Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Blaðsíða 8
Sigríður Gröndal. Tímamót urðu hjá henni sl. vetur og vor, þegar hún söng í Töfra- flautunni og vann í söngva- keppni sjónvarpsins. Eftir áramótin liggur leiðin til framhaldsnáms í Hollandi. Síðan 1978 hefur Sigríður verið við söngnám í Tónlist- arskólanum hjá Sieglinde Kahmann, sem segir um þennan nemanda sinn: „Sig- ríði þarf ekkert að segja nema einu sinni.“ mann og hafði þá sjálfur talað við hana. Nú er ég harla ánægð með að hann skyldi gera þetta; Sieglinde er stórkostlegur kenn- ari. En framan af og lengi vel stundaði ég söngnámið alls ekki af fyllstu alvöru; það var ekki fyrr en í vor að alvaran kom til skjalanna. Ég hafði aldrei og hef ekki ennþá óbilandi sjálfs- traust, eða aga á sjálfri mér, er víst of mikill íslendingur í mér og gef mér lausan tauminn. Mig hefur vantað framagirni og metnað og ekki get ég sagt að sjálft söngnámið yrði til að bæta úr þeirri vöntun. En ef ég reyni á annað borð, þá reyni ég heils hugar. Ég hef stundað söngnámið í Tónlistarskólanum í fimm ár og Syng sjálfri mér til ánægju kannski átti tónlistin sinn þátt í því, eða réttara sagt tónlistar- leysið í Þórshöfn. Færeyjar eru smáar og í tónlistarlífi var næsta lítið sem gerðist og mun- urinn á því og í Reykjavík er alveg ótrúlega mikill. Mig lang- aði til að læra meira, en ekki var neinn söngkennari í Færeyjum þá“ En síðan eru liðin 6 ár; hafa þau verið viðburöarík? „Já, afskaplega. Svo viðburða- rík, að ég hlýt að hafa náð upp öllu stressinu, sem ég missti af í Færeyjum. Mestan part hefur það komið til af því, að ég hef unnið fulla vinnu með söngnám- inu, sem hófst haustið 1978, þeg- ar faðir minn hálfpartinn ýtti mér útí nám hjá Sieglinde Kah- Snemma á síðastliðnu vori vakti Sigríður Gröndal athygli alþjóðar með því að sigra í söngvakeppni sjónvarpsins. Hún þótti vel að sigrinum komin; hefur mjög hljómfagra rödd, og ekki vakti það síður athygli og aðdáun, hvað hún beitti henni kunnáttusamlega miðað við söngvara, sem ekki hefur lokið sínu námi. Þessi atburður mark- aði nokkur tímamót í lífi Sigríð- ar; kannski réð hann úrslitum í þá veru, að nú fannst Sigríði hún þurfa að láta reyna á það fyrir alvöru, hversu langt hún gæti náð á þessu sviði. Að klífa sönglistartindana er bæði löng leið og brött og sú ákvörðun að halda utan til framhaldsnáms í söng, markar trúlega mikilvæg þáttaskil fyrir hvern og einn. Sigríður Gröndal hefur tekið þessa stefnu og af því tilefni ræddi ég við hana og í upphafi samtals okkar spurði ég hana hvort henni þætti hún eiga langa og erfiða leið framundan. „Það veit enginn á þessu stigi. Allt fer það eftir því hvernig maður vinnur, en framhjá því verður ekki komizt, að þetta er geysileg vinna og um leið mikil sjálfsafneitun. Það er sjálfgefið, að maður verður að fórna ýmsu því, sem þægilegt þykir og skemmtilegt að búa við; þar á meðal samkvæmislífi, vinum og kunningjum. Hvort tveggja er, að geysilegur tími fer í æfingar og eins hitt, að undirstaðan er að lifa reglusömu lífi: Ekkert tóbak, ekkert áfengi, hafa góða reglu á svefntímanum og svo framvegis." Viltu fórna öllu fyrir góðan árangur og frama á sönglist- arbrautinni? „Nei, ekki öllu. Ekki eigin- manninum til dæmis. Hann heitir Kristinn Gestsson; er sölumaður hjá Heimilistækjum hf. — og syngur alls ekki. En hann hefur mjög góðan skilning á því, hvað söngurinn er mér mikils virði og hann styður mig algerlega. Annars væri þetta ekki. hægt. Við eigum ekki börn og má segja að það sé kostur, þegar maður stendur frammi fyrir ákvörðun um framhalds- nám erlendis. Annars virðist það aðeins til góðs fyrir söng- konur að eignast börn; dæmin sanna það.“ Áður en við höldum lengra, er bezt að ég spyrji að gömlum og góðum íslenzkum sið: Hverra manna ertu? „Ég er upprunnin í Reykjavík. Móðir mín er Valgerður Bjarna- dóttir Gröndal — og hefur verið húsmóðir — en faðir minn er Páll Gröndal cellóleikari, sem lék lengi í Sinfóníunni og var skólastjóri Tónlistarskólans í Rætt við Sigrídi Gröndai sem vann söngva- keppni sjón- varpsins í vor og syngur með Sinfóníuhljómsveit fslands $. des. unum; var send þangað af Raf- veitu Hafnarfjarðar, þar sem ég vann þá, og tel að það hafi haft góð áhrif fyrir utan það, að á námskeiðinu kynntist ég mann- inum mínum. Þá var ég nýlega flutt aftur til íslands frá Fær- eyjum." Frá Færeyjum, hvað dró þig þangað? „Ástin. Ég varð ástfangin 17 ára eins og kemur fyrir á beztu bæjum; trúlofaðist Færeyingi og fylgdi honum heim. Við fórum að búa þó ég væri svona kornung og sem sagt: Ég hef reynslu af því að vera húsmóðir í Færeyj- um, nánar tiltekið í Þórshöfn. Þar fór ég í verzlunarskóla, söng í kór og líkaði vel. Og færeysku lærði ég svo reiprennandi, að þeir heyrðu ekki annað en ég væri Færeyingur. Ég kunni vel við mig þar.“ Hafnarfirði um tíma. Foreldrar mínir hafa slitið samvistir og faðir minn er fluttur til Amer- íku, þar sem hann kennir á celló og stundar nám í electrónískri tónlist. Ég ólst upp við tónlist eins og nærri má geta, var í barnakór- um og hafði gaman af söng, en ætlaði mér aldrei að verða söngkona. Á barnsaldri var ég mjög feimin og átti erfitt með að koma frarn." En þú hefur komizt yfir feimn- ina? „Já, en ekki skrekkinn við að koma fram, hann fer víst aldrei. En það er hægt að gera ýmislegt til að losna við feimni, sem er hvimleið. Ég fór til dæmis á Dale Carnegie-námskeið á dög- Þótti þér munurinn iítill á Þórshöfn og Reykjavík? „Nei, hann er mikill — ekki sízt vegna þess, að í Færeyjum er ekkert stress. Það er ekki til, aldrei. Færeyingar eru mjög ólíkir okkur; þeir eru nægjusam- ir, gera sér enga rellu útaf því þótt sólin skíni ekki nema sjald- an; jafnvel ennþá sjaldnar en á íslandi. Þeir eru ánægðir með sitt hlutskipti, ekki kröfugerð- armenn og segja: Þetta er bara svona — við búum í Færeyjum. Ég vann sem gjaldkeri hjá s’tóru innflutningsfyrirtæki, fékk hátt kaup og hafði það gott. Það voru engin fjárhagsvand- ræði eða skuldabasl hjá okkur. En svo slitnaði uppúr þessu sambandi við Færeyinginn og 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.