Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						26
MANUDAGUR 26. FEBRUAR 2001
Sport
Jón Örn Guðmundsson, þjálfari ÍR:
Stoltur
- af ungu strákunum sem stóöust álagið
Jón Örn Guðmundsson, þjálfari
ÍR, var að vonum kampakátur með
sigurinn. Hann er fyrsti þjálfari
félagsins sem nær þessum áfanga og
má vel við una.
„Þetta er búinn að vera vægast
sagt langþráður titill hjá okkur ÍR-
ingum. Það eru orðin rúm 20 ár síð-
an, eða um það leyti sem ég var að
byrja að æfa hjá ÍR hjá Einari Ólafs-
syni, fyrrum þjálfara hjá ÍR. Þetta
er búin að vera lóng bið og gaman
að henni skuli ljúka hérna með Ein-
ar sem heiðursgest okkar ÍR-inga.
Það var ægilegur skrekkur í báðum
liðum í fyrsta fjórðung og mikið um
mistök. Þetta eru leikmenn hjá báð-
um liðum sem ekki hafa verið í
svona leikjum áður.
Gríöarleg reynsla
Um leið og menn fóru að hrista
þennan skrekk af sér þá fóru þeir að
spila sinn bolta. Það sem hjálpaði
okkur var að við náðum að taka
Chris Dade út úr leiknum í seinni
hálfieik og þó að hann hefði skorað
talsvert þá hafði hann virkilega
mikið fyrir því þar sem það þurfti
margar skottilraunir. Mér fannst
ungu strákarnir komast mjög sterkt
frá þessu. Þessi leikur er gríðarleg
reynsla fyrir þá og ánægjuleg þar
sem þeir fara héðan sem sigurvegar-
ar og ég er mjög stoltur af þeim. Nú
eigum við mjög krefjandi verkefni
fyrir höndum því við erum að berj-
ast við að komast í úrslitakeppnina.
Við eigum leik við Skallagrím á
fimmtudaginn og það er nánast ann-
ar úrslitaleikur fyrir okkur og ég
hef trú á því að það lið sem vinnur
þann leik fari i úrslitakeppnina. En
við ætlum að leyfa okkur að njóta
þess yfir helgina að vera bikar-
meistarar.                -BG
Loksins
- sagði Eiríkur Önundarson sem beið lengi eftir bikar
„Maður er búinn að vera ansi lengi
í þessu án þess að fá titil. Það lengsta
sem ég hef komist i bikarnum eru 8-
liða úrslit og ég hef ekki heldur kom-
ist lengra en í fyrstu umferð í úrslita-
keppni Islandsmótsins. Það var kom-
inn tími á þetta, bæði fyrir mig og
eins eldri strákana, eins og Halldór
Kristmannsson, og þetta er það sem
borgar fyrir allt puðið sem maður
leggur á sig.
Þetta er búið að vera smáævintýri
að komast 1 þennan leik, sérstaklega
fyrir Hamarsmenn, og það er leiðin-
legt að annað liðið skuli þurfa að tapa.
En þeir mega vel við una með árang-
urinn. Það var vitað fyrir að við yrð-
um aldrei með eins fjölmennt stuðn-
ingsmannalið og Hvergerðingarnir en
þeir sem komu frá ÍR voru með mikil
læti og létu heyra vel í sér. Sjálfur hef
ég oft spilað betur en í þessum leik -
missti mig í smárugl í lokin og
smáóðagot en sem betur fer varð
það okkur ekki að falli.
Við erum að vinna þetta á liðs-
heild og allir áttu nokkuð góðan
dag. Mér fannst þeir einblína alltof
mikið á Chris Dade og hann reyndi
of mikið sjálfur í stað þess að nýta
sér þessa stráka í kringum sig.
Hann er kannski með fullgrænt ljós
í liðinu. En það var bara gott fyrir
okkur," sagði Eiríkur.       -BG
Ungu strákarnir hjá IR, Asgeir Bachmann (fremst), Hreggviöur Magnússon og
Siguröur Þorvaldsson, lengst til hægri, fagna sætum sigri.   DV-myndir ÞÖK
Vítaskotin
- fóru mörg forgöröum hjá Hamri
„Það er ekkert gaman að tapa.
Það er áfangi að komast í úrslita-
leikinn. Ég er ánægður með mína
menn því þeir gera sitt besta og
legg það upp að menn gefi sig alla
í leikina og þeir gera það og ég get
ekki beðið um meira. Við misnot-
uðum mörg vítaskot í seinni háif-
leik og tókum of mörg 3ja stiga
skot sem er ekki árangursríkt á
velli sem er ekki okkar heimavöll-
ur. Þeir spiluðu vel og skoruðu
mikið á okkur. Ég get tekið það á
mig að hafa ekki verið búinn að
láta liðið æfa víti meira því það
munar um að misnota þau. Við
spiluðum sama sóknarleikinn og
við hófum spilað frá þvi ég tók við
liðinu og við fengum ágæt færi í
sókninni. Þetta munaði svona
þremur sóknum," sagði Pétur
Ingvarsson, þjálfari Hamars. -BG
Bikarúrslit 2001
Kr. Gíslason (með Kefla-
vík 1993) gefið 10
stoðsendingar i bikarúr-
slitaleik.
IR-ingar urðu tíunda félagið til að
fagna bikarmeistaratitli í körfubolta
karla en þetta var sjötti bikarúrslita-
leikur félagsins. ÍR hafði tapaö 1971,
1972, 1979, 1983 og 1989 og hafði þvi í
raun mátt blöa í 30 ár eftir að fagna
bikarmeistaratiflinum í fyrsta sinn,
eða frá þvi í fyrsta bikarúrslitaleik
liðsins gegn KR 1971.
Eiríkur Önundarson, leikstjórnandi
ÍR, bætti stoðsendingametið í bikarúr-
slitaleik með því að gefa 11 slíkar í
leiknum á laugardag. Mest höfðu þeir
Páll Kolbeinsson (með KR 1991) og Jón
*EPSON
DEiLDMI
Njarðvlk
Tindastóll
Keflavík
KR
Haukar
Hamar
Grindavík
Skallagr.
ÍR
Þór Ak.
Valur
KFÍ
19  15
19  14
19  14
19  13
19  11
19  10
19  9
19  8
19   8
19   6
19  3
19  3
1759-1515
1687-1606
1749-1580
1686-1555
1576-1488
1585-1619
1663-1640
1547-1694
1557-1673
13 1624-1737
16 1477-1603
16 1624-1824
Ncesta umferð hefst á fimmtudaginn
og leika þá Valur-Hamar, Grinda-
vík-Haukar, Keflavík-Þór Ak., Tinda-
stóll-KFÍ, ÍR-Skalfágrímur. Á föstu-
dag mætast Njárövík og KR.
Metsendingin hjá Eiriki kom í undir-
búning Eiríks fyrir glæsilega troðslu
Cedrick Holmes einni og hálfri mínútu
fyrir leikslok en síðustu tíu stig Breið-
hyltinga komu síðan af vítalínunni.
Átta af stoðsendingum Eiríks komu í
seinni hálfleik, þar af fimm í þriðja
leikhluta en í þeim leikhluta, sem IR
vann 30-20, lagði Breiðholtsliðiö
grunninn að sigrinum. Eiríkur var þá
einnig með átta stig.
Hamarsmenn uröu þriðju nýliðar i
bikarúrslitaleik í röð til að tapa sinum
fyrsta bikarúrslitaleik en fimm af
síðustu sex bikarúrslitaliðum hafa tap-
að i frumraun sinni í Höllinni. Síðasta
lið til að vinna í sinni fyrstu ferð í
Laugardalinn var Grindavik sem vann
sinn fyrsta leik 1995 og hefur síðan
unnið tvo bikarmeistaratitla til viðbót-
ar.
ÍR-ingar urðu aftur á móti fyrstu ný-
liðar í úrvalsdeild í 19 ár til að vinna
bikarinn en Framarar gerðu slikt hið
sama í bikarkeppninni 1982. Reyndar
eru þessi tvö lið þau einu sem hafa
komist í bikarúrslitaleik á sínu nýliða-
ári i úrvalsdeild og hafa því nýliðar í
úrvalsdeild 100% sigurhlutfall í bikar-
úrslitum.
ÍR-ingar brutu líka upp venju siöustu
þriggja ára um það að lið sem hafði
tapað síðasta deildarleik milli bikarúr-
slitaliðanna fyrir úrslitaleikinn myndi
fagna bikarmeistaratitlinum. ÍR-ingar
unnu deildarleik liðanna aðeins níu
dögum áöur og svo aftur i Höllinni um
helgina.
Hamarsmenn tópuðu jjarna sínum
þriðja leik í röð þegar IR-ingar unnu
sinn þriðja leik í röð og enn fremur
sinn flmmta sigur 1 siðustu sex leikj-
um.
Bikarinn fór nú í fyrsta sinn til
Reykjavíkur í tíu ár, eða síðan KR-ing-
ar unnu hann 1991. Reykjaneslið
(Haukar þar meðtaldir) höfðu unnið
bikarmejstaratitilinn níu ár í röö fyrir
keppnina'í ár, þar af lið frá Suðurnesj-
um átta þeirra.              -ÓÓJ
Litlar varnir
- þegar KFÍ vann Grindavík
KFI-Grindavík 101-99
9-7, 14-22, (22-26), 29-35, 38-39, 46-46,
(56-53), 63-57, 63-65, 70-69, (77-75),
82-78, 91-85, 98-94, 101-99.
Stig KFÍ: Dwayne Fontana 33,
Svelnn Blöndal 24, Ales Zivanovic 19,
Baldur Ingi Jónasson 16, Magnús
Guðmundsson 4, Hrafn Kristjánsson
2, Gestur Sævarsson 2, Branisalv
Dragojlovic 1.
Stig Grindavikur: Páll Axel Vil-
bergsson 28, Guðlaugur Eyjólfsson 26,
Dagur Þórisson 14, Pétur Guðmunds-
son 11, Bergur Hinriksson 7, Kristján
Guðlaugsson 6, Davíð Þór Jónsson 5,
Elentínus Margeirsson 2.
Fráköst: KFÍ 44 (12 í sókn, 32 í vörn,
Zivanovic 17, Fontana 11), Grindavík
31 (10 í sókn, 21 í vörn, Páll Axel 10).
Stoösendingar: KFÍ 17 (Sveinn,
Hrafn 4), Grindavík 19 (Elentínus 6).
Stolnir boltar: KFÍ 4 (Sveinn, Hrafn
Zivanovic, Fontana ll), Grindavík 6
(Guðlaugur 2).
Tapaðir boltar: KFl 13, Grindavík 7.
Varin skot: KFÍ 2 (Sveinn, Fontana),
Grindavík 2 (Guðlaugur 2).
3ja stiga: KFl 11/5, Grindavík 43/16.
Vfti: KFl 25/16, Grindavík 11/7.
Dómarar    (1-10):
Rúnarsson    og
Hreiðarsson (7).
Gœði leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 120.
Björgvin
Rögnvaldur
Maður leiksins: Páll Axel
Það var ekki burðugur varnar-
leikur sem KFÍ og Grindavík sýndu
fáum áhorfendum í Jakanum á Isa-
firði i frestuðum leik sínum í EP-
SON-deildinni á fóstudaginn var.
Bæði lið nýttu sér vel styrkleika
sína í sókninni: Grindvíkingar
skutu grimmt utan af velli á meðan
heimamenn skoruðu flest sín stig
undir körfunni þar sem þeir nutu
liðsmunar. Billy Keys, hinn nýi
bandaríski leikmaður Grindvik-
ingaa, mátti ekki leika þennan leik
þar sem hann var ekki orðinn lög-
legur þegar leikurinn átti að fara
fram. Við þetta vænkaðist hagur
heimamanna nokkuð fyrir fram séð
en frábær barátta og sterk liðsheild
gestanna frá Grindavík dró þá
áfram í leiknum og hefði sigurinn
hæglega getað orðið þeirra.
Staðan eftir fyrsta leikhluta var
22-26 fyrir Grindavík og þá þegar
var Páll Axel búinn að skora þrjár
þriggja stiga körfur og setja samtals
11 stig í leiknum.
Dwayne Fontana skoraði fyrstu 9
stig heimamanna í öðrum leikhluta
en gestirnir neituðu að láta forskot-
ið frá sér framan af og það var ekki
fyrr en á síðustu mínútu hálfleiks-
ins að Baldur Ingi kom KFÍ í for-
ystu með þriggja stiga körfu og stað-
an var 56-53 í hálfleik.
Eftir 4 mínútur þriðja leikhluta
var KFÍ komið með 6 stiga forystu
en þá komu 8 stig í röð hjá gestun-
um. Fram eftir fjórðungnum skipt-
ust liðin á að hafa forystu en það
voru heimamenn sem skoruðu 4 síð-
ustu stigin og staðan var 77-75 við
lok leikhlutans. Ales Zivanovic,
hinn stæðilegi leikmaður KFÍ, naut
sín vel í fjórðungnum og gekk
heimamönnum betur að finna hann
en Fontana sem var í strangri gæslu
Péturs Guðmundssonar.
í síðasta leikhlutanum náðu
Grindvíkingar forystunni, 82-84,
með þriggja stiga körfu frá Páli Ax-
el en þá fylgdu 5 stig í röð hjá
heimamönnum og þeir komust 3
stig yfir. Eftir það létu þeir foryst-
una ekki af hendi þrátt fyrir harða
hríð gestanna og lokatölurnar urðu
101-99 fyrir KFÍ og þriðji sigur liðs-
ins var staðreynd. Hann dugar þó
skammt þar sem ljóst var eftir leik-
inn gegn^Njarðvík að þeir væru
fallnir í 1. deild.
Ales Zivanovic lék vel fyrir
heimamenn og Fontana skilaði sínu
að venju. Sveinn Blöndal og Baldur
Ingi áttu góðan leik í sókninni og
Hrafn stjórnaði liðinu vel.
Hjá gestunum voru þeir Páll Axel
og Guðlaugur í fantaformi og gekk
heimamönnum ekkert að ráða við
þá. Auk stiganna 28 tók Páll 10 frá-
köst og sendi 5 stoðsendingar og átti
því mjög góðan heildarleik. Dagur
Þórisson kom sterkur af bekknum
og var með 100% skotnýtingu í
tveggja stiga skotum, hitti úr 7 af 7
og gerði 14 stig þótt hann léki að-
eins í 15 mínútur. Þá stóð Pétur
Guðmundsson sig vel að venju.
-TBS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38