Þjóðviljinn - 21.12.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.12.1973, Blaðsíða 9
Föstiidagur 21. desember 197:t. ÞJOÐVILJINN — StÐA 9 Þorgeir Þorgeirsson er kunnastur sem kvik- myndahöfundur og lista- gagnrýnandi, en hefurlátið að sér kveða á fleirisvið- um, meðal annars þýtt er- lenda snilldarhöfunda eins og Nikos Kasantsakis og Marek Hlaskoog Ijóð eftir Miroslav Holub og Ivan Malinovski, svo einhverjir séu nefndir. Hann er sjálf- ur Ijóðskáld auk annars og hef ur sent frá sér eina bók með frumsömdum og þýddum Ijóðum. Nú er Grettir og Björn á Löngumýri Er Yfirvaldið dæmigerð heim- ildarsaga, dokúmentarismi? — Ég er dokumentaristi. Um söguna veit ég ekki. Hún hefur verið kölluö þvi nafni. Við eigum feiknlega hefð i heimildasögu- gerð. Menn eru að deila um það hvort tslendingasögur séu sagn- fræði eða skáldskapur. Þvi ekki bara að flokka þær undir dokú- mentarisma? t minum augum er dokumentarismi ákveðin raunsæ skáldskáparaðferð. Á seinni tim- um höfum við átt menn eins og Rætt viö Þorgeir Þorgeirsson um skáldsögu hans, Yfirvaldið, sem fjallar um morðið á Natan Ketilssyni og síðustu aftökur á Islandi „Þetta er svo nauðalíkt Húnvetningum »i komin út eftir hann fyrsta skáldsagan, Yfirvaldið, sem Iðunn gefur út. Hún fjallar um efni, sem að minnsta kosti flestir eldri og miðaldra íslendingar kannast við, morðin á Nat- an Ketilssyni og Fjár- dráps-Pétri i Húnaþingi 1828 og aftökur morðingj- anna, Agnesar og Friðriks, 1830, síðustu aftökur á ís- landi. Hér er um að ræða efni sem mörgum er lif- andi áhugamál, enda hefur bók Þorgeirs þegar vakið mikla athygli. Þjóðviljinn hitti hann að máli og spurði hann nokk- urra spurninga varðandi tilurðog efnisþætti bókar- innar. Hversvegna varð þetta efni fyr- ir valinu hjá þér? — Áreiðanlega eru til þess margar orsakir. Það getur verið erfitt að segja hvers vegna þetta eða hitt efnið fer að sækja á mann. Áður hef ég vist einhvers staðar látið þess getið að sú óska- mynd bændasamfélagsins á nitjándu öld, sem róttækir menntamenn voru að koma sér upp, hafi farið i taugarnar á mér og rekið mig til að skoða ögn i saumana á þessum tima. Má vera að það hafi verið upphafið. Svo kemur annað til þegar maöur er byrjaöur. Sharon Tate morðin i Kaliforniu og Mansonkommúnan ýttu lika undir mig með að halda verkinu áfram á sinum tima. Mér fannst ég sjá einhverja likingu þar. Og svo eru þessi tengsl við á- hugamál nútimans sem alla tið hafa verið að vaxa inn i þetta verk. Ég á við að atburðir þess gerast á lokaskeiði nýlendutim- ans hérlendis þegar Danir eru að losa ögn um kverkatakið á þjóöinni — eöa með öðrum orðum þegar við vorum enn greinilega hluti af þessum þriðja heimi sem i dag er miðlæg hugmynd i allri pólitik. Þannig er sagan lika i aðra röndina tilraun til að setja sig i spor kúgaöra þjóða nú á dög- um. kallana, sem ég tileinka þessa bók mina: Brynjólf frá Minna- Núpi, Finn á Kjörseyri og Magnús á Hóli. Þessir menn skrifuðu stórfenglegan texta, full- an af leynihólfum og blæbrigðum, enda þótt þá vantaði þjóðfélags- skilning — eða þjóðfélagsskiln- ingur þeirra var dálitið einviður, ef svo má segja, mynd þeirra af samfélaginu skortir átök og and- stæður. En persónulýsingar leika fáir eftir þessum köllum. Samt eru þeir eins og sokknir til botns i islenskri bókmenntasögu. Gaman væri ef einhver fræðimaður vildi nú kafa eftir þeim og setja þá á sinn stað. Við eigum feiknlega mikla hefð i heimildaskáldskap og þurfum ekki út fyrir landstein- ana eftir aðferðum — sist af öllu til Skandinaviu. Nú hefur það lengi verið þjóðtrú að Húnvetningar hafi verið og jafnvel séu meiri glæpamenn i eðli sinu en aðrir landsmenn. Hver er þin skoðun á þvi? — Þetta orð hefur farið af þeim og það er sagt að þeir séu meiri einstaklingshyggjumenn en aðr- ir. Grettir var Húnvetningur og Björn á Löngumýri er talinn með almestu Húnvetningum. En ef min skoðun skiptir máli, þá held ég að svokölluð „glæpaöld” i Húnaþingi hafi alls ekki stafað af þvi að sýslubúar hafi verið með neinu öðru eðli en aðrir lands- menn. En þeir höfðu bæði strang- ara og fyrst og fremst þó sterkara yfirvald. Kringum aldamótin 1800 og upp úr þvi er danskt konungs- vald að losa hörðustu tökin á Is- lendingum. Eitt með öðru til marks um þetta er að embætti sýslumanns er klofið frá embætti umboðsmanns konungsjarða, valdinu er dreift með aðskilnaði efnahagsvalds og framkvæmdar- valds. Þetta gerðist ekki i sama mæli i Húnaþingi þvi embættin héldust innan einnar og sömu fjölskyldu. Máske voru það póli- tiskir klækir Olsens á Þingeyrum sem þvi réöu. Konungsvaldið er þvi þéttara i sér þar enn annars- staðar, þjóðfélagsátökin þess vegna skarpari. Þetta með öðru gerir sýsluna að tilvöldu sögu- sviði. Nokkurskonar ýktu módeli af samfélagi timans. Natan — villu- ráfandi stjórnleysingi Þú ertsem sagt þeirrar skoðun- ar að i glæpaöld Húnvetninga hafi falist stéttaátök? — Þau eru þar bersýnileg, en ekki falin. Er Natan þá fulltrúi einskonar millistéttar? — Natan er villuráfandi stjórn- leysingi i þessu samfélagi sem enn hefur ekki efni á borgarastétt né millistétt. Áreiðanlega eru að brjótast i honum einhverjar upp- reisnarhugmyndir, hvort sem þær hafa nú verið svona beint komnar frá frönsku borgarabylt- ingunni eins og ég er að hugsa mér — sumir vilja draga það i efa að hann hafi borist til Dublin á heimleiðinni þaðan. En borgara- legar uppreisnarhugmyndir hans finna sér hvorki rót né jarðveg i samfélaginu og sjálfur endar hann svo sem fórnarbukkur ein- hvers konar afskræminga af þessum hugboðum sinum. Hann er brotasilfur og villuráfandi anrkisti, en hæfileikamaður. Og þótt sjálfur sé hann i upp- reisn gegn Yfirvaldi danska kon- ungsins þá er hann sjálfur fólskur kúgari vinnufólks sins. — Já. Þannig endaði nú lika borgarastéttin hvarvetna, jafnvel þar sem hún átti sér forsendur og verk að vinna um skeið. Og er maður ekki alltaf að reka sig á þau dæmin? Einstaklingar og stéttir eru i uppreisn viö sitt yfir- vald en reynast þó verstu kúgar- ar við þá, sem undir þá eru seldir. Sumir verkalýösleiðtogar nú til dags mega vel taka þetta til sin ef þeir vilja. Ertu ánægður með gagnrýn- ina? — Ég er feginn að sjá að þeir taka þetta alvarlega. Um þetta leyti árs er ég yfirleitt mest að vorkenna gagnrýnendum, bæk- urnar flæöa yfir þá tugum saman daglega. Ég hef aldrei skilið hvernig þeir komast yfir þetta. Við slikar aðstæður er ekki nema von að mönnum yfirsjáist eitt og annað i nýjum verkum. En skrif þeirra hafa öll verið eins al- úðleg og framast er að vænta i þviikum aðstæðum og tóninn mjög vinsamlegur. Hefur þetta ekki allt tekið æði- tima og vinnu, heimildakönnunin og svo það að skrifa bókina? — Ég mun hafa byrjað að föndra við þetta 1%4 og aldrei al- veg sleppt þræðinum siðan. Áð visu ekki starfað við það stöðugt, siður en svo, árin T,7 og'(i8 fóru þó mikið i þetta og svo vorið og sum- arið núna. I lyrri lotunni varð til útvarpsleikril,en sagan i þeirri seinni. Útvarpsleikritið var eins og hentugur viðkomustaður á leiðinni til þess að forma allan þann efnishrauk sem ég var búinn að safna mér langt yfir höfuð um það leyti. Hennar samtíö nær aftur til móöu- haröinda Hvað segirðu af heimilda- könnuninni? — Það hefur nú fyrir það fyrsta verið skrifað alveg ótrúlega mik- ið um þessi mál og gefið út. Fátt af þvi er byggt á frumgögnum og reynist þvi haldgott til heimildar um munnmælasagnirnar, sem engan veginn eru ómerkasti hluti þess efnis sem staðið getur að svona verki. Dómabækurnar eru i Þjóöskjalasalni með ógrynni efnis frá þessum löngu yfir- heyrslum og öðrum yfir sama fólki, par eru ííka firn af skrifi um þetta timabil — a f- skaplega fjölbreyttu. P’átt er raunar fróðlegra en upp- skriftir dánarbúanna. Þær eru á- reiðanlegustu heimildir i veröld- inni, þvi sjáf ágirndin hefur litið eftir með skrifaranum. Og svo margt og svo margt. Ekki má ég heldur gleyma þvi að ég ferðaðist um Vatnsnesið. Þá hitti ég þessa einstöku konu, hana Jóninu á 111- ugastöðum. Hún er blind orðin og býr með heyrnarlausum syni sin um. Þau eru afkomendur Guð- mundar Ketilssonar og einnegin Katadalsfólksins. Hennar samtið nær alveg aftur til móðuharðinda. Að hitta hana var eins og að finna samtimamanneskju atburðanna og hún kenndi mér um þá miklu dul, sem er i þessu og verður hversu hráslagalega raunsætt sem maður vill nálgast það. Natansmál eru sam sagt enn ljóslifandi fyrir Húnvetningum? Mikil lifandis ósköp. 1980 kom sálarrannsóknarlelagið og gróf upp bein morðingjanna og setti þau undir marmara i Tjarnarkirkjugarði ekki langt þar frá sem gralir þeirra myrtu eru nú um það bil að gleymast ó- mektar. Um tima hafði ég af þessu óskaplegar áhyggjur og iannst að leiði Natans, Guðmund- ar Ketilssonar og hinna æltu lika að munast eins og leiði morðingj- anna — fyrst verið var á annað borð að minnast þessa. Og mér fannst Sigurður Nordal vera maðurinn til að fá Húnvetninga til að leiðrétta þetta og kom þvi i kring að vð hittumst til að ég gæti fært þetta i tal við hann. Ég sagði honum áhyggjur minar af þessu. Morðingjarnir eru heiðraöir með marmara en þeir myrtu eru gleymdir. Þá var Nordal kátur og hló mikið. Nei, sagði hann, þetta færðu mig ekki til að leiörétta. Þetta er svo nauðalikt Húnvetn- ingum. Nordal er Húnvetningur eins og þeir Grettir Ásmundarson og Björn á Löngumýri. Að siöustu, Þorgeir, er von á fleiri bókum frá þér á næstunni? — Ég veit ekkert hvað ég fer að gera núna. Ég er afskaplega sein- virkur. Það er margt svo sem á leiðinni og sumt er ég búinn að ganga lengi með, hálfskrifa jafn- vel. Það gæti verið gaman að prófa hvort eitthvað af þvi er orð- ið nógu gerjað til að ljúka þvi á næsta ári. Ég neita þvi heldur ekki að ný bakteria sækir orðið á mig. Vesturfarirnar. Það yrðu kannske önnur jafnlangvinn veik- indi og Natansmálin urðu mér. En vonandi læknast ég af þvi glapræði. dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.