Morgunblaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2004 45 ✝ JónasínaBjarnadóttir fæddist í Alviðru í Dýrafirði 11. sept- ember 1908. Hún lést á dvalarheim- ilinu Höfða á Akra- nesi 26. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Gunnjóna Vigfúsdóttir og Bjarni Sigurðsson, bændur í Dýra- firði. Jónasína var næstelst 14 al- systkina, sem nú eru látin, nema Vigfúsína vistmaður á Hrafnistu og Ingibjörg bóndi á Gnúpufelli í Eyjafirði. Elst var Rannveig hálfsystir þeirra samfeðra. Jónasína giftist Þorsteini Böðvars- syni 1930 og bjuggu þau í 40 ár í Graf- ardal. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: Kristján, kvæntur Guðríði Sveinsdótt- ur, Böðvar, kvæntur Ásrúnu Jóhannes- dóttur, Bjarni og Sigríður, gift Erni Haukssyni. Jónasína á 12 barnabörn og 23 langömmubörn. Útför Jónasínu fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma. Þú varst svo dugleg að gefa okk- ur af visku þinni og þolinmæðin var óþrjótandi. Þegar við komum heim úr skólanum sast þú inni í herbergi við hannyrðir þínar, herberginu sem ávallt var kallað ömmuher- bergi. Þar sátum við oft og þú sagð- ir okkur frá æsku þinni og að við ættum að vera ánægðar með það sem við ættum. Þetta ljóð minnir okkur á þessar stundir. Barnið mitt, brjóttu nú ekki gullið þitt, þó þú eignist önnur ný, ekki skaltu henda því. Margir eiga engin gull, ýmsir mörg, sumir fá. Geymdu þitt á góðum stað, gefðu seinna öðrum það, þeim sem ekkert á. (Guðmundur Böðvarsson.) Amma, takk fyrir ánægjulegar minningar og hvíl þú í friði. Sofnar í skógi sá fugl sem í dag hefur fundið fegurstan stað undir hreiður fegursta staðinn sem fundinn verður í ár og þess vegna er vorkvöldsins faðmur fagur og breiður „og himinninn heiður og blár“ (Guðmundur Böðvarsson.) Systurnar Hjördís og Steinunn. Þar sem hafaldan skellur á skerj- um við grýtta strönd Dýrafjarðar fæddist hún Jónasína Bjarnadóttir. Foreldrar hennar bjuggu þá á Skaga. Fyrsta sýn hennar var því tign vestfiskra fjalla og marg- breytileiki hafsins. Foreldrar henn- ar voru eins og hún börn síns tíma, fólk sem stritaði hörðum höndum. Bjarni var sjómaður, stór og ramm- ur að afli svo sögur fóru af. Sigríð- ur Gunnjóna var fíngerð og lífsglöð, einkabarn sinna foreldra. Var til uppeldis hennar vandað og hún menntuð meira en almennt gerðist, m.a. lærði hún á orgel. Hún söng mikið með börnum sínum ungum. Bjarni var einnig söngmaður og söng í kirkjukór. Með óm söngsins og nið hafsins í sál sinni fór Jón- asína að vinna ung heima og heim- an. Ung stúlka er hún komin suður í Borgarfjörð, þar sem hún kynnist Þorsteini Böðvarssyni, föðurbróður mínum. Þau gifta sig og 1930 flytja þau að Grafardal og hefja búskap í sambýli við foreldra mína. Ingi- bjartur bróður Jónasínu fylgdi henni í þetta sambýli, þá átta ára. Þau bjuggu í gömlu torfbæ fyrstu fimm árin. Þar tók Jónasína á móti mér þegar að ég fæddist og þar ól hún sitt fyrsta barn árið 1933. Þarna hjálpuðust þau að. Unnu til skiptis utan heimilis til að geta eignast jörðina. Og þau eignuðust jörðina. Eftir tuttugu ára sambýli deyr móðir mín. Þá lagðist þungi hús- haldsins á hennar herðar. Þegar stritið var mér ungri andlegt og lík- amlegt ofurefli og ég hreinlega gaus, gerðist það oftast í eldhúsinu og hún fékk gusuna yfir sig. Næsta dag var allt fyrirgefið og hún hall- mælti mér ekki fyrir vanstill- inguna. Fyrirgefning hennar sí og æ veitti mér öryggi. Við systkin áttum alltaf skjól í hennar húsi þó að tíminn liði og margt breyttist. Jónasína var fíngerð og stillt kona, hún var gestrisin og ljúf heim að sækja. Hún var friðsöm og hall- mælti ekki fólki. Hennar yndi var útsaumur, handavinna og lestur. Á seinni árum gekk hún í fjölskyld- unni undir nafninu Sína amma. Hún var amman sem börn mín áttu. Hún skildi engan útundan meðan hún gat prjónað rósavettlinga á litl- ar hendur sem komu í pakka fyrir jólin eða annað sem hún útbjó og gaf. Ég er Jónasínu þakklát fyrir margt og líf hennar var samofið mínu lífi langan tíma. Fyrir stuttu talaði ég síðast við hana í síma, þá sagði hún mér róleg og án sjálfs- vorkunnar að nú væri hún hætt að fara á fætur og máttur sinn minnk- andi. Hún var þreytt fallega konan að vestan, hvíldin var henni kær. Senn vorar og fuglinn kemur í bjargið og nóttin verður björt við nyrsta haf. Þuríður Jónsdóttir. Þegar ég fæddist voru afi minn og amma dáin. Bæði föður- og móð- urmegin. Þess vegna fékk ég að hafa konu afabróður míns fyrir ömmu. Þessi kona var Jónasína Bjarnadóttir. Hún var fædd fyrir vestan en giftist svo afabróður mínum og var bóndakona í Grafardal. Hún var alltaf kölluð Sína amma. Margar ferðir voru farnar inn í Grafardal. Enn meiri urðu svo samskiptin við Grafardal þegar foreldrar mínir fóru að vera sumarlangt í Vatns- horni í Skorradal. Þá kom Steini afi, maður Sínu ömmu, oft yfir háls- inn á hesti sínum og vitjaði um net í Skorradalsvatni. Einnig gisti Sína amma nokkrum sinnum í Vatns- horni. Í einni slíkri ferð hafði ég það í gegn að Sína amma kenndi mér að prjóna. Eftir að ég náði tök- um á prjónaskapnum var hún oft að senda mér garn í sokka. Hún var kannski búin að prjóna stroffið og ég átti að klára, leiðbeiningar fylgdu með. Þessar sendingar komu oft með Steina afa yfir háls- inn. Sína amma hafði mjög gaman af handavinnu og dundaði hún mik- ið við handavinnu á sínum efri ár- um. Sína amma og Steini afi byggðu sér lítið hús á hlaðinu í Grafardal sem þau kölluðu Garðshorn. Þar bjuggu þau síðustu ár sín í Graf- ardal. Margar reisur voru farnar um páska inn í Grafardal. Þá fyllt- ust bæði húsin af afkomendum Grafardalsbræðra, Jóns og Þor- steins. Alltaf var hlýtt í Garðshorni, þar svaf maður stundum í þessum ferðum. Í þessum ferðum var spil- að, hlegið og leikið sér í snjónum, farið í fjárhúsin og fylgst með bú- skapnum. Þessum ferðum var svo haldið áfram þótt búskapur legðist þar af. Þá var Sína amma líka oft með í för. Hún naut þess að koma inn í Grafardal þar sem hún hafði búið í næstum fimmtíu ár. Í þessum páskaferðum voru vélsleðar oft með í för og eitt sinn langaði Sínu ömmu að fá að fara smábunu suður í heiði. Bjarni sonur hennar keyrði sleðann og amma sat aftan á. Við sem eftir vorum heima fylgdumst með í gegnum kíki. Þegar toppi var næstum náð þurfti Bjarni að hægja á sér og þá seig amma út á hlið og allir heima á hlaði supu hveljur. Var hún að detta? En þetta slapp allt og hún fékk að njóta útsýnis eins og það getur best orðið um vetur. Með kærri þökk fyrir samveruna og góð kynni. Margrét Sigurbjörnsdóttir. JÓNASÍNA BJARNADÓTTIR Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR SÆMUNDSSON, Ægisgötu 31, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 25. febrúar, verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 8. mars kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Eyþór Gestsson, Anna Lilja Gestsdóttir, Ólafur R. Jóhannsson, Snjólaug Gestsdóttir, Guðmundur Árnason, Þórunn J. Pálmadóttir, Þorvaldur H. Jónsson, Jón S. R. Pálmason, Magnea G. Gunnarsdóttir, Garðar Pálmason, barnabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES ÁGÚST HJARTARSON, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 2. mars. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 9. mars kl. 14:00. Þorgerður Bergsdóttir, Smári Hannesson, Gunnhildur Júlíusdóttir, Ólöf Hannesdóttir, Sævar Benidiktsson, Haukur Hannesson, Sigríður Svavarsdóttir, Heiðrún Hannesdóttir, Ingólfur Hafsteinsson, Þ. Hanna Hannesdóttir, Egill Másson, Guðni Hannesson, Lilja Líndal Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda- móðir og amma, ÍRIS LILJA SIGURÐARDÓTTIR, lést á heimili sínu fimmtudaginn 4. mars. Útförin auglýst síðar. Guðmundur Kristinsson, Olga Gísladóttir, Sigurður Sigurðsson, Olga Gunnarsdóttir, Pétur Smári Richardsson, Kristinn Þ. Guðmundsson, María E. Erlingsdóttir, Erlendur G. Guðmundsson, Hildur B. Sigurðardóttir og barnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN PÁLSDÓTTIR kennari, Grandavegi 47, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánu- daginn 1. mars síðastliðinn. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 9. mars nk. kl. 15.00. Þórður Jónsson, Páll Þórðarson, Þorbjörg Einarsdóttir, Sigurlaug Þórðardóttir, Birna Þórðardóttir, Jón Þórðarson, ömmubörn og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS ÖLVERSSON sjómaður, Hamarsbraut 9, Hafnarfirði, lést af slysförum fimmtudaginn 4. mars. Sólveig M. Magnúsdóttir, Stefán Karl Harðarson, Jón Ölver Magnússon, Víðir Þór Magnússon, Helena Richter, Björk Magnúsdóttir, Úlfar Sigurðsson, barnabörn og langafabörn. Okkar ástkæra, BRYNDÍS BJÖRNSDÓTTIR BIRNIR, lést á Landspítala Hringbraut fimmtudaginn 4. mars. Helgi Björn Guðmundsson, Margrét Þóra Guðmundsdóttir, Davíð Örn Guðmundsson, Brynja Lúthersdóttir, Brynjar Óli Guðmundsson, Margrét Snæbjörnsdóttir, Björn Birnir, Dagur, Anna Lísa, Högni Snær, Snæbjörn Björnsson, Björn Björnsson, Ólafur Björnsson, Sigríður Björnsdóttir. Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar, systir, mágkona, frænka, barnabarn og tengdadóttir, ÁSTA SYLVÍA BJÖRNSDÓTTIR, Eskihlíð 35, Reykjavík, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Kristján Örn Jóhannesson, Oddný Finnbogadóttir, Björn Friðrik Björnsson, Emma Sigríður Björnsdóttir, Iain D. Richardson, Alma Emilía Björnsdóttir og systrabörn, Emma Hansen, Friðrik J. Friðriksson, Þóra Kristjánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.