Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Síða 14
14 DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. ■ Menning Menning Menning Menning Menj NeyðarkaH LúHa. Höfundur: E. W. HBdick. Þýðandi: ÁWhaiður Kjartanadóttir. Myndskreyting: Irfs Schweftzar. Képutaikning: Brian Pilkington. Ifluim 1981. Það er ekki hægt að vera jafnfær t starfinu og Lúlli án þess að vekja at- hygli fólks. Það er ekki hægt að vekja athygli annars fóiks án þess að Bókmenntir Valdís Óskarsdóttir eignast óvini. Og það er ekki hægt að eignast óvini án þess að einhver þeirra reyni einn góðan veðurdag að bregða fyrir mann fæti. Og þess vegna hlaut að koma að því að einhver brygði fæti fyrir Lúlla — hann Lúðvík Lay — því hann er ekki einungis besti mjólkurpósturinn í bænum. Hann er besti mjólkur- pósturinn á öllu landinu. Hann er: sá fljótasti; sá öruggasti; sá áhugasamasti; sá hreinlegasti; sá kurteisasti (hann tekur alltaf út úr sé sígarettuna þegar hann talar við konur yfir fertugt); sá slyngasti; og sá laglegasti (kannski ekki alveg sá laglegasti til þess brosir hann ekki nóguoft). En Lúlli er ekki eingöngu í mjólkur- dreifingunni, onei, hann sér um ýmis- legt annað fyrir viðskiptavini sína. Hann: týnir og afhendir sveppi; fer með skó í viðgerð og skilar þeim aftur; sömuleiðis úr og klukkur; og regnhlífar; og útvarpstæki; að ógleymdum brúðum; og gerfitönnum; afhendir sérrí og önnur vín og brennda drykki til feiminna, gamalla kvenna; afhendir getraunaseðla frá veðreiðunum; kartöflur og annað grænmeti; blóm, nýskorin; og vekur fólk samkvæmt beiðni. í mjólkurdreifingunni með Lúlla eru tveir strákar, Timmi og Smitti. Þeir voru valdir með nákvæmni og þrautþjálfaðir af Lúlla sjálfum og þjálfun hjá Lúlla er álitin jafn góð og námskeið hjá Flugbjörgunarsveitinni og eitt ár í Jesússkólanum í Cam- bridge. Meðal strákanna sem eitt sinn voru i' mjólkurdreifingunni hjá Lúlla, má finna: bankastjóra; lögmann; borgarstjóra (í alvöru — ekkert plat); tvo blaðamenn; alþjóðlega fótboltastjörnu (sem hætti reyndar eftir annan leik, enda hefðu þeir aldrei átt að setja hann á kantinn); leynilögregluforingja; liðsforingja í hernum; lyfjafræðing; dýralækni; rafeindafræðing; þrjá kennara; frægan leikara; prest; og rithöfund (ekki frægur ennþá, en á uppleið með hraði). Kvartanir Einn góðan veðurdag þegar Lúlli, Smitti og Timmi eru í svitabaði yfir mjólkurdreifingunni, sker hemla- ískur innan eyrun og út úr bilnum vippar sér Peters, fulltrúi forstjóra Nýja mjólkurbúsins. Hann er ekki kominn til að bjóða þeim: miða á úrslitaleikinn í bæjar- keppninni í fótbolta; vikufrí á fullu kaupi; verðlaun fyrir bestu mjólkurdreifing- una (risavaxin flaska i mjólkurlit með gylltri áletrun. Onei. Það hefur borist kvörtun til mjólkurbúsins og Lúlla er ekki eins illa við neitt og kvartanir. Það er hræðilegt að gleyma að afhenda aukahálfpott og til háborinnar skammar að skilja eftir ranga tegund af mjólk. En þessi kvörtun var ekki þess eðlis. Þessi kvörtun var slæm. Hún var verri. Eiginlega verst. — Frú BeUamy hafði fundið dauðan gullfisk í mjólkurflöskunni sinni. Viflbrögð Lúlla LúUi dró andann svo djúpt að nýju sígarettan hans glóði eins og endi á kveikiþræði. Það var eins og hann væri allur að iða og sogast og breytast. Hann stóð grafkyrr og sýndist allur færast í aukana. Hann sýndist verða grennri. Hann sýndist verða hærri. Hárið á honum sýndist verða svartara. Nefið á honum sýndist verða bognara. AndUtið fékk á sig meiri gljáa, það var eins og hörundið strekktist. Það var eins og sumir líkamspartar hans stækkuðu hraðar en aðrir. Tattóveruðu bláfuglarnir á handleggnum á honum fóru að svifa eins og fálkar, steyptu sér og svifu á ný. Hirtirnir í mynstrinu á peysunni hans fóru að berjast. Þeir hörfuðu, stönguðu og læstu saman hornum. »ST0R1 _ ,„.11111« billinn fra PEUGEOT 104 GI1982 er kominn * Litill en samt rumgóóur 5 manna bill * 5 dyra * Framhjoladrifinn * Sjálfstæd fjöðrun á öllum hjólum * Mjuk og slaglöng fjöðrun * Frábær aksturshæfni * Sérlega sparneytinn HAFRAFELL \ atrnhöfða 7 »3211 - »3303 uMhK'íy HVAÐ VEIT ÉG? Jakobfna Sigurðardóttir ISAMA KLEFA Mál og menning 1981.100 bls. Auðvitað er sagan af Salóme, Sölu í nýju bók Jakobínu Sigurðardóttur fullkomlega „raunsæ” frásögn að efnsiatriðum og rithætti sínum. Þetta er saga sem auðveldlega „gæti gerst” og hefur kannski líka skeð i veruleik- anum, eða önnur slík sem hún. Hvað veit ég? Auðveldlega mætti hugsa sér söguna af Salóme sem uppistöðu hefðbundinnar og reglufastrar, raun- sæislegrar skáldsögu sem bæði væri löng og breið og tæki til allrar hennar ævi, allt frá ævsku og uppvexti aust- ur á landi fram undir andlát hennar i Reykjavík í nútimanum. Þar sem hún situr og saknar sinnar hörðu ævi á kotinu Hamri fyrir vestan. Nú hefur Jakobína að vísu ekki sagt þá sögu, og því þarflaust að spá nánar í efni hennar. En það er í raun- inni undravert hve náið við kynnumst Sölu, Salóme i hinni fáorðu frásögn sem gefur frásagnarefnið í skyn miklu frekar en segja það berum orð- u. Hún kemur ein fram i sögunni. En svo örskammt að baki hennar birtist okkur fólkið hennar, alveg ljóslif- andi, eiginmaður og tengdafólk, börnin hennar, foreldrar og systkini. Og ævikjör þeirra á tímum kreppu og fátæktar. Af því er bara önnur saga en Jakobína er í raun og veru að segja. í sama klefa semur sig að rithættin- um til aðannars konarraunsæisreglu: sögukona verður Salóme samskipa með Esjunni á suðurleið um nótt. Og um nóttina segir Sala samferðakon- unni undan og ofan af ævi sinni. Sögukonan miðlar okkur frásögn hennar ásamt sínum eigin viðbrögð- um við henni og frásögn hennar. Ég rakst að vísu á einn orðalepp í sög- unni, þesslegan að hann kæmi úr penna Svarthöfða hér í blaðinu okk- ar: „fólk í alls ekki fjarlægari grennd iandslagslega séð”, stendur á bls. 88. Bókmenntir Ólafurlónsson En slík lýti, þó þau væri fleiri, eru hé- ■gómleg í samhengi frásagnar sem með orðfærinu, samtalsmátanum, viðbrögðum þeirra sín í milli, sífellt ítrekar við lesandann veruleikalík- ingu kvennanna í sögunni. Það er að vísu langur tími liðinn frá þessu ferðalagi, meira en þrjátíu ár þegar sagan er sögð. Allan þann tíma hefur sögukona ekki getað gleymt Salóme, minningin um hana hefur öðrum þræði ásótt hana, segir hún. Af hverju? Því verður lesandi að svara i hennar stað: ,,Nú þegar komið er að bókarlokum er ég engu nær um það hversvegna hún hefur ásótt mig svona öll þessi ár. Ætlunin varð þó að skrifa þessa bók til að skilja það. Eitthvað hljótum við að hafa átt sameiginlegt, en hvað? Þú skilur það ef til vill, en fæ ég nokk- urntíma að vita það? I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.