Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Blaðsíða 3
E H 1-BgBjHf SlHHSIýlSHEfAlllSiasS] Útgefandi: Hf. Aivakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Á myndinni er Sigurður Þórir listmálari, sem opnar stóra einkasýningu á Kjarvalsstöðum í dag. Við- fangsefni Sigurðar er umfram allt maðurinn í um- hverfi sínu. Myndin, sem þama sést heitir „Hér sit ég“, olíumynd frá 1987,105x80 sm. Sigurður segir frá ferli sínum og skoðunum á listinni í samtali við Kristínu Ómarsdóttur, sem einnig birtist hér í blað- inu. Tízkan hefur oft farið út á skiýtnar brautir, þegar reynt hefur verið að flikka uppá sköpunarverkið. Hinar ótrúlegustu píslir hafa einkum verið lagðar á kven- fólkið í þessu augnamiði, stundum til að mjókka mittið meira en skaparinn gerði ráð fyrir, eða smækka fæturna. Armand Hammer iætur viðskiptin blómstra, ekki bara í Sov- étríkjunum, heldur einnig í Kína. Enginn maður hefur þekkt persónulega jafn marga leiðtoga risa- veldanna og á gamals aldri er hann ennþá áhrifamik- ill og þakkar sér jafnvel hlut í Reykjavíkurfundi leið- toganna 1986. Þetta er síðari hluti samantektar úr sjálfsævisögu Hammers. Kýpur er ókunnugt land flestum íslendingum, en þar er margt að sjá og ekki bregst sólin þar. í Ferðablaði Lesbókar er frá því sagt að Kýpur verður nýr áfanga- staður Flugleiða þann 31. marz þegar flug hefst þangað í samvinnu við Luxair. Einnig er kynning á Kýpur fyrir íslenzka ferðamenn og upplýsingar um ferðaþjónustu þar. GRÉTA SIGFÚSDÓTTIR Spilaborgin Ég reisti mér skýjaborg skýjum ofar þar sem stillur ríkja og allt er hljðtt lögð gulli sólar og silfri mánans á dökkum grunni blasti hún við sýn með ótal burstir Ég var sem í leiðslu uns lauk ég við listasmíðina glæstu á öldum Ijósvakans ómur mér barst frá alheimsins innsta kjama Þá læddist úr æsku að mér efasemd sem æ hefur fylgt mér síðan Og upp lukust augu mín lýti ég sá á listasmíðinni glæstu en hönd mín geigaði er ég hróflaði við hugverki reistu úr spilum og borgin hún hrundi spil fyrir spil og sjálf fórst ég líka borginni með um leið og hún hrundi til grunna R B B VangaveRur um lífsorkuna týndu Undarlega margir virðast hallast að því að ekki tæki því að vanda lífemi sitt ef ekki væri vissan um persónulegt fram- haldslíf eftir dauðann. Mætustu menn hafa haft þessa afstöðu, þó að skynsamlegra virð- ist að minnast hins, að því færri sem tæki- færin em þeim mun meira aðkallandi er að nýta þau tækifæri vel sem gefast. Það framhaldslíf sem ýmsir telja sig hafa kynni af gegnum spíritismann þykir mér ekki sérlega aðlaðandi. En á þeim slóðum virðast hinir framliðnu vera með nefið niðri í hvers manns koppi héma megin grafar, og fylgjast grannt með öllum athöfnum ættingja sinna og vina, jafnt því sem fag- urt er og eftirbreytnivert og hinu sem ófag- urt kann að vera og jafnvel niðurlægjandi. Hins vegar segja þeir litlar fréttir úr sinni sveit. Mætti ég biðjast undan himnaríkisvist af þessu tagj þegar röðin kemur að mér. Hefðbundin trú á framhaldslíf er ævin- lega tengd tvíhyggjunni; að auk líkamans hafi vissar lífverur „sál“, sem geti átt sjálf- stæða persónulega tilveru óháða líkamanum og þannig sé það eftir dauðann. Það sé ein- göngu sálin, sem „lifir“ dauðann, og því eigi dýr og jurtir sér ekki framhaldslíf, held- ur aðeins maðurinn, enda hafi dýr ekki sál. Mér er hins vegar ekki um tvíhyggjuna gefið. Einsætt virðist að allt atgervi lífvera flytjist milli einstaklinga og kynslóða með erfðunum og sé þannig einn þátturinn í ein- ingu efnis og lífs. Tilvera „sálarinnar" þyk- ir mér líka um of á huldu, bæði hvemig hún komi til, svo og hvert sé umdæmi henn- ar og verksvið. Hún fellur þannig ekki að minni hugmyndafræði. Er hægt að sann- reyna einhvem raunveruleika varðandi sál? Er sál ekki einungis nafn sem hefur verið gefið vissri líkamsstarfsemi þroskuðustu lífvera, þ.e. manna? Með lífið er þetta hins vegar allt á hreinu, hvemig það æxlast og birtist, enda hlýtur líka allt líf að vera „gjaldgengt" hversu smátt og lítilmótlegt sem það er. Lífið er líka óumdeilanleg staðreynd; það staðfestir dauðinn. Jafnframt verður að álykta að allt líf sé á einhvem hátt óefniskenndrar ættar, hvað sem það nú merkir, enda hefur ekki tekist að búa til líf, þó að allur hlutkenndur efnivið- ur sem ævinlega er umgerð þess lífs sem við þekkjum hafi verið tiltækur. Lífið er leyndardómsfullt og furðulegt fyrirbæri, enda allt á huldu um innsta eðli þess. Aðeins þekkjum við einkenni þess, að auk viðhalds sjálfs sín og tegundarinnar eigi líf sér alltaf þann eiginleika að bregð- ast við áorkan, ýmist með skynjun eða með svörun áreitis. Jafnvel jurtir skynja á ýmsan hátt. Að vísu munu fmmstæðustu viðbrögð aðeins vera svörun áreitis, svo sem eins og þegar blóm snúa sér mót sólu. — Og mér dettur í hug svona í leiðinni að þannig gæti það líka verið með eitt af gömlu greni- tijánum mínum á Laxatanga, sem með stuttu en afar þéttu limi sínu móti norðanátt- inni hefur myndað óvenjulegan og sam- þjappaðan skjólvegg, meðan syðri helmingur trésins á sér eðlilegan gisnari vöxt. — Þeg- ar jurtir taka upp á því að veiða skordýr sér til matar verður það aftur á móti varla kallað annað en skynjun. Hjá þróaðra lífi gæti þessi eiginleiki verið eitthvað meira en skynjun; að minnsta kosti á hann lítið skylt við skynjun frumstæðra lífvera. — Ég var til dæmis að taka fyrir nokkru vitni að því að hundur einn sat makindalega nokkra stund og virtist „hugsi“, uns hann auðsjáanlega tók „ákvörðun" er leiddi til umsvifa sem lukkuð- ust vegna þess að þau voru fyrirfram hug- suð („skipulögð"). Hins vegar sá ég litlu síðar sauðkind í líkri aðstöðu. Þar var allt öðruvísi að staðið, enda árangurinn eftir því. Því þróaðri sem lífveran er því fullkomn- ari er skynjunin, uns ekki verður greint hvenær vitund er farin að vaxa upp úr henni, „ég veit af mér, þess vegna er ég til“. Allt líf á jörðinni er talið vera af einum stofni. Það ýtir undir þá hugmynd að hafi líf hlutverki að gegna í þróun alheimsins þá eigi það við um allt líf, en ekki manninn einan. í bók Gunnars Dal, „Heimsmynd okkar tíma“, er einn úr viðræðuhópi látinn segja: „Það verður ekkert vit í þessari heimsmynd okkar nema við gerum ráð fyrir því að efni, orka, andi og líf sé allt jafn upprunalegt og eigi sér sameiginlegan grundvöll." Við höfum fyrir satt að massi alheimsins hvorki aukist né minnki, heldur breyti að- eins um eðli og form. Af þessu mun leiða að öll orka nýtist á einhvem hátt, en geti ekki horfið sporlaust. En á hvem hátt á þá lífið, lífsorkan, sameiginlegan grundvöll með anda, annarri orku og efni, eins og fólkinu í bókinni hans Gunnars Dal þótti svo nauðsynlegt? Hvað um allt það reginmagn af ýmis konar smágera lífi sem deyr á hausti árs- tíðanna, og hvað um allt það þróaðra líf sem deyr á hausti lífdaga sinna, þar á meðal manninn? Hér kemur svo til allur sá skari hnatta þar sem trúlegt þykir að líf muni dafna. Hvað um allt þetta líf, alla þessa orku, er hún ekki liður i stóra dæminu, heimsmyndinni? Eða er þetta eina orkan í henni veröld sem horfíð getur sporlaust og án þess að nýtast til eins né neins í þróun alheimsins? Af öllu stórfenglegu og undursamlegu í tilveranni er lífið þó það langmerkilegasta. Er ekki óhugsandi að allt það líf sem sér dagsins ljós sé til þess eins kveikt að hverfa sporlaust á hausti lífdaganna? Stríðir það ekki gegn lögmálum sköpunarverksins? Lífið hlýtur að gegna mikilvægu hlut- verki eftir að það skilur við líkamann, veiga- meira hlutverki en allt annað, kannski þarf „Skaparinn" beinlínis á því að halda í þeirri eilífu hringrás alls sem er. Er það hofmóður að telja það hugsanlegt að þetta einstæða og undursamlega fyrirbæri, lífið og orka þess, nýtist allt á þann tigna hátt að eiga hlut í að byggja upp sjálfan „Guðdóminn?" BJÖRN STEFFENSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. FEBRÚAR 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.