Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						r 556  *
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS :
SÆSLMGAN m MEÍNLAUS FISKUH
MARGAR sögur ganga um hræði-
legt kynjadýr í hafinu, sem sjó-
menn hafa kallað sæslöngu, eða
hina miklu sæslöngu. Sumir heldu
að sögur þessar væri ekki annað
en sjómannaykjur. en svo komu
mentaðir menn og staðfestu þessar
sögur. Má þar til nefna prófessor
A. C. Oudeman, sem birti ritgerð,
er hann nefndi „Hin mikla sæ-
slanga" og hafði þar þessa lýsingu
á henni eftir enskum skipstjóra:
„Hinn 28. ágúst 1852 um klukkan
hálfþrjú, vorum vjer flestir undir
þiljum og ætluðum að byrja mál-
tíð, en þá kallar stýrimaður og
biður oss alla að koma á þiljur ef
vjer viljum fá að sjá furðulega
sjón. Um 500 yards frá skipinu sá-
um vjer þá haus og háls á gríðar-
legri sæslöngu upp úr sjónum og
hún bljes langar leiðir eins og hval-
ur. (Það er eitthvað málum bland-
að). Á hnakkanum og bakinu var
kambur, líkastur hanakamb, og
hún synti mjög hægt, en dró þó á
eftir sjer 50—60 yards straumrák.
Hún var græn á litinn með ljósum
blettum. Hver einasti maður á
skipinu sá hana, en þegar skipið
nálgaðist seig hún í kaf."
Enskur  sjóliðsforingi   segir  svo
gróðurlendur, gera skrúðgarða
milli klappa og græna og fagra
bakka að ánum alla leið til sjávar.
Og svo er kjarninn í þessari hug-
mynd sá, að láta laxinn vera al-
friðaðan fyrir neðan rafmagnsstöð-
ina, svo að borgararnir geti haft
yndi af því að horfa á sporðaköst
hans í tæru vatninu, sem fossar
og streymir fram um þennan mikla
skrúðgarð.
frá (um 1852): „Yður mun öll furða
að heyra að vjer höfum sjeð hina
miklu sæslöngu. Það urðu svo mik-
il köll og læti að jeg helt fyrst að
kviknað væri í skipinu. Jeg rauk
upp á þiljur og þá sá jeg hina
furðulegustu sjón, og skal nú reyna
að lýsa henni. Slangan reis á að
giska 16 fet upp úr sjónum og
hækkaði sig ýmist eða lækkaði. Á
hnakkanum og hálsinum var kamb
ur líkastur gríðarmikilli sög. Fjöldi
fugla hafði safnast að henni og
vjer heldum fyrst að þetta væri
dauður hvalur. En það stóð straum-
sog aftur af honum likt og kjölfar
eftir bát. Af stærð haussins og því
sem vjer sáum af hálsinum giskuð-
um vjer á að hún mundi vera um
60 fet á lengd, en hún getur vel
hafa verið lengri. Þegar við áttum
svo sem hundrað yards að henni
stakk hún sjer á kaf. Seinna kom
hún þó upp aftur og einn af skip-
verjum teiknaði þá mynd af
hcnni...."
Þessi mikla sæslanga er engin
slanga heldur fiskur, sem á latínu
er nefndur „Regalecus glesne", en
Englendingar kalla „oarfish". Hann
hcfur lcngi verið kunnur meðal
vísindamanna, því að árið 1771
varð danskur náttúrufræðingur,
Morten T. Brunnich, fyrstur til að
lýsa honum. En fiskurinn er mjög
sjaldgæfur. Þeir fiskar, sem vís-
indamenn hafa náð að rannsaka,
hafa ekki verið nema 10—12 fet á
lengd, en miklu stærri fiskar hafa
sjest. — Þannig hefur Norbury
lávarður sagt frá miklu stærra fiski
sem hann sá 1848. Norbury var þá
forstjóri nafnkunnugs fiskkaupa-
firma í Edinborg og hafði farið út
með veiðiskipi. Hann segir að ein-
hvern dag hafi sjómennirnir sjeð
eitthvert ferlíki í sjónum, er helst
líktist slöngu. Sjómennirnir voru
ekkert hræddir við þessa furðu-
skepnu. Þeim tókst að veiða hana
og koma henni upp á þilfar, en þá
var hún svo löng, að hún stóð bæði
aftur og fram af skipinu, en það
var 60 fet á lengd. Norbury hafði
ekki skilning á því hve merkilega
veiði skipið hafði fengið. Honum
leist ólánlega á fiskinn og skipaði
körlunum að skera hann sundur og
kasta honum fyrir borð. Það þótti
honum þó merkilegt, að sjómenn-
irnir undruðust ekki lengd skepn-
unnar, en sögðu að þeir hefði sjeð
miklu stærri sæslöngu áður.
í febrúarmánuði árið 1901 kom
Indíáni nokkur heldur kampakát-
ur til Newport í Kaliforníu og sagð-
ist hafa veitt sæslöngu í brimgarð-
Fih. á bls.  561.
I I .(¦'
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 549
Blašsķša 549
Blašsķša 550
Blašsķša 550
Blašsķša 551
Blašsķša 551
Blašsķša 552
Blašsķša 552
Blašsķša 553
Blašsķša 553
Blašsķša 554
Blašsķša 554
Blašsķša 555
Blašsķša 555
Blašsķša 556
Blašsķša 556
Blašsķša 557
Blašsķša 557
Blašsķša 558
Blašsķša 558
Blašsķša 559
Blašsķša 559
Blašsķša 560
Blašsķša 560
Blašsķša 561
Blašsķša 561
Blašsķša 562
Blašsķša 562
Blašsķša 563
Blašsķša 563
Blašsķša 564
Blašsķša 564