Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 Minning: Guðmundur S. Ingiinarsson, fulltríd Fæddur 24. júlí 1928 Dáinn 19. aprU 1988 „Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vöm í nótt. Æ virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt.“ t (S. Egilsson) Nú kveðjum við kæran vin og vandamann, er útför hans verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 29. apríl. kl. 13.30. Guðmundur Ingimarsson var Vestfirðingur að ætt, fæddur í Hnífsdal. Sonur hjónanna Sigríðar Guðmundsdóttur og Ingimars Finn- bjömssonar, útgerðarmanns, mik- illa sæmdarhjóna. Hánn var næst- elstur 5 bama auk hálfsystur er var þeirra elst. Sigríður er látin fyrir nokkmm ámm, var hún mikil önd- vegiskona, en Ingimar lifir í hárri elli og sér nú á eftir öðm bama sinna með ekki löngu millibili. Minningaraar sækja að, allar x góðar. Við minnumst er yngri frænkan í húsinu kynnti mannsefn- ið. Guðmundur var glæsimenni, vel gerður á allan hátt. Hann gekk í Verzlunarskólann, ekki hefur hann langað til að loka sig inni á skrif- stofu strax að skólagöngu lokinni, yfír töhim og pappírsflóði, hefur vestfirzka sjómannsblóðið trúlega sagt til sín. Guðmundur fer í Stýri- mannaskólann og lýkur honum með sæmd eins og Verzlunarskólanum. Síðan er haldið á höfin blá og ger- -jjBt hann stýrimaður hjá Eimskipafé- lagi íslands og er þar í nokkur ár, síðustu árin á flaggskipinu; Gull- fossi. Nú um árabil fulltrúi hjá Fiskifélagi íslands og gegndi þar margháttuðum tfúnaðarstörfum. Við minnumst er haldið var veg- legt brúðkaup á Reynimel 24, þann 19. júní 1955, er Guðmundur gekk að eiga konu sína Anrþrúði Guð- laugu Guðmundsdóttur, Eiríkssonar verkstjóra og konu hans Þuríðar Markúsdóttur. Þá ríkti hin nótt- lausa voraldar veröld og sól í sinni. Það var jafnræði með þeim hjónum, enda alla tíð samstíga. Við minnumst er þau eignuðust drenginn sinn, þá var samfagnað og glaðst. Hann hlaut nafnið Öm Guðlaugur og er nú 24 ára og stundar prentnám, ekkert var til sparað að búa hann sem best undir lífið. Guðmundur var sérlega bamgóð- ur maður, gleðimaður á góðri stund og ekki brást ef efnt var til fjöl- skyldufagnaðar og teknar voru myndir að Guðmundur væri ekki með að minnsta kosti eitt lítið í fanginu. Þau hjón áttu fallegt heimili, þar var gott að koma. Guðmundur var ræktunarmaður mikill, sáði fyrir sínum blómum og trjáplöntum, reisti sér lítið gróður- hús heima í Skólagerði til að ann- ast uppeldi. Síðan kemur að því að færa varð út kvíamar, því var það að þau fengu sér land austur í Grímsnesi þar sem sjómannasamtökin hafa haslað sér völl að Hraunborgum. Þar var byijað á að girða og þar með friða landið, síðan var reistur vandaður og skemmtilegur sumar- bústaður, plantað og sáð, það má segja að varla sé lófastór blettur sem ekki hefur verið farið höndum um af elsku og varfæmi, enda 20 grænir fingur að verki. Þar var öll- um frístundum eytt í að minnast við mold og steina. „í hafi speglast himinn blár, sinn himin á hvert daggartár. í hveiju blómi sefur sál, hvert sandkom á sitt leyndarmá).“ (Davíð Stefánsson) Stundum var rennt við á Hofi og málin rædd, síðan stefnt á Hraunborgir og miðin tekin inn Viðeyjarsund og heim að Suðurhlíð. Við biðjum fyrir Ingimar um leið og við vottum honum innilega sam- úð, einnig bömum hans og öllu skylduliði. Ella, Ingi, synir, tengdadætur og bamaböm, innilegar samúðarkveðj- ur til ykkar allra. Nú er skarð fyrir skildi hjá ykkur öllum. Elsku Þrúður og Öddi, við þessi þáttaskil, eigið þið alla okkar sam- úð. Guð blessi ykkur minningamar um kæran eiginmann og föður. Fráfall Guðmundar Ingimarsson- ar finnst okkur ekki tímabært en eigi má sköpum renna. Við kveðjum Guðmund með virð- ingu og þökkum samfylgdina, fari hann í guðsfríði. Guðríður, Steinþór, börn, tengdabörn og barnabörn. Góður vinur og vinnufélagi, Guð- mundur Sturla Ingimarsson, Skóla- gerði 46, Kópavogi, andaðist að- faranótt 19. apríl sl. eftir tiltölulega stutt, en verulega sárt stríð við þann sjúkdóm, er leiddi hann að dauðans dymm. Sjúkdómur þessi hefur heijað á mannfólkið um lang- an tíma og ekkert lát virðist á, að hann banki uppá hjá fjölda fólks á öllum aldri. Guðmundur fæddist í Hnifsdal 24. júlí 1928. Hann var sonur þeirra kunnu sæmdarhjóna Sigríðar Elísa- betar Guðmundsdóttur og Ingimars Finnbjömssonar útvegsmanns. Sigríður lést fyrir nokkmm áram en Ingimar lifir enn, kominn á tíræðisaldurinn. Hann er nú vist- maður á Elliheimili ísafjarðar. Ungur að ámm hóf Guðmundur störf við útveg föður síns, en jafn- hliða sótti hann sér haldgóða menntun. Hann brautskráðist frá Gagnfræðaskóla ísafjarðar 1944, frá Verzlunarskóla íslands 1947 og farmannadeild Stýrimannskólans í Reykjavík árið 1952. Strax að því námi loknu réðist hann til Eim- skipafélags íslands, sem stýrimaður á skip félagsins. Við þau störf var hann til ársins 1966, en það ár sótti hann námskeið í vinnuhagræð- ingu hjá Teknologiske Institut í Osló og þetta sama ár var hann ráðinn fulltrúi hjá Fiskifélagi ís- lands. í sömu mund tókust kynni okkar Guðmundar, sem alla tíð stóðu með ágætum. í upphafi og raunar um nokkur árabil byggðust samskipti okkar Guðmundar á því að ég þurfti að koma á framfæri við Fiskifélagið fjölda erinda fyrir útvegsmenn í Eyjum og síðar út- vegsmenn á Suðumesjum, er snertu margháttaða tillögugerð um nýt- ingu fiskveiðilandhelginnar. Á þeim ámm vom stíf ákvæði í lögum um að leitað skyldi umsagnar stjómar Fiskifélagsins um tillögur að breyt- ingum á lögum eða reglugerðum er vörðuðu landhelgismálin. Það kom strax í hlut Guðmundar að verða einskonar tengiliður milli hinna ýmsu aðila, er mál þessi bmnnu á, og stjómar Fiskifélagsins ogi í framhaldi af því milli stjómar- innar og stjómvalda. Samkvæmt eðli þessara mála komu oft upp erfið og snuin atriði og sitt sýndist hveijum. í langflestum tilvikum leystust mál á farsælan hátt og átti Guðmundur ríkan þátt í því. Einn er sá þáttur annar í störfum Guðmundar fyrir Fiskifélagið, sem mig langar að víkja örlítið að. Fljót- lega eftir komu Guðmundar til fé- lagsins var honum falið að sjá um útgáfu Sjómannaalmanaksins og frá árinu 1970 var hann ritstjóri þess. Ég hafði lengi þekkt til Sjó- mannaalmanaksins og vissi að það var mjög vinsælt meðal sjómanna. Hinsvegar vissi ég ekki fyrr en ég réðst til Fiskifélagsins og fór að starfa þar dagsdaglega hve mikil vinna lá að baki útgáfu almanaks- ins og hve starf Guðmundar var þýðingarmikið og markvisst um útgáfuna. Okkur starfsfélögum Guðmundar furðaði oft á því hversu laginn og duglegur hann var að koma alman- akinu út á réttum tíma hveiju sinni, en I því sambandi ber hæst í hugum okkar. framganga hans við síðustu áramót, um að koma almanakinu út, en þá var hann sárþjáður orðinn af hinum alvarlega sjúkdómi. Guðmundur hafði á hendi fjöl- mörg önnur störf en hér hefur ver- ið vikið að fyrir Fiskifélagið. Öll störf fyrir félagið rækti hann af mikilli kostgæfni og stendur Fiski- félagið í þakkarskuld við Guðmund. 19. júní 1955 kvæntist Guð- mundur, Amþrúði Guðmundsdótt- ur, Eiríkssonar, verkstjóra í Reykjavík og konu hans Þuríðar Magnúsdóttur. Fljótlega byggðu þau sér myndarlegt heimili að Skólagerði 46 í Kópavogi og þar hefur heimili þeirra staðið með miklum myndarskap síðan. Sonur þeirra er Om Guðlaugur, sem nú er við prentnám. Þau Guðmundur og Amþrúður vora alla tíð einstak- lega samrýmd og samhent um marga hluti. Það hefur einmitt kom- ið vel í ljós í því mikla og fallega starfi er þau hafa unnið við að rækta sumarbústaðarlóð sína í landi Hrauns i Grímsnesi. Sumarhúsaeig- endur á því svæði stofnuðu með sér félag fyrir um þremur ámm og var Guðmundur formaður þess. Hann vann félaginu af miklum áhuga og kom ýmsu til betri vegar fyrir félag- ana. Mér er kunnugt um að þeir vilja við þessi leiðarlok flytja bestu þakkir og Amþrúði hugheilar sam- úðarkveðjur. Á sama hátt þakka starfsfélagar Guðmundar og biðja honum allrar guðsblessunar og færa Amþrúði, Emi Guðlaugi, öldraðum föður og öðmm aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Ingólfur Arnarson .* > Minning: Katrín Ólafsdóttir Fædd 21. nóvember 1904 Dáin 18. apríl 1988 Katrín Ólafsdóttir lézt árla morg- uns þann 18. apríl á Landspítalan- um. Hún veiktist alvarlega sl. haust og náði, því miður, ekki fullri heilsu eftir það. Þegar hugurinn reikar til baka kemur upp minningin um fyrstu kynni mín af Katrínu og manni hennar, Áma Péturssyni, lækni. Það var fyrir liðlega 60 ámm að þau bjuggu í risíbúðinni í húsi for- eldra minna, hér á Fjólugötu 25. Þau komu mér fyrir sjónir sem ung, glæsileg hjón. Þá höfðu þau eignast sitt fyrsta bam, Jón R., sem var ársgamall. Þótt ég væri dreng- ur að aldri veitti ég þvi athygli hversu Katrín annaðist hann af mikilli umhyggju. Þannig hefur lífsmáti hennar verið. Siðastliðinn vetur rifjaði hún oft upp minningar frá fyrri tíð. Nefndi þá, m.a., að sér hefði liðið vel í rísíbúðinni hér. Næst lágu leiðir okkar saman tæpum áratug síðar, hvort heldur sem menn vilja kalla það tilviljun eða eitthvað annað. Það var þegar ég kynntist konu minni, Svölu, sem er uppeldisdóttir þeirra. Þau tóku hana að sér, eftir lát móður henn- ar. Þá bjuggu þau í Skála við Kapla- skjólsveg, sem var nokkuð utan við samfelldu byggðina. Það sem mér fannst auðkenna þau var hlýhugur og velvild. Gestkvæmt var á heimilinu, kunningjahópurinn stór og vina- mörg vom þau. Þar var tekið vel á móti manni. Ifyrir rúmlega 4 áratugum byggðu þau vandað hús við Faxa- skjól 10, sem var heimili Katrínar upp frá því. Þau höfðu búið þar í allnokkur ár og björt framtíðin virt- ist blasa við þeim, hann virtur lækn- ir, störfum hiaðinn, þegar áfallið kom. Ámi varð bráðkvaddur á miðj- um aldri, á heimili sínu þann 31. júlí 1953. Katrín Ólafsdóttir fæddist í Viðey 21. nóvember 1904. Hún var dóttir yilborgar Jónsdóttur og Ólafs Ólafssonar, afgreiðslumanns. Ólaf- ur féll frá þegar Katrín var ung- bam, dmkknaði úti á Sundunum. Eftir lát föður síns ólst Katrín upp hjá Hólmfríði Rósenkranz og Þór- unni Finnsdóttur, sem starfræktu veitingahúsið Uppsali við Aðal- stræti 18, sem var vel þekkt þá. Bróðir Katrínar var Axel Ólafsson, sem lézt fyrir nokkmm ámm. Hann var fyrram bóndi á Kjalamesi, en flutti svo með fjölskyldu sína í Kópavogskaupstað og gerðist starfsmaður hjá kaupstaðnum. Ung að ámm fór Katrín til Kaup- mannahafnar til náms í tónlist. Hún giftist Áma Péturssyni þann 25. júní 1924. Þau eignuðust 3 böm. Þau em: Jón R. kvæntur Marlies E.M. Wilkes, Þómnn gift Ólafi E. Stefánssyni, Hólmfríður Rósenkranz gift Öddi Benedikts- syni. Uppeldisdóttir þeirra er Svala Eyjólfsdóttir gift undirrituðum. Katrín var svipfríð kona, bar mikla persónu og jákvæð. Hún ann- aðist heimilið af rausn. Hún var sérlega dugleg að ferðast, gerði mikið af því, enda hafði hún mikla ánægju af ferðalögum. Með Katrínu Ólafsdóttur er horfín af sjónarsvið- inu sómakær öðlingskona. Hákon Jóhannsson Það koma margar bemskuminn- ingar upp í hugann við fráfall Kötu vinkonu minnar. Persónulega er ég á móti gælunöfnum í minningar- greinum, en Kata vildi bara heita Kata og var kölluð það jafnt af gömlum vinum sem og vinum bama hennar. Þegar ég fyrst man eftir mér bjuggum við Kata í sama húsi, Aðalstræti 18, eða Uppsölum eins og húsið hét, en svo flutti ég í hús- ið við hliðina, Túngötu 2, og þannig ólumst við upp hlið við hlið og lék- um okkur í „Uppsalaportinu". Það var mikið gaman að fá að vera í þeim hóp sem fékk að leika sér inni á Uppsölum, þvi þar „mátti allt“ og veitingar vom stórkostleg- ar. Kata var tekin í fóstur tveggja ára gömul af þeim Þómnni Finns- dóttur og Hólmfríði Rósinkrans. Þær gengu venjulega undir nafninu „frænkumar" og ráku um árabil veitingahúsið „Uppsali" sem var mjög vinsæll og eftirsóttur staður. Afmælisveislur Kötu og ótal aðrar veislur em mér minnisstæðar frá Uppsölum. Einn sið höfðu þær „frænkur" að á hveiju gamlárs- kvöldi buðu þær öllum föstum mat- argestum sínum til veislu. Þetta var allt einhleypt fólk og alltaf buðu þær móður minni með okkur syst- umar. Þama var sungið og dansað og um miðnætti var skotið flugeld- um. Maður hlakkaði allt árið til gamlárskvölds. Til heimilis hjá þeim „frænkum" var einnig Jón Rósin- krans læknir en hann var bróðir Hólmfríðar Rósinkrans og hjá þessu yndislega fólki ólst Kata upp við mikið ástríki og eftirlæti. En það var eins og móðir mín sagði: „Kata er svo vel gerð, að það er ekki hægt að eyðileggja hana." Kata byijaði ung að læra á fiðlu hjá Þórami Guðmundssyni og var á þeim tíma óvenjulegt að stúlkur lærðu á fiðlu, það var frekar píanó- ið. Þegar Kata var aðeins fimmtán ára fór hún til Kaupmannahafnar í fiðlunám við Konunglega Tónlist- arskólann og lauk þaðan námi þremur ámm síðar. Hún kom alltaf heim á sumrin. Þetta var allt mikið fyrirtæki á þessum ámm, því þá vom ekki flugvélar og ekki um annað að ræða en skipsferðir. Þegar Kata kom svo heim var Þórarinn Guðmundsson búinn að stofna „Hljómsveit Reykjavíkur" sem var eiginlega fyrsti vísirinn að sinfóníuhljómsveit. Kata fór að spila með þeim og held ég að hún hafi verið fyrsta konan hér á landi sem spilaði með slíkri hljómsveit. En svo lagði hún fiðluna alveg á hilluna þegar hún giftist Áma Péturssyni lækni þann 25. júní 1924. Hafí Kata verið heppin að alast upp hjá þessum yndislegu konum, þá vom þær ekki síður heppnar með hana. Hún átti svo sannarlega eftir að endurgjalda þeim það sem þær höfðu gert fyrir hana. Ástríki það sem hún sýndi þeim þegar þær fóm að eldast og heilsan að bila var svo einstakt að það gleymist ekki þeim sem til þekktu. Og ekki spillti eiginmaðurinn, Ámi læknir, því hann reyndist þeim sannarlega góður tengdasonur. Bömin þeirra þijú vom skírð eftir Uppsalafjöl- skyldunni, Jón læknir, Þórunn og Hólmfríður. Kata og Ámi vom ákaflega gestrisin og alltaf mjög gestkvæmt hjá þeim. Kata og Ami gerðu það oft á síðust ámm sem Ámi lifði að keyra til Keflavíkur á sólbjörtum sumarkvöldum og heimsækja okkur hjónin og áttum við þá mörg yndis- leg kvöld saman. Eitt slíkt kvöld er mér sérstaklega minnisstætt. Þetta var í júlímánuði, veðrið yndis- legt og við áttum alveg sérstaklega skemmtilegt kvöld saman. Þegar þau fóm þá sagði Ámi: „Svona mikið hef ég ekki hlegið í mörg ár!“ Nákvæmlega viku síðar var hann látinn, svo langt um aldur fram. Það að hafa notið þeirra forrétt- inda að alast upp með „Uppsalafjöl- skyldunni" gaf mér og systur minni svo yndislega bamæsku, sem aldrei verður frá okkur tekin. Kata sýndi alveg ótrúlegan kjark í þessum erf- iðu veikindum sínum og kvartaði aldrei. Nú kveð ég æskuvinkonu mína og þakka henni allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína. Bömum hennar og fósturdóttur og fjölskyldum þeirra sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Vigdís Jakobsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.