Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001 25 I>V Sport KR bikarmeistari kvenna í körfubolta í áttunda sinn um helgina: - Heather Corby var ómetanleg fyrir KR í fyrsta leik sínum Kristín Björk Jónsdóttir, fyrirliöi KR, lyftir hér bikarnum í leikslok á laugardaginn en Kristin Björk átti mjög góðan leik og var nánast óstöövandi í fyrri hálfleik þegar hún geröi 12 stig og hitti úr 75% skota sinna. A myndinni fyrir ofan fagna KR-stúlkurnar Guörún Arna Siguröardóttir, Gréta Maria Grétarsdóttir, Helga Þorvaldsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Hetaher Corby sigrinum meö KR-fánann hátt á lofti. DV-mynd ÞÖK KR tryggði sér bikarmeistaratitlinn með sigri á Keflavík, 76-58, og voru KR-stelpurnar vel að sigrinum komnar. Það vantaði Hönnu Kjartansdóttur sem var veik heima og þarf ekki að fara mörgum orðum um þann missi. En það kom ekki að sök þar sem Heather nokkur Corby var mætt til ieiks og átti stórleik og má segja að hún hafi verið himnasending fyrir iiðið og fór hún á kostum í miðherjastöðunni. En það þarf fleiri en einn leikmann til að vinna svona leik og lék KR-liðið vel sem heild þar sem baráttan og grimmdin var til staðar allan tímann. KR var miklu ákveðnari aðilinn í leiknum og svæðisvörn þeirra sterk með Corby í miðjunni. Svæöisvörnin virkaði vel KR byrjaði leikinn af miklum krafti og var Kristín Jónsdóttir sú sem gaf tóninn með frábærri hittni. Hún skoraði fyrstu körfu leiksins strax eftir uppkastið og stilltu KR- stelpur strax upp i pressuvörn. Þær féllu síðan niður í 2-3 svæði þar sem þær lokuðu vel svæðum nálægt körfunni. Það leiddi til þess áð leikmenn Keflavikur freistuðust til að skjóta mikið fyrir utan en hittnin var ekki góð. KR komst í 10-.2 og við það var sjálfstraustið komið. KR leiddi með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta, 19-12, og voru Kristín og Corby með 17 af þessum 19 stigum. Hjá Keflavík var Brooke Schwartz sú eina sem eitthvað var að gera og var hún með öll stigin fyrir utan tvö sem Erla Þorsteinsdóttir geröi. Keflavík fór i maður á mann vörn í öðrum leikhluta en KR reif hvert sóknarfrákastið af öðru í byrjun leikhlutans. KR jók muninn í 11 stig, 25-14, en Marín Karlsdóttir átti sterka innkomu hjá Keflavík og gerði fimm stig á skömmum tima og minnkaði muninn í sjö stig, 29-22. Þegar þarna var komið sögu voru Kristín og Corby búnar að gera saman 27 stig og héldu KR sóknarlega á floti. Þá kom Guðbjörg Norðfjörð með tvær körfur í röð og sá til þess að KR hafði 10 stiga forskot í hálfleik, 35-25. Eitthvað virtust Keflavíkur- stúlkurnar ætia að ranka við sér i upphafi seinni hálfleiks og tókst þeim að minnka muninn í fimm stig. Þá kom frábær kafli hjá KR og voru næstu 11 stig leiksins svarthvít og KR komið 16 stigum yfir. Keflavík hætti ekki, þó svo útlitið væri orðið svart og gaf 3ja stiga karfa frá Erlu í lok þriðja leikhluta þeim smávon. Erla í vandræðum Keflavík var farið að tvídekka Corby en hún sýndi að hún getur spilað boltanum vel frá sér og var ekki í vandræðum með að finna opinn samherja. Schwarts reyndi mikið sjálf og tókst það misjafnlega en henni til málsbóta þá voru hinar í liðinu ekkert að gera, fyrir utan Erlu sem þó var í töluverðum vandræðum þar sem Corby dekkaði hana vel. í lokin bætti KR forskot sitt og voru lokatölur kannski stærri en þær hefðu þurft að vera en engu aö síður var sigur KR öruggur og vel verðskuldaöur. Það var eins og Kefiavík væri ekki tilbúið í leikinn og vantaði neista í liðið. Lykilmenn, eins Birna Valgarðsdóttir, sáust ekki og var Schwartz að reyna draga vagninn of mikið og það gengur ekki á móti liði eins og KR. Keflavík hitti illa fyrir utan og hefðu leikmenn liðsins mátt sækja meira að körfunni í staö þess að stóla á langskotin. Guöbjörg átti fína innkomu Hjá KR átti Corby stórleik, bæði í sókn og vörn. Hún reif 17 fráköst, varði 6 skot og gaf fimm stoðsendingar. Kristín var frábær í byrjun leiks en dró sig í hlé þegar góöu forskoti var náð. Hún sýndi enn og aftur hversu megnug hún getur verið og mætti stundum reyna meira sjálf. Hildur Sigurðardóttir sýndi ekki bara hversu mikið efni hún er heldur er hún orðin mjög góður leikmaður. Hún spilaði félaga sina vel uppi og hefur ótrúlegan sprengikraft og hraða sem hún nýtir sér. Gréta Grétarsdóttir vann vel fyrir liðið að vanda og tók 11 fráköst og gaf stoðsendingar ásamt fleiru. Guðbjörg Norðfjörð átti fína innkomu í fyrri hálfleik og verður KR-liðið ekki árennilegt þegar hún kemst í sitt fyrra form. KR hefur nú þegar tekið þá titla sem spilaö hefur verið um og er ekki hægt að kvarta yfír þeim árangri hjá Henning þjálfara. -BG Beinar útsendingar í uikunni miöv. England - Spánn Landslelkur i knattspyrnu fim. ÍR - Skallagrfmur Epson-deildin lau. Leeds - IRan. United Enskl boltinn lau. Real IUadrid - Barcelona Spænski boltinn lau. Euander Holijfield - Johnny Ruiz Hnefaleikar sun. ftalskí boltinn sun. Ipsuiich Touin - Bradford Enski boltinn sun. Toronto Raptors - neui Vork Rnicks NBA iRLUiii.syn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.