Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 38
38_____________________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 Minning Ragnhildur Þóraríns- dóttir frá Lundi í Vestmannaeyjum Fædd 23. október 1908 Dáin 29. mars 1993 Hún hét Ragnhildur Þórarinsdóttir og var móðursystir okkar, elst fjög- urra systra sem áttu ættir sínar að rekja til Dyrhóla í Mýrdal og út í Vestmannaeyjar. Foreldrar þeirra voru Þórarinn Gíslason og Matthildur Þorsteinsdóttir og bjuggu þau á Lundi ásamt dætrum sínum, þeim Ragnhildi sem var elst, Hlíi' Stefan- íu, Hildi Þóru sem er látin og Theód- óru Asu. Afi var útgerðarmaður og því oft mannmargt á heimilinu þegar systurnar voru litlar. Hún Ragna frænka var ákaflega fínleg og lagleg kona, sem hafði frá mörgu að segja. Hún hafði yndi af því að segja okkur sögur frá bernsku- heimili sínu úti í Eyjum og ýmsu sem þar gerðist, t.d. þegar slegið var upp balli í eldhúsinu á laugardagskvöldi eða þegar hún og systumar vom að stríða vinnumönnunum hans afa. Þá gat hún hlegið og skemmtilegri hlát- ur heyrðist varla. Hún hafði afskap- lega skemmtilegan frásagnarmáta og hreif mann með sér. Það var gott að vera nálægt henni. Þess kona sem var svona létt og kát, var orðin 84 ára gömul þegar hún lést. Það var ekki hægt að sjá á henni að lífið hefði ekki eingöngu verið dans á rósum. Ung kona fékk hún berkla og var samtals í um sjö ár á Vífilsstaðaspítala vegna þessara veikinda og vart hugað langlífí. Margar voru sögumar sem hún sagði okkur frá þeim árum. En hún átti einn son, Rudolf, og eiginmann, Helmut Stolzenwald, ávallt kallaður Stolzi, sem hún ætlaði heim til og það tókst henni. Soninn þurfti hún að sækja til Þýskalands til tengdafor- eldranna, því að þau höfðu ætlað sér að ala hann upp vegna veikinda hennar. Ragna og Soltzi bjuggu á Hellu og þar rak hann klæðskeraverk- stæði. Hann var mikill útivistarmað- ur. Þeir fegðar Rúddý og Stolzi fóru margar fjallaferðir saman og í einni slíkri varð Soltzi bráðkvaddur á leið upp til Tindfjalla. Upp úr því fluttist Ragna frænka til Reykjavíkur og gerðist ráðskona hjá Guðna Olafs- syni í Ingólfsapóteki og vann jafn- framt í apótekinu við ýmis verk. Ragna giftist aftur og hét seinni maðurinn hennar Gestur Ólafsson, þáverandi forstöðumaður Bifreiða- eftirlits ríkisins. Ragna og Gestur ferðuðust mikið og í einni slíkri ferð veiktist Gestur og lést úti í Kaup- mannahöfn. Þá var hún frænka okk- ar orðin ekkja í annað sinn. Áfram hélt hún sínu striki og eftir að hún ætti að vinna í apótekinu fann hún sér ýmislegt til dundurs, las mikið, hafði gaman af ættfræði, ptjónaði og heklaði. Hún hafði mikil og góð samskipti við son sinn og tengdadóttur sem bjuggu austur á Hellu ásamt þremur bömum sínum og seinna bættust bamabömin við. Fyrir um sex árum varð Rúddý frændi bráðkvaddur á afmælisdaginn sinn uppi á fjöllum eins og faðir hans forðum. Sonar- missirinn setti að sjálfsögðu mark sitt á hana, en hún hélt ótrauð áfram, ferðaðist um landið og erlendis ef svo bar við. Hún skrapp til írlands fyrir ári með ferðavinkonu sinni til vikudvalar og hafði mikið gaman af. Við höfum haft mikið samband við hana síðustu árin. Það var ávallt gaman að heimsækja hana á Kvist- hagann, fá sér kaffísopa og hlusta á hana segja frá. Hún gaf okkur svo mikið með sínu góða skapi og hlýlega viðmóti. Við eigum eftir að sakna þessara stunda með henni og eram þakklátir fyrir að hafa átt hana að. Við biðjum góðan Guð að geyma hana og styrkja ástvini hennar. Minningin um góða konu liflr. Matthildur, Hlíf og fjölskyldur. Þegar ég kynntist Ragnhildi fyrir rúmum 10 áram var hún komin á áttræðisaldurinn, en ég hins vegar rétt skriðin yfir tvítugt. Þrátt fyrir breitt bil í árum talið þróuðust með okkur náin og ljúf tengsl, eins og þau sem tíðkast meðal vinkvenna sem skiptast á leyndarmálum sem enginn annar fær aðgang að. Ragna hafði svo sannarlega lifað tímana tvenna. Ekki einungis vegna þeirra öra breytinga sem hún upp- lifði á langri og viðburðaríkri ævi sinni, heldur og vegna þess mótlætis sem hún varð fyrir, en sigraðist ætíð á með eljusemi og lífsþrótti. Ragna var barn síns tíma og persónuleiki hennar einkenndist af þeim fjöl- mörgu straumhvörfum sem aldraðir nútímans hafa orðið vitni að. Ragna var full af andstæðum. Annars vegar var hún virðuleg og stolt eldri kona sem miðlaði af reynslu sinni og sannfæringu, þar sem mörkin milli þess rétta og ranga lágu ævinlega skýr fyrir henni. Hins vegar var hún hin gáskafulla Vest- mannaeyjamær sem gat svo sannar- lega slegið á létta strengi, og gerði hún þá óspart grín að sjálfri sér pg öðram. Röð og regla vora einkennandi í daglegu lífi Rögnu sem og í öllu heimilishaldi. En hins vegar átti hún það til að slá öllu upp í kæruleysi. Oft með litlum eða engum fyrirvara reif hún sig upp og brá sér þá á vit ævintýranna, innanlands sem utan, og hafði hún ævinlega gaman af óvæntum uppákomum. nánustu aðstandendur hans þurftu að líða fyrir það, að aðstaða fyrir sjúklinga með geðræn vandamál er alls ekki þjóðinni til sóma og var hann því utanveltu við þjóðfélagið, þó að hann hefði kosið sér annað hlutskipti í lífinu. Það er svo sárt til þess að vita, að ekki skyldi vera hægt að koma til móts við þarfir hans fyrir að vera viðurkenndur þegn í þjóðfélaginu. Það hefði hjálpað Gunnlaugi að halda sinni reisn, ef t.d. sambýli hefði verið til staðar með viðeigandi þjónustu fyrir fólk með geðræn vandamál. Einn var sá maður sem með um- hyggju sinni og elsku studdi og styrkti Gunnlaug, móður mína og okkur systkinin hvað mest í gegnum þennan erfiða tíma. Það var Sig- mundur Sigfússon geðlæknir á Akur- eyri. Ég vil nota þetta tækifæri til að færa honum hjartans þakkir fyrir þá hjálp sem hann veitti okkur. Megi guð og gæfan fylgja honum og fjöl- skyldu hans. Ég vona að Gunnlaugi bróður mín- um líði vel núna og að faðir hans, stjúpfaðir og afi taki á móti honum með hlýju og auðmýkt. Móður minni, ömmu og systkinum votta ég mína dýpstu samúð. Bergljót Þorsteinsdóttir. Sparsemi, nýtni og nægjusemi voru einkunnarorð Ragnhildar þegar þjóðfélagsumræða bar á góma og var hún ótvíræður talsmaður þessara dyggða. Hins vegar átti hún fáa sér líka hvað viðkom örlæti og hafa margir notið góðs af gjafmildi henn- ar. Síðastliðin sex ár hefur Ragna verið langamma barna minna. Fyrir utan hið „sígilda ömmu-hlutverk“ að sjá þeim fyrir listilega prjónuðum lopapeysum, vettlingum og sokkum á jólum, og smágjöfum og sælgæti í ómældu magni þess á milli, var hún þeim hinn hreinasti sagnabrannur. Ragna var óvenju minnug um æsku- árin í Lundi og voru nákvæmar frá- sagnir hennar sveipaðar ævintýra- Ijóma í augum yngstu ættingjanna. Að undanskildum lasleika síðustu mánuðina var Ragna atorkumikil og hraust kona þrátt fyrir heilsubresti fyrri ára. Þótt einkenni ellinnar færu smátt og smátt að segja til sín, lét hún þau lítið á sig fá og hélt sínu striki með hjálp kímninnar og glað- værðarinnar. Hún átti þá ósk heitasta að fá að vera heima hjá sér, sjálfbjarga og með sjálfri sér þegar kallið kæmi. Og vissulega var hún bænheyrð, því hún lést á Landakotsspítala eftir stutta sjúkahúsdvöl, með reisn og sátt við lífið. Sigríður Hafstað. í dag verður jarðsungin frá Odda á Rangárvöllum næsti nágranni okk- ar hjóna að Kvisthaga 3, Ragnhildur Fæddur 3. nóvember 1929 Dáinn 21. mars 1993 Mig eins og marga aðra langar til að minnast Sigurðar Stefáns Kristjánssonar eða Sigga Nabba eins og hann var löngum kallaður í minni fjölskyldu, en það nafn varð til þegar Siggi spurði næstelsta bróður minn hvað hann héti. Þá svaraði hann: Ég heiti Siggi. — Jæja, sagði Siggi þá, við erum þá nafnar. — Já, nabbar, sagði sá stutti, og þar með sat nafnið fast á Sigga Nabba. Ég á margar góðar minningar tengdar við hann Sigga. Þegar ég var lítil og Siggi kom í heimsókn í Kópavoginn, vissi ég nú alveg á hverju ég átti von, því oft og iðu- lega sendi hann mig út í búð eftir ís. Það var einkabrandari okkar á milli alveg fram á það síðasta, hvort ég vildi nú ekki skreppa út í búð og kaupa ís. Og svo blikkaði hann mig og brosti. Seinna meir, þegar ég fór að vinna hjá Búnaðarbanka Islands og var flutt upp í Háaleitisútibú og Siggi kom þangað, átti ég það oft til að fara til hans og taka utan um hann og kitla hann svolítið, því hann kitlaði heil ósköp. Hann hafði lúmskt gaman af þessu og sagði að það væri nú ekki dónalegt að láta svona ungt lambakjöt faðma sig. Og ekki var það verra svona í byrjun, ef hinar starfstúikumar eða Þórarinsdóttir. Nú eru liðin um það bil 32 ár síðan við fluttum að Kvist- haga 3, og um leið keyptu þau Ragn- hildur og síðari maður hennar, Gest- ur Ólafsson, forstjóri Bifreiðaeftirlits ríkisins, hæðina fyrir ofan okkur. Gestur lést fyrir allmörgum áram og bjó Ragnhildur ein í íbúð sinni frá því að hún missti síðari mann sinn til dauðadags. Ég og fjölskylda mín töldum það alltaf mikla gæfu að eiga aðra eins öðlingskonu og Ragnhildi að ná- granna og vini. Ragnhildur, eða Ragna eins og hún var yfirleitt köll- uð, var alltaf svo hæglát og Ijúf að okkur fannst ætíð gott að eiga sam- neyti við hana. Hún hafði líka frá mörgu skemmtilegu að segja, bæði frá æskuáram sínum í Vestmanna- eyjum, dvöl sinni á Vífílsstöðum þar sem hún varð að eyða dýrmætum æskuárum sem sjúklingur, og af kynnum sínum af litríku fólki fyrir austan fjall og hér í Reykjavík. Frá- sagnir hennar vora oftast blandaðar góðlátlegri kímni sem fór henni eínk- ar vel. Hún gat því verið hrókur alls fagnaðar í samkvæmum, enda var hún vinsæl með afbrigðum. Þótt Ragna yrði fyrir þeirri ógæfu að missa báða eiginmenn sína og síðar einkason fyrir aldur fram, bar hún aldrei sorg sína á torg og aldrei heyrðist hún kvarta yfír óréttlæti forsjónarinnar í sinn garð. Að sjálf- sögðu má gera ráð fyrir að einmana- leiki hafi sótt að henni á stundum síðustu árin. Það er því miður al- gengt meðal eldra fólks. En Ragna átti miklu fjölskylduláni að fagna og hún var vinamörg. Það var hlýja fjölskyldunnar og vinanna sem varð til þess að henni leið vel í íbúð sinni á Kvisthaganum, þar sem hún vildi helst vera og viðhalda sjálfstæði sínu og sjálfræði sem allra lengst fremur en að loka sig inni á einhverri stofn- un fyrir aldraða, eins og hún komst stundum að orði. Við hjónin kveðjum Rögnu með söknuði. Hún varð einhvern veginn hluti af daglegri tilveru okkar þótt aldrei væri hún uppáþrengjandi á neinn hátt, enda var tillitssemi einn af eðlisþáttum Rögnu, Fyrir okkur var hún sú festa í tilverunni sem byggir upp traust og trúnað. Hún var líka fulltrúi þess mannlega eðlis sem viðheldur hjá okkur bjártsýni um framtíð mannskepnunnar þrátt fyrir mörg ömurleg dæmi sem hníga í gagnstæða átt. Við verðum því ætíð þakklát Rögnu fyrir svo margt. Blessuð sé minning hennar. Sölvi og Dóra. bílstjórarnir voru að furða sig á því að ég, lofuð stúlkan, væri að faðma mér miklu eldri mann. Þegar Siggi og Hildur fluttust á Víðimelinn, reyndum við hjónin að rétta þeim hjálparhönd við að mála og þeir Skúli hjálpuðust að við að setja í nýja glugga og ýmislegt sem til þurfti. A þessum tíma kynnt- umst við þeim hjónum mun betur en annars og komumst að því hví- líkt sómafólk þau voru og höfðingj- ar heim að sækja. Ég held ég megi fullyrða að maðurinn minn hafi lært þarna ýmislegt sem viðkom handverki, því handlagnari og vandvirkari menn en Sigurð var vart að finna. Ef einhvern galla var að finna í fari Sigurðar var það helst að hann vildi ævinlega endur- gjalda greiða sem maður gerði hon- um. Undan því varð ekki vikist. Við fjölskylda mín þökkum Sig- urði Nabba samfylgdina og vonum að hann hafí einhvem stað þarna uppi þar sem hann getur smíðað og dyttað að eins og honum var einum lagið. Fríða, Skúli og synir. Sigurður vinur minn lézt í síð- ustu viku og barst mér sú frétt í gær, er ég var nýkominn frá útlönd- um. Sigurður var einn af þeim mönn- um, sem ég hef kynnzt og verið Minning Gunnlaugur Helgason Fæddur 20. september 1949 Dáinn 24. mars 1993 Mig langar með nokkram orðum að minnast bróður míns, Gunnlaugs, sem lést 24. mars síðastliðinn á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Við vor- um sex systkinin og ólumst upp í dásamlegu umhverfi á Egilsstöðum. Við áttum heima ásamt foreldram okkar, móðurafa og móðurömmu í tvflyftu húsi sem hét Sunnuhvoll og stendur við Laufás. Frá þessum tíma á ég svo margar skemmtilegar og góðar minningar. Inn í þær fléttast systkini mín og þar á meðal Gunn- Iaugur. Það er erfitt að hugsa um Gunn- laug á þessum tíma án þess að hugsa Iíka um Svein bróður, því að þeir voru svo mikið saman. Þeir voru báðir svolítið stríðnir og brölluðu því ýmislegt saman. Fengum við oft að fínna fyrir því. Miklir náttúramenn voru þeir báð- ir, duglegir að smíða og koma hug- myndum sínum á framfæri. Þannig var það einn veturinn, þegar mikill snjór var, að fuglunum var gefið úti í garði eins og alltaf og komu heilu flokkarnir af fuglum þangað, enda svangir. Sveinn og Gunnlaugur höfðu fylgst vel með fuglunum og ákváðu að búa til hús fyrir þá og setja út í garð, sem og þeir gerðu. Þeir settu síðan fellihurð á húsið og lá spotti úr henni og upp í risgluggann á húsinu okkar, þar sem þeir áttu her- bergi og sneri út að garðinum. Síðan lágu þeir úti í glugga og fylgdust með þegar fuglamir fóra inn í húsið, þegar nógu margir vora komnir þar inn, var slakað á bandinu og hurðin látin lokast og fuglamir fangaðir inni. Allt gert í gamni, en þeim tókst að útfæra hugmyndina og veiða fugl- ana, sem þeir síðan slepptu. Þeir höfðu báðir mikinn áhuga á veiði og voru mjög næmir fyrir auð- legð náttúrunnar, t.d. þekktu þeir alla fuga, gátu hermt eftir hljóðum þeirra og virtu siðfræði veiðimenns- kunnar. Ég man þegar þeir fóru dag eftir dag í það að smíða sér bát og útbúa aðstöðu niðri við Lagarfijót, því að þeir ætluðu sér að stunda sil- ungsveiði í fljótinu, þá 10-12 ára. Þeir luku við að smíða og mála bát- inn og fengu sér síðan mótor í hann. Einnig smíðuðu þeir kofa, þar sem þeir svo reyktu hluta af veiðinni. Þetta gerðu þeir allt af miklum áhuga, vandvirkni og útsjónarsemi, sem ég hef alla tíð dáð þá fyrir. Ég hugsa oft um silunginn sem þeir bræður komu sigursælir og glaðir með úr róðrinum og var ósjaldan á borðum á okkar stóra heimili. Já, það var sko gaman og um- hverfið bauð upp á svona fijálst nátt- úralíf, bæði fyrir böm og fullorðna. Þegar Gunnlaugur lauk skóla- göngu á Egilsstöðum fór hann í Al- þýðuskólann á Eðum, þar sem honum gekk mjög vel bæði í bóklegum grein- um og íþróttum. Úr Eiðaskóla fór hann í undirbúningsdeild Tækniskól- ans á Akureyri og þaðan í Tækni- skóla íslands hér í Reykjavík. Hann vann síðan sem tæknifræðingur hjá Hönnun hf. Þar sem fjölskyldan okkar var öll fyrir austan og Gunnlaugur átti fáa vini hér í Reykjavík, var hann mikið einn. Hann átti ekki mjög auðvelt með að kynnast nýju fólki, en hélt tryggð við fyrri vini. Mín trú er sú að mikil einvera og einmanaleiki í frítíma hans hafi ýtt undir þau and- Iegu veikindi sem Gunnlaugur átti við að stríða. í fyrstu gat hann stundað vinnu þrátt fyrir veikindin, með hjálp lyfja, en fljótlega fór að bera á einbeitinga- rörðugleikum, óþoli í vöðvum, munn- þurrki og fleiri óþægindum vegna lyfjanna sem hann þurfti að taka, til að halda sjúkdómseinkennunum niðri. Hann var því óvinnufær síð- ustu árin sem hann lifði og bjó mest- allan tímann hjá móður okkar á Egilsstöðum. Gunnlaugur var vandaður, tón- elskur og listrænn í sér. Hann og Sigurður S. Krist- jánsson - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.