Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 32
 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Ás ►krift - Dreifing: Simi 27022 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1990. „Nýr vettvangur“: Stofnfundur verður næsta laugardag - prófkjör fyrir páska „Nýr vettvangur", sem er samtök fólks sem ætlar aö vinna aö lýðræðis- legri stjórnarháttum í Reykjavík, verður formlega stofnaður næsta laugardag. Helstu stofnendur sam- takanna eru félagar í Alþýðuflokki og Birtingu. Óflokksbundið fólk er einnig með í stofnun samtakanna. Kjörorð framboðsins er lýðræði gegn flokksræði. Eftir því sem DV kemst næst hefur náðst samstaða um að Ólína Þor- varðardóttir komi til með að fá mik- inn stuðning í prófkjöri, en það verð- ur haldið síðustu helgi fyrir páska. Allt bendir til að Ólína verði í fram- boði. Bjarni P. Magnússon, borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins, mun taka þátt í prófkjörinu. Þá vonast aðstand- endur listans einnig til þess að Krist- ín Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Al- þýðubandalags, gefi kost á sér. Samkvæmt heimildum DV hefur Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaö- ur og varaþingmaður Sjálfstæðis- flokks, ekki svarað áskorun um að vera einn af frambjóðendum samtak- anna. Undirbúningsnefnd, sem er ekki formlega skipuð, vinnur nú hörðum höndum að framboðinu. Kynningar- fundur verður á fimmtudag og stofn- fundur á laugaradag. Stjórn fulltrúaráðs Alþýðuflokks- félaganna í Reykjavík hittist á fundi í gær. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokksins, mættiá fundinn. Sögusagnir hjá Dönum ► - segir utanríkisráðherra Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra gagnrýndi harðlega á Al- þingi í gær ummæli danskra ráða-' manna um stefnuna í samningavið- ræðum á milli Fríverslunarbanda- lagsins og Evrópubandalagsins. For- sætis- og utanríkisráðherra Dana hafa haldið því fram að EFTA þjóð- irnar ættu að sækja um inngöngu í EB og hafa gefið í skyn að slíkum óskum yröi svarað. Jón Baldvin sagði aö þessi ummæli væru ákaflega óskýr og ekki hefði tekist að fá neina staðfestingu á þess- um sögusögnum Dana. Lýsti Jón Baldvin yfir óánægju sinni með að forsætis- og utanríkisráðherra Dana skyldu halda fram óstaðfestum sögu- sögnum af þessu tagi. -SMJ Umboðin trössuðu að borga bifreiðagjöldin „Það lætur nærri að engin bif- reiðagjöld haö verið greidd á rétt- um tíma af þeim bílum sem fluttir voru inn á síðari helmingi síðasta árs. Það eru umboðin sem trössuðu að greiða og nú eru menn að fá reikninga fyrir ógreiddum bíf- reiðagjöldum sem þeir vissu ekki að væru í skuld,“ sagöi Arthúr Sveinsson, deildarstjóri hjá toll- stjóraembættinu í Reykjavík. Bifreiðaeigendur hafa komið að kerfið ekki nógu gott, er sagt í tollinum máli við DV og undrast að fá nú rukkun fyrir bifreiðagjöldum vegna síðari hluta síðasta árs, Einn þeirra sem DV ræddi við hafði at- hugað skömmu eftir áramótin hvort hann skuldaði virkilega ekki bifreiðagjöld af bíl sem hann keypti síðasta haust. Honum var sagt að hann væri skuldlaus en skömmu siðar fékk hann rukkun fyrir þess- um sömu gjöldum ásamt dráttar- vöxtum. „Kerfið er bara ekki nógu gott hjá okkur. Reglan var að innheimta gjöldin á hálfs árs fresti þannig að þeir sem t.d. keyptu bíla eftir mitt síðasta ár sluppu við að borga ef bifreiöaumboðin greiddu gjöldin ekki við skráningu. Nú hefur verið ákveðið að innheimta gjöldm fyrir tvo mánuði i senn þvi ríkið tapaði umtalsverðum upphæðum á að fá ekkigjöldin greidd,“ sagði Arthúr. Samkvæmt reglunm má ekki skrá nýja bíla án þess að greiða bifreiöagjöldin en Arthúr sagði að kerfið gæfl umboðunum einfald- lega kost á að sleppa því án þess að nokkuö gerðist. Þetta hefðu umboöin nær undantekningar- laust gert svo nú fengju margir bakreikning án þess að hafa haft hugmynd um skuldina. -GK Ýsa og karfi virðast vera ráðandi i afla togbátsins Óskars Halldórssonar RE. Verið var að landa úr bátnum í Hafnarfirði í gær. Óskar Halldórsson var i fréttum fyrir skömmu þegar einum skipverja var bjargað eftir að hann féll fyrir borð á miðunum. Sá sem bjargaði manninum var klæddur vinnu- flotgalla. Eftir björgunarafrekið hefur spunnist upp mikil umræða um virðis- aukaskatt á vinnuflotgöllum. DV-mynd GVA Álafoss á ekki fyrir skuldum - fyrirtækiö því í raun gjaldþrota Eigið fé Álafoss er uppurið og því er fyrirtækið í raun gjaldþrota. Eignir þess duga ekki fyrir hátt í 1,5 milljarða skuldum þess. Þetta er staða Álafoss einungis rétt rúmum tveimur árum eftir að iðnaðardeildir Sambandsins og gamli Álafoss sameinuðust. Þá lýstu forsvarsmenn þessara fyrir- tækja yfir að óvenjuvel heíði verið staðið að sameiningunni. Fyrir- tækinu var hleypt af stokkunum með um 750 milljóna króna eigið fé. Nú þurfa sömu eigendur að taka afstöðu til hvort afskrá eigi eignar- hlut þeirra í Álafossi; það er hvort hann sé nokkurs virði. „Við munum afskrá hlutabréf okkar í Álafossi að hluta til,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Framkvæmdasjóðs. Að sögn Guðmundar mun það liggja fyrir á allra næstu dögum hvort Hlutafjársjóður muni ganga inn í fyrirtækið. Ákvörðun Fram- kvæmdasjóðs um að afskrá hlut sinn í Álafossi einungis að hluta byggist á hugsanlegri innkomu Hlutfjársjóðs. í tengslum við umfangsmiklar björgunaraðgerðir síðastliðið vor var samþykkt að leggja um 100 milljónir frá Hlutafjársjóði í fyrir- tækið. Fljótlega kom þó í ljós að Álafoss var mun verr stæður en búist hafði verið við og því stóðst fyrirtækið ekki lágmarkskröfur sjóðsins. Þrátt fyrir þessa bágu stöðu lét Atvinnutryggingarsjóður 200 milljónir til Álafoss. Sambandið hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort eign þess í Ála- fossi verði afskráð í reikningum fyrir árið 1989. Sambandið hefur áður afskráð eign sína í fyrirtækj- um með neikvætt eigið fé; til dæm- is ýmsum sjávarútvegsfyrirtækj- um. Forsvarsmenn Álafoss hafa nú farið fram á umfangsmikla niður- fellingu á skuldum Alafoss hjá fjöl- mörgum sjóðum og viðskiptabönk- um. Auk þess hafa þeir beðið um aðstoð ríkisvaldsins til þess að halda fyrirtækinu á floti. Til þess að það megi takast þarf umtalsvert nýtt fé að koma inn í fyrirtækið auk þess sem klippa þarf mikið af skuldahalanum. -gse LOKI Ég held að það sé meira framboð en eftirspurn eftir sumum þeim sem nú dansa á „nýjum vettvangi". Veðrið á morgun: Snjókoma og slydda Á morgun verður allhvöss norðaustanátt norðanlands og vestan en nokkru hægari suð- austanlands. Snjókoma eða slydda um allt norðanvert landið en slydduél sunnan til. Hiti ná- lægt frostmarki á Vestfjörðum en 1-5 stiga hiti í öðrum landshlut- um. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 Úti að aka í 40 ár BILALEIGA v/FIugvallarveg 91-6144-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.