Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001
27
Sport
Lið aldarinnar í
karlaflokki
Hér til vinstri eru verö-
launahafar hjá körlunum.
Talið frá vinstri: Friörik Ingi
Rúnarsson, aðstoðarþjálf-
ari liðs aldarinnar, Jón Otti
Ólafsson, besti dómarinn,
Torfi Magnússon, Guð-
mundur Bragason, Pétur
Guðmundsson, Símon
Ólafsson, Valur Ingimund-
arson og Einar Bollason,
besti þjálfarinn og leikmaö-
ur liðsins.
Neðri röð frá vinstri: Leifur
Garðarsson aðstoðardóm-
ari, Teitur Örlygsson,
Pálmar Sigurðsson, Kol-
beinn Pálsson, Þorsteinn
Hallgrimsson, Jón Sig-
urðsson og Jón Kr. Gísla-
son.
DV-myndir PÖK
Lið aldarinnar hjá KKÍ tilkynnt í bikarúrslitaleikjunum á laugardaginn:
kempur heiðraðar - Einar Bollason, spilandi þjálfari - mæðgur í kvennaliðinu
Fjörutíu ára afmælishátlð
Körfuknattleikssambands íslands fór
fram um helgina. Sambandið kynnti
bæði glæsilega bók um sögu körfu-
boltans og kallaði einnig saman besta
körfuboltafólk síðustu aldar á bikar-
úrslitaleikjunum tveimur sem fram
fóru í Höllinni á laugardag.
KKÍ hafði kallað saman góðan hóp
körfuboltaáhugafólks til að velja
saman tólf manna lið aldarinnar i
bæði karla- og kvennaflokki, sem og
besta þjálfarann, besta dómarann og
besta leikmann aldarinnar í karla- og
kvennaflokki.
Valinn var 50 manna dómanefnd í
karlaflokki og 25 mann dómnefnd í
kvennaflokki. Gunnar Freyr Steins-
son, umsjónarmaður heimasíðu KKÍ
og heimasíðu KKDÍ, hafði veg og
vanda af þessari kosningu og afhenti,
ásamt Ólafi Rafnssyni, formanni
KKÍ, þeim leikmönnum sem komust í
liðið verðlaunaskjöld til minja.
Ýmsir skemmtilegir hlutir voru ör-
ugglega rifjaðir upp í þessum góðra
vina hópi en athygli vakti að karla-
liðið tefldi fram spilandi þjálfara og í
kvennaliðinu voru mæðgur.
Haföi þjálfaö alla
Einar Bollason, sem þjálfaði bæði
KR, Hauka og islenska landsliðið
með árangri, var valinn besti þjálfar-
inn og hann var einnig í liði aldar-
innar sem leikmaður. Það vakti
mikla kátinu að Einar hafði lika
þjálfað alla hina 11 leikmennina í liði
aldarinnar á ferli sínum sem þjálfari.
Aðastoðarþjálfari Einars var valinn
Friðrik Ingi Rúnarsson.
Pétur Guðmundsson, eini íslend-
ingurinn sem hefur komist í NBA-
deildiria, var valinn besti leikmaður
aldarinnar og þeir Jón Otti Ólafsson
og Leifur Garðarson bestu dómararn-
ir.
í karlaliðið völdust eftirtaldir leik-
menn: Byrjunarliöið skipuðu þeir
Jón Sigurðsson, Jón Kr. Glslason,
Teitur Örlygsson, Valur Ingimundar-
son og Pétur Guðmundsson. Aðrir
leikmenn eru Þorsteinn Hallgrims-
son, Pálmar Sigurðsson, Kolbeinn
Pálsson, Torfi Magnússon, Símon
Ólafsson og Einar Bollason, KR.
Anna María Sveinsdóttir var valin
besti leikmaður aldarinnar en hún
gat því miður ekki verið viðstödd þar
sem hún eignaðist barn í vikunni á
undan. Kvennaliðið innihélt mæðgur
þvl Kolbrún Leifsdóttir og dóttir
hennar, Alda Leif Jónsdóttir, voru
báðar valdar í liðið, Kolbrún sem
miðherji og Alda Leif sem bakvörð-
ur.
í kvennaliðið völdust eftirtaldir
leikmenn: Byrjunarliðið skipuðu þær
Björg Hafsteinsdóttir, Linda Jóns-
dóttir, Linda Stefánsdóttir, Guðbjörg
Norðfjörð og Anna María Sveinsdótt-
ir. Aðrir leikmenn eru Emilía Sig-
urðardóttir, Erla Reynisdóttir, Alda
Leif Jónsdóttir, Hafdís Helgadóttir,
Hanna Kjartansdóttir, Erla Þor-
steinsdóttir og Kolbrún Leifsdóttir.
-ÓÓJ
Lið aldarinnar hjá konunum
Hér til hægri er lið aldarinnar í kvennaflokki. Efri
röð frá vinstri: Kolbrún Leifsdóttir sem tók einnig
við verðlaunum dóttur sinnar, Öldu Leifar
Jónsdóttur, sem var að spila í Danmörku, Emilía
Sigurðardóttir, Linda Stefánsdóttir og Erla
Þorsteinsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Hafdís
Helgadóttir, Guðbjörg Norðfjörð sem tók einnig
við verðlaunum Hönnu B. Kjartansdóttur sem var
veik, Helga Ragnarsdóttir sem tók við verð-
launum dóttur sinnar, Erlu Reynisdóttur, sem er
við nám erlendis, Björg Hafsteinsdóttir sem tók
einnig við verðlaunum Önnu Maríu Sveinsdóttur
sem er að ná sér eftir barnsburð og loks Linda
Jónsdóttir. Anna María Sveinsdóttir, hér að
neðan, var kosin besti leikmaður aldarinnar í
kvennaflokki.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38