Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 1
92. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Árásir á Júgóslavíu halda áfram á meðan leiðtogar NATO funda í Washington Sprengjum látið rigna yfir Pristina Beigrad, London, Washington, Moskvu. Reuters, AP. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) hélt í gær áfram loftárásum sínum á Júgóslavíu á meðan leiðtog- ar aðiidarríkja NATO funduðu í Washington í tilefni fimmtíu ára af- mælis bandalagsins. Loftvarn- arflautur í Belgrad, höfuðborg Júgó- slavíu, fóru í gang um níuleytið í gærmorgun en fyrr um morguninn höfðu loftvamarflautur í Pristina, héraðshöfuðborg Kosovo, verið þeyttar. Létu herþotur NATO sprengjum rigna yfir Pristina, að sögn Tanjug-fréttastofun nar júgó- slavnesku en engar fregnir höfðu enn borist af árásum á Belgrad. Eftir þriggja daga loftárásir á til- tekin skotmörk í Belgrad, þar sem höfuðstöðvar Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta urðu t.a.m. illa úti, beindi NATO sjónum frá borginni í fyrrinótt og í staðinn voru gerðar loftái-ásir á borgina Nis í Suður-Jú- góslavíu og Novi Sad í norðurhluta landsins. Bretar sögðu í gær að aug- ljós merki væru um að andrúmsloftið í herbúðum Serba færi versnandi vegna þess hversu umfangsmiklar og nákvæmar loftárásir NATO væru. Arásimar í fyrrinótt hófust skömmu eftir að leiðtogar NATO- ríkjanna höfðu á hátíðarfundi banda- lagsins í Washington lýst því yfir að ekki yrði hvikað frá þeirri stefnu sem mörkuð hefði verið, loftárásum á Júgóslavíu yrði þá einungis hætt þegar Milosevic samþykkti að verða við öllum kröfum NATO. Wesley Clark, yfirmaður herafla NATO í Evrópu, sagði við fréttamenn að Milosevic hefði sýnt að hann væri reiðubúinn að þola mikil áfoll. „En í stuttu máli sagt erum við að vinna AP LEIÐTOGAR NATO-rílq'anna komu saman til kvöldverðar í Hvíta húsinu í Washington á föstudagskvöld í boði Bills Clintons Bandaríkjaforseta í tilefni af fimmtíu ára afmæli bandalagsins. sigur. Hann er að tapa. Og hann veit það vel.“ Tsjernómýrdin vill viðræður Yiktor Tsjemómýrdin, fulltrúi Rússlandsstjómar í málefnum ríkj- anna á Balkanskaga, útilokaði í gær að Rússar hefðu hemaðarleg afskipti af Kosovo-deilunni en sagðist vilja ræða við leiðtoga vesturveldanna um hvemig binda mætti enda á átökin. Tsjernómýrdin, sem hitti Milosevie í Belgrad á fimmtudag, sagði jafn- framt að Júgóslavíuforseti hefði gef- ið í skyn að hann væri reiðubúinn að veita Kosovo aukna sjálfstjóm. Leiðtogar NATO hétu því í sam- eiginlegri yfirlýsingu á föstudag að Milosevic yrði beittur auknum þrýst- ingi, bæði með hemaðaraðgerðum sem og efnahagslegum, þar til hann samþykkti að kalla serbneska herinn frá Kosovo og leyfði þeim sex hund- rað þúsund flóttamönnum, sem talið er að hafi flúið Kosovo á undanfóm- um mánuði, að snúa til heimkynna sinna á nýjan leik. Jafnframt yrði Milosevic að sætta sig við að flótta- fólkið nyti verndar alþjóðlegra frið- argæslusveita þar sem NATO léki veigamikið hlutverk. ■ Hundblautir/6 Framkvæmdastjóri NATO um þjóðernishreinsamr í Kosovo „Það sem nú er að gerast má aldrei endurtaka sig“ Washington. Morgunblaðið. Reuters Hreiðrað um sig á bílþakinu STORKUR einn hefur hreiðrað vel um sig í góða veðrinu á þaki Trabant-bifreiðar sem fest hefur verið efst á turn í bænum Neur- uppin i austurhluta Þýskalands, um áttatíu kílómetra norður af höfuðborginni Berlín. Mikil hlý- indi hafa verið síðustu daga á þessum slóðum og naut storkur- inn sfn vel á heimili sfnu í gær. JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), lýsti yfir því í Hvíta húsinu í Was- hington á föstu- dagskvöld að her- för Serba með svonefndum „þjóðemishreins- unum“ í Kosovo væri fyrirbrigði sem aldrei yrði aftur liðið. Solana lét þessi orð falla í ræðu er hann flutti við upphaf kvöldverðar 19 aðildarríkja NATO sem leiðtogar bandalagsríkjanna sátu ásamt eiginkonum sínum. Framkvæmdastjórinn lýsti og yfir því að átökunum í Kosovo, þar sem herafli NATO fer gegn her- og sér- sveitum Slobodans Milosevics Júgó- slavíuforseta, myndi Ijúka með sigri bandalagsins. Javier Solana flutti stutta ræðu í Hvíta húsinu á föstudagskvöld þeg- ar leiðtogar aðildarríkja NATO komu þar saman til kvöldverðar. Solana kvað NATO hafa verið stofn- að til vamar ákveðnum gildum fyrir 50 áram. Þau væra grandvölluð á trúnni á lýðræðið sem samstaða og samvinna hinna frjálsu ríkja í vestri hefði náð að tryggja. Svo yrði áfram um ókomna tíð en um leið myndi Atlantshafsbandalagið leitast við að innleiða þessi gildi og verja þau í Suð-austur-Evrópu. Framkvæmdastjóri NATO sagði að átökin í Kosovo hefðu sýnt að bandalagið væri tilbúið að standa vörð um þessi grandvallargildi. Solana sagði síðan að eins og al- kunna væri hefði hann ekki komið til starfa á vettvangi NATO sem sendi- fulltrúi og embættismaður. Hann væri menntaður eðlisfræðingur og sem slíkur hefði hann m.a. þurft að meðtaka lögmál hreyfingar. „Hreyf- ingin er afstætt hugtak. Hvað Atl- antshafsbandalagið varðar er sagan baksvið þehrar hreyfingar. En í nú- tímanum þarf bandalagið að hreyfast hraðar en sagan," sagði Solana. í ávarpi sínu vék Solana beint að átökunum í Kosovo en herför NATO gegn Serbum er sú fyrsta sem bandalagið fer gegn fullvalda sjálf- stæðu ríki í 50 ára sögu þess. „Sam- an munum við lifa erfiðar stundir, en við munum sigra. Það sem nú er að gerast má aldrei endurtaka sig,“ sagði framkvæmdastjórinn er hann bað viðstadda að skála fyrir NATO, sögu þess og framtíðarhlutverki. Bond hafði betur London. Morgunblaðið. JAMES Bond á sannarlega vini á æðstu stöðum. Framleiðendur nýjustu Bond-myndarinnar, Heimurinn dugar ekki til (The World is Not Enough), vildu nýverið kvikmynda eltingaleik á Thames-ánni í London, þar sem leikurinn bærist m.a. framhjá höfuðstöðvum MI6 við Vaux- hall-brú. Leyniþjónustan lagð- ist eindregið gegn þessu og leit- uðu kvikmyndaframleiðendum- ir þá ásjár listaráðherrans Ja- net Anderson. Hún brást við hart, enda hefur ríkisstjórnin á stefnuskrá sinni að laða kvik- myndaframleiðendur til Bret- lands. Haft var samband við ut- anríkisráðuneytið, sem leyni- þjónustan heyrir undir, og þar voru menn á því að auðvitað ætti Bond að fá að bjarga sér undan óvinum sínum á Thames: „Eftir allt sem Bond hefur gert fyrir Bretland er þetta nú það minnsta sem við getum gert fyrir hann í staðinn!" A LIFRÍKIÐ 10 EÐA ATVINNULÍFIÐ AÐ NJOTA VAFANS? Kæfisvefn er van- greindur meðal barna VIÐ ERUMAF GAMLA SKÓLANUM VIDSKIPn MVINNULÍF Á SUIMNUDEOI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.