Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1985, Blaðsíða 14
14 DV. MÁNUDAGUR 4. NOVEMBER1985. Menning Menning Menning Menning Kjarval - Pastelteikning af Tove Kjarval. Kjarval - „Fagra veröld", í safni Þorvalds Guðmundssonar. „Alvara listamanns- ins er aukageta þjóðarinnar” Um Kjarval og sýningar á verkum hans Kjarval - Reginsund, 1938, í Listasafni íslands. Það er með Kjarvalsveislu eins og aðrar stórveislur að maður verður að varast að borða yfir sig. Enda ekki neitt smáræði á boðstólum hér á höfuðborgarsvæðinu: u.þ.b. 500 listaverk á fjórum stöðum, ritgerðir í sýningarskrám og dagblöðum, þrjú litskyggnuhefti (tvö þeirra að vísu rétt ókomin), ævisaga upp á tvö bindi og útvarps- og sjónvarpsefni þar að auki. Hins vegar eru sýningarnar fjórar þannig samsettar að áhorfendum hlýtur að verða bumbult því allar reyna þær, hver með sínum hætti, að spanna feril listamannsins eins og hann leggur sig. Á hverri sýningu verða sýningargestir að púsla saman verkum, tengja þau innbyrðis, raða þeim saman í tímabil og búa sér til mynd af listamanninum. Án samráðs Óneitanlega hefði það hjálpað áhugamönnum um Kjarval ef sýn- ingarstaðirnir fjórir hefðu haft með sér einhvers konar samráð, þó ekki hefði verið nema í upplýsingaöflun. Kjarvalsstaðir og Listasafn Islands birta t.d. bæði æviágrip listamanns- ins og bætir þar hvor annan upp. Um slíkt æviágrip hefði hæglega verið hægt að sameinast hefði vilji verið fyrir hendi. Þeim sem stóðu að Kjarvalssýning- unni í Hafnarborg í Hafnarfirði datt síðan það snjallræði í hug að merkja á íslandskorti þá staði þar sem Kjarval hafði málað mest. Kort af því tagi hefði óefað farið vel með æviágripi. Svo maður gefi sig algjör- lega á vald draumórum þá hefðu hinir ýmsu sýningarstaðir getað skipt með sér tímabilum í list Kjar- vals, auk þess sem einhverjir aðilar hefðu getað tekið að sér að sýna eitt eða fleiri stef, portrettmyndir Kjar- vals, afstraktmyndimar o.s.frv. Varnaraðgerðir Ég er hræddur um að allar' þessar yfirlitssýningar, stórar og smáar, verði frekar til þess að rugla menn í ríminu en að þær gefi áhorfendum heilsteypt yfirlit um þróun myndlist- ar Kjarvals í sextíu ár. Ef nokkur íslenskur myndlistar- maður þarfiiast skipulegrar úttektar þá er það einmitt Kjarval. Það var stundum eins og hann ynni mark- visst að því að torvelda okkur list- rýnendum eftirleikinn. Hann átti til að skipta um stíl eins og hatt, beita margs konar stílbrigðum í sömu mynd, endumýja gamla takta og breyta bæði undirskrift sinni og ár- tölum, allt eftir því hvernig lá á honum. Að hluta til vom þetta eflaust vamaraðgerðir, löngun til að láta ekki „hanka sig“, hvorki í lif- anda lífi né síðar. Onnur furðuleg uppátæki Kjarvals gegndu sjálfsagt svipuðu hlutverki. Staður og stíll En ég renni gmn í að listrænn hverfulleiki Kjarvals hafi verið hrygglengjan í meðvitaðri eða ómeð- vitaðri afstöðu hans til sköpunarinn- ar. Það sem skipti hann ævinlega mestu máli var innblásturinn á staðnum. Staðurinn réð síðan stíln- um. E.t.v. væri réttara að segja að í málverkum Kjarvals væri staðurinn stíllinn en listamaðurinn gegndi nokkurs konar miðilshlutverki. Að vísu er hver listamaður barn síhs tíma og getur ekki staðið alveg fyrir utan allar stefnur nema þá hann loki sig inni, eins og Einar Jónsson. Því gefur augaleið að Kjarval hefur ýmislegt lært, af impressjónistum, expressjónistum og symbólistum. En hann virðist hafa litið á uppgötvanir þeirra sem eins konar stafróf sem nota mætti að vild, eftir því sem innblásturinn krafðist. Því komast jafnvel lærðustu menn í bobba er þeir eiga að draga verk Kjarvals í dilk. Að sumu leyti minnir þessi Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson afstaða Kjarvals á hina svokölluðu póstmódernista nútímans sem telja sér frjálst að leita fanga í alls konar myndlist og blanda stílbrigðum saman að vild. Allt úr böndunum En innblástur getur brugðist sem önnur krosstré, jafnvel oftar, og til eru æðimargar myndir eftir Kjarval þar sem allt virðist fara úr böndun- um. Þeir sem rekast vel í listhópum geta hins vegar bjargað óbjörguleg- um myndum fyrir horn með aðstoð leikreglnanna. Hvar er þá að finna hinn eina og sanna Kjarval, sjálfan „essensinn"? Kannski hvergi. Máske ekki í mál- verkunum heldur fyrirmyndum mál- arans. En þótt við vitum ekki upp á hár að hverju við leitum komumst við samt nær markinu með útilokun- araðferðinni. Kjarval virtist t.d. ekki hafa áhuga á að túlka samskipti fólks eða grafast fyrir um innri mann þess. Þegar hann málar andlit er það samsetning and- litsdrátta, landslag þeirra, sem varð- ar hann mestu. Eins og hann ýkir litbrigði jarðarinnar, gerir hann slíkt hið sama við sérkennileg andlit, sem jaðrar þá við karikatúr á þeim. Ást á stað og stundu Kjarval var sömuleiðis lítið gefið um mannabyggðir. Myndirafhúsum, hvort sem er í borg eða upp til sveita, eru aðeins fáar til eftir hann. Bóndabæ úr Húnavatnssýslu er að finna á mynd í Háholti en sérkenni- lega mynd af byggðinni á Laugarnes- inu er einnig að finna í Hafnarborg. Það er líka merkileg staðreynd að Kjarval, sem unnið hafði alla venju- lega vinnu til sjávar og lands, málaði helst ekki myndir úr atvinnulífinu. Undantekning er veggmyndin í Landsbankanum, 1924, og formyndir að henni. Nóta bene: í skrám Lista- safnsins og Kjarvalsstaða er sú mynd kölluð „freska“ en er það alls ekki heldur „sekka“ (al secco). Hér er grundvallarmunur á. Þá erum við aftur komin að lands- lagi og ævintýramyndum Kjarvals. Sumar þeirra mynda liggja í augum uppi, vitna um ást á stað og stundu eða vitna í ljóð og sögur sem við þekkjum. íkössunum Aðrar myndir eru sem lokuð bók. Eftir skoðun á öllum þessum mynd- um dettur manni sitt af hverju í hug. Eftir Kjarval liggur t.d. meira af myndum með trúarlegu inntaki en marga, þ.á m. mig, hefði grunað. Hver var afstaða Kjarvals til kristin- dómsins og hvernig tengist sú af- staða austrænni heimspeki og guð- speki Tove, konu hans? Á öllum þessum hlutum tæpir Indriði G. Þorsteinsson í ævisögu Kjarvals en fylgir þeim ekki eftir. Svarið er e.t.v. að finna í kössunum að Kjarvals- stöðum. Eins og búast mátti við er flestar Kjarvalsmyndirnar einmitt að finna þar, eða 212 stykki, auk ýmiss konar muna úr fórum listamannsins. Þótt sýningin sé snyrtilega upp sett hefði ég sjálfur kosið að sjá ákveðnari röðun í tíma, sbr. orð mín hér í upphafi. Síðan verður maður fyrir minni háttar opinberunum við skoð- un á glerskápunum frammi í gangi. Þar má t.d. sjá bréf frá unglingspilti, Guðmundi Guðmundssyni (Erró), teikningar af geómetrískum strúkt- úrum og gvassmynd af hauskúpu og krossi frá 1939 sem ber nafnið „Stríðsfrjettir". Hausarnir Ágæt sýningarskrá fylgir þessari sýningu. Sérstaklega hafði ég ánægju af ritgerð Árna Sigurjóns- sonar um ritsmíðar Kjarvals þótt hún hefði að ósekju mátt vera ítar- legri. Þar sem ártöl vantaði á eldri myndir (c. 1910-20) fannst mér tíma- setningar vera helst til djarfar, mið- að við að margar þeirra eru ágiskan- ir. Listasafn Islands tjaldar einnig öllum verkum sem það á eftir Kjar- val. Stolt og prýði á þeim bæ eru vitanlega „hausarnir" frá 1926 en

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.