvíræðu valdi á þeim hráa en áleitna skýrsl- ustíl, sem gætt hefur í bókum henn- ar, hinum síðari. Persónur hennar eru ekki þeirrar gjörðar að lesandi fínni til samúðar með þeim, heldur vekja þær gremju lesanda og an- dúð, ögra honum. Natalie er búsett í enskum bæ og lifír í hvívetna hversdagslegu lífí og frekar leiðinlegu. Hún er gift Harry, sem er greinilega svindl- ari og ijárglæframaður, þótt hún hafí ekki grænan grun um það. Þau hjón eiga tvö böm, sem eru frek og kenjótt. Einn góðan og venjuleg- an veðurdag kveður Harry konu sína með sömu orðunum og hann hefur gert á hveijum degi. Hann er væntanlegur heim klukkan hálf sjö. Þau eiga von á Arthur og Ang- usi og konum þeirra í mat um kvöld- ið og Natalie hefur nóg að gera að undirbúa veizluna, þótt hún ráði ekki við það verkefni frekar en annað Þá kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti, að Harry virðist hafa stungið af með einkaritara sínum, fegurðarstúlku staðarins. Hann hefur tæmt bankainnistæður og látið ógert að borga starfsliðinu laun. Natalie bregst ekki við þessum sérstæðu tíðindum. Hún trúir þeim ekki og þess verður ekki vart að hún taki þau nærri sér. Auðvitað Fay Weldon kemur Harry aftur, skárra væri nú vitleysan, ef sögusagnimar reynd- ust réttar. En þegar dagamir liða og Harry lætur ekki á sér kræla verður hún að fara á stúfana, því að bfllinn er tekinn og húsið er selt upp í skuld- ir. Hún hefur komizt í kynni við stúlkuna Soniu, sem er sögumaður í bókinni. Sonia er ein með þijú böm og lifír á því sem hún fær frá félagsmálastofnuninni. Lífíð hefur leikið hana heldur grátt, en það gildir sama um hana og aðrar per- sónur í þessari bók, hún hefur upp- skorið eins og hún sáði og trúlega á hún ekkert betra skilið. Söguþráðurinn er oft fáránlegur og framvinda sögunnar hröð og hrikaleg. Niðurlagið er kannski al- veg rökrétt, þótt það sé sjúklegt á sinn hátt hvað gerist. En við hveiju er líka að búast. Þetta fólk er allt meira og minna fírrt. Þetta er myrk bók, húmorinn í stfl við annað, þurrlegur og stuttur í spuna. Auðvitað gerir ekkert til þótt bækur Fay Weldons espi mann dálítið upp, vegna neikvæðrar skoð- unar hennar á manneslgunni. Hún vekur til umhugsunar og umræðna. Það er ekki svo lítið. Matthea Jónsdóttir við eitt verka sinna. KÚBÍSK VIÐHORF Myndllgt Bragi Ásgeirsson í FÍM-salnum í Garðastræti 6, sýnir Matthea Jónsdóttir 44 myndverk um þessar mundir og stendur sýningin til sunnudagsins 1. maf. Rúmur helmingur myndanna em olíumálverk en afgangurinn em vatnslitamyndir. Frá því að Matthea kom fyrst fram hefur myndmál hennar framar öðm einkennst af hlutlæg- um kúbisma og hefur hér orðið líti'l breyting á, svo sem þessi sýn- ing er til vitnis um. En þótt form- in séu í hæsta máta kúbísk svo sem fyrri daginn þá er mynd- byggingin um margt fijálsari í sér en áður og burðargrindin ekki jafn fastmótuð. Á þetta einkum við er listakonan blandar saman natúralískum formum hlutvem- leikans og huglægum kúbísma þannig að úr verður röskun á heildarhrynjandinum. Þegar slík vinnubrögð em viðhöfð þá skiptir öllu máli að tengja á einhvem hátt hin ólfku form og myndheild- ir á sannfærandi hátt — þannig að skoðandinn meðtaki myndmál- ið, sem nauðsyn frá hálfu lista- mannsins. Eitthvað, sem varð að vera einmitt þannig til að boð- skapurinn kæmist til skila. ' En í þessu tilviki virkar þessi sammni einhvem veginn svo ósannfærandi og í sumum tilvik- um alveg máttlaus líkt og að hér sé fyrst og fremst um málamiðl- anir að ræða. Þó sker myndin „Bátar“ (7) sig nokkuð úr um markviss vinnubrögð, enda er hér færst mikið í fang og myndræn átök því meiri. Toppurinn á sýningunni er að mínu mati hinar tvær alkúbistísku myndir „Ljósin í bænum" (8) og „Mánaljós" (12) vegna þess að hér ganga hlutimir upp hvað sam- ræmi og heildaráhrif snertir og að þær em lausar við alla útúrd- úra og tilgerð. Ofanskráð átti við olíumálverk- in en hvað vatnslitamyndimar áhrærir þá er vinnsla þeirra óþvingaðri og útfærslan um margt tærari og markvissari. Nefni ég hér einkum myndir eins og „Vorsól" (26), „Blóm“(27), „Bláliljur" (39) og „Vor“ (41). Hvað sýninguna í heild snertir þykir mér margt benda til þess, að Matthea sé á krossgötum í list sinni og nokkuð tvístígandi hvaða leið skuli velja. Ratislav Michal Það er ekki á hveijum degi, sem okkur gefst tækifæri til að sjá myndlistarsýningar frá Tékkó- slóvakíu eða austurblokkinni jrfír- leitt. Og ef eitthvað rekur á fjörur okkar þá er meiri möguleiki á opinberri list en list sem einkenn- ist af sterkum vestrænum áhrifum og telst framúrstefna í heima- landinu. Þessa dagana og fram til 8. maí gefst þó tækifæri til að kynn- ast viðhorfum manns á róttækari kantinum í myndlist Tékkósló- vakíu, nánar tiltekið málaranum Ratislav Michal frá Prag. Michal fyllir 'vestari sal Kjar- valsstaða með allmörgum mál- verkum, sumum stórum, vatns- litamyndum og frumdráttum. Auk þess liggja á borði sýnishom af bókaskreytingum og nokkrar sýn- ingarskrár en hann hefur víða haldið sýningar, m.a. í Þýskalandi og Noregi. Það kemur á óvart að sjá hin stóru málverk, sem blasa við gestinum er inn í salinn er komið, þvi að þau bera sterk ein- kenni af list Francis Bacons og sporgöngumanna hans en áhrif listar hans voru feikimikil hér áður fyrr bæði austan hafs og vestan og gætir ennþá. Ég hef orðið var við að mörgum kemur þetta á óvart — eiga ekki von á slíkum myndum frá Trékkósló- vakíu — en við hveiju búast menn eiginlega þaðan: Skyldi það ekki koma meginlandsbúum jafn mikið óvart að sjá svipaðar myndir frá hinu fjariæga eylandi við íshaf, sem þeir hafa gert sér allt aðrar hugmyndir um — jafnvel há- menntað fólk? Hvað um það, þá verðum við að meðtaka þá staðreynd að vest- Ratislav Michal listmálari. rænir straumar í myndlist geta einnig náð til austursins þótt ekki sé alltaf réttri tímaröð fyrir að fara. Og þannig hefði þessi sýning þótt hin athyglisverðasta fyrir tæpum tveim áratugum eða svo þótt ýmislegt virki helst sem end- urtekningar á fortíðinni í dag. En málverkin, sem mörg eru kröftug- lega útfærð, eru ekki nema rúmur helmingur sýningarinnar. Og þannig eru vatnslitamyndimar allt annar heimur og hvað mig snertir í alla staði mun áhugaverð- ari. Ratislav Michal er ágætur teiknari, sem kemur greinilega fram í hinum fígúratívu vatnslita- myndum — línan getur verið leik- andi létt og í besta máta skyn- ræn. Þetta kemur greinilega fram í hinum yndisþokkafullu konu- myndum hans t.d. „Kona" (4), „Kona“ (5), „Andlit í próffl“ (43), „Akt“ (44) og „Tvær konur" (47). Allt eru þetta leikandi létt unnar myndir, sem bera vott um næma tilfínningu fyrir miðlinum á milli handanna. Bókaskreytingar Michal eru kapítuli út af fyrir sig enda hefur hann myndskreytt meira en 70 bækur, sem sýnir að hann hefur verið eftirsóttur á þvf sviði í heimalandi sínu. í þeim kemur greinilega fram hve góður teikn- ari gerandinn er en máski koma þeir hæfíleikar best fram í hinum smáu exlibris-teikningum fyrir það hve línan er þar fersk og lífræn. Þeir sem skoða þessa sýningu ættu ekki að láta hjá líða að fletta bókunum og eiginlega er synd að borðið skuli vera jafn afsíðis og raun er á — eða lengst úti í homi. Ég hafði ánægju af að skoða þessa sýningu, einkum í annarri og þriðju heimsókn, því að fyrr kemur maður naumast auga á aðalkosti hennar. Svo ber að þakka Ratislav Mic- hal fyrir heimsóknina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.