Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær móðir mín, amma okkar og langamma, ÁSTA SIGHVATSDÓTTIR fyrrv. kennari, lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Re við Túngötu mánudaginn 25. maí sl. Útför hennar verður gerð frá Dón þriðjudaginn 2. júní kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Karls J. Sighvatssonar í íslandsbanka, nr. 513-14-300534. Sigrún Karlsdóttir, Ásta Sighvats Ólafsdóttir, Sigurjón Sighvatsson. Sigríður Jóna Þórisdóttir og barnabarnabörn. Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, MARGRÉTAR JÓHÖNNU HANSEN, Daibraut 27, Reykjavík, fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 3. júní kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarfélög. Unnur Cfendening, Margrét Wyrick og aðrir aðstandendur. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR BJÖRNSSON fyrrverandi bóndi, Vatnsdalsgerði, Vopnafirði, er lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð, Vopnafirði, mánudaginn 25. maí, verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju þriðjudaginn 2. júní kl. 14.00. Jarðsett verður að Hofi. Sesselja Benediktsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum hlýhug við fráfall okkar ástkæru JARÞRÚÐAR PÉTURSDÓTTUR, Ljósheimum 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Gunnari Matthías- syni, sjúkrahússpresti, og öllu hjúkrunarfólki á deild B6, Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Anton Lindal Friðriksson, Guðrún Antonsdóttir, Gunnar Steinþórsson, Eyrún Antonsdóttir, Arnrún Antonsdóttir, Ingvi Þór Sigfússon, Dóra Sturludóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns, fósturföður, tengdaföður og afa, INGÓLFS KRISTJÁNSSONAR fyrrv. yfirtollvarðar, Grjótaseli 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ og á Landakoti fyrir hlýju og alúð i veikindum hans. Anna Jóna Ingólfsdóttir, Jón Sveinsson, Sólveig Ólafsdóttir, Jónatan Þórmundsson, Ingólfur Jónsson, Ragna Halldórsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Þórmundur Jónatansson, Sóley Halldórsdóttir, langafabörn og langalangafabörn. GUÐMUNDUR BRYNJÓLFSSON + Guðmundur Brynjólfsson fæddist á Hrafna- björguin á Hval- íjarðarströnd 18. desember 1915. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bryn- jólfur Einarsson, f. 1.10. 1871, d. 17.7. 1959, bóndi á Hrafnabjörgum og kona hans Ástríður Þorláks- dóttir, f. 10.7. 1872, d. 30.3. 1956, frá Hofi á Kjalarnesi. Guðmundur var yngstur 5 sona þeirra hjóna, en eldri bræður hans eru Gísli, f. 5.8. 1906, fyrrv. bóndi á Lundi í Lundar- reykjadal, Þorvaldur, f. 24.8. 1907, smiður, Einar, f. 23.6. 1909, d. 8.7. 1940, og Eyjólfur, f. 28.5. 1911. Guðmundur fékk hefðbundna barnafræðslu þeirra tíma og fór einnig einn vetur í Héraðsskólann á Laug- arvatni. Hinn 7. maí 1938 kvæntist Guðmundur eftirlifandi eigin- konu sinni Guðrúnu Láru Arn- finnsdóttur, f. 28.12. 1919, dótt- ur hjónanna Arnfinns Björns- sonar og Ragnheiðar Jónasdótt- ur frá Vestra-Miðfelli. Guð- mundur og Lára eignuðust 3 börn. 1) Asta Bryndís, f. 30.6. 1938, fyrrv. húsmóðir á Ytra- Hólmi, nú starfsstúlka á Dvalar- heimilinu Höfða, búsett á Akra- nesi. Maki Jón Ottesen, bóndi á Ytra-Hólmi, f. 4.11. 1927, d. 12.11. 1988. Börn þeirra; Petrína, rekstrarstjóri, býr á Akranesi, gift og á 5 böm, 4 á lífi, Guðmundur Brynjólfur bóndi á Ytra-Hólmi, giftur og á 3 böm. Guðrún Lára, húsmóðir, gift og á 2 syni, býr í Keflavík, Oddur Pétur, bæj- arfulltrúi á Akra- nesi, hann á 2 dæt- ur, og Arnfinnur Teitur, nemi, býr á Akranesi. 2) Árn- finnur, bifreiða- stjóri, f. 8.10. 1939, d. 29.1. 1968, unnusta hans var Helga Björnsdóttir, f. 22.12. 1948, frá Akranesi. Dóttir þeirra er Adda Lára Arnfinnsdótt- ir, f. 25.12. 1967, skrifstofumað- ur í Reykjavík, gift og á 2 böra. 3) Ragnheiður, afgreiðslumað- ur, f. 25.3. 1956, gift Steinari Matthíasi Sigurðssyni, bónda á Hrafnabjörgum, f. 23.1. 1954. Börn þeirra; Amfinnur Guð- mundur, vélamaður, Eyjólfur, smiður, og Sigríður Margrét, nemi, í sambúð á Akranesi. Guðmundur tók við búi for- eldra sinna 1941 og bjó þar meðan heilsa hans leyfði. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum, hann sat í hreppsnefnd Hval- fjarðarstrandarhrepps í um 40 ár, þar af oddviti í 39 ár, hann var félagskjörinn endurskoð- andi Sláturfélags Suðurlands, endurskoðandi hreppsreikn- inga Borgarfjarðarsýslu, um- boðsmaður Brunabótafélags Is- lands, sat í sóknarnefnd Hail- grímskirkju í Saurbæ og söng með kór kirkjunnar í mörg ár. Guðmundur var fulltrúi hrepp- anna sunnan Skarðsheiðar í byggingamefnd Dvalarheimil- isins Höfða á Akranesi og sat í stjóm þess, hann sat í sýslu- nefnd Borgarfjarðarsýslu og var í mörg ár sláturhússtjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands á Laxá. Guðmundur var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Saurbæ 30. maí. Kær afi okkar hefur kvatt, fengið þráða hvíld eftir rúmlega árs sjúkralegu. Á skilnaðarstundu setj- umst við saman og rifjum upp dýr- mætar minningar um hæglátan og dagfarsprúðan mann sem af æðru- leysi mætti örlögum sínum. Afi var fæddur á Hrafnabjörgum á Hval- fjarðarströnd og ól þar allan sinn aldur. Það var fastur liður í bernsku okkar að fara í heimsókn til ömmu og afa, þegar við eldri systkinin vor- um börn voru ferðir jafnvel ekki lengri leið en frá Ytra-Hólmi að Hrafnabjörgum ekki farnar viku- lega hvað þá daglega og þótti okkur það því mikið ferðalag. Yfir þessum heimsóknum er Ijómi horfinna tíma, þar komum við í skemmtilegt sam- félag þar sem mikill og góður vin- skapur var á milli bæjanna Hrafna- bjarga, Bjarteyjarsands og Brekku, við munum jólaboðin og ekki síður réttardagana þar sem Guðmundur á Bjarteyjarsandi og Gísli á Brekku gáfu okkur í nefið og það okkar sem var síðast til að hnerra var mesta hraustmennið, afi kveður nú síðast- ur þessara þriggja vina. Afi og amma eignuðust þrjú börn, móður okkar Bryndísi, soninn Amfínn og Ragnheiði sem er aðeins þremur ár- um eldri en sú okkar sem elst er, og má því segja að það séu meira systkinatengsl við hana heldur en að hún sé móðursystir okkar. Afi og amma urðu fyrir því áfalli að missa son sinn Arnfinn árið 1968, en þau risu úr sorg sinni sem heilsteyptar og sterkar persónur. Afi bar ekki tilfínningar sínar á torg, en var mjög tilfinningaríkur maður, það sáum við best þegar Petrína missti son sinn ungan og eins þegar faðir okkar Jón lést langt um aldur fram, en á milli þeirra tengdafeðga var mjög náið og gott samband, enda áhugamálin lík. Afi var ákaflega traustur og heiðarlegur maður og fundu sveitungar hans og fleiri það og trúðu honum fyrir mörgum trún- aðarstörfum, sem hann gegndi af kostgæfni. Hann var ákaflega vel lesinn og fróður og komum við aldrei að tómum kofunum hjá hon- um ef okkur vantaði upplýsingar, hann var einnig vel hagmæltur en flíkaði því ekki. Hann hafði ákveðn- ar skoðanir á stjórnmálum, trúr samvinnuhugsjóninni og þótt við Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK ■ værum ekki alltaf sammála virtum við skoðanir hvert annars. Á yngri árum langaði hann að mennta sig og komst í einn vetur í Héraðsskólann á Laugarvatni en varð svo frá að hverfa vegna fjárskorts. Á Laugar- vatni var hann hvattur til að helga sig stjómmálum, en af því varð ekki enda stefndi hugur hans ávallt til búskapar, þá sérstaklega sauðfjár- búskapar, en var féð hans líf og yndi alla tíð. Að leiðarlokum þökkum við hon- um það sem hann kenndi okkur og það sem hann var okkur. Einnig viljum við þakka ömmu, dætram þeirra og tengdasyni þá alúð og um- hyggju sem þau sýndu honum í veikmdum hans, og vottum þeim okkar dýpstu samúð. Kæri afi, far þú í friði og megir þú njóta Guðs blessunar á nýjum slóðum. Petrína, Brynjólfur, Lára, Pétur og Arnfinnur. Elsku afi minn. Nú ertu kominn þangað sem við förum öll á endan- um. Mér brá auðvitað þegar pabbi sagði mér að þú værir dáinn, þótt við vissum að þetta væri yfirvofandi og gæti gerst á hverri stundu. En minningin er góð. Þú varst góður við menn og dýr, frábær afi með húmorinn og góða skapið á réttum stað og bóndi af guðs náð. Ef svo má segja voru kindumar þitt líf og yndi og það sást vel að þú naust þín innan um þær. Þegar ég var Htil gafstu mér kind sem var golsótt, þó svo að ég ætti kind hjá afa Nonna. Alltaf þótti mér gaman að koma í heimsókn til ykkar ömmu Láru þegar þið bjugguð inná Hrafna- björgum, því þar fann maður ást og umhyggju í ótakmörkuðum mæli. Oft sagðir þú eitthvað sem fékk mann til að hlæja og oft vottaði iýr- ir saklausri stríðni hjá þér. Þú varst alltaf hress og gast komið öllum til að hlæja. Eftir að þú veiktist í fyrravor og fluttist á sjúkrahús varðst þú alltaf glaður þegar maður kom í heimsókn og sérstaklega þeg- ar ég kom með Moniku vinkonu þína úr réttunum í heimsókn með mér fyrir jólin. Eg hefði mátt vera duglegri að heimsækja þig þetta ár. Eftir að þú fórst á sjúkrahúsið hef- ur verið tómlegt á Hrafnabjörgum, enginn afi Guðmundur á gangi með stafinn sinn að dytta að einhverju eða horfa á eftir fé. Elsku afi minn, engin orð fá lýst þeim mikla missi sem við höfum öll orðið fyrir og þá sérstaklega amma Lára, amma Bryndís og Ragga frænka. En minningin um þig lifir og ég kveð þig með tárum. Guð blessi þig. Þín Sigurbjörg Ottesen. Elsku afi okkar. Okkur bræðuma langar að kveðja þig með nokkram orðum. Við munum hvað þú hafðir gaman af uppátækjum okkar t.d. þegar Brynjar fór í þurrkarann. Þú kallaðir okkur strumpana í Býlu. Við munum þegar þú varst síðast með okkur í réttunum, það var haustið 1996, þá bentir þú okkur á kinduraar með stafnum þínum og við drógum þær fyrir þig. Elsku afi, takk fyrir allt. Þínir Brynjar og Jón. ^ Fersk blóm og 5 skreytingar 5* við öll tækifærí t 5 5 i Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákajeni 11, simi 568 9120 | i I0MI0IO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.